Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 12
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
Þjóðleikhúsið
Steinunn Jóhannesdóttir, Tyrkja-Gudda, og Hákon Waage, sem fer með hlutverk Ólafs.
Guðríöur Símonardóttir í tali við Hallgrím veikan og hruman.
Tyrkja-Gudda dr. Jakobs Jónssonar sýnd á annan í jólum
TYRKJA-GUDDA, leikrit dr. Jakobs Jónssonar fri Hrauni, verður sýnt í
nýrri leikgerð í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Jakob lauk við að semja
Týrkja-Guddu árið 1945 og var leikritið frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á tveggja
ára afmæli stofnunarinnar vorið 1952. Á undanförnum árum hefur dr. Jakob
endurskoðað verkið og samið upp og má heita að það sé nýtt verk sem nú
kemur fyrir sjónir áhorfenda, eins og segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu.
Leikritð fjallar um Guðríði Sím-
onardóttur, eða Trykja-Guddu,
eins og hún var jafnan nefnd, rek-
ur óvenjulega lífsreynslu hennar,
allt frá Tyrkjaráninu í Vest-
mannaeyjum árið 1627, segir frá
dvðl hennar í „barbaríinu" í Al-
geirsborg og heimferðinni um
Kaupmannahöfn, en þar kynntist
hún Hallgrími Péturssyni. Leikn-
um lýkur með dauða Hallgríms
árið 1674 að Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd og spannar því yfir 50
S-a tímabil.
í frétt Þjóðleikhússins segir
m.a.: „Guðríður var hart dæmd af
sinni samtíð og oftast síðan, enda
lifði hún á öld mikillar guð-
hræðslu og samanburðurinn við
trúarhetjuna og sálmaskáldið
Hallgrím Pétursson var henni í
óhag. Leikrit dr. Jakobs er eins
konar málsvörn fyrir hana og þar
er henni lýst af raunsæi, sem
mannveru sem á í baráttu við guð
sinn. f verkinu er fjallað um bar-
áttu hennar og Hallgríms,
sameiginlega og hvors um sig,
fyrir trú sinni og mannlegri
reisn."
Leikstjóri sýningarinnar er
Benedikt Árnason, tónlist er eftir
Leif Þórarinsson, leikmynd og
búningar eftir Sigurjón Jóhanns-
son og lýsingin eftir Ásmund
Karlsson. I sýningunni koma fram
yfir 30 leikarar og eru þar á meðal
Steinunn Jóhannesdóttir, sem fer
með titilhlutverkið, Sigurður
Karlsson, sem fer með hlutverk
Hallgríms Péturssonar, en hann
leikur nú sitt fyrsta hlutverk á
stóra sviði Þjóðleikhússins, Hákon
Waage, Randver Þorláksson,
Baldvin Halldórsson, Bryndís Pét-
ursdóttir, Erlingur Gíslason, Flosi
Óiafsson, Bríet Héðinsdóttir,
Andri Örn Clausen, Þórhallur Sig-
urðsson, Sigmundur Örn Arn-
grímsson, Árni Tryggvason, Þór-
unn Magnea Magnúsdóttir, Sigur-
veig Jónsdóttir og Margrét Guð-
mundsdóttir.
Frumsýningin er sem fyrr segir
26. desember, en önnur sýning
verður 28. desember og sú þriðja
29. desember.
Þau Hallgrímur og Tyrkja-Gudda fylgjast álengdar með tali vinnukvenna. Lengst til vinstri er Margrét Guðmunds-
dóttir í hlutverki kerlingar, þá Sigurveig Jónsdóttir, sem Finna, og loks Þórunn Magnea Magnúsdóttir sem Sesselfa.
Leggjum mesta áherslu á til
finningalega þátt verksins
— segir Benedikt Árnason leikstjóri
„Við böfum reynt að leggja mesta áherslu á hinn tilfinningalega þátt
verksms, þá innri baráttu sem á sér stað í hugum aðalpersónanna. Ytra
borðið verður þá frekar stuðningur, eins konar rammi utan um verkið sem
skiptir ekki meginmáli í sjálfu sér,“ sagði Benedikt Árnason leikstjóri
Tyrkja-Guddu í spjalli við blaðamann í kaffistofu Þjóðleikhússins fyrr í
vikunni. Steinunn Jóhannesdóttir, sem fer með hlutverk Tyrkja-Guddu hafði
eftirfarandi að bæta við:
„Frá mínum bæjardyrum séð
snýst verkið fyrst og fremst um
það hvernig þetta fólk bregst við
örlögum sínum. Guðríður Sím-
onardóttir lifir langa og erfiða æfi
og lendir í ótrúlegustu hörmung-
um; henni er rænt og lendir í
ánauð, hún missir barn sitt, verð-
ur ástfangin af sér miklu yngri
manni og verður hart dæmd af
þeim sökum og þau bæði. Og síð-
ast en ekki síst, þá horfir hún upp
á mann sinn tærast upp úr holds-
veiki. Leikritið fjallar um kross-
burð þeirra Guðríðar og Hall-
gríms og hvernig þeim tekst að
rísa undir honum.
Guðríður er mjög efagjörn
kona, sem mótast bæðí af sér-
stæðri reynslu hennar og upplagi,
og þessi efagirni verður til þess að
hún spyr sjálfa sig um tiigang
allrar þessarar þjáningar. Hvers
vegna leggur guð þetta á hana?
Það má kannski segja að niður-
staða verksins sé sú að Guðríður
sjái tilgang að baki þjáningunni,
sem gefur henni styrk til að rísa
undir henni af mannlegri reisn."
Músíkin „comment“
á verkið
í kaffistofunni situr Leifur Þór-
arinsson tónskáld yfir kaffibolla
og vindlingi og við víkjum talinu
næst að þætti tónlistarinnar í sýn-
ingunni, en Leifur hefur samið
hana að mestu á undanförnum
vikum.
„Músíkin gegnir í rauninni svip-
uðu hlutverki og ljósin,“ útskýrir
Leifur, „hún er eins konar „comm-
ent“ á það sem er að gerast í
Benedikt Árnason leikstjóri
verkinu, styður við og styrkir
ýmsa punkta, ásamt því að hjálpa
til við að skipta um senur: flytja
áhorfandann til í tíma og rúmi.
Það er eiginlega um tvenns kon-
ar tónlist að ræða, annars vegar
Leifur Þórarinsson tónskáld
orgeltóna og hins vegar hljóðfæra-
músík sem leikin er á barrok
hljóðfæri. Ég gæti trúað að tón-
listin í verkinu tæki um 30 til 40
mínútur í samfelldum flutningi,"
sagði Leifur.