Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 32
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
VERD í LAUSASÖLU 2« KR.
Bárðardalur:
Maður
drukknaði
í Svartá
Straumnesi, Aðaldal, 30. desember.
SÁ HÖRMULEGI atburður varð á
bænum Víðikeri í Bárðardai um há-
degisbilið í gær, að einn bændanna
þar, Snorri Kjartansson, féll í Svartá
við heimilisrafstöð bæjarins og
drukknaöi.
Hann var þar ásamt bróður sín-
um að huga að rafstöðinni. Mikil
hálka var þar sem slysið varð og
snarbratt að ánni. Snorri barst
strax undir ísinn og fannst lík
hans rétt fyrir hádegið í dag, um
400—500 metrum neðan við slys-
staðinn.
Fjöldi manns tók þátt í leitinni.
Á bænum Víðikeri er félagsbú.
Snorri var 35 ára að aldri og bjó á
heimili foreldra sinna. Snorri var
ókvæntur og barnlaus.
FrétUriUri
Krónan
rýrnaði
um 35,5%
ÍSLENZKA krónan rýrnaði um
35,5% á árinu 1983, ef tekið er
mið af hækkun vísitölu bygg-
ingarkostnaðar, en hún hækk-
aði um 55,1%, eða úr 1.482 stig-
um í 2.298.
Til samanburðar má geta
þess, að krónan rýrnaði um
38,7% á árinu 1982, en á því
ári hækkaði visitala bygg-
ingarkostnaðar um 63%, eða
úr 909 stigum í 1.482 stig.
Á árinu 1983 hækkaði doll-
araverð um 72,43%, en í árs-
byrjun var sðlugengi Banda-
ríkjadollars skráð 16,650
krónur, en í gærdag þegar
gengið var síðast skráð á ár-
inu var sölugengið skráð á
28,710 krónur. Rýrnun krón-
unnar gagnvart Bandaríkja-
dollar er því um 42% á árinu.
Haförn við
Héðinshöfða
HAFÖRN hefur haldið sig við
Héðinshöfða á Tjörnesi undanfar-
inn hálfan mánuð. Hér virðist
vera um ungan fugl að ræða, sem
er mjög var um sig.
Ekki merkja menn að neitt sé að
haferninum.
Unglingarnir í D-14 hnekktu 36 stunda meti Akureyringanna. Síðan var dansað í fjóra tíma til viðbótar og nýtt íslandsmet í maraþondansi sett.
íslandsmet í maraþondansi
Sex unglingar settu í gær nýtt maraþonmet í
dansi, dönsuðu í fjörutíu klukkustundir og
hnekktu þar með 36 stunda meti unglinga á
Akureyri. Maraþondanskeppnin fór fram í D-
14, unglingastaðnum í Kópavogi. Þar höfðu um
fjörutíu unglingar, sextán ára og eldri, látið
skrá sig í keppnina, en nítján mættu til leiks og
sex luku keppninni. Voru það þau Ásta Rafns-
dóttir, Guðrún Hjartardóttir, Haukur Gíslason,
Björk Erlingsdóttir, Svava Jónsdóttir og Karól-
ína Friðjónsdóttir.
„Yfirtaka“ á björgunarflugi varnarliðsins:
Forsætisráðherra í viðræðum
við bandaríska sendiherrann
FORSÆTISRÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson staðfesti í viðtali við
Mbl. í gær, að hann hefði fyrir nokkru átt viðtal við sendiherra Bandaríkj-
anna hér á landi um möguleika á því að íslendingar yfirtækju björgunar-
flug varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eins og Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra skýrði frá á fundi með Sjómannafélagi Reykjavíkur sl.
miðvikudag. Sagði forsætisráðherra, að hann hefði óskað eftir svari sendi-
herrans og hefði þegar borist bréf frá honum, sem forsætisráðherrann
kallaði „fyrsta svar“, en ekki vildi hann upplýsa um innihald þess.
Um viðræður sínar við banda-
ríska sendiherrann sagði forsætis-
ráðherra: „Ég get nú ekki skýrt
svo mikið frá því opinberlega.
Þetta er á skoðunarstigi. Sendi-
herrann tók þessu út af fyrir sig
mjög vel og sagði, að það væri
sjálfsagt að kanna, hvort þetta
væri fær leið, og málið er á athug-
unarstigi, en það hefur þegar
komið í ljós að málið er töluvert
umfangsmeira en menn gera sér í
fljótu bragði grein fyrir."
Morgunblaðið spurði forsætis-
ráðherra einnig, hvernig hann
hefði lagt málið fyrir sendiherr-
ann. Steingrímur svaraði: „Ég
bara leitaði eftir viðbrögðum við
þeirri hugmynd að fslendingar
tækju að sér þessa þjónustu og þá
auðvitað þar með líka fyrir vam-
arliðið, eins og það þjónar íslandi
nú. Þetta er alls ekki útilokað,
náttúrulega getur margt komið til
greina. Það er alltaf spurningin,
hvort Atlantshafsbandalagið legg-
ur til tækin og íslendingar sjá um
reksturinn. Málið er bara alls ekki
komið á neitt slíkt stig. Það er
64 íslendingar lét-
ust í slysum á árinu
ALLS létust 64 íslendingar af slys-
förum á þessu ári. Þar af létust 17 í
sjóslysum og drukknunum, 20
manns létust í umferðarslysum, 7
létust í flugslysum og 20 manns lét-
ust í slysura af öðru tagi. Þessar upp-
lýsingar koma fram í skýrslu Slysa-
varnafélagsins um banaslys á fs-
landi árið 1983.
Ef tekin eru sjóslys og drukkn-
anir kemur í ljós að 9 manns fór-
ust með skipum, 4 fórust í höfn-
um, 2 í ám og vötnum og 2 af öðr-
um orsökum. Þá fórust 7 erlendir
sjómenn með flutningaskipinu
Kampen, þann 1. nóvember sl.
f umferðarslysum fórust 20
manns. 7 fórust þegar þeir urðu
fyrir bifreiðum, 6 manns fórust
við árekstur bifreiða, 2 í bílvelt-
um, 4 við útafakstur og 1 maður
fórst í umferð erlendis.
f flugslysum fórust 7 manns.
Þar af fórust 4 með þyrlunni TF-
RÁN í Jökulfjörðum, 2 fórust með
flugvélinni TF-FLD, sem fórst í
Hvalfirði og 1 maður fórst er hann
varð fyrir skrúfu flugvélar. Þá
fórst ein kona við fallhlífarstökk
við Grímsey í sumar.
Af ýmsum banaslysum á árinu
má nefna að 2 létust í vinnuslys-
um á sjó, 4 fórstu af byltu, hrapi
eða falli, 5 fórust í bruna eða af
völdum eitrunar, 2 fórust vegna
skot- eða líkamsárásar, 5 fórust í
snjóflóðum eða urðu undir fargi, 1
vegna raflosts og 1 fórst erlendis
um borð í skipi. Þá fórst þýsk kona
í sumar, er hún féll í Skeiðará.
Alls fórust því 64 íslendingar af
slysförum á árinu, þár af 3 á er-
lendri grund. Til samanburðar má
nefna að í fyrra fórust 63 íslend-
ingar af slysförum, þar af 4 er-
lendis.
aðeins verið að athuga, hvort það
kæmi til greina að Islendingar á
einn eða annan máta tækju að sér
þessa þjónustu."
Dæmt í „lög-
fræðinga-
málinu"
í GÆR var kveðinn upp í Saka-
dómi Reykjavíkur dómur í „lög-
fræðingamálinu" sem svo hefur
verið kallað. Lögfræðingur bú-
settur í Kópavogi var dæmdur í
6 mánaða fangelsi fyrir fjár-
drátt, okur, fjársvik og skjala-
fals — fyrir að hafa um nokk-
urra ára skeið tekið sér fé úr
sektarsjóði fógetaembættisins í
Kópavogi og lánað út með
okurvöxtum. Lögfræðingur á
Akureyri var dæmdur í 3 mán-
aða skilorðsbundið fangelsi
fyrir fjársvik og sölumaður var
einnig dæmdur í 3 mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir skjala-
fals.
Birgir Þormar kvað dóminn'
upp. Jónatan Sveinsson sótti
málið af hálfu ákæruvaldsins.
Verjandi lögmannsins úr
Kópavogi var Guðmundur
Ingvi Sigurðsson, hrl., verj-
andi lögmannsins á Akureyri
var Baldur Guðlaugsson, hrl.,
og sölumannsins Hilmar Ingi-
mundarson, hrl.