Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Söngva bæRur við allra hæfí 22 jólasöngvar í léttum hljómborðsútsetningum. M.a. eru í bókinni flestlögin afplötunni eftirsóttu Bjart er yfir Betlehem, s.s. Bor- inn ersveinn í Betlehem, Gleðileg jól o.fl. Kátt er um jólin. Jólalög og sálmar hljómsett fyrir hljómborð og gítar. M.a. Adam átti syni sjö, Pabbi segir, Heims um ból, Nú skal segja o.fl. Gullkorn. 12 vinsælustu lög Magnúsar Eiríkssonar í léttum útsetningum fyrir hljómborð og gítar. M.a. Draumaprinsinn, Reyndu aftur, Róninno.fl. Leikum og syngjum. Vinsælustu barnalögin í léttum raddsetningum fyrirpíanó, eftirJón Ásgeirsson. M.a. Efværi ég söngvari, Meistari Jakob, Litla Jörp o.m.fl. Söngvabækurnar frá ísalögum eru varanleg gjöfsem veitir ómældar ánægjustundir. Kpyixg Sími 91-73411 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁ RÁÐHÚSTORGI Hvaða vanda leysir vegur yfir Steingrímsfjarðarheiði? — eftir Hcdlgrím Sveinsson Nú þegar margt bendir til að vegur fari að opnast yfir Stein- grímsfjarðarheiði, sem tengja mun saman Inn Djúp og Stranda- sýslu, er ekki úr vegi að velta því ofurlítið fyrir sér hvort rétt hafi verið að leggja í vegagerð á þess- um sióðum og reyna að fá svar við því hvaða tilgangi þessi vegagerð eigi að þjóna. Ekki er undirritaður svo fróður að vita hversu miklu fjármagni er nú þegar búið að verja í veg þenn- an, en hitt er vitað, að áætlað er að verja þarna til vegagerðar og á aðliggjandi vegum um 50 milljón- um króna á næstu 2 til 3 árum. Spyrja verður hvort slíkur fjár- austur á þessu svæði sé yfirleitt réttlætanlegur og hvort hann kemur að þeim notum sem sumir ætla. Miklar efasemdir hafa vakn- að manna á meðal hér vestra í þessu efni, þótt ekki hafi það farið hátt opinberlega. Flest orkar tvímælis þá gert er og má svo einnig vera um Steingrímsfjarð- arheiði. Hér á eftir verða sett fram nokkur atriði í máli þessu ef það mætti verða til að menn íhug- uðu þetta mikla hagsmunamál Vestfirðinga betur en gert hefur verið nú um sinn, þ.e. tengingu vestfirskra vega við aðalvegakerfi landsins. 1. Sérfræðingar þeir norskir sem hafðir voru til ráðuneytis við gerð svokallaðrar Vestfjarðaáætl- unar á sínum tíma, lögðu á það áherslu að tengja bæri hinar vest- firsku byggðir saman eins mikið og hægt væri. Þessi Vestfjarðar- áætlun var eins og menn muna mikið átak á sínum tíma í vega-, hafna- og flugvallagerð á Vest- fjörðum. Þá var ekki minnst einu orði á tengingu Vestfjarðar við vegakerfi landsins um Steingríms- fjarðarheiði. 2. í riti sem Vegagerð ríkisins gaf út árið 1976, Tenging Inn Djúps, segir svo um vegagerð á Steingrímsfjarðarheiði: „Tenging milli Strandasýslu og Norður- fsafjarðarsýslu þykir þó eðlileg, þegar samgöngur innan hvers svæðis og tenging þeirra við aðal vegakerfi landsins er komin í við- unandi horf.“ Svo mörg voru þessi orð Vegagerðar ríkisins árið 1976. Ætli samgöngur innan hvers svæðis séu komnar í viðunandi horf árið 1983? Er búið að tengja Vestfirðina frá Patreksfirði til ísafjarðar við vegakerfi landsins svo viðunandi sé á þessu herrans ári? Því miður er ekki hægt að svara þessum spurningum öðru- vísi en neitandi, þó viðurkenna beri það sem áunnist hefur. 3. Út af fyrir sig er ekfci hægt að deila um það að æskilegt er að hafa þokkalegan sumarveg yfir margnefnda Steingrímsfjarðar- heiði, svo t.d. Strandamenn geti litið inn hjá skattstjóra sínum á ísafirði að sumarlagi og kannski einhverjum fleirum embættis- mönnum eða skroppið í búðir í þeim góða kaupstað. En við skul- um ekki gleyma því að vegalengd- in til að mynda frá Hólmavík til ísafjarðar er 230 kílómetrar, en aftur á móti er um það bil 300 kílómetra leið frá Hólmavík til Reykjavíkur. Sú röksemd sem heyrst hefur að það þurfi að færa Strandamenn nær Vestfjarða- svæðinu er í rauninni ekki fram- bærileg þar sem þeir tilheyra ( flestu tilliti Húnaflóasvæðinu, nauðugir viljugir. Sumarvegur hefði með tilliti til þessa átt að koma þarna einhverntíma f fram- tíðinni, þegar vel stæði á og búið væri að leysa hin gífurlega aðkall- andi samgönguvandamál milli fjarða. Djúpmenn eru alls góðs maklegir, en liggja ekki öll vötn hjá þeim til fsafjarðar? 4. Hafa menn hugsað út í það, að þegar kemur til þeirra kasta að moka snjó af Steingrímsfjarðar- heiði, þá er ekki til eitt einasta snjóruðningstæki í Djúpinu sem því nafni getur kallast. Það er ekki nóg að fá veg, heldur þarf líka tæki til að halda honum opnum. Fróðir menn segja að veghefill yrði um það bil viku á leiðinni frá ísafirði norður á Strandir ef moka ætti einhverjum snjó af þeirri leið. Það liggur oft við stórvandræðum hjá Vegagerðinni hér á Vestfjörð- um vegna tækjaskorts. Sl. vetur er enn í fersku minni hvað þetta snertir. Þá var ástandið þannig t.d. í önundarfirði að eina snjó- ruðningstækið þar stóð ekki undir sjálfu sér á tímabili, hvað þá að það gæti mokað fyrir önnur far- artæki. Höfum við efni á því að „Spyrja verdur hvort slíkur fjáraustur á þessu svæöi sé yfirleitt réttlætanlegur og hvort hann kemur að þeim notum sem sumir ætla. Miklar efasemdir hafa vaknað manna á meðal hér vestra í þessu efni M koma upp vélamiðstöð inni í Djúpi miðað við ástand þessara mála á þeim stöðum sem flestir Vestfirð- ingar búa? 5. Nú gæti vaknað sú spurning hvar vegagerð á Vestfjörðum ætti að hafa forgang og skal henni svarað hér skýrt og skorinort. Það ætti að leggja alla áherslu á svo- kallaða vesturleið, þ.e. leiðina frá ísafirði suður að Brjánslæk á Barðaströnd. Sú leið er um 130 kílómetra löng miðað við núver- andi veg. Ef þetta væri gert slægju menn tvær flugur í einu höggi, en slíkt hefur nú alltaf þótt eftirsóknarvert. Byggðar væru upp samgöngur á miíli fjarða og jafnframt væru menn að vinna sig sjálfkrafa út úr fjórðungnum um leið. Þegar á Barðaströnd væri komið gætu menn svo ákveðið hvort þeir færu akandi suður Barðastrandarsýslu eða tækju einfaldlega ferju yfir Breiðafjörð en sagt er að teikningar liggi nú fyrir af slíku skipi 6. Það vakti töluverða athygli á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Reykjanesi í sumar, þegar þær upplýsingar komu fram að ekki sé fyrirhugað að leggja fram eina einustu krónu til nýbyggingar á stofnbrautinni Vatnsfjörður- Þingeyri næstu 11 árin. Hér er um 70 kílómetra langan veg að ræða. Hluti af þessari leið, Dynjandis- heiði, er einhver best lagði og snjóléttasti fjallvegur landsins. í þeim vegi liggur mikil fjárfesting sem er óarðbær hálft árið. Þar sem við íslendingar virðumst vera þjóð mest gefnir fyrir óarðbærar fjárfestingar skal nú enn bætt gráu ofan á svart og byggður eitt stykki fjallvegur í viðbót, oftnefnd Steingrímsfjarðarheiði, sem fyrir- sjáanlega mun liggja undir snjó upp undir hálft árið eða svo, eng- um til gagns. Við erum rík þjóð íslendingar. 7. Það er tvímælalaust lang- mesta hagsmunamál Vestfirðinga í dag að tengja saman byggðirnar þannig að samskipti á öllum svið- um verði skaplegri en þau eru í dag. Góðir vegir eru forgangsverk- efni sem skila arði i nánast öllum málaflokkum. Vegur yfir Stein- grímsfjarðarheiði kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum, þvert á þessa stefnu. Eins og kom fram hér að framan er út af fyrir sig hægt að vera sammála okkar ágætu þingmönnum um að vegur er æskilegur á þessum stað, en það eru einmitt þeir sem þessu ráða. En allt hefur sinn vitjunartíma og þessi heiðarvegur er ábyggilega byggður á röngum tíma og e.t.v. einnig á röngum stað. Sá sem hér heldur á penna hefur átt tal um þetta mál við ýmsa aðila, bæði hér á vestursvæðinu og norðurhluta Vestfjaiða. Flestir viðurkenna að hér sé verið að fremja mistök. 8. Nú sjá það allir að ekki verður aftur snúið með vegagerð- ina á Steingrímsfjarðarheiði. Hún er staðreynd. Hver er þá tilgang- urinn með skrifum þessum? Jú, hann er fyrst og fremst sá að benda ráðamönnum á að betra er seint en aldrei. Dragið úr fjárveit- ingum í veg þennan næstu árin og látið við það sitja að hafa þarna þokkalegan sumarveg en óhætt mun að fullyrða að hörðustu talsmenn þessa vegar létu sig aldrei dreyma um annað og meira upphaflega. Því fjármagni sem við þetta sparaðist ætti umsvifalaust að veita í hina áðurnefndu vestur- leið, t.d. í brú á Dýrafjörð eða göng sem kæmu í stað Breiðdals- heiðar. Færum firðina saman og vinnum okkur sjálfkrafa út úr fjórðungnum um leið. Þetta ætti að vera krafa Vestfirðinga í sam- göngumálum í dag enda hefur þetta alla tíð legið á borðinu sem forgangsverkefni. Hallgrímur Sveinssou er skóla- sijóri i Hrafnaeyri. Ferur í jölaseríur Þessar vinsælu jóla- seríuperur eigum við nú fyrirliggjandi í ýmsum litum. RAFIÆKIAEEILD [h]hekla | * I Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 21240 PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.