Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
7
eftir
• • _
sr. Hannes Orn Blandon
HUGVEKJA
FramtíÖ
Gamla árið er að líða og
senn gengur nýtt í garð. Það
sem var mun aldrei koma aft-
ur og hver veit hvað hið nýja
ber í skauti sér. Hverjum mun
hlotnast stóri vinningurinn,
hver mun glata öllu sínu?
Það er til siðs á tímamótum
sem þessum að líta til baka
horfinn veg og horfa á það,
sem betur mátti fara, endur-
meta hug sinn í ljósi nýrrar
framtíðar, stokka upp spilin og
leggja á ný. Við öðrum blasir
engin framtíð, aðeins auðn og
tóm, þeir horfa í myrkur dauð-
ans. Margir eiga um sárt að
binda vegna ástvinamissis og
minningarnar ýfa sárin. Hvar
eru þær nú hinar sælu stundir,
er þeir áttu með látnum maka,
þegar þau hittust fyrsta sinni,
stóðu fyrst augliti til auglitis
og hjartað tók á rás? Hvar eru
þær nú hinar ljúfsáru stundir,
er þau hófu búskap og börnin
fóru að koma eitt og eitt, sum-
um eru þær horfnar inn í ei-
lífðina, við öðrum brosir lífið.
Guði sé lof fyrir kærleikann,
sem hann sáir í brjóstin á
ungu fólki. Guði sé lof fyrir
það að svo lengi, sem heimur
fær staðið, verði ávallt til ungt
fólk, sem þorir og getur tekist
á við vandamál lífsins, þorir að
horfast í augu við framtíðina.
Ég hefi áður minnst á það í
þessum hugleiðingum mínum
hversu framandlegt það er
borgarbarni að setjast að úti á
landsbyggðinni. Það tekur þó
nokkurn tíma að venjast öllum
staðháttum og mörgum tekst
það aldrei. Nú langar mig í
þessum síðasta pistli mínum
að sinni að fara nokkrum orð-
um um þann stað, sem við
hjónin kusum að setjast að
fyrir nokkrum árum.
Ólafsfjörður er sjálfsagt i
fáu frábrugðinn öðrum pláss-
um við sjávarsíðuna. Héðan
hefur löngum verið útræði
mikið og nú eru gerðir út þrír
togarar og tvö minni fiskiskip
auk annarra smábáta. I stuttu
máli er lífið fiskur í fortíð og
framtíð. Tilvera hinna rúm-
lega ellefu hundruð sálna
byggist að mestu á sjávarút-
vegi og Ólafsfirðingar hafa
löngum verið eftirsóttir sjó-
menn í öðrum verstöðvum. En
það er ýmislegt öðru fremur
sem einkennir staðinn. Það eru
ekki mörg ár síðan vegur var
lagður fyrir Vámúla og fram
að því var ekkert vegasamband
við umheiminn ef undan er
skilin leiðin yfir Lágheiði suð-
ur í Fljót, sem aðeins var opin
tvo eða þrjá mánuði á ári. Veg-
urinn fyrir Múlann er harla
viðsjárverður á stundum og
sérstaklega á veturna því hér
er vetrarríki mikið og getur
brostið á er minnst varir. Það
er því flestum mikil reynsla og
ævintýri er fara þessa leið í
fyrsta sinn og aka fyrir gil og
gjár og horfa niður í hafið
fleiri hundruð föðmum neðar.
En þessi leið getur verið
hættuleg því stundum vilja
falla mikil snjóflóð, sem teppa
umferð jafnvel svo dögum
skiptir. Og það getur skipt
sköpum í þeim tilfellum er
senda verður sjúklinga inn á
Akureyri. En það er líka dýr-
mætt að eiga mann eins og
Valdimar Múlameistara sem
les teikn í lofti og virðist oft
forvitri, er hætta steðjar að í
Múlanum.
Ólafsfirðingar mæna með
nokkrum ugg til framtíðarinn-
ar. Þeir eiga þá ósk heitasta að
fyrr eða síðar verði gerð göng í
gegnum Múlann. En það er
dýrt og fjárfrekt fyrirtæki,
sem mun þó á endanum borga
sig því það kostar óhemju fé að
ryðja veginn vetrarlangt ár
eftir ár.
' Ólafsfirðingar kvíða hins
vegar framtíðinni í sjávarút-
vegi, sem og aðrir starfsbræð-
ur þeirra í landinu. Þetta ár,
sem er að líða var lélegt aflaár
og ekki brosir hamingjan við í
þeim efnum á næsta ári. Líf
sjómannsins er enginn dans á
rósum þó þetta bætist ekki við
og það veit ég einnig að fáar
konur myndu sætta sig við
hlutskipti þessara kvenna, sem
sjá manninn sinn í 30 tíma á
10—15 daga fresti. Það er hollt
fyrir okkur hin að hafa það
hugfast, að það er fyrst og
fremst á þessu fólki, sem þjóð-
in byggir velferð sína og svo
verður um ókomna framtíð.
Við fögnum senn nýju ári.
Það vona ég, að Guð gefi okkur
gæfu til að taka höndum sam-
an við að leysa þau vandamál
er við blasa í atvinnuvegum
þjóðarinnar. Og ég bið þess að
við leitum til Drottins, sem gaf
okkur landið með öllum þess
gæðum og einnig að kærleikur-
inn fái að ráða svo að unga
fólkið er landið mun erfa eigi
bjarta framtíð fyrir höndum.
„Rannsökum breytni vora og
prófum og snúum okkur 'til
Drottins." „Fórnum hjarta
voru og höndum til Guðs í
himninum." (Harmlj. 40—41.)
Guð gefi öllum landsmönn-
um gleðilegt nýtt ár.
Fasteignaskattar á Akureyri
lagðir á með 12,5% álagi
Akureyri, 28. desember.
Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar
þriójudaginn fyrir jól uróu allsnarp-
ar deilur á milli Sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn og mcirihlutans, Fram-
sóknar, Alþýðubandalags og
Kvcnnaframboðs. Tilefnið var það,
að fyrir áramót er nauðsynlegt,
vegna greiðslufyrirkomulags fast-
eignaskatta, að ákveða hver gjald-
stofninn skuli vera. Meirihluti bæj-
arráðs hafði lagt til við bæjarstjórn,
að fastcignaskattur skyldi innheimt-
ur með 12,5% álagi, miðað við að
álagið var 25% í fyrra. Sjálf-
stæðismenn lögðu hins vegar til að
ekkert álag væri lagt á gjaldstofninn
að þessu sinni.
Gunnar Ragnars hafði fram-
sögu fyrir áliti Sjálfstæðismanna
og taldi, að efnahagsástand það
sem nú ríkti og ört hjaðnandi
verðbólga gæfi tilefni til að fara
varlegar nú en endranær í skatt-
heimtu sem þessari til bæjarfé-
lagsins. Einnig bæri á það að líta,
að gjaldþoli einstaklinga, sem eru
langstærsti hluti þeirra sem fast-
eignaskatta greiða, væri nú svo
háttað að bæjarfélaginu bæri að
fara þarna varlegar en undanfarin
ár. Einnig bæri á það að líta, að í
minnkandi verðbólgu nýttust bæj-
arfélaginu álögð gjöld mun betur
en fyrr.
Á þessi rök Sjálfstæðismanna
vildi meirihluti bæjarstjórnar
ekki fallast. Sigurður Jóhannesson
(F) taldi að frekar væri ástæða til
þess að lækka aðstöðugjöld fyrir-
Stykkishólmi 27. desi‘mber.
HELGAFELLSKIRKJA á 80 ára af
mæli 1. janúar nk. og í því tilcfni
verður afmælisins minnst með
messugjörð þar sem sóknarprestur-
inn Gísli Kolbeins predikar.
Það má segja að kirkjan hafi
staðið vel af sér öll stórviðri en nú
tækja, þegar þar að kæmi, fulltrúi
Abl., Sigríður Stefánsdóttir, taldi
meiri ástæðu til að lækka álag á
útsvarsstofn, en fulltrúar Kvenna-
framboðs höfðu litlar skoðanir.
Við atkvæðagreiðslu um málið
var tillaga Sjálfstæðismanna felld
af fulltrúum meirihlutans og verð-
ur því álag á fasteignaskattstofn á
Akureyri á næsta ári 12,5%, sem
þýðir að fasteignaskattur nemur á
næsta ári 0,562%.
GBerg
er hún orðin þannig að nauðsyn er
mikillar viðgerðar og er það
hugmynd safnaðarins, ef nokkur
tök verða á því, að gera verulegt
átak á þessu ári, stöðva leka og
gera við annað sem úr skorðum
hefir farið.
Fréttaritari
Helgafellskirkja 80 ára
STOD
VERÐBRÉFA-
IDSKIPTANNA
Hvernig ávaxtar þú
sparifé þitt
0,1,2,3..eða 11%?
Verðtryggður s parnaður — samanburður á ávöxtun
Verðtrygging m.v.lánskjaravísitölu Raun- ávöxtun F|öldi ára til að tvðf. raunglldl hðtuðstols Raunaukning höfuöst. aftir 7 ér
Veðskuldabréf 10% 7 1/j ár 95%
Sparisk.ríkissj. 5 ’/i % 13 ár 45.5%
Sparisjóðsreikn. 1 %% 47 ár 11%
Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins
óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs árs og
þakkar þeim viöskiptin á árinu sem er aö líöa.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
1. janúar 1984
Verötryggö spariskirteini og happdrættislán rikissjóós
Ar-flokkur Sðkigengi p» kr 100,- Raunvexttr m/v giklistima GikJistimi raunvaita 1 til tnnl dags i Seölabanka
1970-2 16.902,79 4.75% 34 d.
1971-1 14.396,14 5,12% 1 ár 254 d.
1972-1 13.237,30 5,25% 2 ár 24 d.
1972-2 10.691,57 5,25% 2 ár 254 d.
1973-1A 8.099,48 5,37% 3 ár 254 d.
1973-2 7.816.49 5,50% 4 ár 24 d.
1974-1 5.053,36 5,50% 4 ár 254 d.
1975-1 3.989,06 4,75% 10 d.
1975-2 2.972,70 4,75% 24 d.
1976-1 2.710,62 4,75% 69 d.
1976-2 2.225,79 4,75% 24 d.
1977-1 1.973,21 4,75% 84 d.
1977-2 1.655,40 5,00% 249 d.
1978-1 1.337,89 4,75% 84 d.
1978-2 1.057,56 5,00% 249 d.
1979-1 907,73 4.75% 54 d.
1979-2 686,48 5,00% 254 d.
1980-1 591,00 5,12% 1 ár 104 d.
1980-2 455,94 5,12% 1 ár 294 d.
1981-1 389,40 5,25% 2 ár 24 d.
1981-2 289,35 5,25% 2 ár 284 d.
1982-1 274,17 5,12% 1 ár 60 d.
1982-2 203,34 5,12% 1 ár 270 d.
1983-1 156,46 5,25% 2 ár 60 d.
1974-0 5.040,54 5,25% 79 d
1974-E 3.459,95 5,50% 330 d
1974-F 3.459,95 5,50% 330 d
1975-G 2.265,46 5,63% 1 ár 330 d.
1976-H 2.080,05 5,75% 2 ár 89 d.
1976-1 1.629,33 5,75% 2 ár 329 d
1977-J 1.454,99 5,87% 3 ár 90 d
1981-1.fl 310.68 5,75% 2 ár 120 d.
Veðskuldabrel — verötryggð
Sölugengi Nafnvextir Avoxtun
m v (HLV) umfram
2 afb aan vorA
1 ár 95,34 2% 8,75%
2 ár 92,30 2% 8.88%
3 ár 91.66 3’/r% 9,00%
4 ár 89,36 3%% 9.12%
5 ár 88,22 4% 9.25%
6 ár 86,17 4% 9,37%
7 ár 84,15 4% 9,50%
8 ár 82.18 4% 9,62%
9 ár 80.24 4% 9,75%
10 ár 78,37 4% 9.87%
11 ár 76,52 4% 10,00%
12 ár 74.75 4% 10.12%
13 ár 73,00 4% 10.25%
14 ár 71,33 4% 10.37%
15 ár 69,72 4% 10.49%
16 ár 68,12 4% 10.62%
17 ár 66,61 4% 10.74%
18 ár 65.12 4% 10,87%
19 ár 63,71 4% 10,99%
20 ár 62,31 4% 11,12%
Hlutabréf
Hampiðjan 10% hlutafjár.
Kauptilboð óskast.
Veðskuldbréf óverðtryggö
Sölugengi m/v 1 afb á ári 18% 20% 25% iHl V) 27%
1 ár 80 81 84 86
2 ár 66 68 71 73
3 ár 57 59 63 65
4 ár 50 52 57 59
5 ár 45 47 52 54
Daglegur gengisútreikningur
Verðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Simi 28566