Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Ingi
Tryggvason
formaður Stéttar-
sambands bænda
Nú í lok desembermánaðar
vantar mikið á að tölulegar upp-
lýsingar um framleiðslu og af-
komu landbúnaðarins á árinu 1983
séu fyrir hendi. Það sem hér verð-
ur sagt ber þessa merki og verður
því að skoðast með nokkrum fyrir-
vara.
Skipulagsaðgerðir í landbúnaði
á undanförnum árum hafa miðast
við það að aðlaga framleiðslu
nautgripa og sauðfjárafurða inn-
lendum markaði. Vorið 1979 voru
gerðar breytingar á Framleiðslu-
ráðslögunum sem veittu landbún-
aðarráðherra heimild til skipu-
lagsaðgerða að fengnum tillögum
Framleiðsluráðs. Forysta um
þessar skipulagsaðgerðir hefur því
verið í höndum bænda, en þeir
velja fulltrúa Framleiðsluráðs
samkvæmt lögunum. í ráðinu sitja
allir stjórnarmenn Stéttarsam-
bands bænda auk fjögurra full-
trúa frá afurðasölufélögunum,
sem stjórn Stéttarsambandsins
skipar samkvæmt tilnefningu.
Framleiðsla sauðfjár- og naut-
gripaafurða hefur dregist veru-
lega saman í kjölfar þessara
skipulagsaðgerða. Á árunum 1982
og 1983 jókst framleiðsla mjólkur
aftur. Má gera ráð fyrir að fram-
leiðsla mjólkur verði tæplega 11%
minni árið 1983 en var 1978.
Lausleg áætlun bendir til að ásett
sauðfé haustið 1983 sé um
705—710 þúsund fjár, sem er
rúmlega 20% fækkun frá 1978. Oft
er því haldið fram, að árangur í
framleiðsluskipulagningu hafi
einkum orðið í nautgriparækt. Af
ofanskráðu sést, að samdráttur
hefur orðið mun meiri í sauðfjár-
búskapnum þótt hann komi síðar
fram vegna þess mikla kjöts sem
til fellur meðan á sjálfri fækkun-
inni stendur.
Erfiðar markaðsaðstæður er-
lendis og hár rekstrarkostnaður
hér innanlands gera samdrátt í
hefðbundinni búvöruframleiðslu
óhjákvæmilegan. Hinu má ekki
gleyma, að samdrátturinn út af
fyrir sig veldur bændum og
vinnslustöðvum miklum fjár-
hagslegum erfiðleikum, ef ekki er
hægt að mæta honum með minnk-
andi tilkostnaði. Nýjar atvinnu-
greinar innan landbúnaðarins
eiga erfitt uppdráttar vegna mik-
ils stofnkostnaðar, jafnvel þær at-
vinnugreinar sem virðast hafa
ótvírætt þjóðhagslegt gildi og
skapa mikla möguleika til gjald-
eyrisöflunar, eins og t.d. loðdýra-
rækt.
Árið 1983 hefur verið landbún-
aðinum erfitt. Veðurfar hefur ver-
ið kalt og mjög óþurrkasamt um
sunnan- og vestanvert landið,
spretta yfirleitt léleg og innistöðu-
tími búfjár mjög langur. Þrjú af
síðustu fimm árum hafa verið í
hópi fimm köldustu ára á öldinni.
Almennir fjárhagslegir erfiðleik-
ar í þjóðfélaginu hafa þrengt að
bændum ekki síður en öðrum
þegnum þjóðfélagsins. óbilgjarn
og oftast órökstuddur áróður gegn
bændum og innlendum landbúnaði
hefur breikkað bilið milli þéttbýl-
is- og dreifbýlisbúa, báðum til
angurs og óþurftar. Veitti ekki af
að lyfta umræðu um landbúnað-
armál og raunar ýmis önnur þjóð-
mál á nokkuð „hærra plan“ en
þessi umræða hefur verið á nú um
sinn. Réttmæt og málefnalag
gagnrýni er nauðsyn, en blekk-
ingarskrif byggð á þekkingar-
skorti verða engum til gagns.
Verðlag
Miklar hækkanir urðu á verði
landbúnaðarvara bæði 1. mars og
1. júní. Urðu þessar hækkanir í
kjölfar undangenginna almennra
kaupgjaldshækkana og mikilla
hækkana á rekstrarvörum land-
búnaðarins. Munaði þar mest um
70% hækkun á áburði, sem kom
inn í verð búvara 1. júní. Höfðu þó
verið gerðar ráðstafanir til að
draga úr áburðarhækkunum með
verðtilfærslu milli kjarnfóðurs og
áburðar og lánum á ábyrgð ríkis-
sjóðs. Haustverðlagning fór fram
I. október í stað 1. september,
samkvæmt bráðabirgðalögum frá
27. maí 1983. Hækkun verðs til
framleiðenda varð þá 4%. Hafði
þá ríkisstjórnin gert ráðstafanir
til að draga úr framleiðslukostn-
aði við búvöruframleiðslu og mun-
aði þar mest um niðurfellingu eða
endurgreiðslu á söluskatti af
helstu vélum og tækjum sem not-
uð eru við hefðbundna búvöru-
framleiðslu. Verð til framleiðenda
hafði þá hækkað um 52% á árinu,
en kaupgjald um rúm 34%. Hlut-
fallsleg minnkun kaups í verð-
myndum búvara jafnframt
óbreyttu útborgunarhlutfalli við
afhendingu vörunnar þrengir
mjög greiðslustöðu bænda. Vegna
minnkandi niðurgreiðslna hækk-
aði búvöruverð til neytenda mun
meira en framleiðsluverðið.
Fratnlciðsla
Eins og fyrr segir jókst mjólk-
urframleiðsia á árinu. Áætlað er
að hún verði um 107 milljónir lítra
sem er rúmlega 2% meiri en á ár-
inu 1982. Samkvæmt bráðabirgða-
tölum var dilkakjötsframleiðslan
II. 031 tonn á móti 11.524 tonnum
1982, og kindakjötsframleiðslan í
heild 12.952 tonn á móti 13.762
tonnum 1982. Mest varð kinda-
kjötsframleiðslan 1978, en þá var
hún 15.393 tonn. Framleiðsla á
öðrum tegundum kjöts, svo sem
nautakjöti, svínakjöti, hrossakjöti
og kjúklingakjöti, fer vaxandi án
þess að sala aukist að sama skapi.
Tölur um þessa framleiðslu eru
enn ekki fyrir hendi nema að
takmörkuðu leyti, en ljóst er að
birgðir nautakjöts vaxa ört og lík-
ur benda til að þrátt fyrir sam-
drátt í kindakjötsframleiðslu hafi
heildarframleiðsla landsmanna á
kjöti ekki dregist saman á árinu.
Uppskera kartaflna og annarra
garðávaxta varð mjög rýr og brást
sums staðar með öllu. í heild er
kartöfluframleiðslan aðeins litlu
meiri en það útsæði, sem sett var
niður sl. vor. Gróðurhúsauppskera
var í rýrara lagi. Mikil aukning
varð í framleiðslu refaskinna og
loðdýrastofninn stækkar ört.
Sala landbúnaðarafurða
Sala búvara innanlands gekk vel
á árinu. Mikil framleiðsla eggja,
kjúklingakjöts og svínakjöts leiddi
til þess að framleiðendur lækkuðu
verð þessara vara frá skráðu verði
lengri eða skemmri tíma úr árinu.
Þá var lækkað verð á þeim kinda-
kjötsbirgðum sem til voru 1. sept-
ember. Seldust þessar birgðir upp,
en kostnaði við verðlækkunina var
skipt milli ríkissjóðs og framleið-
enda. Vaxandi erfiðleikar eru á
sölu kindakjöts á erlendum mörk-
uðum, verð er lágt og framboð
eykst. Útflutningsverð á óunnum
og unnum gærum er lágt og tregða
í sölu. Hins vegar hefur sala ull-
arvara gengið vel og nýkomnar
eru fréttir um góða sölu á æðar-
dún. Verðlag á refaskinnum hefur
lækkað lítið eitt frá síðasta ári, en
verð minkaskinna hefur hækkað
nokkuð.
Kristján
Ragnarsson
formaður Land-
sambands íslenzkra
útvegsmanna
Liðið ár hefur verið sjávarút-
veginum óhagstætt, sem aðallega
stafar af verulegri minnkun á
þorskafla, eða um nær fjórðung
frá fyrra ári, en þá hafði hann
minnkað um fimmtung frá árinu
1981. Þessi mikla aflaminnkun
auk verulegra kostnaðarhækkana
fyrri hluta árs hafa valdið útgerð-
inni, bæði bátum og togurum,
verulegum hallarekstri. Heildar-
aflinn verður um 830 þúsund lestir
eða nokkru meiri en árið áður.
Munar þar mestu um að loðnu-
veiðar hafa verið leyfðar að nýju
og veiddust um 130 þúsund lestir.
Loðnuveiðar höfðu verið bannaðar
allt síðastliðið ár ogþar til í nóv-
ember á þessu ári. Utgerð loðnu-
báta hafði því orðið fyrir alvar-
legu áfalli, en afkomuhorfur
þeirra eru betri nú.
Afli annarra botnfisktegunda
en þorsks hefur verið álíka mikill
og áður. Nokkur aukning varð á
rækjuafla og þó einkum á úthaf-
inu. Horfur eru á að sókn í rækju-
afla á úthafinu muni aukast og
skapa verkefni fyrir fleiri skip.
Markaðsverð fyrir sjávarvöru-
framleiðslu hefur verið líkt og ár-
ið áður. Nokkur lækkun hefur þó
orðið á frystum fiski og verð á
saltfiski hefur lækkað verulega í
dollurum, þótt það hafi hækkað í
gjaldmiðli markaðslandanna.
Sölutregða hefur verið á skreið
m.v. venjulega viðskiptahætti, en
skreið hefur verið seld í vaxandi
mæli með afslætti og greiðslu-
fresti. Verð á rækju og humri hef-
ur verið stöðugt og verð á fiski úr
hörpudisk mjög hagstætt. Einnig
hefur verð á mjöli og lýsi verið
hagstætt.
Afkoma útgerðarinnar hefur
verið með öllu óviðunandi og
áfram hefur verið safnað vanskil-
um. Er nú svo komið að stefnir í
greiðsluþrot. Engu er líkara en
stefnt sé að því að eyða öllu eigin
fé í þessari atvinnugrein og getur
þá verið stutt í annað rekstrar-
form. Afkoma fiskvinnslunnar er
mun betri, en breytileg m.v. afurð-
ir. Með efnahagsaðgerðum í maí
var gert verulegt átak til að bæta
afkomu sjávarútvegsins í heild, en
engan veginn var þó nægilega að
gert fyrir útgerðina. Vegna mun
minni afla en gert var ráð fyrir, er
afkoma útgerðarinnar enn verri.
Stjórnvöld hafa frestað því
óhóflega lengi að takast á við
þennan vanda og er ekki gert ráð
fyrir að það verði gert fyrr en í
tengslum við nýtt fiskverð, sem
taka á gildi frá 1. febrúar nk. Um
langan tíma hefur fiskverð verið
ákveðið frá áramótum, en segja
má að þeim hafi nú verið frestað
um einn mánuð.
Horfur fyrir sjávarútveginn á
næsta ári eru uggvænlegar. Vegna
slæms ástands þorskstofnsins, er
gert ráð fyrir að minnka aflann
verulega frá því sem var á þessu
ári, sem nú er að líða. Einnig mun
verða minnkun á veiði karfa, en
karfi er önnur mest veidda botn-
fisktegundin. Af þessum ástæðum
er útilokað að halda áfram þeim
stjórnunaraðferðum sem notaðar
hafa verið, en þær hafa byggst á
því, að banna þorskveiðar í tiltek-
inn tíma og hvetja til annarra
veiða. Nú er það ekki unnt því all-
ar botnfisktegundir eru fullnýttar.
Hefur því verið horfið að því að
reyna í eitt ár nýja stjórnunarað-
ferð, sem byggir á því að úthluta
skipum aflakvóta fyrir helstu fisk-
tegundir, og miða þá úthlutun við
3ja ára afla næstliðinna ára í þeim
tilgangi að þeir fái notið sín, sem
best hafa aflað. Skipseigendur
ákveði síðan sjálfir hvenær og
með hvaða veiðarfærum þessi afli
verði veiddur. Með þessari aðferð
er tryggt að staðið verði við fyrir-
fram ákveðin aflamörk og með því
stuðlað að endurreisn þorsk-
stofnsins. Því er ekki að neita að
þessi aðferð hefur marga ókosti en
er illskást m.v. okkar aðstæður.
Það er algjör misskilningur ef
menn halda að þessi stjórnunar-
aðferð leysi vanda útgerðarinnar.
Hún getur hins vegar verið liður í
því að draga ur útgerðarkostnaði
og einnig stuðlað að því að bæta
fiskgæðin. Hún ætti einnig að
tryggja að frekari aukning verði
ekki á fiskiskipaflotanum og hún
gefur þeim stjórnmálamönnum og
stjórnendum fjármálastofnana
lága einkunn um gerðir þeirra á
liðnum árum.
Það ríkir nú alger óvissa um
rekstrarskilyrði útgerðarinnar á
næsta ári, en það verður að
treysta að stjórnendur landsins
sjái og skilji að áfram verður ekki
haldið á þeirri braut, sem fylgt
hefur verið undanfarin ár. Það eru
óafsakanleg mistök að hafa gengið
svo nærri útgerðinni á mestu afla-
árunum frá 1978 til 1982 að út-
gerðin væri rekin með verulegum
halla, sem nú þarf að glíma við í
versnandi árferði.
Atvinna fólks í sjávarþorpum
landsins og afkomumöguleikar
ráðast nú af því, hvort þeir, sem
landinu stjórna, hafa dug og þor
til að takast á við þann vanda, sem
útgerðin stendur frammi fyrir.
Við hvað styðst efnahagsstjórn,
sem setur undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar þá rekstrarerfiðleika,
sem raun ber vitni, þegar annar
atvinnurekstur, eins og þjónusta
af öllu tagi, býr við blóm í haga?
Páll
Sigurjónsson
formaður Vinnuveit-
endasambands íslands
Við lok ársins 1983 er okkur ís-
lendingum vandi á höndum, þeir
erfiðleikar sem við er að etja eiga
að miklu leyti rætur sínar að rekja
til lélegrar stjórnunar sem ýtt
hefur undir rangar fjárfestingar í
opinberum rekstri og einkarekstri.
Fjárfest hefur verið í dýrum tækj-
um sem ekki nýtast nema að
hluta, þetta verður til þess að fjár-
festingar gefa ekki nægilega af sér
til að standa undir nýjum arðbær-
um fjárfestingum. Afleiðingar
þessarar svikamyllu ásamt vísi-
töluskrúfunni hafa leitt af sér
óðaverðbólgu, með allri þeirri óár-
an og upplausn sem henni fylgir.
Nú í ár hefur loksins verið gerð
' alvarleg tilraun til að vinna bug á
verðbólgunni, og koma þar með í
veg fyrir hrun atvinnuveganna og
alvarlegt atvinnuleysi. Við verðum
að vona að þessi tilraun takist. í
viðbót við að mestu heimatilbúna
efnahagsörðugleika hefur bæst
samdráttur í þorskafla og harðn-
andi samkeppni á okkar aðal-
fiskmörkuðum í Bandaríkjunum.
En þrátt fyrir þá erfiðleika sem
nú steðja að megum við ekki láta
hugfallast, og við verðum að reyna
að sjá björtu hliðarnar, t.d. hefur
hver íslendingur að meðaltali
fleiri fermetra íbúðarhúsnæðis að
búa á en sennilega nokkur önnur