Morgunblaðið - 31.12.1983, Page 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
vex stórum við að afla þessara
efna.
Mýrdalssandur og Sólheima-
sandur eru ef tii vill forðabúr
framtíðarinnar, ekki aðeins fyrir
okkur heldur alla Evrópu. Enn-
fremur hafa sandarnir þann kost
fram yfir aðra staði, að við getum
búist við að Katla gamia fylli í
skarðið það sem af er tekið.
Þannig gæti farið svo, að
ógnvaldurinn Katla yrði í framtíð-
inni fjárhirsla okkar Skaftfellinga
og stærsti útflytjandi landsins og
sá útflutningur færi um Dyrhóla-
eyjarhöfn í milljónum tonna.
Fyrsta skrefið til þessarar
framtíðar höfum við Mýrdælingar
nú stigið með sameiningu hrepp-
anna.
Ef ég lít til landsins í heild er
mér efst í huga sá samdráttur sem
orðið hefur í þorskveiðum okkar
fslendinga og sú geigvænlega
röskun og tap fyrir þjóðarbúið, út-
gerðina og alla þá sem að sjávar-
útvegi vinna, sem verður vegna
hruns þorsksstofnsins.
Það er staðreynd, að þorskinum
í sjónum hefur fækkað og dugar
lítt að deila um af hvaða orsökum
og reyna að benda á einhvern sek-
an ef ekkert annað er aðhafst.
Frá mínu sjónarmiði ber okkur
ekki að leggja árar í bát, hætta að
veiða fisk eða eitthvað þessháttar,
heldur einfaldlega fjölga þorskin-
um í sjónum.
Það munu vera um 2—4 millj.
hrogna í einni þorskhrygnu og
þegar þorskurinn er að basla við
þetta klak sitt, er mér sagt að
frjóvgunin fari meira og minna
forgörðum.
Fiskiskip okkar veiða um
hrygningartímann tugþúsundir
tonna af þorski með fullþroska
hrognum og svili. Með okkar
tækni og þekkingu ættum við að
geta haft í hverju fiskiskipi búnað
til að frjóvga og geyma hrognin
sem síðan væru sett á þau hrygn-
ingarsvæði sem þorskurinn ætlaði
þeim að þroskast á. Með þessu
móti ættum við að geta skilað
milljónfalt þeim þorsklífum sem
við tökum.
Mér er alveg ljóst, að dæmið er
ekki nándar nærri eins einfalt
eins og ég hef sett það upp hér, en
úr því þorskurinn hefur þó getað
haldið þetta í endurnýjun sína
þrátt fyrir alla okkar tækni við að
drepa hann, þá hljótum við með
því að leggjast á eitt, þorskurinn
og við, að geta margfaldað stofn-
inn aftur.
Við þá sem telja þetta fjar-
stæðukennda hugmynd, vil ég
segja þetta: Hvað segðuð þið um
bónda, sem skildi alltaf eftir
nokkrar kartöflur í garðinum sín-
um til þess að viðhalda stofnin-
um?
Ef litið er út fyrir landsteinana
og yfir atburði liðins árs, hef ég
ekki annað að styðjast við en það
sem framreitt er í okkur af fjöl-
miðlum. Ber þar hæst vígbúnað-
arkapphlaup stórveldanna, ef
hægt er að kalla það svo kurteis-
legu nafni. Þessi vígbúnaðar-,
kjarnorku-, eldflaugadella er svo
langt fyrir ofan minn skilning að
ég held að best sé að nota orð kerl-
ingarinnar sem sagði: „Ef þeir
halda svona áfram, endar það með
þvi að þeir drepa einhvern." Mætti
kannski bæta við þau orð, og það
svo að enginn verður eftir til frá-
sagnar á okkar jörð, eða um
nokkra móður jörð að ræða.
Ekki er hægt að segja að það sé
beinlínis gleðileg nýárstilfinning,
en því meiri ástæða til að óska
öllum gleðilegs nýárs.
Helgi
Kristjánsson,
Ólafsvík
Við áramót verður manni fyrst
hugsað með hluttekningu til
þeirra sem bera harm í huga
vegna ástvinamissis á liðnu ári,
eða eru vegna annarra áfalla illa i
stakk búnir til að ganga fagnandi
mót nýju ári.
Ég er jafnframt þakklátur for-
sjóninni fyrir að hafa ekki sem
fréttaritari þurft að segja frá slys-
um og mannsköðum. Nóg er samt
um daprar fréttir, innlendar sem
erlendar. Hungurdauði með-
bræðra okkar í fjarlægum löndum
er mikið harmsefni. Kúgun,
ógnarstjórn, fjöldamorð og pynt-
ingar eru það sömuleiðis og er
raunalegt hve grimmd mannsins
gengur langt.
Árið sem er að líða var hjá
okkur íslendingum með óvenju-
köldu tíðarfari. Snjóar sl. vetur
eru minnisstæðir og voru vetrar-
hörkur á Snæfellsnesi í lok apríl.
Sumarið mun einnig lengi sitja í
huga okkar vegna kulda og vætu-
tíðar hér syðra. Menn heyrðust
tala um sumarið sem aldrei kom.
Haustið, og svo gott tíðarfar að
undanförnu, hefir þó bætt mjög
um.
Stóru tíðindin á árinu eru þó af
stjórnmálasviðinu, kosningarnar,
stjórnarskiptin og átökin við verð-
bólguna og viðskiptahallann. Það
er langt frá áð menn séu á eitt
sáttir um verk hinnar nýju ríkis-
stjórnar en samt er hægt að segja
að hugarfarsbylting hafi orðið hjá
þjóðinni. Menn hafa öðlast aftur
von, sem var orðin býsna veik hjá
mörgum. Það er vonin um að
grundir íslensks efnahagslífs geti
aftur náð að gróa eftir skriðuföll
af völdum óðaverðbólgu og van-
stjórnar.
Ég er bjartsýnn hvað þetta
varðar. Það er að minnsta kosti
búið að setja þessu rammann.
Vonandi berum við svo gæfu til að
fylla rétt út í myndina.
Það eykur mér bjartsýni, að
sjálfstæðismenn ganga nú saman í
einni fylkingu, staðráðnir í að
verða þjóð sinni að liði á erfiðum
tímum. Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins er því í mínum huga
einn af stóru viðburðunum á ár-
inu. Gleði manna vegna endur-
heimtrar einingar bjó þar í hverj-
um svip og braust svo fram við
kosningar fundarins eins og frægt
er orðið.
En það steðja ýmsar hættur að
íslendingum. Tvær eru mér efst í
huga: Óvissa um ástand og við-
gang fiskistofnanna við landið og
svo eiturlyfjaógnin. Mikið er í húfi
fyrir þjóðina að vel takist í stjórn-
un fiskveiðanna og nýtingu og sölu
fengins afla. Við hinni ógninni
þarf einnig að bregðast með festu
og raunsæi.
Gullskipið kom ekki í ljós og olli
það mér og mörgum öðrum mikl-
um vonbrigðum. Aftur á móti var
árangur margra íþróttamanna
okkar og skákmanna mikið
ánægjuefni. Ég get nefnt árangur
Einars Vilhjálmssonar og Krist-
jáns Hreinssonar, sveitapiltsins
svifháa. Árangur skákmanna
okkar á heimsmeistaramótinu
undir 23 ára var líka glæsilegur.
Af heimaslóð vil ég nefna, að
eitt ánægjulegasta fréttaefni mitt
var um lagningu hins nýja Enn-
isvegar. Þar var vel að verki verið
bæði af hálfu hins opinbera og
verktakans. Þar kom vel í ljós, að
hægt er að lyfta Grettistökum í
vegagerð ef rétt er að staðið. Veg-
urinn er svo óðum að sanna gildi
sitt, bæði í auknu öryggi og með
meiri samskiptum byggðarlag-
anna sem hann tengir.
Ólafsvík fékk kaupstaðarrétt-
indi á árinu og Ólsarar komu nýju
félagsheimili undir þak eftir að
hafa verið á hvörfum með byrjun-
ina í fjöldamörg ár. Hér hófst út-
gáfa bæjarblaðs, Ólsarans, og þar
ræða menn dægurmálin og hin
óleystu verkefni framtíðarinnar.
Fleira mætti til nefna minnis-
stætt frá liðnu ári. Hér læt ég þó
staðar numið.
Megi nýtt ár færa landsmönn-
um friðsæld og velgengni í barátt-
unni fyrir bjartri framtíð.
Ólafur
Guðmundsson,
Egilsstöðum
Það sem mér er efst í huga úr
fréttaheiminum við þessi áramót
eru hinar tíðu fréttir, er bárust
okkur á haustmánuðum, um stór-
aukna fíkni- og vímuefnaneyslu
barna og ungmenna hérlendis.
Þessar fréttir kunna að vera
ýktar að nokkru, en það skiptir
ekki höfuðmáli, þær eru engu að
síður byggðar á bláköldum stað-
reyndum, sem við verðum að horf-
ast í augu við og gefa gaum, ekki
síst þeir sem vinna að skóla- og
uppeldismálum.
Én hvað er að? Hvað hefur gerst
sem veldur því að hópur barna
okkar og ungmenna eira hvergi
nema í einhvers konar vímu?
í fyrsta lagi verðum við að gera
okkur grein fyrir því að samfélag
okkar hefur gjörbreyst á síðast-
liðnum 10—15 árum, án þess að
við höfum verið viðbúin þeim
breytingum eða raunverulega
reynt að mæta þeim á skynsam-
legan og skipulegan hátt. Ein al-
varlegust og afdrifaríkust þessara
þjóðfélagsbreytinga er breytt
uppeldishlutverk heimilanna;
hlutverk sem þau hafa smátt og
smátt fjarlægst af ýmsum ástæð-
um.
í annan stað þurfum við að gefa
því gaum, að engar markvissar
skipulagsbreytingar í grundvall-
aratriðum hafa verið gerðar á
skólakerfinu eða öðrum opinber-
um uppeldisstofnunum til að
mæta þessu breytta uppeldishlut-
verki heimilanna, en sjónvarp og
myndbandavæðing heimilanna
haft æ ríkari uppeldisáhrif, sem
geta verið ágæt út af fyrir sig, en
eru það sjaldnast þegar kylfa er
látin ráða kasti.
Hér verður að spyrna við fótum
og t.d. gera róttækar skipulags-
breytingar á skólakerfinu áður en
það verður eins konar nátttröll í
samfélaginu. Það er staðreynd að
mikill meirihluti nemenda hefur
sitt grunnskólanám með jákvæðu
hugarfari og tilhlökkun, en
hræddur er ég um að hugarfarið
sé orðið nokkuð blendið þegar í
efri bekki grunnskólans er komið.
Það virðist því nokkuð auðsætt að
nauðsynlegt er að hverfa frá öllu
miðjumoði hins rígbundna bekkj-
arforms og taka upp áfanga- og
einingakerfi í grunnskólanum
ásamt sérstökum valbrautum. Þá
yrði nemandi sem getur tileinkað
sér grunnskólanámið á 7 árum
ekki dæmdur til að sitja 9 ár í
grunnskólanum né nemandi sem
ekki getur tileinkað sér námsefnið
á 9 árum nær vegalaus að þeim
tíma liðnum. Þá yrði skólinn
kannski skóli.
Þau gleðitíðindi berast nú úr
menntamálaráðuneyti að þar sé
unnið að ýmsum skipulagsbreyt-
ingum skólamála undir forystu
Ragnhildar Helgadóttur mennta-
máiaráðherra, skipulagsbreyting-
um er miði að því fyrst og fremst
að auka sjálfstæði skólanna, en
aukið sjálfstæði þeirra er ein for-
senda þess að þeir fái risið undir
nafni.
Þetta vekur ákveðnar vænt-
ingar um betri tíð og raunhæfar
aðgerðir, enda er Ragnhildur
Helgadóttir ein þeirra kvenna í
Sjálfstæðisflokknum sem mótað
hafa fjölskyldupólitík flokksins.
En skýr og markviss stefna í fjöl-
skyldumálum verður að vera fyrir
hendi ásamt sveigjanlegu skóla-
kerfi, svo að koma megi í veg fyrir
stórslys af fíkni- og vímuefna-
neyslu barna og ungmenna. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur átt frum-
kvæði að því að móta slíka stefnu,
vonandi ekki of seint, því að það er
einmitt almennt stefnuleysi í
þessum málaflokki á síðastliðnum
áratug sem m.a. hefur skapað það
tómarúm í samfélagi okkar sem
leitt hefur hóp barna og ung-
menna afvega nú um sinn.
Gunnar Berg,
Akureyri
Þegar ég lít til baka í lok ársins
1983 sem Akureyringur er því
miður fátt sem gleður hugann í
sambandi við okkar fagra bæjar-
félag. Starfa míns vegna hef ég
setið alla bæjarstjórnarfundi síð-
astliðið ár og fyrir mér hefur farið
eins og litlu börnunum, ég hef orð-
ið „hissari og hissari" með hverri
þeirri samkundu sem liðið hefur.
Það hefur vart farið framhjá nein-
um bæjarbúa, að atvinnuástand
hefur farið hríðversnandi, fyrir-
tæki á sviði verslunar og iðnaðar
hafa lent í greiðsluerfiðleikum og
jafnvel hætt starfsemi! Önnur eru
við það að hætta og jafnvel dæmi
þess að fyrirtæki hafi flutt starf-
semi sína á höfuðborgarsvæðið.
Atvinnuleysi nú í árslok er veru-
legt og því ekki bjart framundan.
Á meðan atvinnulíf okkar virðist
vera að brenna upp, hefur bæjar-
stjórn Akureyrar helst leikið á
fiðlur jafnréttismála og leiktækja-
sala. Það virðist eftir fundum bæj-
arstjórnar Akureyrar vera þau
mál, sem heitast brenna um þess-
ar mundir. Hvort Útgerðarfélagi
Akureyringa verði gert kleift að
kaupa nýjan togara og hvort
Slippstöðinni verði heimilað að
smíða það skip, virðist aukaatriði.
Bæjarstjórnin eyðir bara fé okkar
skattborgaranna í vitleysu eins og
gerð skýrslu um jafnréttismál, þar
sem helst merkilegra atriða kem-
ur fram, að út um allan okkar
fagra bæ er til fullt af góðu fólki,
dagmæðrum, öfum og ömmum,
sem gæta barna fyrir foreldra sem
út á vinnumarkaðinn sækja. Mikið
létti okkur bæjarbúum við að fá að
vita þetta!!!
Þá get ég ekki látið hjá líða að
geta annars máls, sem ég hef
nokkuð kynnst vegna starfa míns
fyrir Morgunblaðið. Á ég þar við
„útburðarmálið" svokallaða, þar
sem nú í árslok Hæstiréttur okkar
Islendinga kemst að þeirri furðu-
legu niðurstöðu, að eina leiðin til
þess að setja niður deilur tveggja
aðila sem húseign eiga saman, sé
sú, að meina öðrum aðilanum,
hjónum ásamt fimm börnum
þeirra, að búa í húseign sinni.
Réttarvitund mín segir mér, að
svona dóma geti Hæstiréttur ekki
fellt á seinni hluta tuttugustu ald-
ar. Ég ætla ekki að leggja neinn
dóm á sökudólg í þessi máli, en
útburður á hjónum ásamt fimm
börnum úr löglegri eign þeirra
samrýmist einhvern veginn ekki
mínum hugmyndum um réttarfar
sem réttlátt getur kallast. Ég get
ekki annaö en vorkennt starfsfólki
fógetaembættisins á Akureyri að
þurfa að framfylgja slíkum dómi,
sem er jafnfjarri réttlætiskennd
almennings og raun ber vitni.
Þá ósk á ég heitasta fyrir hönd
okkar Akureyringa, að á því
margumtalaða ári 1984 breytist
hugarfar núverandi meirihluta
bæjarstjórnar Akureyrar gagn-
vart atvinnumálum til betri vegar,
ellegar að nýr meirihluti myndist,
sem tekur það hlutverk sitt alvar-
lega, að stuðla að bættu atvinnu-
lífi og mannlífi í höfuðstað Norð-
urlands.
Athugasemd:
Sjálfstæöismenn felldu
að lækka útsvarið
— segir Guðrún K. Þorbergsdóttir
bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi
MORGUNBLAÐINU barst eftir-
farandi athugasemd frá Guðrúnu
K. Þorbergsdóttur bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins á Seltjarn-
arnesi síðastliðinn miðvikudag:
„Vegna fréttar frá bæjarstjór-
anum á Seltjarnarnesi um fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir árið
1984, sem birt er í Morgunblaðinu
í dag, 29. desember, tel ég rétt, að
eftirfarandi atriði úr fundargerð
bæjarstjórnar um fjárhagsáætl-
unina komi einnig fram.“
Guðrún K. Þorbergsdóttir, bæj-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins,
lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að
álagningarprósenta útsvars árið
1984 verði 8,5—9% til þess að
greiðslubyrði útsvarsgjaldenda
verði ekki aukin frá því sem nú er
árið 1983. Greinargerð. Álagn-
ingarprósenta hefur undanfarin
ár verið 10,5%. Með sömu
prósentutölu á árinu 1984 og á ár-
inu 1983 mun greiðslubyrði út-
svarsgreiðenda þyngjast um þriðj-
ung. Tillagan var felld með 5 at-
kvæðum gegn einu, Guðmundur
Einarsson sat hjá.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði
fram eftirfarandi bókun: „Miðað
við stöðu bæjarsjóðs sem er mjög
slæm er ekki hægt að samþykkja
frekari lækkun útsvara en fram
kemur í tillögu fjárhagsnefndar
eða 10,5% álagningu."
Sú staðreynd, að meirihluti
sjálfstæðismanna felldi tillögu um
að útsvarið fyrir árið 1984 yrði
það sama og fyrir árið 1983 þ.e.
8,5—9%, og samþykkti að halda
10,5%-tölunni, hefur í för með sér
um þriðjungs raunhækkun út-
svarsgreiðslu Seltirninga á árinu
1984.“