Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 51 Akrakirkja á Vestur-Mýrum — eftir Jóhann J.E. Kúld í Morgunblaðinu 17. desember 1983 er grein eftir Jóhönnu Björnsdóttur, sem ber yfirskrift- ina „Hvað á að verða um kirkjur Mýramanna". Viðvíkjandi Akra- kirkju segir þar m.a.: „Kirkjan sem þar er nú er timburkirkja sem Guðmundur Jakobsson byggði ár- ið 1900. Hann byggði einnig Akra- neskirkju og eru þessar kirkjur mjög svipaðar að ytra útliti." Mér er ekki kunnugt um hver byggði kirkjuna á Akranesi, en hitt er mér fullkunnugt um, að faðir minn, Eiríkur Kúld Jónsson, byggði kirkjuna á Ökrum og með honum Þórarinn Erlendsson, sem þá var í smíðalæri hjá honum. En Þórarinn var bróðir Jóns Er- lendssonar skipstjóra og lengi verkstjóra hjá Eimskip og Ólafs Erlendssonar bónda á Jörfa í Kolbeinsstaðarhreppi. Hvort fleiri smiðir en Eiríkur og Þórarinn voru við byggingu kirkjunnar, um það heyrði ég aldrei. Þegar búið var að reisa kirkjuna og Þórarinn sat klofvega á mæni hennar, þá bar þar að Hannes Blöndal skáld, sem skrifaði eftirfarandi vísu á panilfjöl: Þórarinn er þýður í svörum, þar er aldrei stilling á förum. Ekki heyrist krunka í kalli klofríðandi á guðsorðahjalli. Guðjón Jónsson frá Hjörsey, sem dó fjörgamall maður hér í Reykjavík, sagði mér ýmislegt frá þessari kirkjubyggingu föður míns. En Guðjón þessi var faðir Runólfs bókbindara við Lands- bókasafnið, Friðriks innrömm- unarmeistara og listmálara, Skafta bókbindara, og fjölda ann- arra sona og dætra. Hafi Guðmundur Jakobsson byggt kirkjuna á Akranesi, sem sögð er svipa til kirkjunnar á ökr- um, þá gæti það vel staðist, þvi á meðan faðir minn vann að húsa- smíði hér í Reykjavík, mun hafa verið samvinna á milli hans og Guðmundar. Þetta dreg ég af sam- tölum þeirra á milli, en Guðmund- ur kom nokkrum sinnum að Ökr- um þegar ég var þar drengur og dvaldi þá eitt sinn í nokkra daga. Þeir báru þá saman bækur sínar faðir minn og hann um smíði timburhúsa, teikningu þeirra o.fl. Eiríkur Kúld Jónsson er fæddur á Ökrum 8. apríl 1954, sonur hjón- anna Elínar Helgadóttur frá Vogi og Jóns Eyjólfssonar silfursmiðs frá Svefneyjum á Breiðafirði. Ei- ríkur lærði húsasmíði hér í Reykjavík, en fór síðan til Kaup- mannahafnar og lærði þar húsa- málun. Hann var einn af alfyrstu lærðu húsamálurunum hér á landi. Að loknu námi í Kaup- mannahöfn kom hann aftur til Þrjú kver með málsháttum TÖRFI Jónsson hefur gefið út þrjú Iftil kver, sem bera heitin: „Nokkur orð um hjónabandið", „Nokkur orð um foreldra & börn“ og „Nokkur orð um kossa, ást og afbrýði“. Útgef- andi er Bókaútgáfan Bautasteinn. Kápu kveranna gerði Magnús I. Torfason. Bækurnar eru safn málshátta og umsagna frægra manna um efni kveranna. Hverju kveri fylgir nafnaskrá, sem prentuð er aftast f hverju þeirra. Á baksíðu hvers kvers stendur um hjónabandið: „Um hjónabandið aðeins eitt ætla ég að segja, það kemur sér vel að kunna að þegja"; um foreldra og bðrn: „Börnin okkar ættum við að eiga að vinum. Þau annast geta uppeldið á okkur hinum" og um kossa, ást og afbrýði: „Ástina skal ávallt tjá í orði jafnt sem verki. Ég set því hérna aftan á upphróp- unarmerki." Reykjavíkur og hóf hér þá smíði timburhúsa og húsamálun. Meðal margra húsa sem hann byggði hér í Reykjavík er húsið sem ennþá stendur við Laugaveg 41, en það byggði hann fyrir fósturbróður sinn, Arinbjörn Sveinbjörnsson bókbindara. Þá byggði hann húsið sem stendur við Bókhlöðustíg 7, upphaflega í Kórunesi við Straumfjörð sem íbúðarhús fyrir Ásgeir Eyþórsson kaupmann, föð- ur Ásgeirs forseta. Sveinn Jónsson, sem kenndur var við trésmíðaverksmiðjuna Völund og var samtímamaður föð- ur míns, fræddi mig á því hér í Reykjavík sem gamall maður, að faðir minn hefði verið hafður með í ráðum, þegar Völundur var upp- haflega stofnaður af nokkrum trésmiðum. Enda sagði hann að mikið hefði verið til hans leitað viðvíkjandi byggingu og teiknun timburhúsa og málun. Þá sagði Sveinn mér að Eiríkur hefði kennt sér undirstöðu húsamálunar áður en hann flutti héðan til Vest- mannaeyja og ætti hann honum mikið að þakka á því sviði, því á þeim tíma hefði húsasmiðurinn líka þurft að kunna skil á máln- ingu, ef hann starfaði utan Reykjavíkur. Sveinn taldi Eirík vera i hjópi færustu bygginga- fagmanna, sem hann hefði kynnst. Eiríkur Kúld Jónsson hóf bú- skap á eignarjörð sinni, hálfum Ökrum á Mýrum, 1899 og bjó þar tii dauðadags 15. des. 1916. Um hann segir svo m.a. í Borgfirskum æviskrám: „Hann endurbyggði Akrakirkju og mörg hús á Mýrum eftir að hann hóf búskap á Ökr- um.“ Reykjavík, 17. des. 1983. Jóhann J.E. Kúld er rithöfundur. Tafetu % + ^ ^ meo í rumi( uua ijudouii uí Litli ljósálfurinn slær birtu á næturlífið. Elskan við hliðina svífur ótruíluð á vit ljúfra drauma. Á með- an festir þú litla ljósálfinn á bókina góðu. Þín bíður langur næturlestur í frá- bærum félagsskap. Þú færö Litli ljósálfurinn kemur víðar að góðum notum. Hvert sem leið liggur, hafðu þennan upplýsta félaga með í för. Litli ljós- álfurinn getur líka notast við rafhlöður og þannig varpað ljósi sínu — hvar sem er. í PAKKANUM, Borgartúni 22. Einnig getur þú hringt í síma 91-81699 og fengið hann sendan um hæl í póstkröfu. RMUaMN GRAFELDUR Borgartúni 22. Reykjavík Þingholtsstrafti 2. Reykjuvik Simar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.