Morgunblaðið - 05.01.1984, Page 27

Morgunblaðið - 05.01.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Fisklandanir erlendis á síöasta ári: 32.483 lestir ad verð- mæti 715 milljónir króna Á síðasta ári lönduðu íslenzk flskiskip alls 288 sinnum í Bretlandi og l>ýzkalandi samtals 32.483 lest- um aö verðmKti um 715 milljónir króna mióað við gengi nú eftir ára- mótin. Árið 1982 lönduðu íslenzk skip alls 290 sinnum í sömu löndum samtals 29.775 lestum að verðmæti um 648 milljónir króna miðað við sama gengi. Á árinu 1983 lönduðu alls 173 skip í Bretlandi samtals 13.619,2 lestum að verðmæti 7.970.425 pund eða tæplega 331 miiljón króna. Meðalverð þessa afla á kíló var 0,59 pund eða 24,49 krónur. Árið 1982 lönduðu skipin alls 196 sinnum samtals 15.125,5 lestum að verðmæti 8.605.636 pund eða 357 milljónum króna. Meðalverð var 0,57 pund eða 23,66 krónur. í Þýzkalandi lönduðu skipin á síðasta ári 115 sinnum samtals 18.836,9 lestum að verðmæti 36.629.059 mörk eða 385 milljónir króna. Meðalverð var 1,94 mörk eða 20,37 krónur. 1982 lönduðu skipin þar 94 sinnum samtals 14.649,8 lestum að verðmæti 27.735.518 mörk eða 291 milljón króna. Meðalverð var 1,89 mörk eða 19,85 krónur. Tekið skal fram, að í útreikningum er miðað við gengi í upphafi þessa árs. Raufarhöfn: Loðnan var vítamínsprauta Raufarhörn, 2. janúar. ÁRIÐ HEFUR verið þolanlegt, veð- ur gott og atvinna einnig, miðað við það sem búast mátti við. Aflabrögð hafa hinsvegar verið léleg, heima- skipiö Rauðinúpur fékk á árinu 1890 tonn heimalandað og erlendis land- aði hann 111 tonnum. Við fengum 474 tonn af Stakfelli, heimabátar fengu 562 tonn þannig að til vinnslu í frystihúsinu Jökli hf. komu 2932 tonn til vinnslu. Framleiðsla í frysti- húsinu var 1020 tonn af freðfiski, 82 tonn af saltfiski, 4 tonn af hertum þorskhausum og 43 tunnur af þorsk- hrognum. Hólmsteinn Helgason hf. verkaði 143 tonn af saltfiski, 5 tonn af hertum þorskhausum og 4—5 tonn af skreið. Svo fengum við hér vítamínsprautu sem var loðnan. Við tókum á móti nákvæmlega 24.666 tonnum og 822 kflóum af loðnu. Meiri parturinn hefur þegar verið bræddur og vinnsla á því sem eftir er verður sett í gang á morgun. Eins og alþjóð veit var í sam- vinnu Þórshafnar og Raufarhafn- ar keyptur togarinn Stakfell ÞH 360. En samvinna hefur gengið mjög stirt og er ástæðan móðu- harðindi af manna völdum. Af framkvæmdum er bygging sund- laugar það sem helst snýr að Raufarhafnarhreppi en þær voru á árinu upp á rúmar fjórar millj- ónir króna. Þar voru gufuböð og heilsurækt tekin í notkun í des- ember og áætlað að sundlaugin komist í gagnið í vor. Lögð var olíumöl á 760 metra og kostaði það um það bil 2,3 milljónir. Slökkvilið hér bætti við miklu af tækjum og eignaðist nýja bifreið' sem keypt var gömui frá Englandi. Af hafn- arframkvæmdum er að nefna smábátahöfn og innsiglingarljós en það gengur ákaflega hægt að ljúka þeim framkvæmdum. Hér er verið að hlúa að leikskóla. Bankaafgreiðsla hefur verið hér ■frá Landsbankanum á Akureyri í mörg ár en nú hafa verið byggð hér bæði bankahús og íbúðarhús fyrir væntanlegan bankastjóra og verður útibú opnað hér innan tíð- ar og leggst þá afgreiðslan að lík- indum niður. Hér héldu allir gleðileg jól. Lítið var um snjó þar til á gamlárskvöld en nú er hér allt á kafi. Samgöng- ur við Raufarhöfn í lofti, sjó og landi hafa gengið með afbrigðum vel. Viljum við óska öllum gleði- legs árs með ósk um að það nýja verði ekki verra en það gamla. Við vonumst til að sjá loðnubátana sigla í höfn innan tíðar. Zorba — matsölustaöur með gríska rétti NÝR matsölustaður, Zorba, hefur tekið til starfa við Hlemm í Reykja- vík, nánar tiltekið þar sem veitinga- húsið Mamma Rósa var til skamms tíma. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna um grískan veitingastaö að ræða og eigandi hans er Mikael Lyras Magnússon, sem er ættaður frá Píreus en hefur búið á íslandi í átján ár. Þarna verða á boðstólum að- skiljanlegir réttir frá Grikklandi, nefna má hið fræga gríska salat með feta, grískum geitaosti, tzatz- iki, souvlaki og ótal marga fleiri rétti, matreiddum af grískum kokki upp á grískan máta; salt- fiskur, grilluð lúða, kótilettur og er þá fátt eitt talið. Þjóðardrykk- urinn ouzo til að dreypa á fyrir máltíð, grísk létt vín eða ölkolla með matnum, allt hinir herlegustu drykkir og Mikael Lyras bauð blaðamönnum að gæða sér á ýms- um af þeim krásum, sem þarna verður boðið upp á. Sú nýbreytni er m.a. að hægt er að fá Zorba- disk með souvlaki, kótilettu, bift- eki o.fl. á hagstæðara verði, þegar þrír eða fjórir panta sér hann samtímis. Til prýði eru myndir, keramik, diskar, ofnar töskur og fleiri grískir munir og búzúkí-tón- list hljómar svo fyrir gesti meðan þeir skola niður þessum gómsætu réttum. 27 □ Kennsla hefst mánudagirín 9. janúar Byrjendaflokkur tvisvar í viku. 70 mín. kennslustund. 26 tímar. = 2.300 kr. Framhaldsflokkur þrisvar í viku. 80 mín. 36 tímar. = 3.200 kr. Framhaldsflokkur fjórum sinnum í viku. 80 mín. 48 tímar. = 3.800 kr. Endurnýjun skírteina í Suðurveri laugardaginn 7. janúar. Framhaldsflokkur kl. 2. Byrjendur frá i haust kl. 4. Nýir nem endur kl. 5. Mætiö meö stundaskrá. Strákar ath. • Pas de Deux-tímar hefjast aftur og eru á laugardögum. Fram- hald og byrjendur Innritun í síma 40947. Eigendur og vélstjórar Caterpillar bátavéla Látiö skrá ykkur strax í dag á námskeiöiö 11.—13. - janúar1984 CATERPILLAR SALA S tUQNUSTA Caterpillar, Cat ogEeru skrásett vörumerki Opwtil kU9 mánudaga þriðjudaga miðvikudaga fimmtudaga TT A /*1 TT ATip Skeifunni 15 ililu íiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.