Morgunblaðið - 23.12.1983, Side 21

Morgunblaðið - 23.12.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Guðlaugs saga Gíslasonar eftir Guðjón Armann Eyjólfsson Guðlaugur Gíslason fyrrv. al- þingismaður lætur ekki deigan síga. í fyrra sendi hann frá sér bókina Eyjar gegnum aldirnar, fróðleiksþætti úr sögu Vest- mannaeyja. Nú fyrir jðlin komu út endur- minningar Guðlaugs ritaðar af honum sjálfum. Hann greinir í sögu sinni frá uppvaxtarárum sín- um og þátttöku í atvinnulífi og stjórnmálum. Guðlaugur hefur frá mörgu að segja og fyrir eldri og yngri Vest- mannaeyinga er saga hans fróðleg og bregður ljósi á fjölmargt í sögu Eyjanna. Guðlaugur Gíslason var bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum frá 1954 til 1966, eða í 12 ár, viðurkenndur fyrir dugnað og útsjónarsemi af öllum Eyjamönnum, hvar í póli- tískum flokki sem þeir annars stóðu. Á þessum árum undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins voru framkvæmdir í Vestmannaeyjum meiri en höfðu nokkru sinni áður verið í sögu Eyjanna. Um þessi athafnasömu ár segir höfundur: „Hófst þá umfangs- mesti og að mörgu leyti skemmti- legasti kaflinn í starfsævi minni." Þarna er víða komið við og kemur sumt á óvart, t.d. var kannaður möguleiki á að kaupa litla kjarn- orkutilraunastöð frá Bretlandi, þegar leitað var lausnar á hinum mikla vanda og erfiðleika Vest- manneyinga að fá ferskt vatn, bæði til neyslu og við framleiðslu sjávarafurða. Þetta er fróðlegur kafli og verð- ur umhugsunar. Sennilega hug- starfsgreinum! * JHöraiiitM&foifo Guðlaugur Gíslason leiðum við Islendingar allt of sjaldan hvílík Guðs gjöf hið góða íslenska vatn er, t.d. hér á Reykja- víkursvæðinu ætíð hressandi og svo mjúkt, að þegar komið er frá kalkmenguðu vatni Evrópulanda er líkast því að ávallt sé sápa í vatninu. Vanda neysluvatns leystu Eyja- menn sem kunnugt er með útlögn Jón Helgason: Tyrkjaránið. Önnur útgáfa. Iðunn 1983. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að freista þess að fjalla um útgáfu Tyrkja- ránsins eftir Jón Helgason, aðra útgáfu, því að sögunni hefur ver- ið gerð ágæt skil hér í blaðinu. Þegar fyrsta útgáfa kom út, árið 1963, skrifaði Erlendur Jónsson m.a.: „Höfundur hefur ríka tilhneigingu til að bregða skáldlegri birtu yfir fólk og at- burði. Þess vegna finnst manni stundum eins og maður sé að lesa sagnfræðilega skáldsögu." tveggja vatnsleiðsla frá Landeyja- sandi árin 1968 og 1971. Guðlaug- ur rekur þennan þátt allítarlega. Prentvilla hefur slæðst inn á ein- um stað. Fyrri leiðslan var lögð út til Eyja í júlímánuði, en ekki júní- mánuði 1968, og kom á land í Heimaey aðfaranótt hins sögu- fræga dags í sögu Eyjanna, 17. júlí, eins og stendur réttilega und- ir mynd á næstu stíðu. Þá er rakin stofnun Náttúru- gripasafns Vestmannaeyja, en þrautseigja Guðlaugs og áræði skipti þar sem oft áður sköpum, ásamt sérstökum hæfileikum Friðriks Jessonar, safnvarðar, við uppstoppun fugla, en þá kunnáttu samfara mikilli þekkingu Friðriks á náttúru Eyjanna vildi Guðlaug- ur virkja. Komið er inn á mörg fleiri mál í sögu Vestmannaeyja eins og kaup- in á Lóðsinum, byggingu nýja sjúkrahússins, stofnun Stýri- mannaskóla, hraunhitaveitu, kaup á öllu landi Vestmannaeyja af rík- inu, árið 1960, sem var tímamóta- ákvörðun. Sem bæjarstjóri og forystumað- ur meirihluta bæjarstjórnar og frá árinu 1959 þingmaður Vest- Oft hefur verið vikið að þjóð- legum fróðleik og um hann er reyndar fátt annað en gott að segja. Fáir eða engir höfundar hafa verið betri fulltrúar þessar- ar bókmenntagreinar en Jón Helgason. Jóns nýtur ekki leng- ur við, en að honum látnum komast aðrir höfundar ekki með tærnar þar sem Jón hafði hæl- ana. I Eftirmála Tyrkjaránsins skrifar Jón: „Um alla atburði gildir sú meginregla, að á þá verður að leggja siðferðilegan mælikvarða síns tíma og síns umhverfis. Rétt og rangt er ekki hið sama í dag og það var í gær og ekki heldur hið sama í Norður-Afríku og á íslandi. Auk þess skyldum við ekki heldur miklast um of af sið- ferði okkar, dyggðum og rétt- læti.“ Fólk í viðjum Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson mannaeyja og Suðurlandskjör- dæmis átti Guðlaugur drýgstan þátt í að þessi framfaramál Vest- manneyinga komust í höfn. Guðlaugur fer miklum silki- hönskum um pólitíska andstæð- inga og vill augsýnilega skilja við samtíð og samferðamenn í friði, sátt og samlyndi. Hann ætlar því sagnfræðingum að rekja frekar þá miklu baráttu, sem mörg þeirra mála, sem þykja sjálfsögð í dag, tóku hann sjálfan, samherja hans og skoðanabræður. Svo miklar voru stundum rimm- urnar í Eyjablöðunum, að almenn- ingur fylgdist með sem fram- haldsþáttum í hasarblöðum. Það fer þó best á og öllum holl- ast að flest af því sé grafið og gleymt, enda þræturnar að mestu um keisarans skegg að sögn Guð- laugs, en mikið púður fór í þetta á sinni tíð. Skemmtilegasti hluti Guð- laugsbókar er um æsku og ungl- ingsár hans í Vestmannaeyjum. Kemur þar fram, að ekki var mul- ið undir hann, en svo hefði þó mátt halda af skrifum bæjarmála- blaða í Eyjum fyrir 30—40 árum. Þetta er verðugt umhugsunarefni í stjórnmálaþrasi líðandi stundar. Hann lýsir þarna atvinnuhátt- um, gerð hafnargarða og baráttu móður sinnar, myndarlegrar konu og þróttmikillar, eftir að faðir hans fellur frá, þegar Guðlaugur er 10 ára gamall. Um erfiðleika bæjargjaldkera í miðri heimskreppunni er brugðið upp eftirminnilegri mynd. Fljót- teknum stríðsgróða, em hverfur jafnskjótt og hann fékkst, gerir Guðlaugur skil af mikilli hrein- skilni. ¥ %jýn'cc~rio'ro. % ***■*#> • ■. Jón Helgason Og lokaorð Jóns Helgasonar eru þessi: Islendingar þeir, sem skráðu harmsögu bandingjanna í Barb- aríinu á seytjándu öld, ortu um grimmd Trykjans og báðu Múhameðstrúarmönnum böl- bæna, skynjuðu ekki, að þeir Bókin er prýdd fjölda mynda, sem eru flestar teknar af þeim kunna Eyjaljósmyndara Sigur- geiri Jónassyni. í heild er þetta fróðleg bók og skemmtileg og veitir góða innsýn í sögu Vestmannaeyja frá því um 1930 og fram til okkar daga. Ferill Guðlaugs Gíslasonar sannaði og tíminn hefur leitt í ljós, að hann var framsýnn stjórnmálamaður og hygginn, í einu orði sagt far- sæll. Eins og að hefur verið vikið hefur höfundur þó sleppt nokkru í viðburðaríkri stjórnmálasögu og hefði ef til vill átt að gefa sér betri tíma til ritunar um merkilegan feril og viðburðaríkt tímabil. í knappri umsögn um ágæta bók get ég ekki annað en gagnrýnt hönnuð kápu. Ég held, að hann þekki illa Guðlaug Gislason. Hann var ávallt og er enn reifur maður og hress, fullur lífs og orku, eins og fram kemur á fjölmörgum myndum í bókinni og unir vel sín- um hag eins og hann greinir frá í bókarlok. Ég minnist þess því aldrei að hafa séð Guðlaug svo raunalegan eins og hann er á kápu bókar sinnar. Eins og fram kemur í endurminningunum var hann ávallt bjartsýnismaður og leit björtum augum á menn og mál- efni, enda kom honum það vel. í hópi margra minningabóka stjórnmálamanna í jólabókaflóð- inu í ár er Guðlaugs saga Gísla- sonar áreiðanlega með þeim hressilegri og Vestmanneyingum er hún til fróðleiks og skemmtun- ar. Guðjón Ármann Eyjólfsson er skólastjóri Stýrimannaskólans í Rerkjarík. voru sjálfir fólk í viðjum í margvíslegum skilningi og þó umfram allt sinnar eigin fáfræði og hleypidóma. Það hefði þá þó sízt af öllu grunað. Þá hlekki, sem við drögumst með, munu komandi kynslóðir betur skynja." Það er nú reyndar skáldsagna- höfundur sem lætur þessi orð frá sér fara. Jón Helgason var með sérkennilegum hætti á mörkum fróðleiks og skáldsögu, eigin sköpunar. í bókum Jóns skynjar maður hve örstutt er yfir í skáldsögu vegna þess að skiln- ingur höfundarins er ekki bund- inn við afmarkað svið, heldur reynir hann að sjá hlutina frá fleiri sjónarhornum en einu. Tyrkjaránið til dæmis leiðir hugann sífellt að höfundum eins og Thorkild Hansen, sem samið hafa heimsbókmenntir. Kannski var Jón Helgason dálítið á und- an Hansen, en sú árátta að hafa það heldur sem sannara reynist hindraði hann oftast í þeirri við- leitni að stíga skrefið til fulls þangað sem sagnfræði og skáldskapur mætast í samlyndi. H-1(H-1P) Vasadiskó Mikið úrval af vasadiskó í fjölda lita, meö og án útvarps, FM-AM Steríó. Verö frá kr. 1.760.- Með útvarpi verö frá kr. 2.890.- HLJOMBÆR ■■ HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SÍMAR 25999 & 17244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.