Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
11
Fyrsta ræningjaskipið kom að landi í Grindavík, hélt þaðan fyrir Reykjanes og inn á Skerjafjörð,
síðan vestur undir Snæfellsnes og lét þaðan í haf. Nokkru síðar komu tvö skip að landi í Lóni,
sigldu því næst inn á Berufjörð og þaðan norður með landi allt til Reyðar^jarðar. Þau hittu hið
þriðja, er þau héldu aftur suður um, og fóru öll til Vestmannaeyja.
Teikning Halldórs Péturssonar í bókinni Tyrkjarínið eftir Jón Helgason.
Þessu Ifk hafa þau verið ræningjaskipin þrjú sem sigldu vestur með suðurströnd íslands í
júlímánuði 1627. Þau námu staðar austan undir Heimaey.
Teikning Halldórs Péturssonar
Tyrkjaránið
Ránskapur Algeirsborgara í Grindavík, á Austfjörðum og í
Vestmannaeyjum árið 1627 er nafnkunnasta herhlaup til
Islands á fyrri öldum. Fáir viðburðir hafa lostið þjóðina með
slíku afll, enda voru a.m.k. 40 íslendingar vegnir, 364
hnepptir í þrældóm og margir særðir.
Tyrkjaránið 1627 er af-
drifaríkasta og nafnkunn-
asta herhlaup til íslands á
fyrri öldum. „Tyrkirnir“,
sem raunar voru serkneskir
sjóræningjar frá Algeirsborg
í Norður-Afríku, gerðu hér
mikinn usla, einkum á Aust-
fjörðum og í Vestmannaeyj-
um; drápu fólk, særðu og
herleiddu, og rændu öllu
fémætu sem þeir komust yf-
ir. Vitað er um 40 íslendinga
sem vegnir voru af ræningj-
unurn, en samtals hnepptu
þeir 364 íslendinga, þ.á m.
konur og börn, í ánauð og
fluttu með sér til Algeirs-
borgar. Að auki felldu þeir
hér marga Dani og herleiddu
áhöfn dansks kaupskips.
Um helstu þætti atburðanna
1627 höfum við fulla vitneskju.
Varðveittar eru margvíslegar rit-
heimildir um þá, og hefur þeim
helstu verið safnað saman í bók-
inni Tyrkjaránið á íslandi sem
Sögufélagið gaf út á árunum
1907—09. Því miður hefur ekkert
fræðirit, sem uppfyllir kröfur nú-
tímalegrar sagnfræði um
heimildarýni, verið samið, en sú
bók sem næst kemst því er rit
Jóns Helgasonar Tyrkjaránið sem
kom upphaflega út fyrir tveimur
áratugum en hefur nú verið gefið
út á ný. Sú bók er fróðleg og
skemmtileg, og afar vel skrifuð. A
Tyrkjaránið er svo auðvitað
minnst í öllum yfirlitsritum um
íslandssögu 17. aldar, ýtarlegast í
Sögu íslendinga (V. bindi) eftir Pál
Eggert Ólason.
Varnarleysi íslendinga
Á 17. öld var ekkert varnarlið á
Islandi, og vopnabúnaður lands-
manna fátæklegur. Dönsk herskip
voru af og til úti fyrir ströndum
landsins, einkum til að vernda
fiskiskip og kaupför, en eftirliti
með landinu sjálfu var illa sinnt,
og megnaði ekki að hindra
strandhögg og ránskap á borð við
Tyrkjaránið. Að vísu höfðu varn-
arvirki verið reist í Vestmanna-
eyjum og á Bessastöðum, að frum-
kvæði danskra valdsmanna, en
þeim var ekki haldið við sem
skyldi, og virkið í Eyjum kom t.d.
ekki að haldi þegar þangað kom
enskur ræningjaflokkur og lét
greipar sópa árið 1614. Vestmann-
eyingar virðast heldur ekki hafa
dregið neinn lærdóm af herför
Englendinga og viðbúnaður var
lítill þegar Algeirsborgarar gerðu
herhlaup sitt tæpum hálfum öðr-
um áratug síðar. „Kom þessi ráns-
ferð á landsmenn sem þruma úr
heiðríkju," segir Páll Eggert Óla-
son í sögubók sinni.
Algeirsborgarar voru alkunnir
ræningjar í suðurhöfum, um Mið-
jarðarhaf og víðar. Segja má að
ránskapur hafi á tímabili verið
beinn l r innuvegur ýmissa smá-
ríkja múhameðstrúarmanna á
norðurströnd Afríku. Tóku menn
þúsundum saman þátt í þessum
atvinnuvegi, enda studdu stjórn-
endur þessara smáríkja beinlínis
að því, með því að taka toll af arð-
inum. Ekki voru ránsferðir þessar
eingöngu farnar í því skyni að
ræna skipum og varningi þeirra
eða ganga á land upp og gera
strandhögg; tilgangurinn var engu
síður eða jafnvel, er stundir liðu,
mest í því fólginn að ræna
mönnum, og virðist það hafa verið
arðvænleg tekjulind. Fangarnir
voru seldir mansali víðs vegar, en
börn þau sem handtekin voru, alin
upp í múhameðstrú. Þó var ætt-
ingjum eða öðrum oftast gefinn
kostur á því að leysa fanga, en
lausnargjaldið var jafnan geysi-
hátt. Þegar fram liðu stundir efld-
ust ræningjaþjóðir þessar svo að
herskip þeirra tóku að fara norður
eftir höfum, og varð þeirra vart
bæði í Spánarflóa, í Norðursjó og
við Englandsstrendur. Meðal
þeirra sem fengu að kenna á ræn-
ingjunum voru kaupför Björgvinj-
ar- og Hamborgarmanna. Stund-
um héldu serkirnir stórum flotum
í víking, gengu þá á land upp og
rændu og henpptu menn í fjötra
hundruðum saman.
Ræningjar sigla
norður til íslands
Ekki er vitað hver voru tildrög
þess að Algeirsborgarar sigldu til
íslands, en samkvæmt vitnisburði
íslendinga sem leystir voru úr
ánauð var það danskur bandingi
Algeirsborgara, sem hér hafði ein-
hvern tíma dvalið, sem vísaði
þeim á landið gegn fyrirheiti um
lausn. Hugsanlegt er þó að þau
fjögur ræningjaskip sem hingað
komu, og munu hafa tilheyrt
stærri flota, hafi borið af leið, og
ránið á Islandi hafi ekki verið
ásetningur Algeirsborgara frá
upphafi.
Hinn 20. júní 1627 kom eitt ræn-
ingjaskip Algeirsborgara til
Grindavíkur. Þeir gengu á land og
létu ófriðlega, fóru með ránum,
særðu fólk og tóku höndum 12 ís-
lendinga og nokkra Dani í þjón-
ustu kaupmanns þar. Þeir tóku
ennfremur tvö dönsk kaupför og
rændu, þar af öðru með allri
áhöfn. Ræningjaskipið og rænda
kaupfarið sigldu síðan inn á Faxa-
flóa og voru komin nálægt höfn
hjá Bessastöðum að kvöldi 23.
júní.
Höfuðsmanni Dana á Islandi,
Holgeiri Rósenkrantz, sem aðset-
ur hafði á Bessastöðum, höfðu þá
borist fregnir af viðburðum í
Grindavík; hann efndi til liðssafn-
aðar og lét gera virki (skans) við
sjóinn og flytja þangað byssur.
Skip hans sjálfs lá á Seylu við
Bessastaði, en að auki stefndi
hann til sín tveimur skipum öðr-
um, úr Keflavík og Hafnarfirði.
Þegar Algeirsborgarar voru
komnir í skotfæri við Bessastaði,
skutu þeir á land upp, en fengu þá
svar úr virkinu. Hlýtur þeim að
hafa orðið bylt við, því sennilega
hafa þeir ekki átt von á vörn frem-
ur en áður. Þeir reyndu að sigla á
brott, en þá tókst svo slysalega til
að aðalskip þeirra sigldi á grunn.
Var logn og ládeyða og tóku ræn-
ingjarnir það ráð að flytja varning
og fanga af skipi þessu yfir í kaup-
farið, uns það var laust, og sigldu
síðan báðum skipunum á brott, en
tvo daga voru þeir að losa skipið.
Á Bessastöðum voru margir þeirr-
ar skoðunar að nota ætti tækifær-
ið meðan ræningjarnir væru í
þessum vanda og ráðast til atlögu
við þá. Er ekki ósennilegt að unnt
hefði verið að sigra þá. Holgeir
Rósenkrantz höfuðsmaður féllst
ekki á þetta sjónarmið, og vildi
ekki taka áhættuna. „Er bleyði
hans í minnum höfð síðan, því að
hann hafði hest söðlaðan og bund-
inn að húsabaki á Bessastöðum, til
þess að geta verið viðbúinn að geta
riðið í burt ef í hart færi,“ sagði
Páll Eggert ólason.
Ræningjarnir lögðu á haf út frá
Bessastöðum 25. júní og virðast
hafa ætlað að sigia vestur um og
norður með landi. Þeir breyttu
hins vegar um stefnu og sigldu
heimleiðis nokkru síðar, og hafa
þeir líklega frétt af herskipum
sem Englendingar höfðu þá úti
fyrir Vestfjörðum.
Ránskapur á Aust-
fjörðum og í Eyjum
Af félögum ræningjanna í hin-
um skipunum þremur er það að
segja að eitt var þá enn ókomið að
landi, en hin tvö héldu til Aust-
fjarða og tóku land i Berufirði 5.
júlí. Rændu þeir síðan þar, í
Djúpavogi og um næstu byggðir, í
Hamarsfirði, Breiðdal og Fá-
skrúðsfirði. Þeir tóku höndum 110
(eða 112) íslendinga og 12—13
Dani, drápu 5—6 manns og særðu
allmarga. Fjöldi manna náði að
flýja til fjalla eða upp á Fljóts-
dalshérað. Bárust tíðindi af þess-
um atvikum skjótt um land allt,
og setti ugg að fólki hvarvetna.
Hinn 17. júlí komu austanskipin
tvö og hið fjórða, sem þá hafði
borið að landinu og slegist með í
för, til Vestmannaeyja. í Eyjum
bjuggu þá um 400—500 manns, en
ræningjarnir sem þangað komu
hafa sennilega verið um 200. Uppi-
vaðsla ræningjanna stóð í tvo
daga, teknir voru 242 fangar, en
a.m.k. 34 íslendingar féllu. Mörg
hús voru brennd til grunna og
fólkinu sýnd fádæma grimmd.
Lýsingar sjónarvotta á fólsku-
verkum Algeirsborgara eru hroða-
legar. Til marks um hrottaskapinn
verða hér tilgreind dæmi úr rit-
gerð Kláusar lögréttumanns Eyj-
ólfssonar frá 1627:
„Á meðal annarra varð fyrir
þeim (Algeirsborgurum — innskot
Mbl.) í sama áhlaupi maður einn
af nafni Bjarni Valdason. Þann
sama hjuggu þeir og er hans kona,
sem með honum gekk, sá það, féll
hún strax yfir líkamann með stóru
veini. Þeir tóku hennar fætur og
drógu hana sem annað hræ ofan
af líkamanum, svo fötin komust
fram yfir höfuð, og hjuggu þann
dauða líkama í stykki eins og sauð
til spaðs brytjaðan. En konuna
drógu þeir suður að Dönsku-hús-
um og snöruðu henni í fanga-
flokkinn. Framar fundu þeir eina
kvensvift á ferð hlaupandi sem
hraðast kunni, en þeir hlupu eftir,
þar til hún fæddi sitt fóstur, og
datt þar dauð niður, bæði hún og
svo fóstrið."
Og ennfremur: „Einn mann eltu
þeir, að nafni Erlend Runólfsson,
fram á hamra; þar tóku þeir hann,
færðu úr fötum og settu til eins
skotmáls fram á bjarginu, skutu
hann síðan í hel, svo hann féll þar
100 faðma ofan af. Kvenpersón-
urnar lágu dauðar, sumar stungn-
ar, sumar í sundur höggnar við
sínar bæjardyr, og svo svívirðilega
við skilið, að fötum var flett fram
yfir höfuðið, og voru þær þar helst
naktar sem síst skyldi. Einn mað-
ur, Ásmundur að nafni, lá á sinni
sóttarsæng; hann höfðu þeir þrí-
stungið í gegn svo hans sæng var
rauðlituð í blóði, því það var
þeirra mesta lyst og gaman þá
framliðnu sem mest sundur að
saxa ..."
I ánauð
Þegar Algeirsborgarar höfðu
fengið nægju sína af því að ræna
og pynta og skelfa Vestmanney-
inga fóru þeir á brott með góss sitt
og fanga. Ferðin til Algeirsborgar
tók mánuð. Þar voru íslend-
ingarnir (og Danirnir) seldir
mansali og dreifðust; um örlög
flestra þeirra er ekkert vitað, en
varla hafa þessum mállausu band-
ingjum verið búin góð kjör í barb-
aríinu. Vitað er að margir íslend-
inganna dóu fljótlega, þoldu ekki
loftslagið og þrældóminn. Öðru
hvoru slapp einn og einn heim á
leið. Presturinn Ólafur Egilsson
(höfundur Reisubókar sem er
merkileg heimild um Tyrkjaránið
og aðbúnað Islendinga í Álgeirs-
borg) var sendur gagngert árið
eftir norður til að afla lausnar-
fjár, en hlaut litlar undirtektir.
Það var ekki fyrr en tæpum ára-
tug síðar að 35 Islendingar voru
keyptir úr ánauð fyrir lausnar-
gjald, sem goldið var að boði
Danakonungs, og fluttir til Dan-
merkur. Eitt fyrsta verkið var að
fræða leysingjana um höfuðatriði
kristindóms; og hafa menn vænt-
anlega álitið að þeir hafi orðið
fyrir áhrifum frá múhameðstrú
meðan á fangavistinni stóð. Þeirri
fræðslu gegndi Hallgrímur skáld
Pétursson, og er frægt í sögunni
að hann kvæntist síðar einni
hinna herteknu kvenna, Guðríði
Símonardóttur (Tyrkja-Guddu).
Sumarið 1637 komu fangarnir loks
til íslands, en voru þá einungis 27
eftir; hinir voru látnir eða horfnir.
Ótti við
„Hund-Tyrkjann“
Tyrkjaránið var geigvænlegur
atburður, og mikil skelfing greip
þjóðina. Má segja að fáir viðburðir
fyrri alda hafi lostið þjóðina með
slíku afli og þetta rán. Manntjónið
eitt var gífurlegt og jafnast á við
að 5000 Danir hefðu horfið úr
landi í einni svipan. En óttinn við
„Hund-Tyrkjann“, en svo voru
ræningjarnir stundum nefndir af
því að Algeirsborg laut yfirráðum
Tyrkja-soldáns, var ekki betri.
Hvenær máttu menn eiga von á
því að þessir heiðnu villimenn
birtust aftur? Hefur verið fullyrt
að allt fram á 19. öld hafi kristni-
hald í kirkju og heimahúsum alið
íslendinga upp í ótta við „Tyrkj-
ann“ og þess gætt að þeir gleymdu
ekki þeim voðatíðindum er gerðust
hér á landi 1627.
Samantekt GM.