Morgunblaðið - 31.12.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Umskiptaár
kvatt
Arið 1983 var umskiptaár
fyrir íslensku þjóðina. Þá
tókst á örskömmum tíma að
lækka verðbólguhraðann úr
yfir 130% og jafnvel niður
fyrir 20%, ef marka má nýj-
ustu tölur. Þetta er ótrúlegur
árangur sem náðst hefur frá
þingkosningunum sem fram
fóru 23. apríl. Eftir þær stóðu
sex þingflokkar, tveir nýir
bættust við á fyrri hluta árs-
ins, frammi fyrir afleiðingum
þess að alltof lengi hafði verið
látið reka á reiðanum. Tveir
stærstu flokkarnir, Sjálfstæð-
isflokkur og Framsóknar-
flokkur, tóku höndum saman
um stjórnarmyndun við þessar
hættulegu aðstæður. Tals-
menn stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins, Alþýðubanda-
lagsins, höfðu lýst þeim sem
neyðarástandi fyrir kosn-
ingarnar. Eftir að stjórnin var
mynduð 26. maí var svo gripið
til neyðaraðgerða. Vísitölu-
trygging launa var afnumin og
allir kjarasamningar bannaðir
fram til 1. febrúar 1984. Gengi
krónunnar var sett fast. Horf-
ið var frá þeirri stefnu að eyða
um efni fram með sífelldum
lántökum erlendis.
Árangurinn lét ekki á sér
standa. Vextir hafa lækkað en
hlutföll breyst á þann veg að
almennir sparireikningar gefa
af sér arð. Nú sjást þess jafn-
vel merki að innfluttar vörur
séu teknar að lækka í verði og
má þar sérstaklega nefna
bensínið, orkugjafa þarfasta
þjóns nútímamannsins. Eim-
skipafélag íslands lækkaði
farmgjöld um 7% rétt fyrir
jólin og þannig mætti áfram
nefna ýmis áþreifanleg dæmi
um verðhjöðnunina. Kannanir
sýna að almenningur vill mik-
ið á sig leggja til að komast út
úr vítahring verðbólgunnar.
Ráðleysi stjórnarandstöðu-
flokkanna fjögurra á alþingi
sýnir að þeir geta ekki bent á
nein úrræði betri en þau sem
gripið var til gegn verðbólg-
unni.
Efnahagsleg umskipti hafa
tvímælalaust orðið til hins
betra á árinu 1983. Því fer
hins vegar víðs fjarri að þjóð-
arskútan sé komin á lygnan
sjó. Sá rammi sem settur hef-
ur verið með því að takast á
við verðbólguna jafn harka-
lega og raun ber vitni rúmar
ekki allt það sem við höfum
getað leyft okkur á undanförn-
um árum. Með því að festa
gengi krónunnar er gerð krafa
um að raunveruleg verðmæta-
sköpun standi að baki fjárfest-
ingu og rekstri. Samhliða
þessu hefur svo orðið að skera
niður hámarksafla á helsta
nytjafiski okkar, þorskinum.
Auk þess á að kvótabinda allar
fiskveiðar. Til hvers þau um-
skipti leiða er ógjörlegt að
segja á þessari stundu.
Ríkisstjórn og alþingismenn
geta ekki gengið harkalegar
fram í slagnum við verðbólg-
una en þeir njóta stuðnings til
hjá almenningi. Miðað við þá
kaupmáttarskerðingu sem
launþegar hafa mátt þola
samkvæmt opinberum skýrsl-
um ætti að vera komið að
hættumörkum. Athyglisvert
er þó hve forystumönnum í
launþegahreyfingunni gengur
erfiðlega að draga sameigin-
lega víglínu. Erfiðleikar þeirra
stafa ekki síst af því að nú
þrengist á vinnumarkaðinum.
Nái endar ekki saman í at-
vinnufyrirtækjunum leysist sá
vandi ekki með því að borga
hærra kaup. Um þessar mund-
ir á þetta einkum við um fisk-
vinnslu og útgerð. Iðnaðar-,
verslunar- og þjónustufyrir-
tæki standa betur að vígi
þessa stundina, en bresti und-
irstaðan, sjávarútvegurinn,
hrynur öll yfirbyggingin. Við
uppgjörið á tapdæmi útgerð-
arinnar, sem ekki má dragast,
hlýtur því að koma til álita,
hvort jafna megi milli at-
vinnugreina. Hið versta er að
við opinberar millifærslur af
því tagi fer fjármagn jafnan í
súginn eða nýtist verr en
skyldi og með öllu er óviðun-
andi að aðilar komist hjá því
að vera ábyrgir gerða sinna,
þótt mikið sé í húfi fyrir þá og
aðra.
Atvinnuleysisvofan er enn
einu sinni komin á kreik. Nú
reynir á það hvort glíman við
hana verður það hörð að und-
an verði látið í slagnum við
verðbólguna. Stjórnmála-
mennirnir hafa sýnt hinum al-
menna launþega mikla hörku í
því umskiptaári sem nú er að
líða. Á næsta ári þurfa þeir að
sýna hörku á öðrum sviðum,
meðal annars í opinberum
rekstri, til að lækka megi
skattbyrðina sem á eftir að
reynast mörgum erfiður baggi.
Við þessi áramót er ekki frek-
ar en endranær unnt að líta til
baka og kveðja örðugleika og
þrengingar. Hins vegar ættum
við núna að hafa fastara land
undir fótum en oft áður til að
takast á við allt það sem fram-
undan er.
Morgunblaðið þakkar les-
endum sínum samfylgdina á
því ári sem er að líða og árnar
þeim og landsmönnum öllum
gleðilegs og farsæls árs 1984.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjál
Fyrir jólin, í hringiðu fjárlagagerðar, kauptíðar og
aðventuhalds, skipaði Alþingi Matthíasi Johannessen
skáldi og ritstjóra á heiðurslaunabekk listamanna
ásamt með fleiri mætum mönnum. Það er að vísu ekki
ætlun mín að fjalla sérstaklega um þessa ákvörðun. En
því er ekki að leyna, að hún var mörgum ánægjuefni.
Þeir eru ófáir, sem hrifist hafa af leiftrandi skáldgáfu
Matthíasar, ekki síst þeir, sem njóta þess að nálgast
kviku mannlífs og þjóðlífs eftir ljóðrænum strengjum
tilfinninganna.
Kekkirnir í þjóðarveislunni
Matthías Johannessen, nýliðinn á heiðurslauna-
bekknum, býr yfir þeim skáldlega eiginleika að finna
oft og tíðum í hversdagslegum og óhátíðlegum tilefnum
frækorn djúpra hugsana eða almennra sanninda. Fyrir
meira en áratug kom fram í kosningum fremur ómerki-
legt fyrirbæri, en eigi að síður nokkuð fyndið. Fram-
boðsflokkurinn var það kallað. Tiltæki þetta varð
Matthíasi Johannessen yrkisefni. í kvæðinu Undir
regnhlíf segir skáldið, að einn góðan veðurdag geti eng-
inn heimtað af okkur:
„að við séum ekki lengur
kekkirnir í ofsöltum hafragraut
þjóðfélagsveislunnar."
Nú, mörgum árum seinna vöknum við upp við það, að
þjóðfélagsveislan, sem við höfum haldið sjálfum okkur,
er orðin að kekkjóttum ofsöltum hafragraut. Fyrir ára-
tug voru þessar ljóðlínur ef til vill útúrsnúningur eða
hálfkæringur, en nú eru þær kaldur veruleiki.
Það hefur verið meginverkefni þeirrar ríkisstjórnar,
sem Sjálfstæðisflokkurinn á nú aðild að ásamt með
Framsóknarflokkum, að draga þessi bitru sannindi
fram í dagsljósið og bregðast við þeim. Ofseltan í
grautnum hefur birst okkur í líki óðaverðbólgu, er nán-
ast hafði gert íslensku krónuna ónothæfa sem gjaldmið-
il. Hafragrautskekkirnir eru ímynd þeirra fjárfest-
ingamistaka, sem smám saman hafa hrannast upp og
gera það að verkum, að við njótum nú ekki þeirra
ávaxta, sem við töldum okkur trú um, að við hefðum sáð
til.
Umfangsmiklar aðgerðir
eru að baki
Sérhver áramót marka ákveðin þáttaskil. Þau minna
okkur líka á, að hratt flýgur stund og augnablikið, sem
við lifum kemur aldrei aftur. Um leið eru þau hvatning
til þess að horfa fram á veginn og huga að því sem
framundan er. Að þessu sinni ber svo við, að áramótin
eru mjög ákveðin tímamót í pólitískum skilningi. Að
baki eru umfangsmestu og róttækustu aðgerðir gegn
verðbólgu, sem gripið hefur verið til, en við blasa verk-
efni varðandi uppbyggingu atvinnulífsins, stjórnun
peningamála og opinberan rekstur. Þær ráðstafanir,
sem nú eru að baki eru barnaleikur í samanburði við
þau vandamál, sem úrlausnar biða. Það verður því ekki
boðið til veisluhalda í þjóðarbúskapnum á næsta ári.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa fram til þessa fyrst
og fremst beinst að þremur þáttum. í fyrsta lagi var
veitt nýju blóði inn í framleiðslustarfsemina með geng-
isbreytingunni í vor sem leið og samtímis var dregið úr
innflutningi og umsvifum verslunarinnar. í öðru lagi
var beitt ströngum ráðstöfunum á sviði launamála. í
þriðja lagi var hafist handa um miklar aðhaldsaðgerðir
í ríkisfjármálum.
Enginn reynir að draga fjöður yfir þá staðreynd, að
þessar ákveðnu aðgerðir hafa verið árangursríkar.
Verðbólgan, sem skipaði íslandi í efnahagslegan ring-
ulreiðarflokk með Suður-Ameríkuþjóðum, hefur gengið
niður um meira en hundrað stig. Nafnvextir hafa lækk-
að til samræmis. Þrátt fyrir hrakspár hefur gengið
haldist stöðugt og iðnaðarframleiðslan styrkst. Þetta er
árangur af markvissri og ákveðinni stjórnun.
Pólitfskur styrkur
fyrir framhaldið
Á þessum tímapunkti spyrja menn eðlilega, hvort
varanlegum árangri hafi verið náð. Svarið við þessari
spurningu er undir því komið, hvort þjóðin er reiðubúin
til þess að ganga áfram samstillt í gegnum erfiða tíma,
er óhjákvæmilega fylgja minnkandi afla og uppstokkun
í atvinnumáium og fjárfestingastjórn. Forystuskyldan
hvílir á Alþingi og ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er
fyrir sitt leyti reiðubúinn til þess að takast á við þessi
verkefni. Ríkisstjórnin í heild hefur einnig sýnt, að hún
getur áorkað miklu. Við svo búið er því ekki ástæða til
að óttast, að hin pólitíska forysta bregðist.
Síðan viðreisnarstjórnin fór frá hefur engin ríkis-
stjórn komist heilu og höldnu frá átökum við mein-
semdir efnahagslífsins. Þær hafa ýmist flosnað upp
vegna innri sundrungar og ósamlyndis eða ráðstöfunum
þeirra til verðbólguhjöðnunar hefur verið kollvarpað af
verkalýðshreyfingunni. Vegna þessa er eðlilegt, að
menn horfi til ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Það er engin
von til þess, að við komumst út úr þrengingunum, nema
ríkisstjórnin sé nægjanlega einörð og öflug til þess að
glíma við þessi tröllauknu verkefni. Hún þarf á trausti
að halda og verður að vinna til þess. Þess er nú vænst af
stjórnarflokkunum, að þeir fullnægi þessari pólitísku
forsendu, og ekkert bendir til annars en svo muni verða.
Þau verkefni, sem nú blasa við lúta annars vegar að
atriðum, er leysa verður alveg á næstunni og hinsvegar
að atriðum, sem hafa áhrif til lengri tíma. Undir fyrr-
nefnda flokkinn fellur lausn kjarasamninga og ákvarð-
anir um rekstrarforsendur sjávarútvegsins. Undir síð-
ari flokkinn fellur stjórn ríkisfjármála og nýskipan í
stjórn peningamála, breytingar á verðmyndunarkerf-
inu, ráðstafanir til þess að auka framleiðni í landbúnaði
og aðgerðir til þess að efla útflutningsverslun bæði í
sjávarútvegi og iðnaði.
Sjálfstæðisflokkurinn
beygir sig ekki fyrir
óraunhæfum samningum
Launamálin hafa verið erfiðasta verkefni ríkisstjórn-
arinnar fram til þessa. Lögbinding kjarasamninga um
nokkurra mánaða skeið var óumflýjanlegur neyðarkost-
ur. í reynd var ekki um að ræða ágreining milli stjórn-
málaflokkanna um nauðsyn kjaraskerðingar til þess að
færa fjármagn yfir til atvinnulífsins. Hitt hefur valdið
deilum hversu langt átti að ganga. Reynslan hefur sýnt,
að þessar aðgerðir voru nauðsynlegar. Allar hrakspár
um minnkandi iðnaðarframleiðslu af þessum sökum
hafa fallið á prófi reynslunnar.
Reikningslegur kaupmáttur hefur vitaskuld skerst.
Vonir voru við það bundnar, að unnt yrði að halda
svipuðu lífskjarastigi næsta ár eins og nú er. Aflabrest-
ur og minnkandi þjóðartekjur gera út um þessar vonir.
Möguleikar til launabreytinga ráðast af launa- og geng-
isforsendum fjárlaganna. Verði farið út fyrir þau mörk
hlýtur pólitískt upplausnarástand að sigla í kjölfarið.
Sjálfstæðisflokkurinn getur að minnsta kosti ekki beygt
sig undir það, að aðilar vinnumarkaðarins brjóti stjórn-
arstefnuna á bak aftur. Það er með öðrum orðum ekki
unnt að semja upp á gengislækkun. Ef daglegt gengissig
hefst á nýjan leik verður trauðla komið í veg fyrir
vísitölubindingu kaupgjalds til langframa. Þá hefst
gamalkunnur hringdans í kringum vísitöluna á ný og
draumurinn um efnahagslegt jafnvægi er úr sögunni.
Sannleikurinn er sá, að á næsta ári þurfum við enn að
jafna niður tapi. Allt tal um að skipta upp ágóða er út í
hött. f þessu sambandi er rétt að hafa það í huga, að
stöðugt gengi er í reynd miklu öruggari kaupmáttar-
trygging en meingallaður verðbólgumagnari vísitölu-
kerfisins. Aðilar vinnumarkaðarins ættu því að taka
höndum saman við ríkisstjórnina í viðleitni hennar til
þess að halda genginu stöðugu. Langvarandi stjórnar-
kreppa eða kosningar myndu ekki bæta lífskjörin eða
styrkja atvinnulífið eins og sakir standa. Þvert á móti
myndi slík pólitísk upplausn enn auka á vandræði þjóð-
arinnar.
Vegna aflabrests er einsýnt að við þurfum á næsta ári
að horfast í augu við eitthvert atvinnuleysi. Það er böl,
sem við unum ekki til langframa. Fyrir þá sök er nú
mikilvægast, að ríkisstjórnin kalli aðila vinnumarkað-
arins til samstarfs í atvinnumálanefnd er fjalli um
atvinnuuppbyggingu, skipulag og stjórnun atvinnumála
og fjárfestingar. Það væri launafólkinu meira virði en
gagnslaus launahækkun er leiddi til nýrrar verðbólgu-
skriðu og pólitískrar upplausnar í landinu. Erfiðleik-
arnir verða ekki yfirstignir, nema með samstilltu átaki.
Ef aðilar vinnumarkaðarins eru ásáttir með að halda
vinnufrið á þessum grundvelli má ræða opinberar til-
færslur í þágu láglaunafólks til viðbótar þeim ákvörð-
unum í skattamálum, sem þegar hafa verið teknar í
þeim tilgangi. Eina raunhæfa leiðin til þess að treysta
stöðu þeirra, sem við kröppust kjör búa, er í gegnum
skatta og tryggingakerfið.