Morgunblaðið - 31.12.1983, Síða 11

Morgunblaðið - 31.12.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 43 Vogin 24. september — 23. október Fínkennj þeirra, sem eru í Vogarmerkinu, er að vera blátt áfram og sanngjarnir. Ekkert fer eins mikið í taugarnar á voginni og óheiðarleiki og þunglyndi. Allt verður þó að vera i röð og reglu og Ijótleikinn í hverri sinni mynd á ekki upp á pallborðið. Allt lífið fer í það að byggja upp fallegt heimili og vogin leggur mikið upp úr þægilegu umhverfi, ekki hvað síst á vinnustað. Makinn verður að vera af rólegri gerðinni — annars er hætt við að upp komi deilur. Ástin er ákaflega mikilvægur þáttur í Kfi vogarinnar. Hún er þeim eiginleikum gædd að ástin fjarar sjaldan út hjá henni, jafnvel þótt komið sé á efri ár. Körlum í vogarmerkinu er hins vegar nokkuð hætt við að biðja fyrstu konunnar, sem þeir kynnast, án þess að hafa kannað jarðveginn nægilega fyrst. En enginn skyldi halda að vogirnar néu gallalausir gripir með öllu. I*eim gengur illa að festa sig við eitthvað ákveðið í langan tíma, kjósa heldur fjölbreytni í stöðugri leit að hinu fullkomna. Eða svo telur vogin sér a.m.k. trú um. Ef nokkur kostur er forðast vogin að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir — lætur aðra um slfkt. Árið 1984 býður voginni ekki upp á fundið fé í merki hennar sé mesta efnishyggjufóíkið og kannski það metnaðarfyllsta um leið. Hins vegar ætti voginni að verða vel til fjár á næsta ári ef hún er reiðubúin til að leggja eitthvað á sig til að afla þess. Kannski tekst að hafa fulla vinnu af fyrrum tómstundastarfi eða einhverju ámóta. Þeim, sem eru í vogarmerkinu, hættir stundum til að láta efnishyggj- una stjórna öllu í Iffi sínu. Jafnvel ástalífið situr á hakanum vegna þess að ekkert annað kemst að en að afla fjár. Hins vegar eru góðar líkur á að þetta breytist á því herrans ári 1984, en einvörðungu að þvf gefnu að viðkomandi vog sýni einhverja tilburði í þá átt Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Bogamaðurinn virðist við fyrstu kynni ákaflega elskulegur og vin- gjarnlegur og. kannski hjálparþurfl. En hann býr yflr meiri styrk en margir álíta, þótt sá styrkur nýtist að vfsu misjafnlega. Ástæðan er ef til vill sú, hve bogmanninum hættir til að dreifa kröftum sínum og oft vantar töluvert á að hann geti skipulagt tfma sinn og samskipti við aðra þannig, að allir uni glaðir við sitt. Svo virðist sem margir bogmenn standi á einhvers konar krossgötum í lífl sínu við þessi áramót; margt þarf að endurmeta og endurskoða og flnna nýjar leiðir sem geta komið beim og saman. Þetta endurmat er ekki átakalaust fyrir bogmanninn, en hann skyldi gera sér Ijóst, að þessi staða er ekki síst upp komin fyrir þá skuld, að hann hefur ekki sýnt það hreinlyndi og einbeitni sem affarasælust er. En bogmenn gera sér mörgum öðrum betur grein fyrir veikleikum sínum og eru gagnrýnir á sjálfa sig. Þess vegna er góð von til þess að þeir komist flestir heilir hildi frá og væntanlega sáttari við sjálfa sig. Bogmenn sem eru giftir eða standa f föstum samböndum ættu umfram aðra að skoða vel hug sinn; það kynni að vera að þar hefði þeim orðið á í messunni á árinu. Kómantíkin sveiflast til og frá, fyrir desem- berbogmenn gæti ýmislegt hugsanlegt verið f sjónmáli. Heilsufar bog- manns á árinu er með betra móti en þó skyldi allrar varúðar gætt. Þegar Satúrnus fer inn í merki bogmannsins seinni hluta ársins, veltur á miklu að bogmaðurinn standi af sér þær sviptingar sem því fylgja, en hann skyldi einnig reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem f kjölfarið siglir. Vatnsberinn 21. janúar — 20 febrúar Vatnsberinn hefur löngum verið kallaður bestur vinur allra í stjörnu- hringnum. Tryggð hans og trúmennska við þá sem honum þykir vænt um er nánast takmarkalaus. Á hinn bóginn getur einmitt þessi eigin- leiki komið vatnsberanum f bobba: hann er ótrúlega lengi að átta sig á því, að það eru ekki allir jafn jákvæðir og vinsamlegir í sinn garð og hann f þeirra. Frelsisþörf vatnsberans er og annað einkenni hans og sumum flnnst erfltt að umgangast vatnsbera vegna þessa eiginleika, hann vill ekki láta hefta sig í neinu. Ekki svo að skilja að hann vilji frelsi til óæskilegri athafna, nær væri að tala um huglægt innra frelsi. í ýmsum stjörnumerkjaumsögnum um vatnsberann er Iftið gert með tilflnninganæmni hans og rómantfk, en það er ekki alls kostar rétt. Hins vegar nálgast vatnsberi ástarævintýri og tilfinningasambönd á annan og kannski hispurslausari hátt en ýmsir í öðrum merkjum. Vatnsberanum mun ganga margt í haginn á árinu vegna kjarks, sem stundum jaðrar við fífldirfsku, vegna dæmalauss úthalds, sem gæti snúist upp í hálfgerða vinnupfskun. Ferðalög eru snar þáttur í þörfum vatnsbera og hann nýtir reynslu ferðalaga betur en flestir. Vatnsbera gengur vel í starfl vegna samviskusemi og afköst hans geta oft verið með ólíkindum — einnig vegna þess að þau eru án ærsla og hávaöa. Hins vegar er vatnsberinn f vandræðum með ýmis vina/ástarsambönd á árinu. Það stafar kannski af þvf sem fyrr er vikið að, þ.e. hann spyr og ætlast til svara vegna þess að hann gefur meira en hann fær og vegna þess að það ruglar marga í ríminu sem umgangast hann hversu eðlilega hann tekur öllum hlutum og atburðum. Það er eins og ekkert komi bonum beinlínis á óvart Það dettur vatnsbera ekki f hug að dylja — slíkt getur verið bæði kostur og löstur. Sporðdrekinn Steingeitin 23. október — 21. nóvember Ekki þarf að fjölyrða um að sporðdrekinn er eitt flóknasta og marg- slungnasta merki stjörnuhringsins. Sporðdrekinn er kappsfullur og met- orðagjarn og honum tekst oftast að ná markmiði sfnu. Sporðdrekinn er ákaflega innhverfur persónuleiki og ber ekki tilflnningar sínar á torg. Menn eignast ekki vináttu hans í einu vetfangi, en hann á það sameig- inlegt með vatnsberanum, að vera einna tryggastur vina þegar hann hefur fengið mætur og trú á einhverjum. Árið 1984 getur orðið mjög erfltt og annasamt hjá mörgum sporðdrek- um. En sporðdrekinn er oftast reiðubúinn að takast á við verkefnin og það er ólfklegt að hann láti mótbyr á sig fá. Ýmsar breytingar verða bæði á heimilishögum og hvað varðar vinnu og með fylgir aukin ábyrgð. En það er sennilegt að sporödrekanum takist að sigrast á örðugleikum og mun hann þá geta vænst bæði ánægju og viðurkenningar. Árið virðist í heild einkennast af miklum umsvifum og það er hætt við, að fjöl- skyldumál verði stundum að sitja á hakanum. Samt er ekki ástæða til að búast við öðru en að rómantíkin skipti nokkru máli, annað væri óhugsandi þegar þessi viðkvæma vera er annars vegar. Fyrri hluti ársins er ekki talinn hagstæður til að mynda tilfinninga- tengsl eða ganga f hjónaband. Þar kann einnig að ráða fyrrnefnt annríki og erill sem virðist ráðandi umhverfls sporðdrekann framan af ári. 22. desember — 20. janúar Steingeitin er ekki talin með hinum hrifnæmari innan stjörnuhrings- ins, hún er oftast sögð jarðbundin og raunsæ. En oft er fjarri lagi að svo sé. Að sumu leyti mætti líkja steingeitarmerkinu við flska- og tvíbura- merkið — með sfna skiptu karaktera. En steingeitin er atorkusöm, þolinmóð á stundum svo að sumir álíta hana skaplitla, en átta sig ekki á þeirri ögun sem hún beitir sjálfa sig. Steingeitin gerir kröfur til annarra og kveðst geta gert það, vegna þess að hún hlffl sér í engu sjálf. En kannski málið sé ekki eins einfalt og steingeitinni flnnst það. Svo virðist sem mikil vinna og vel af hendi leyst muni nú skila sér til steingeitarinnar. Ýmiskonar viðurkenning og frami fellur henni í skaut — og er þá í ýmsum tilvikum átt við það í óeiginlegri merkingu. Fjárhagslega séð verður þetta gott ár fyrir margar steingeitur, en þær hafa líka lagt á sig erflði til þess að búa svo um hnútana. Ferðalög setja svip sinn á árið og ýmiskonar ný mál verða ofarlega á baugi, sem steingeitinni finnst gaman að glfma við. Það bendir sem sé flest til þess að árið 1984 verði um margt hliðhollt steingeitarfólkinu og það gefur sér ögn meiri tfma en undanfarið til að sinna fjölskyldu sinni og vinum, steingeitinni til óblandinnar ánægju, því að steingeitin er fjölskyldusinnuð, þótt oft hafl litið svo út sem vinirnir hafl gleymst vegna erils og annríkis. En steingeitin gleymir engum sem hefur skipt hana máli gegnum tfðina. Fiskarnir 21. febrúar — 20. mars Fiskarnir eru blfðir og draumlyndir, rómantískir og viðkvæmir. Hjálp- samir, en þó vilja þeir fá eitthvað fyrir snúð sinn. Þar sem þetta er skipt merki eiga flskarnir oft í sálarstreði, þegar annar kysi að synda á móti straumnum fyndist hinum æskilegra að láta sig bara fljóu Ijúflega. ÞetU bakar að sjálfsögðu þeim sem umgangast flska vandræði. En það er vænUnlega erfltt fyrir flesU annað en láU sér vera hlýtt til þessara Ijúfflska. Árið virðist ekki í fljótu bragði bjóða upp á neinar stórar breytingar á högum fisksins. Honum miðar áleiðis og svo virðist sem bægláti fiskur- inn verði ofan á þetU árið og ekki verði þar af leiðandi heldur lent f neinu straumkasti. Fiskurinn sem er nýlega genginn í hjónaband eða hefur haflð sambúð þarf að aðlaga sig því, sá sem hefur tekist á hendur nýtt sUrf verður að semja sig að nýjum háttum og svo framvegis. ÞetU verður líklega alveg meira en nóg fyrir flskinn á árinu. Þó gætu verið undantekningar meðal þeirra flska sem fást við listir eða vfsindi, þar eru sjáanlegar meiri breytingar og betri árangur en á árinu sem er að líða. Á tilflnningasviðinu verða nokkrar sveiflur, ekki ósvipað og mun verða hjá bogmanni. Fiskurinn tekur allt slfkt fjarska nærri sér, veltir málunum fyrir sér á alla enda og kanU og kemst seint og um síðir að niðurstöðu — sem kannski reynist ekki sú sniðugasU. En flskinurn er bollt að brjóU heilann. Ljúfl letiflskurinn sem virðist ætla að ríkja árið yrði þá að víkja um set. Það myndi veiU flskinum meiri ánægju með sjálfan sig þegar fram í sækti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.