Morgunblaðið - 05.01.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANtJAR 1984
____en þar er íslensk-
an grundvallaryidmiðun“
Samtal við Gösta Holm fyrr-
verandi prófessor í norrænum
fræðum við háskólann í Lundi
Gösta Holm prófessor afhendir Karli Gústaf konungi eintak af saensk-íslensku
orðabókinni. Benedikt Gröndal sendiherra fylgist meó.
— eftir Pétur
Pétursson
Það var grámyglulegur dagur í
desember þegar fréttamaður
Morgunblaðsins barði að dyrum
hjá prófessor Gösta Holm í Dóc-
entgötu númer níu. Tilefnið var að
kynnast ripkkru nánar þeim
manni sem staðið hefur bak við
nýju sænsk-íslensku orðabókina
sem út kom fyrir réttu ári. Til-
drögum og útgáfu þessarar bókar
hefur nokkuð verið lýst áður í Mbl.
(20/12 1982, 15/6 og 29/6 1983).
Þessari bók, sem er sú fyrsta
sinnar tegundar, hefur verið fagn-
að hér í Svíþjóð sem menningar-
viðburði. í blaðagrein var hún
kölluð „ný og betri brú yfir haf
málleysisins milli íslands og
Skandinavíu. I október sl. færði
prófessor Gösta konungi Svíþjóð-
ar skrautinnbundið eintak við
formlega athöfn í konungshöll-
inni. Aður hafði forseta lslands
verið fært eintak.
íslenskir námsmenn hér í Sví-
þjóð, sem nú eru fjölmargir, hafa
tekið þessari bók fegins hendi.
Hún hefur ekki aðeins gildi sem
handhægt uppflettirit heldur hef-
ur hún einnig fræðilegt gildi
vegna þess hversu nákvæmlega er
farið út í blæbrigði orða og orða-
sambanda. Hinar greinargóðu
leiðbeiningar um beygingar- og
hljóðfræði eftir Aðalstein Dav-
íðsson menntaskólakennara, sem
unnið hefur að bókinni samhliða
Gösta Hölm, gera bókina frábær-
lega vel úr garði fyrir Svía, bæði
almenning og fræðimenn sem
vilja setja sig inn í íslenskt mál.
Prófessor Gösta bauð komu-
manni til sætis í stofu sinni og
kveikti upp í arninum. Brátt tók
eldurinn að loga vel og gaf nota-
lega birtu og yl. íslandsvinurinn
bauð upp á sterkt kaffi og góða
íslensku og virtist himinlifandi yf-
ir því að fá tækifæri til að tjá sig á
því máli.
„Við Aðalsteinn höfum unnið að
þessari bók í 13 ár. Hann hefur oft
komið hingað því það var nauð-
synlegt að við ynnum náið saman
við samanburð orða og orðskýr-
inga og ræddum ýmis vafaatriði.
Ætli við höfum ekki setið við
þannig beint saman í u.þ.b. tvö ár
samanlagt, ef við reiknum vinnu-
vikuna frá kl. 7 að morgni til kl. 11
að kveldi sjö daga vikunnar. f
gegnum þetta samstarf höfum við
orðið perluvinir. Mikil vinna hefur
farið fram auk þessa og þar hafa
auk okkar komið við sögu nemend-
ur mínir í norrænu deildinni hér
við háskólann og ýmsir fleiri.
Ólafur Sigurðsson verkfræðingur í
Malmö og dr. Sigurður heitinn
Þórarinsson lásu yfir próförk að
allri bókinni. Þessi bók er að mínu
viti einstök í heiminum að því
leyti að hér eru tæmandi leiðbein-
ingar um beygingu hvers einasta
íslensks orðs. Þetta gerir bókina
ekki síður notadrjúga fyrir Svía
en fslendinga."
Nú hefur þú nýlega verið í
Stokkhólmi og fært konungi eintak
af bókinni. Hvernig brást hann við?
„Jú, hann vildi fá að vita hversu
lengi ég hefði unnið að henni,
einnig spurði hann um ýmislegt
varðandi innihald hennar. Sendi-
herra fslands, Benedikt Gröndal,
var þarna viðstaddur og lagði
hann áherslu á hversu vel hún
væri úr garði gerð. óskaði kon-
ungur mér þá innilega til ham-
ingju með bókina."
Heldur þú að konungur hafí
áhuga á íslenskri menningu?
„Það veit ég ekki, en ég veit að
drottningin hefur það, en hún var
því miður ekki viðstödd."
Hvernig stóð á því að þú fékkst
svo mikinn áhuga á íslenskunni?
„Það byrjaði eiginlega þegar ég
var meðal bænda í Norður-Svíþjóð
og var að rannsaka viss orðasam-
bönd í talmáli þeirra. Þetta var á
fjórða áratugnum. Sem norrænu-
fræðingur hef ég að sjálfsögðu
ætíð gert mér grein fyrir mikil-
vægi íslenskunnar einkum þegar
um er að ræða samanburðar-
rannsóknir á skandinavískum
mállýskum, en þar er íslenskan
grundvallarviðmiðun. Ég fór þó
ekki til íslands fyrr en 1956 og þá
með það fyrir augum að læra mál-
ið. Ég vann þar alls konar vinnuu,
byggingarvinnu, sveitastörf
o.s.frv. Ég tel það nauðsynlegt til
þess að læra málið að starfa með
fólkinu og taka þátt í daglegu lífi
þess í raun og veru. Síðan hef ég
oft farið til íslands, svo oft að ég
kem ekki tölu á þær ferðir. Ég á
margar minningar um gott fólk og
frábærar móttökur."
Þú ert formaður Sænsk-íslenska
félagsins fyrir Suður-Svíþjóð.
„Já, frá 1965 eða þar um bil, og
ég hef verið það síðan. Félagið var
endurreist rétt um það leyti en
það hafði verið starfandi með
vissu millibili allt frá þriðja eða
fjórða áratug þessarar aldar. Við
stofnuðum tímarit félagsins sem
heitir „Garðar", og er árbók fé-
lagsins. Hliðstætt félag er einnig
starfandi í Stokkhólmi og er það
mun eldra en okkar. Við höfum
rúmlega 300 félaga og komum
saman á fundum nokkrum sinnum
á ári. En það vinsælasta hjá
okkur, og það sem íslendingarnir
sækja mest með börnum sínum, er
Luciuhátíðin sem er einskonar
jólahátíð félagsins.
Það er takmark okkar nú að fá
Vigdísi forseta hingað til Lundar
til þess að halda fyrirlestur um
íslenska leiklist. Hún hefur lofað
mér því að koma og hér ríkir mikil
tilhlökkun í tilefni þessa."
Finnst þér sem áhugi á tslandi og
íslenskum málum hafí aukist í Sví-
þjóð?
„Já, alveg tvímælalaust og þessi
áhugi birtist á ýmsan hátt og ég
get nefnt nokkur dæmi. Bæjar-
Græskulaust gaman?
eftir Þórð Kristinsson
Vinsælt umræðuefni þessa daga
í veröldinni er stríð, eða nánar til-
tekið sú hætta sem yfir öllu vofir
vegna þeirra tóla sem maðurinn
hefur dundað við að finna upp og
smíða. Hættan sem af þessum
smíðisgripum stafar er kölluð
kjarnorkuvá og tólin í einu lagi
kjarnorkuvopn eða gereyðingar-
vopn, en afbrigðin eru fjölmörg og
heita aðskiljanlegustu nöfnum
sem við kunnum ekki að éta upp,
enda skipta þau engu.
Sammæli er meðal umræðenda
að tólin séu af hinu illa sem svo er
kallað og reyndar svo ill að helst
megi ekki nota þau, en leiðir skipt-
ast um það hvort grípa megi til
þeirra í nauðvörn eða alls ekki
hvað sem í skerst. Sammæli er
nefnilega um djöfullegar afleið-
ingar verði tólunum beitt. Nauð-
vörn gerir ráð fyrir að sótt sé að
þeim er verst, en allir sem einn
hafa aðiljar svarið og sárt við lagt
PÉTIJH Sveinbjarnarson hef-
ur selt hjónunum Sigurlaugu
Sveinsdóttur og Arngrími
Friógeirssyni veitingahúsið
Ask á Laugavegi í Reykjavík.
Mun staðurinn hljóta nafniö
Hjá kokknum, innan tíöar, en
Pétur mun áfram eiga nafniö
Ask og reka veitingastaðinn á
Suðurlandsbraut undir því
nafni.
Pétur Sveinbjarnarson sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær, að sala Asks á
að sókn sé þeim fjærst hugðar-
efna, svo vörnin virðist aldrei
þurfa að koma til standi menn við
loforðin.
En loforð eru bara loforð og
menn keppast við að auka og
endurbæta tólin, lagfæra þau og
finna þeim nýja og nýja staði.
Segja sumir að nú sé svo komið,
reyndar fyrir margt löngu, að
sprengja megi heiminn oftar en
einu sinni með þessu dóti, þótt
engum sé ljós akkurinn af slíkum
óþörfum og vísast ókleifum endur-
tekningum.
Nú virðist ljóst að allt þetta
brambolt er út í hött með því eng-
inn segist ætla að sækja og því
þarf enginn að verjast. Samt sem
áður er smíðakeppninni haldið
áfram og sífellt meira og meira
lagt undir. Astæðan sýnist eink-
um sú að á einhvern dularfullan
hátt hefur til einföldunar orðið
samkomulag um að mannfólkið
skiptist í tvær fylkingar sem
kunna ekki að sættast. Skiptingin
Laugavegi væri liður í áætlunum
fyrirtækisins að fækka rekstrar-
einingum um leið og aðrar yrðu
stækkaðar. Veitingamaðurinn hf.
myndi áfram reka Höfðakaffi og
kjötvinnsludeild sína í Fellagörð-
um, Askur á Laugavegi yrði áfram
starfræktur og rangt væri, sem
fram hefði komið í blöðum, að
fyrirtækið hefði selt veitingabíl-
ana. „Við erum síður en svo að
daga saman seglin," sagði Pétur,
„og við reiknum með því að þegar
í aprílmánuði næstkomandi muni
matarsala okkar verða orðin jafn-
mikil og var áður en við seldum
Ask á Laugavegi."
mun víst ráðast af ólíkum skoðun-
um um það hvers konar mannlífi
skuli lifað í veröldinni, og verður
þeim ekki hnikað. En svo óheppi-
lega vill til að veröldin er einungis
ein og því ekki í önnur hús að
venda, a.m.k. ekki enn sem komið
er. Af þeim sökum eru dregnar
línur millum fylkinga og kapp lagt
á nýsmíði svo annar troði hinn
ekki undir. Smíðarnar síðan sagð-
ar stundaðar í þeim tilgangi að
viðhalda jafnvægi millum fylk-
inga og á báða bóga er gripið til
samhljóma hugtaka, svo sem eins
og „réttlætis" og „hagsmuna fjöld-
ans“, til réttlætingar. Það sem hér
um ræðir kallast sjálfhelda með
því bógarnir báðir segjast vilja
„frið“, en neyðin reki þá út í
ófögnuðinn; m.ö.o. geti þeir ekki
hætt þessum leik, tólin verði að
smíða til að týna ekki friðnum.
Ef við gefum okkur að allÍT vilji
frið, þá virðist vandinn sem
sjálfheldumenn hafa gert upp við
sig vera þessi: Að téður viðbúnað-
ur sé, þegar öllu er á botninn
hvolft, síðri djöfull en að láta
troða upp á sig lífsgildum sem
þeir hafa megnustu óbeit og fyrir-
litningu á, og sem sjálfhelduklaf-
inn leyfir þeim alltjent að halda
frá sér. Og svo er „lifað“ í voninni
um betri tíð þótt vitað sé að eng-
inn verður sigurvegarinn.
Út af fyrir sig kann þetta svo-
sem að hljóma ágætlega; á meðan
passað er upp á jafnvægið verður
alltílagi; á meðan enginn fiktar í
tólunum verður alltílagi. En ef við
lítum til sögunnar þá hefur mað-
urinn sjaldan í raun og veru
þekkkt eiginlegan frið; „friður" er
ekki eiginlegur ef hann styðst við
ofbeldi, vopnavald. Ofbeldi elur
nefnilega af sér ofbeldi. Og „frið-
ur“ við slíkar aðstæður er aldrei
eiginlegur né varanlegur. Sagan er
uppfull af friðarhreyfingum og
hrópum um frið, en fyllri af blóð-
ugum átökum og algeru miskunn-
arleysi mannsins við manninn.
Þóréur Kristinsson
„En ef við lítum til sög-
unnar, þá hefur maður-
inn sjaldan í raun og
veru þekkt eiginlegan
frið; „friður“ er ekki
eiginlegur ef hann
styðst við olbeldi,
vopnavald. Ofbeldi elur
nefnilega af sér ofbeldi.
Og „friður“ við slíkar
aðstæður er aldrei eigin-
legur né varanlegur.“
Loforð eru nefnilega bara loforð
eins og við sögðum, þau eru
mannasetningar sem maðurinn
treystir ekki, þau eru m.ö.o. orðin
tóm. Og þar stendur grefils hníf-
urinn einmitt í kúnni: Menn sjá
þverbrestinn í vopnuðum friði, en
óttinn rekur þá áfram; óttinn og
vantraustið. Þeir þora alls ekki að
hætta djöfulæðinu, því hugsunin
er ein og hin sama; ef ég hætti þá
er ég varnarlaus og hvernig dettur
þá hinum í hug að hætta? Áfram
er því haldið að basla við jafnvæg-
ið í þeirri undarlegu von að ekkert
beri útaf, þótt öllum sé ljóst, nenni
þeir að gefa því gaum, að þvílíku
bauki lýkur einungis á einn veg;
með þvf sem menn kalla gjöreyð-
ingu. Og þá er náttúrulega sjálf-
hætt. Málið er í eðli sínu svo grát-
lega einfalt; á meðan til eru vopn
er ætíð hætta á því að þau verði
notuð; ef þau eru ekki til verða
þau ekki notuð. Verst hvað um-
búðirnar eru flóknar. En í þeim
efnum virðist sama reglan einmitt
gilda um mennina og um rollurn-
ar; Á meðan ekki fer ein fer engin,
en þegar ein er farin er annarri
hætt.
Við vitum öll hver staðan er, við
þekkjum raunveruleika mannsins
eins og hann er, og við höfum
hugmyndir um hvernig hann gæti
orðið ef maðurinn nýtti sér mögu-
leika sína til fulls. Vandinn er að
velja og enginn velur fyrir mann-
inn nema hann sjálfur. Vandinn
er að koma manninum til nokkurs
siðgæðisþroska; fá hann til að sjá
og skilja hverjir eiginlegir hags-
munir hans eru, ef hann hefur þá
einhvern áhuga á því. Sumir velja
sér guði og biðja að hjálpa sér;
aðrir biðja hann fyrirgefningar á
verkum sínum, þeir réttlæta
verkin fyrir sjálfum sér með því
að telja sér trú um að guð hafi
fyrirgefið þeim. Tíðum eru þetta
sömu mennirnir, en til allrar
óhamingju fyrir þá og alla aðra
kemur enginn þeim til hjálpar
nema þeir sjálfir. Og á endanum
hlýtur málstaður allra manna að
vera hinn sami, að gera lífið sem
þeim er trúað fyrir sem bæri-
legast. Réttlætingamenn stríðs og
oflbeldis vaða því í villu þótt þeir
kunni að vita betur; en því miður
er óttinn rökvísinni yfirsterkari.
Erfiðasta leiðin er eina leiðin; að
leggja niður vopnin.
En máske er það einber mis-
skilningur eða saklausir draumór-
ar að ætla manninum annað
hlutskipti en að farast í eldi gjör-
eyðingarinnar; a.m.k. virðist fátt í
sögunni benda til annars. Og það
er náttúrulega lausn út af fyrir
sig.
Þórður Kristinsson er prófstjóri
Háskóla íslands.
Askur á Laugavegi
skiptir um eigendur