Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 25 iftir bestu getu að hjálpa því við að koraast Ljósm. Mbl./Lárus Karl. lögreglu um borgarinnar, þannig að snjó- ruðningstæki kæmust leiðar sinnar. Þá hafði lögreglan samband við all- ar björgunarsveitir á höfuðborg- arsvæðinu og lögðu því margir hönd á plóginn við að hjálpa vegfarend- um og ökumönnum sem áttu í erfið- leikum vegna veðurs og ófærðar. Unnur Þórðardóttir með bókina sem hún hugðist lesa meðan á biðinni Stæði. Ljósm. Mbl./Lárus Karl. „Búin að bíða í 5 tíma“ „ÉG KR búin að bíða þess að komast heim í Fífuselið frá því að ég hætti að vinna á hádegi í dag, fyrst í biðskýlinu á Hlemmi, en síðan fór ég hingað yfir á lögreglustöðina,“ sagði llnnur Þórð- ardóttir, þegar blaðamaður hitti hana á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Það var orðið kalt að bíða á Hlemmi svo að maður varð fegin því að koma hingað á stöðina þar sem tekið var á móti fólkinu með heitu kaffi. Jú, ég hef nú lent í svona klandri áður,“ sagði Unnur aðspurð, „en þá þurfti ég ekki að bíða nema í þrjá tíma. Hvenær farið verður í Breiðholtið hefur ekki verið sagt ennþá, svo að maður bíður bara rólegur," sagði Unnur og var í óða önn að taka umbúðir utan af bók sem hún hugðist lesa meðan á bið- inni stæði. „Mestar áhyggjur hef ég af því að lenda í erfiðleikum við að komast inn til mín, ég talaði við eiginmanninn áðan og skilst að það hafi skafið all rækilega fyrir úti- dyrnar!" sagði Unnur Þórðardóttir að lokum. Bjargaðist inn í næsta hús — og var drifinn þar í þurr föt, kaffi og meðlæti ÞÓRIR Ingibergsson trésmiður var ásarat félaga sínum við vinnu í ný- byggingu efst í Seljahverfi Breið- holts í gærmorgun þegar illviðrið skall á. Um klukkan ellefu ákváðu þeir að hætta og freista þess að kom- ast yfir á verkstæði fyrirtækisins í Árbæjarhverfi. „Við ætluðum að fara hvor á sínum bíl og vera í samfloti," sagði Þórir, þegar blaðamaður Mbl. hitti hann að máli í Bíóhöllinni í Mjóddinni þegar veðrið var tekið að ganga niður um kaffileytið. „Það tókst þó ekki betur til en svo, að ég sat fastur efst á Seljabraut- inni og þar með missti ég af hon- um. Bílar voru stopp bæði fyrir framan mig og aftan, þar á meðal strætisvagn. Fljótlega kom snjó- ruðningstæki og losaði örlítið um en fljótlega varð allt stopp aftur og enginn fékk sig hreyft. Þá var klukkan hálf eitt eða eitt. Svo sat ég bara rólegur í bílnum og beið, hlustaði á óveðurs- og ófærðarfréttir í útvarpinu og von- aði að veðrið færi eitthvað að skána. Þá heyrði ég í útvarpinu, að fólki væri safnað saman hér í Bíó- höllinni og ákvað að reyna að brjótast hingað niður eftir. Veðrið var i einu orði brjálað og þegar best lét sá maður 10 eða 20 metra fram fyrir sig. Þegar ég var búinn að ganga hundrað metra eða svo var ég alveg að gefast upp. Veðrið henti manni áfram þrjá og fjóra metra í hverju skrefi og þegar sköflunum sleppti datt ég kylli- flatur hvað eftir annað. Eg taldi því best að reyna að komast í skjól í næsta húsi.“ Þórir sagðist hafa brotist að næsta húsi, barið þar dyra og varla verið búinn að segja eitt ein- asta orð, þegar hann var drifinn inn. „Mér var boðið kaffi og með því í hvelli og fengin þurr föt til að Þórir Ingibergsson bíður heimferðar í Bíóhöllinni: „Eftir hundrað metra taldi ég ráðlegast að banka upp á í næsta húsi, blautur og hrakinn.1* Þórir er félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og bjó vafalaust að þjálf- un SÍnní. Morgunblaöiö/ÓV. fara í. Hjá þessu góða fólki hafði ég það mjög gott í rúman klukku- tíma en þá var veðrinu farið að slota, svo ég ákvað að ganga hingað niður eftir," sagði hann. „Þetta góða fólk á skilið mikið þakklæti fyrir hjálpina." Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins kom í Bíóhöllina í Mjódd- inni um kl. 16 í gær höfðu dunið í útvarpi tilkynningar um að verið væri að safnað þangað fólki, sem lent hefði í hrakningum á Breið- holtsbraut og nágrenni. Þar var hins vegar fáa að hitta nema af- greiðslufólk á rólegri vakt og lið- lega hálfan tug björgunarsveitar- manna, sem höfðu fengið boð um að safnast saman þar og bíða nán- ari fyrirmæla. Afgreiðslumaður í bíóinu sagðist hafa fengið ósk um það frá björgunarsveitum að taka á móti 60—70 manns, blautu og hröktu fólki, en það hefði aldrei látið sjá sig. Greinilega hefði verið um einhvern misskilning að ræða. „Það hefur eiginlega ekkert fólk verið hér nema björgunarmenn- imir,“ sagði hann. „Þú hefur ekki misst af neinu." Snjóflóð á ísafirði: Mikil snjóflóðahætta á ísafirði og í Hnífsdal - Fólk flutt úr húsum á báðum stöðum SNJÓFLÓÐ féll í svokölluðu Holta- hverfi á ísafirði í gær og féll á hús við Kjarrholt 4, sem er einbýlishús í hverfinu. Fór flóðið inn í húsið og um öll gólf, en ekki urðu slys á fólki, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Haraldi Haraldssyni, full- trúa í Almannavarnanefnd ísafjarð- ar í gær. Bjóst Haraldur við því að vinna við hreinsun á húsinu væri að hefjast, þegar Mbl. ræddi við hann síðdegis í gær, en þá var mikil snjóflóðahætta í Holtahverfinu og í Hnífsdal og sagði hann að fólk hefði verið flutt úr húsum á svæð- inu. Björgiuiarsveitin Ingólfur: Aðstoðaði við sjúkraflutninga FÉLAGAR í björgunarsveitinni Ing- ólfi stóðu í ströngu í gær eins og félagar þeirra í björgunarsveitum víðs vegar um landið. Þeir fóru með- al annars á móti sjúkrabifreið frá Selfossi, sem átti í erfiðleikum við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Þangað fóru þeir á stórri bifreið með snjóplógi og tóku sjúklinginn og fluttu hann á sjúkrahús. Þá lánuðu þeir slökkviliðinu einn tor- færubíl og tvo snjóbíla til neyð- arvaktar vegna sjúkraflutninga og hugsanlegra eldsvoða. Einnig tóku félagar í björgunarsveitinni að sér að aðstoða lækna á neyðarvakt auk þess, sem þeir aðstoðuðu fjölda fólks víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Hannesar Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ, voru allar björgunarsveitir félagsins frá Akranesi til Suðurnesja önnum kafnar við að aðstoða fólk, sem lent hafði í hrakningum. Eftir því sem næst verður komist hafa björgunarsveitir á nær öllum vest- urhelmingi landsins tekið mikinn þátt í því að aðstoða fólk. Vegir um allan vesturhluta landsins ófærir „ÞAÐ ER nánast hægt að draga línu þvert í gegnum landið, frá Eyjafjarð- arbotni og niður í gegnum mitt Suð- urlandið, allir vegir vestan hennar eru ófærir," sagði viðmælandi Morg- unblaðsins hjá vegaeftirlitinu um miðjan dag í gær. Sagði hann jafnframt, að verið væri að reyna að ryðja Holta- vörðuheiði og þar væri löng bíla- lest í kjölfar snjóruðningstækja. Hvort tækist að komast norðuryf- ir heiðina væri óvíst því það væri ekki aðeins ófærðin, heldur og lé- legt skyggni, sem gerði mönnum afar erfitt fyrir. Þessi mynd skýrir e.t.v. betur en margt annað hvert ástand skapast í Reykjavík þegar illviðri á borð við það, sem gerði í gær, skellur á. Hundruð bfia eru stopp víðsvegar um borgina, stórvirk snjóruðningstæki eru í vand- ræðum með að komast leiðar sinnar og bfieigendur blautir og hraktir að moka farartæki sín úr þykkum sköflum. Morfcunbladið/ RAX Löng æfing hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands MEDLIMIR í Sinfóníuhljómsveit íslands, á milli 60 og 70 manns, urðu að sitja af sér veðrið í Há- skólabíói í allan gærdag, en hljómsveitin var á morgunæfingu í bíóinu þegar veður tók að versna. „Þegar æfingu lauk upp úr hálf eitt, var ekki talið ráðlegt að ana út í veðurofsann og flestir tóku þá ákvörðun að doka aðeins við,“ sagði Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari í Sinfóníunni. „Þeir sem lögðu í að fara út komu fljótt til baka, snjóugir upp fyrir haus. Öll hljómsveitin hélt því kyrru fyrir í bíóinu um daginn, sem var að mörgu leyti skemmti- legt, menn notuðu tímann til æf- inga og nokkrir góðir djassistar djömmuðu svolítið á sviðinu. Það versta var að engan mat- arbita var að fá í húsinu og við vorum orðin þálfsvöng þegar líða tók á daginn. En þeir svöng- ustu brutu sér leið á milli hryðja að Hótel Sögu og fengu sér þar í gogginn. Það var svo ekki fyrr en veðrið fór að ganga niður síðdeg- is að menn fóru að tygja sig af stað. Yfir 20 stræt- isvagnar fastir vegna ófærðar ALLUR akstur Strætisvagna Reykjavíkur stöðvaðist um hádeg- isbilið í gær. Fór áætlun vagnanna að raskast um ellefuleytið og var ákveðið að leggja áætlun þeirra niður þar til veðrinu slotaði. Um miðjan dag í gær voru á milli 20 og 25 strætisvagnar fastir á víð og dreif um borgina, ýmist vegna ófærðar eða fólksbíla sem voru fastir og tepptu þannig leiðina. Álíka margir strætisvagnar voru komnir á verkstæði SVR og voru menn þar í biðstöðu fram til klukkan 19, er akstur hófst á ný á leiðum, er færar voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.