Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
3
Rafmagnsleysi á Reykjanesi og í Borgarfirði:
Viðgerðarmenn lutu í lægra
haldi fyrir veðurofsanum
Símasambandslaust við Snæfellsnes í gærkvöld
„ÞAÐ HEFUR verið nær al-
veg rafmagnslaust á Reykja-
nesi allt frá því kl. 12.30 í dag
og ekki hefur verið hægt að
ráða við neitt sökum veður-
ofsa og ófærðar. Reyndar fóru
menn frá okkur áleiðis til
þess að kanna þessa bilun, en
hvernig þeim miðar er ekki
gott að segja,“ sagði Guðjón
Guðmundsson hjá Rafmagns-
veitum ríkisins er Morgun-
blaðið innti hann eftir því síð-
degis í gær hvaöa áhrif veður-
ofsinn hefði haft á raforku-
kerfi landsmanna.
„Við höfum ekki getað
gert annað en að bíða eftir
að veðrinu slotaði þar til
fyrir nokkru. Tvær línur
liggja út á Reykjanesið og
þær hafa báðar verið óvirk-
ar að mestu. Reyndar hafa
þær virkað af og til en að-
eins í skamman tíma þannig
að um stöðugan straum hef-
ur ekki verið að ræða.“
— Línurnar hafa þá ekki
slitnað?
„Nei, það virðist ekki vera.
Við höfum ályktað að þetta
stafi aðallega af veðurofsan-
um. Salt og krapi hafa líkast
til valdið yfirslætti á línun-
um. Þó vitum við ekkert
fyrir víst, þar sem ekki hef-
ur verið unnt að kanna hvað
það er nákvæmlega sem
veldur."
— Hvað um rafmagns-
leysi á öðrum svæðum?
„Það virðist ekki hafa ver-
ið tilfinnanlegt, en annars
höfum við ekki fullkomnar
upplýsingar um ástandið því
erfitt hefur verið að ná
símasambandi við ýmsa
staði á landinu. Við höfum
reynt að notast við talstöðv-
ar og vitum að rafmagnið
fór af í Búðardal um kl. 13
og um svipað leyti í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði. Síð-
degis höfðum við fregnir af
frekara rafmagnsleysi í
Borgarfirðinum, bæði í
Norðurárdal svo og á Mýr-
um.
Við vitum ekki um frek-
ara rafmagnsleysi, en þess
ber þó að gæta að veðrið er
að ganga austur og norður
yfir landið. Byggðalínur
hafa haldist alveg í lagi og
ég veit ekki annað en annars
staðar sé ástand raf-
magnsmála með felldu,“
sagði Guðjón.
Að sögn Harðar Bjarna-
sonar hjá Pósti og síma var
álagið á símakerfið í gær
heldur meira en venjulega,
en ekki þó svo að vandræði
hlytust af. Undir kvöldmat-
arleytið í gær bárust hins
vegar fregnir af því að síma-
sambandslaust væri við
Snæfellsnes, að Stykkis-
hólmi undanskildum.
Grafið frá bíl í verstu hryðjunum
í Hafnarfirði laust eftir hádegið
í gær.
Grjóthríðin
braut allar
rúður bflsins
„Ég vissi til þess í gær, að bfll á
okkar vegum fór áleiðis í Borgar-
fjörð til þess að kanna hvað ylli raf-
magnsleysinu þar, en hann komst
aldrei lengra en undir Hafnarfjall,"
sagði Guðjón Guðmundsson hjá
Rafmagnsveitum ríkisins.
Sagðist Guðjón hafa haft af því
fregnir, að þegar þangað var kom-
ið hefðu viðgerðarmennirnir
neyðst til þess að stöðva bifreiðina
vegna grjóthríðar, sem dundi á
henni. Brotnuðu um síðir allar
rúður í bifreiðinni og urðu einnig
frekari skemmdir á bifreiðinni
vegna grjóthríðarinnar. Engan
viðgerðarmannanna mun hafa
sakað.
Þá tjáði Guðjón blm., að við-
gerðarmennirnir hefðu orðið vitni
að því að mannlaus jeppi af
Blazer-gerð fauk út af veginum í
einni hviðunni. Að þeirra sögn var
gífurlega hvasst undir fjallinu í
verstu hviðunum.
Kópavogur:
Strætisvagn-
ar óku nem-
endum heim
„ALLAR ferðir strætisvagnanna
voru felldar niður um hádegi í dag,“
sagði Ólöf P. Hraunfjörð, ritari hjá
Strætisvögnum Kópavogs, í spjalli
við Mbl. í gær.
„Tveir vagnar eru nú fastir í
bænum og var leitað til Slysa-
varnafélagsins, Hjálparsveitar
skáta og lögreglunnar til að losa
fólk úr vögnunum og koma þeim
heim. Allt er ófært hérna í Kópa-
vogi, skyggni mjög slæmt og snjó-
þungt.
í dag voru strætisvagnar sendir
í alla grunnskóla í Kópavogi og
óku þeir börnunum heim. Margir
hafa hringt hingað í dag og verið
mjög áhyggjufullir vegna að-
standenda, sem voru á ferðinni
með strætisvögnunum, en eins og
ég sagði áðan hefur hjálparstarf
staðið yfir við að koma fólki, sem
sat fast í vögnunum, heim á leið.“
BÍLL ÁRSINS
~"Uno!
Bílasérírœðingar 53 blaða í Evrópu greiða atkvœði um athyglisverðasta
nýja bílinn á hverju ári. FIAT UNO varð í íyrsta sœti og var þar með kjörinn
bíll ársins 1984 í Evrópu.
FIAT verksmiðjurnar hafa lagt mikla alúð við hönnun og framleiðslu
á UNO og gáfu honum naín sem segir glöggt hvers þeir vœnta af þessum
nýja bíl. UNO þýðir fyrsti á ítölsku, nú varð UNO íyrstur
og á vafalaust eítir að verða það víða og lengi.
Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs árs
og þökkum viðskiptin á liðnu ári. Sérstakar hamingjuóskir til þeirra fjölmörgu
sem þegar hafa keypt FIAT UNO, sem nú heíur verið kjörinn bíll ársins. "
1929
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202
1984