Morgunblaðið - 05.01.1984, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
piurjjitinífrlafoiifo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið.
Aflakvótinn
og starfshættir
Alþingis
Frumvarp til ákvörðunar
aflamarks, svokallað
kvótafrumvarp, var mikilvæg-
asta mál Alþingis það sem af er
vetri, e.t.v. að fjárlögum einum
undanskildum. Það vakti því
verðskuldaða athygli þegar
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, forseti Sameinaðs þings,
greindi frá því í fréttaviðtali
við Morgunblaðið, að efri deild
Alþingis hafði málið aðeins
einn sólarhring til umfjöllunar
og afgreiðslu. Svo hratt vóru
trippin rekin í önnum síðustu
starfsdaga Alþingis fyrir jóla-
hlé.
Þessi ummæli leiða hugann
að starfsháttum Alþingis, sem
m.a. koma fram í því, að mál
eru afgreidd á hraðferð í
skammtíma fyrir þinghlé um
jól og þinglausnir að vori. í
annan tíma virðist hægagangur
á þingstörfum. Hyggilegra væri
að dreifa verkefnum jafnar á
starfstímann.
Um árabil hafa verið flutt
frumvörp til breytinga á þing-
skaparlögum og svo er enn á j
þessu þingi. Heildarendurskoð- :
un á þingsköpum fór síðast !
fram hjá milliþinganefnd, sem j
kosin var af Alþingi 1966 og |
lögfest 1972. Eftir þann tíma
hafa þær breytingar einar verið ,
gerðar, er varða fjölda manna í |
fjárveitinganefnd. Árið 1978 1
var kjörin þingnefnd til endur- |
skoðunar á þingskaparlögum,
er vann allnokkurt starf sem
leiddi ekki til breytinga á þeim. 1
Samkomulag hefur nú orðið !
milli forseta Alþingis og for-
manna þingflokka að setja níu
manna þingnefnd, sem þegar
hefur verið kosin, til að endur-
skoða gildandi lög um þingsköp
Alþingis. Skai nefndin leggja
niðurstöður sínar fyrir þingið
svo fljótt sem við verður komið.
Nauðsynlegt er að setja tillög-
um til þingsályktunar, fyrir- I
spurnum og umræðum utan
dagskrár skýrari mörk, en þess-
ir þrír þættir þingstarfa hafa
vaxið mjög mikið hin síðari ár-
in og þrengt að meginverkefni ,
Alþingis, löggjafarstarfinu.
Þorvaldur Garðar Kristjáns- !
son lét þá skoðun í ljós í viðtali
við Mbl., að fresta hefði mátt t
afgreiðslu frumvarps um afla-
mark „fram yfir áramót, svo
betri tími gæfist til athugunar
þess“. — Fljótaskrift geti orðið
á þingstörfum fyrir þingfrestun
og þingslit, en það sé ekki til
fyrirmyndar. Auk þess bar að
hafa í huga alvöruþunga þessa
máls, sem um var að ræða, og
grundvallarþýðingu þess fyrir
undirstöðuatvinnuveg þjóðar-
innar. — „Standa verður á
verði um að störf Alþingis fari
vel úr hendi. Með deilda-
skiptingu Alþingis á að vera
svo um hnúta búið að lagagerð
megi vera sem vendilegast unn-
in. Það getur svo bezt verið
gert, að síðari þingdeild, sem
fær frumvarp til meðferðar,
gefist ráðrúm til þess að vega
og meta það sem frá fyrri þing-
deild kemur og leiðrétta og
breyta því sem efni standa til.
Að mínu áliti mátti koma við
slíkum vinnubrögðum við með-
ferð frumvarps um kvótakerfi,
þar sem ekki ræki nauður til að
málið væri afgreitt áður en Al-
þingi frestaði fundum sínum
vegna jólahátíðar," sagði for-
seti þingsins í tilvitnuðu viðtali
við Morgunblaðið. Hann sagði
það ekki koma sér á óvart að
fresta hafi þurft aðgerðum í
þessum efnum þar til síðla í
febrúarmánuði.
Kristján Ragnarsson, for-
maður og framkvæmdastjóri
LIU, telur hinsvegar, að „þörf
hafi verið á því, að Alþingi
markaði stefnuna í málinu og á
grundvelli þess sé verið að
vinna að málinu og það eigi að
vera hægt að kynna endanlegar
niðurstöður vel áður en vertíð
hefst fyrir alvöru." „Ef Alþingi
hefði ekki veitt heimild til
ákvörðunar aflamarks, hefðum
við ekki tekið þátt í því að
vinna það verk, sem þarna er
um að ræða,“ sagði formaður
LÍÚ í viðtali við Mbl.
Það vóru alvarleg tíðindi þeg-
ar fiskifræðingar kunngjörðu
niðurstöður sínar um stofn-
stærð þorsks fyrir skömmu og
gerðu tillögur um nær helmingi
minni afla 1984 en á land fékkst
tveimur árum fyrr, 1982. Það
var óhjákvæmilegt að bregðast
við af ábyrgð og festu. Engu að
síður, og hvað sem efnisatrið-
um hinna nýju laga um veiðar í
fiskveiðilandhelginni líður,
verður það að teljast „fljóta-
skrift á þingstörfum", svo not-
uð séu orð forseta Sameinaðs
þings, að knýja svo mikilvægt
mál fram á jafn skömmum
tíma og raun varð á, ekki sízt
með hliðsjón af því hver drátt-
ur verður á framkvæmdinni. Er
ekki að efa að einstök atriði
kvótamálsins verða hvort eð er
rædd á þingi er það kemur sam-
an aftur. Þetta mál varðar at-
vinnu tugþúsunda fólks, af-
komu fjölda sjávarplássa og
þjóðarbúskapinn í heild, enda
eru sjávarafurðir rúmlega þrír
fjórðu af útflutningstekjum
okkar. Það er ekkert flýtisverk
að ráða slíkum málum til far-
sælla lykta.
Afgreiðsla þessa máls hefur
sett starfshætti Alþingis í smá-
sjá almannaathygli. Alþjóð
mun því hiusta grannt eftir því,
hvað heyrist frá þingnefnd,
sem nú vinnur að endurskoðun
laga um þingsköp Alþingis.
Það var margt um manninn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í gær. Þangað kom fólk strax um hádegi, en lögreglan reyndi <
heim.
Fjöldi manns leitaði aðstoðar
ÞAÐ VAR fjölmennt á lögreglustöð-
inni við Hverfisgötu þegar blaðamað-
ur og Ijósmyndari komu þangað á
sjötta tímanum í gærkvöldi. Þar beið
fólk þess að komast til síns heima, en
á vegum lögreglunnar voru tvær stórar
flutningabifreiðir, auk lögreglubif-
reiða sem óku fólkinu heim þar sem
því var við komið. Farnar höfðu verið
ferðir í Vesturbæinn, miðbæinn, Árbæ
og Neðra-Breiðholt, en ekki var unnt
að komast í Efra-Breiðholt.
Þeir sem lengst höfðu beðið komu
á stöðina um hádegisbilið, kom lög-
reglan skilaboðum í útvarp og bað
fólk að vera ekki á ferli nema nauð-
syn krefði. Margir komu síðan á
lögreglustöðina þegar Strætisvagn-
ar Reykjavíkur hættu að ganga um
hádegisbilið.
Þá voru í gær á vegum lögregl-
unnar þrír kranabílar og jeppar við
að fjarlægja minni bifreiðar af göt-
„Ævintýri sem maður
hefur gaman af eftir á“
Gunnar Jónsson, sem var einn hinna
fjölmörgu sem biðu þess að fá heim-
ferð með lögreglunni í gær.
Ljósm. Mbl./Lárus Karl.
„ÉG ÆTLAÐI að ná leið 3 í Háaleitið
og var búinn að bíða á Hlemmi í tvo
tíma, fór þá hingað og ætli ég sé ekki
búinn að vera hér í klukkustund,“
sagði Gunnar Jónsson í spjalli við
blaðamann á lögreglustöðinni við
Hverfisgötu í gær.
„Síðan ég kom hef ég setið hér
sem fastast og hinkra í rólegheitun-
um eftir því að fá far heim. Lögregl-
an á þakkir skilið fyrir hvernig þeir
hafa tekið á móti okkur hér á stöð-
inni, en reyndar var ekki laust við
að ég færi hjá mér þegar ég kom
hingað inn, því að ég var ekki fyrr
kominn í gættina en einn lögreglu-
maðurinn kallaði hvellum rómi:
„Þennan þekki ég!“ rétt eins og ég
væri góðkunningi lögreglunnar.
Eins og gefur að skilja varð ég hálf
feiminn við svona yfirlýsingar lög-
reglunnar og skildi ekkert hvað
þessi orð áttu að þýða. En fljótlega
kom í ljós að maðurinn meinti ekk-
ert nema vel, hann er víst ættaður
úr Borgarfirðinum líka.
„Nei, ég hef nú aldrei lent í svona
nokkru áður, en þetta gengur yfir og
líklegast hefur maður bara gaman
af þessu ævintýri eftir á,“ sagði
Borgfirðingurinn Gunnar Jónsson
að lokum.
Beðið eftir
ferð í
Breiðholtið
Steinunn, Signý
og Aðalsteinn
„VIÐ ERUM nú ekki búnar að
bíða hérna nema í hálftíma, vor-
um að koma frá því að sækja Að-
alstein á barnaheimili Landspítal-
ans og þar þurftum við að bíða
nokkra stund,“ sögðu þær Stein-
unn Pétursdóttir og Signý Gests-
dóttir, hjúkrunarfræðingar á
Landspítalanum. Þær voru á leið í
Breiðholtið með Aðalstein Hákon-
arson, son Signýjar, og var ekki
annað að sjá én að sá stutti hefði
gaman af ævintýrinu.
Aðalsteinn Hákonarson sat hinn rólegasti á lögreglustöðinni við Hverfisgötu
meðan beðið var eftir ferð í Breiðholtið. Ljósm. Mbl./Lárus Karl.