Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
53
Sigurður Karlsson og Steinunn Jóhannesdóttir í hlutverkum Hallgríms Pét-
urssonar og Tyrkja-Guddu.
Sýningin nú
töluvert stílíseruð
— segir dr. Jak-
ob Jónsson, höf-
undur Tyrkja-
Guddu
„ÞESSI uppfærsla núna er að
ýmsu leyti frábrugðin sýningunni
1952, sem kemur bæði til af því að
ég hef gert breytingar á leikritinu
sjálfu og eins vegna þeirrar þróun-
ar sem orðið hefur í ajlri leikhús-
gerð á þessu tímabili. í hnotskurn
getum við sagt að sýningin 1952
hafi verið meira í natúralískum
anda, en sýningin nú hins vegar
töluvert stflíseruð, sem stafar ekki
síst af sviðsútbúnaðinum, sem er
nokkuð sérstakur," sagði höfund-
ur Tyrkja-Guddu, dr. Jakob Jóns-
son, þegar hann var spurður um
hvernig Tyrkja-Gudda hefði elst á
þessu 21 ári á milli sýninga.
Jakob sagðist hafa fylgst með
æfingum nú sem endranær, „en
þó ekki of rnikið," eins og hann
orðaði það, „því ég held að það
verki illa á leikara að hafa höf-
undinn sífellt yfir sér á meðan a
æfingum stendur. Það er eins og
að hafa mann á öxlinni á sér
þegar maður er að skrifa bréf.
Hins vegar hef ég mikið sam-
starf við leikstjórann þegar
festa er kominn í leikinn. Þá
fyrst er kominn grundvöllur
fyrir því að breyta og bæta ein-
stök atriði. Ég held að það sé
mikilvægt að höfundur og leik-
stjóri beri saman bækur sínar
sem mest. Sjálfur er ég til dæm-
is ekki lærður sem leikstjóri og
Dr. Jakob Jónsson frá Hrauni.
get því ýmislegt af leikstjóran-
um lært. Hann sér verkið með
öðrum augum en höfundurinn og
kann betur til verka í leikhúsinu,
auk þess sem hann leggur sinn
persónulega skilning í verkið. Og
oft hjálpar leikstjórinn, höfund-
inum að skilja sjálfan sig. Mér
dettur í hug í því sambandi
skemmtileg saga af þeim dr.
Guðmundi Finnbogasyni lands-
bókaverði og Einari Jónssyni
myndhöggvara. Það er sagt að
Guðmundur hafi eitt sinn leitt
Einar um sitt eigið listasafn og
útskýrt fyrir honum hans eigin
verk. Ég tek það fram að ég hef
ekki fullvissu fyrir því að sagan
sé sönn, en hún talar sínu máli
eigi að síður."
Sigurjón Jóhannsson leikmynda-
teiknari
Sviðið sveipað líni
Sigurjón Jóhannsson er höfund-
ur leikmyndar og búninga. Leik-
myndin er allsérstæð, hugsmíð
Sigurjóns, sem hann hefur verið
að þróa smám saman sl. 10 ár.
„Leikmyndin er eins konar
hjúpur utan um sjálfan leikinn,
gagnsær línhjúpur, hvítur og við-
kvæmnislegur sem tekur stöðug-
um breytingum eftir því sem á
leikinn líður," útskýrir Sigurjón.
„Við notum þunnt lín,“ heldur
Sigurjón áfram, „sem hengt er
upp umhverfis allt sviðið og yfir
það, og í mínum huga er þetta lín
táknrænt líkklæði þessarar
dapurlegu aldar og viðeigandi um-
gjörð utan um píslarskáldið og
þjóðarpíslina alla.“
Fislétt sýning
„Þessi umgjörð hjálpar til við að
gera sýninguna létta og líðandi,"
segir Benedikt, „hún er fislétt, ef
ég má orða það svo. Við höfum
lagt megináherslu á að „argum-
entið" eða rökfærslan í verkinu,
það er að segja barátta þessa fólks
fyrir mannlegri reisn, verði sam-
felld og ljóslifandi, en ekki barin
inn með sleggju. Frekar að láta
hana líða létt inn í huga áhorfand-
ans svo hann hafi að lokum eitt-
hvað að velta fyrir sér.“
Tölvudeild BRAGA v/Hlemm — Tölvudeild BRAGA v/Hlemm
Tölvur eru framtíðin
HEIMILISTÖLVUR
Sinclair ZX Spectrum 48k ........ 8.505.-
Oric — 1 48 K .................. 8.845.-
Spectravideo SV318 32k ......... 11.885.-
Spectravideo SV 328 80 k ....... 17.798.-
Commodore 64 64k ............... 14.700.-
VIC-20 5 k ...................... 6.950.-
BBC 32 k ...................... 25.698.-
Dragon 32 k .................... 10.525.-
Atari 400 16 k .................. 8.198.-
Atari 800 48 k ................. 17.798.-
Microbee 36 k með skjá ......... 19.886.-
Coleco sjónvarpsspil (frábært) ... 14.920.-
Tölvuskjár 12“ grænn ............ 7.970.-
TÖLVUNÁMSKEIÐ
TÖLVUISW/VISKEIÐ EFTIR JÖL
Við höfum samið um afslátt á tölvunámskeiðum fyrir alla sem kaupa heimilistölv-
una sína hjá Braga
8 tímar hjá Tölvufræðslunni sf. kr. 1.950.- -afsl. kr. 500 = 1.450.-
16 tímar hjá Tölvufræðslunni sf. kr. 2.950.- -afsl. kr. 500 = 2.450.-
Þú mætir með heimilistölvuna þína og þér er kennt að nota tölvuna og gera þín
eigin forrit.
TÖLVUNÁMSKEIÐ ER GÓÐ JÓLAGJÖF
Seld hjá
okkur
Að sjálfsögðu fá allir þeir sem keypt hafa heimilis-
tölvuna sína í Tölvudeild Braga frá því opnaði 1. sept.
500 kr. afslátt á tölvunámskeiðið.
ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA HJÁ BRAGA!
Mörg hundurð titlar af: Bókum — tímaritum — forritum og leikjum.
Allt um tölvur.
Mikið úrval af
litlum leiktolvum
frá kr. 895.-
Það er:
VIT í ÞESSU
Sendum í póstkröfu
Kreditkortaþjónusta