Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
57
/
Þjódminningardagur ?ið Álfaskeið í Hrunamannahreppi.
Isson, kaupmaður, fyrir utan verslun
íli i Eyrarbakka um 1920.
en við vinnslu bókarinnar hafa um
tvöhundruð og fimmtíu plötur kom-
ið í leitirnar. Plötusafnið lenti í
hrakningum áður en það komst í
vörslu Þjóðminjasafns 1962. Það var
geymt í Húsinu á Eyrarbakka, þeg-
ar breski herinn hertók það og eyði-
lögðu þeir hluta safnsins; auk þess
sem sá hluti safnsins sem eftir var
fór í mikla óreglu, öll skrá á plötun-
um fór úr skorðum. Við öflun upp-
lýsinga um myndefnið af ljósmynd-
unum í bókinni varð því að byrja frá
grunni. Sýna myndirnar sem víðast
þar til upplýstist hverjir eða hvað
var á þeim. Við það hafa útgefendur
notið dyggilegrar aðstoðar ýmissa
heimildamanna og ber þar fyrst að
nefna gamlan Eyrbekking, Ásgeir
Pétursson. Að öðrum ólöstuðum
reyndist hann haldbestur og áhuga-
samastur um málið. Það hefur verið
ánægjulegt að leita til fólks, því
móttökur hafa alltaf verið á einn
veg, fólk er fúst að veita alla aðstoð
sem það getur og kvartar yfir því
einu að geta ekki gert betur.
Fátt virðist eins vel til þess fallið
að kveikja frásagnarþörf hjá fólki
og gamlar myndir. Hætt er við að
bókin hefði orðið snöggtum fyrir-
ferðarmeiri ef allar þær sögur sem
sagðar hafa verið yfir þessum
myndum hefðu verið skráðar og
prentaðar með. Þó hitt sé jafnvíst
að margar þeirra hefðu átt það skil-
ið.
Ein tæknileg nýjung er í vinnslu
bókarinnar. Við gerð ljósmyndanna
sem valdar voru í bókina var beitt
sömu vinnuaðferðum og Haraldur
notaði. Myndirnar voru ekki unnar
á nútímaljósmyndapappír, heldur á
svonefndan dagsljóspappír sem
heitir svo sökum þess að dagsbirtan
lýsir og kallar fram myndina. Síðan
voru myndirnar gulltónaðar að
þeirrar tíðar sið. Enginn vafi er á að
með þessu móti náðust mun skírari
og skarpari eintök af myndunum en
ella. Dæmin hér á síðunni eru aftur
á móti ekki eins vel prentuð og
myndirnar í bókinni. Þau eru án
skýringartexta, en ættu samt að
veita lesendum innsýn í þjóðlíf á
Suðurlandi á árunum um 1920.
Inga Lára Baldvinsdóttir
Vesturþýskar alvöruhrærivélar
á br®sandi verðí! 2 stærðir
■ •
Hræra - þeyta - hnoða - mixa - sjeika -
mauka - mylja - hakka - móta - mala - rífa -
sneiða - skilja - pressa - og fara létt með það!
Qóð kjör!
Raftækjaúrval
Hæg bílastæði!
iFonixi
Hátúni 6a - Sími 24420
KRISTJflfl
f ÍS V SIGGEIRSSOfl HF.
^ J LAUGAVEGl 13. REYKJAVIK. SIMI'25870
Lesefni istórum skömmtum!