Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
Engin óhöpp
á miðunum
ALLMÖRG skip voru í gær á mið-
unum umhverfis landið, en sam-
kvæmt upplýsingum Tilkynn-
ingaskyldunnar voru þau ekki í
teljandi vandræðum. Eitt skip,
Sigurður Bjarnason GK 100, bilaði
þó í gærmorgun. Var skipið þá
statt um 14 sjómílur vestnorðvest-
ur af Sandgerði. Björgunarskipið
Goðinn kom skipinu til hjálpar og
kom með það til Njarðvíkur um
klukkan 17 í gær. Skipverjar voru
ekki taldir í hættu vegna þessa
Flugleiðir:
Aðeins flogið
til Akureyrar
Millilandaflugið erfitt
INNANLANDSFLUG Flugleiða lá
alveg niðri í gær vegna veðursins
utan það, að ein ferð var farin til
Akureyrar og aftur tii Reykjavíkur í
gærmorgun. Að sögn Sæmundar
Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flug-
leiða, var öllu öðru flugi frestað og
biðu hundruð manna því eftir fari
með vélum félagsins víðs vegar um
landið.
Á vegum Flugleiða var flogið til
London í gærmorgun og átti sú vél
að koma til baka síðdegis, en síðar
var sú ákvörðun tekin, að vélin
yrði í London í nótt og kæmi
hingað í morgun. Ætlunin er síðan
að hún haldi til Osló og Gauta-
borgar um hádegi í dag og komi
við í Glasgow. Þar á hún að taka
55 farþega úr vél frá New York,
sem ekki gat ient hér á leið sinni
austur í gær á leið til Luxemborg-
ar og millilenti því í Glasgow og
koma með þá hingað. Þá féll niður
í gær ferð til New York frá Kefla-
vík, en ein vél frá Flugleiðum fór
til Kanaríeyja í gærmorgun með
156 farþega. Áætlað var að hún
kæmi hingað til lands í gærkvöldi
eftir millilendingu í London og
færi í morgun til Luxemborgar og
Kaupmannahafnar með þá far-
þega, sem ekki komust til Lux-
emborgar í gær. Sú vél mun síðan
fara til New York síðdegis í dag,
standist áætlanir Flugleiða.
Allt flug
Arnarflugs
féll niður
„Við höfum ekki komið flugvélun-
um út úr skýlunum í dag, svo ekkert
hefur verið reynt að fljúga, og ég sé
ekki fram á að það verði reynt,“
sagði Sigurjón Alfreðsson, af-
greiðslustjóri hjá innanlandsdeild
Arnarflugs er rætt var við hann síð-
degis í gær.
Sigurjón sagði að í gær hefðu
verið áætlaðar sjö ferðir á vegum
innanlandsdeildarinnar. Tvær til
Siglufjarðar, ein til Fáskrúðs-
fjarðar, tvær á Flatey, ein á Suð-
ureyri og ein til Stykkishólms.
„F’ullbókað var í flestar ferðanna,
og töluverður hluti þeirra sem
áttu bókuð sæti, er skólafólk, sem
var úti á landi um jól og áramót,
en þarf nú að komast í bæinn.
Hópur nemenda við Reykjanes-
skóla við ísafjarðardjúp er fastur
í Reykjavík og við stefnum að því
að koma þeim vestur á morgun.
Undir venjulegum kringumstæð-
um fljúgum við fjórum sinnum í
viku á Suðureyri og Flateyri, en í
janúar í fyrra voru til dæmis að-
eins þrjár ferðir þangað á tíu dög-
um, þannig að slíkt veður er ekk-
ert einsdæmi."
Ekkert millilandaflug var á veg-
um Arnarflugs í gær, en í kvöld er
von á einni vél frá Amsterdam.
akreinarnar til beggja hliða eru
Morgunblaðid/Rax
Nærri mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar þegar veður var tekið að ganga niður. Myndin er tekin á eyjunni
ófærar vegna fastra smábfla, betur búnir bflar fóru eftir gangstéttum eða eyjunni.
Fólk veðurteppt á
Holtavörðuheiði
Borý»arn< si, 4. janúar.
OFSAVEÐUR gekk hér yfir um miðjan dag í dag. í verstu hviðunum fór
vindstyrkurinn yfir 90 hnúta sem er um 15 vindstig en það telst fárviðri, en var
um 11 vindstig að meðaltali. Síðdegis gekk veðrið niður hér í Borgarnesi og
jafnframt gerði frostleysu en um kl. 18 var ennþá vitlaust veður á Holtavörðu-
heiði og fjöldi fólks þar veðurtepptur.
Ófært var um allt héraðið vegna
veðursins og snjóa og stöðvuðust
bílar þar sem þeir voru niðurkomn-
ir þegar veðrið brast á. Sex fólks-
flutningabifreiðir á leið frá Reykja-
vík vestur og norður um land stöðv-
uðust í Hvalfirði og var ætlunin að
snúa þeim til baka til Reykjavíkur í
kvöld. Snjóruðningstæki fóru úr
Reykjavík í dag til að hjálpa þeim
suður.
Undir Hafnarfjalli og í Leirár-
sveit tepptust nokkrir bílar, sumir
foknir út af veginum. Jeppabifreið
fauk út af veginum undir Hafnar-
fjalli og eftir að fólkið sem í honum
var, hjón með smábarn, hafði yfir-
gefið hann, valt bíllinn heila veltu
og á hjólin aftur og skemmdist mik-
ið.
Jeppabifreið á leið með sjúkling
frá Bifröst sem færa átti á sjúkra-
hús á Akranesi lenti í erfiðleikum í
Stafholtstungum og fór þar út af
veginum. '
Snjóruðningstæki Vegagerðar-
innar í Borgarnesi sem fóru á móti
jeppanum komust ekki nema að
Svignaskarði þar sem 3 metra háir
snjóskaflar voru á veginum. Átti að
moka þar í kvöld, en snjóbíll lagði
af stað úr Norðurárdalnum til að
flytja sjúklinginn til móts við
sjúkrabíl úr Borgarnesi.
1 morgun lögðu margir bílar af
stað yfir Holtavörðuheiði beggja
megin frá. Um það leyti sem bíla-
lestirnar mættust skammt vestan
við sæluhúsið skall veðrið á, svo all-
ir bílarnir stöðvuðust þar. Klukkan
18 var sama óveðrið á heiðinni og
ekki vitað um líðan fólksins, þar
sem ekki var fært á milli bíla en
snjóruðningstæki til taks á heiðinni
tilbúin að ryðja fyrir bílana í
Hrútafjörð þegar veðrið lægir.
Hér í Borgarnesi var fólk í vand-
ræðum með að komast milli húsa,
en engin slys urðu á fólki.
HBj.
Á Arnarneshæð laust eftir hádegiö í gær. Konu hjálpað úr sínum bfl yfir í vel
búinn bfl björgunarsveitarmanna. - Morgunblaðií/ Friðþjðfur
Átta farþegar og vagnstjóri hírðust í kulda í 7 klukkustundir í strætisvagni á Ártúnshöfða:
næst með mér 800
bók og koníak“
„Tek
síðna
— sagði Illugi Jökulsson, einn farþeganna átta
„Ég verð nú að viðurkenna, að
ég hef oft skemmt mér betur en
þennan tíma," sagði Illugi Jökuls-
son, blaðamaður, er Morgunblaðið
náði tali af honum á sjöunda tím-
anum í gær. Hann var þá nýstiginn
inn úr dyrunum eftir að hafa með 7
öðrum farþcgum og bílstjóranum
þurft að hírast í strætisvagni frá
því klukkan 11 um morguninn.
Vegna veðurofsans var ekki
talið ráðlegt að fólk legði eitt
síns liðs út í sortann og því var
ákveðið að bíða uns veðrinu slot-
aði. Sú bið var orðin mun lengri
en nokkurn óraði fyrir loks þeg-
ar hjálp barst.
„Þegar ég lagði af stað var
sæmilegasta veður,“ hélt Illugi
áfram. „Þarna uppfrá var aftur
á móti komið snarvitlaust hríð-
arkóf. Ég ákvað því að hraða
mér sem mest ég mátti til baka
og tók næsta strætó. Eftir að
okkur hafði miðað um hálfan
kílómetra á hálfri klukkustund
taldi vagnstjórinn vænlegast að
sleppa því að fara upp í Árbæ og
koma sér sem fyrst niður í bæ.
Hins vegar komumst við litlu
lengra því vagninn festist ör-
fáum augnablikum síðar og varð
ekki haggað.
Það var því ekki annað að gera
en að bíða. Ekki kom til tals að
fara út í einum hóp því í raun er
fátt hægt að fara þarna um slóð-
ir. Hefðu menn gert sér grein
fyrir að biðin yrði svona löng
held ég, að a.m.k. einhverjir
hefðu freistað þess að brjóta sér
leið á eigin spýtur. En þar sem
alltaf var sagt í talstöðinni, að
von væri á hjálp á hverri stundu
hættu menn við öll slík áform,
enda veðurhamurinn ekki
árennilegur. Hjálpin barst hins
vegar ekki fyrr en seint og síðar
meir og þá hafði veðrinu slotað
nokkuð. Vindinn lægði nokkuð
um kl. 16 og það var mest ergj-
andi hversu seint þetta gekk eft-
ir það.
Við höfum sennilega losnað
klukkustundu síðar og þá þurfti
að snúa við til að freista þess að
komast niður í bæ eftir annarri
götu. Ekki tók betra við því
vagninn festist á ný. Þá voru
hins vegar komin snjóruðnings-
tæki á vettvang og gekk tiltölu-
lega fljótlega að losa vagninn.
— Hvernig brugðust farþegar
við þessari óvæntu röskun?
„Menn tóku þessu með jafnað-
argeði, hvort heldur það voru
rosknar konur eða táningar. Við
gripum þó ekki til fjöldasöngs
þótt skrambi kalt væri í bílnum.
Kuldinn var eiginlega það
versta, miðstöðin dugði skammt.
Það má því með sanni segja, að
þetta hafi ekki verið einn af
mínum betri dögum og það veit
ég fyrir víst, að næst þegar ég
fer í strætó hef ég með mér 800
síðna bók og koníakspela," sagði
Ulugi að endingu.