Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 1
48 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
3. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaösins
Hrakningar
í vonsku-
veðri í gær
Þessar myndir voru teknar um miðjan dag í gær þegar
vegurinn á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar var í þann
veginn að verða ófær öllum bílum, hvað þá smábílum eins
og þessum, sem verið er að koma tógi í á Hraunsholti í
Garðabæ. Bak við hann bíður vörubíll með ýtutönn eftir
því að komast að en skömmu síðar lokaðist vegurinn alveg.
Hin myndin var tekin á Kringlumýrarbraut en þar máttu
margir bíða svo klukkutímum skipti í langri bílalest.
Ljósmyndir Mbl. Friöþjófur og Rax.
Sjá nánari fréttir af óvedrinu á bls. 2, 3, miðopnu og baksíðu.
Reagan fagnar
flugmanninum
Beirút og Washington, 4. jan. AP.
BANDARÍSKI flugmaðurinn Robert
O. Goodman kom í dag aftur heim
til Bandaríkjanna eftir mánaðardvöl
sem fangi Sýrlendinga. Var fyrirhug-
að, að hann og séra Jesse Jackson
hittu Reagan forseta að máli í Hvíta
húsinu í dag, en Jackson átti mestan
þátt í því að fá Goodman lausan úr
höndum Sýrlendinga.
ísraelskar herþotur réðust í dag á
stöðvar skæruliða, sem hlynntir eru
írönum, í Bekaadal í austurhluta Lí-
banons. Sagði ríkisútvarpið í Beirút í
dag, að yfir 60 manns hefðu verið
drepnir og meira en 300 særzt í loft-
árásinni, sem stóð í eina klukku-
stund. Var þettan annan daginn í
röð, sem ísraelar gerðu loftárás á
þessar stöðvar. Nabim Berri, leiðtogi
Shíta í Líbanon, fordæmdi þessar
árásir harðlega í dag.
Charles Percy, formaður utan-
ríkismálanefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, bar í dag fram
þá tiilögu, að bandaríska herliðið í
Líbanon yrði kallað heim, „svo
fljótt sem auðið er“. Sagði Percy,
sem er repúblikani eins og Reagan
forseti: „Við erum ekki lengur
jákvætt afl í friðarsveitunum i
Líbanon." Thomas P. O’Neill, for-
seti fulltrúadeildar Bandaríkja-'
þings, spáði því í dag, að þingið
myndi bráðlega binda enda á dvöl
herliðsins í Líbanon nema því að-
eins, að Reagan forseti legði meiri
áherzlu á að finna pólitíska lausn
á innanlandsstyrjöldinni í Líban-
on.
Sjá: Af erlendum vettvangi bls. 20.
é*
W* M
M
Robert Goodman ásamt konu sinni
við komuna til Bandaríkjanna í
gærmorgun.
Kyrrt í Túnis
eftir uppþotin
TúnLsborg, 4. janúar. AP. JBb ^HL
TúnLsborg, 4. janúar. AP.
KYRRÐ RÍKTI að mestu í Túnisborg í dag eftir vikulangar óeirðir, sem
byrjuðu í suðurhluta Túnis, en breiddust síðan út til borganna í norðurhluta
landsins, eftir að verð á brauði þar hafði verið tvöfaldað.
f Túnisborg var talin mikil
hætta á, að upp úr kynni að sjóða
þrátt fyrir að allt virtist með
felldu þar á yfirborðinu. Varð-
flokkar hermanna og lögreglu
gengu þar um götur og skriðdrek-
ar og brynvarðar bifreiðir stóðu
þar í viðbragðsstöðu á öllum götu-
hornum reiðubúnar til þess að láta
til sín taka, ef með þyrfti. f sum-
um úthverfum borgarinnar mátti
enn heyra skothvelli á stangli. Út-
göngubann var í borginni frá kl. 6
síðdegis til kl. 5 að morgni.
Habib Achaour, aðalritari
verkamannasambands Túnis, sem
eru einu viðurkenndu samtök
verkamanna í landinu, sagði í dag,
að allsherjarverkfall væri ekki
útilokað, ef stjórnvöld bættu ekki
„nægilega" upp þá hækkun, sem
orðið hefði á brauði og öðrum
helztu matvælum. Til allsherjar-
verkfalls kom í landinu í janúar
1978 og fylgdu miklar ofbeldisað-
gerðir í kjölfarið í þriggja daga
óeirðum, þar sem 30 manns biðu
bana en fjöldi manns var handtek-
inn.
Skoðanakönnun
Jyllandsposten:
íhalds-
flokknum
spáð
stórsigri
kaupmannahofn, 4. janúar.
Frá fréttaritara Morjpinblaösins. Ib Bjornbak
SKOÐANAKÖNNUN á vegum
blaðsins Jyllandsposten bendir
til þess, að íhaldsflokkurinn
muni nær tvöfalda þingfylgi sitt
og fá 51 þingsæti í stað 26 nú í
þingkosningum þeim, sem fram
eiga að fara í Danmörku nk.
þriðjudag. Miðdemókratar, sem
aðild eiga að ríkisstjórninni,
munu hins vegar missa 8 þing-
sæti og fá aðeins 7 í stað 15 nú.
Svo virðist sem Mogens
Glistrup, stofnandi Framfara-
flokksins, sem nú afplánar 3Vfe
árs fangelsisdóm fyrir
skattsvik, verði kosinn þing-
maður á ný. Nái hann kosn-
ingu, verður hann varinn af
friðhelgi þeirri, sem þjóðþing-
ið nýtur og fær þá að fara úr
fangelsinu. Þingið gæti hins
vegar samþykkt að svipta
hann þinghelginni og yrði
hann þá settur aftur í fangels-
ið til þess að afplána dóm sinn.