Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Ótrúleg viðkvæmni lagadoktors eftir Kristin Jón Guðmundsson í Þorláksmessuútgáfu Morgun- blaðsins sýnir hinn hálærði laga- doktor Gunnlaugur Þórðarson mér þann heiður að virða mig svars. Veit ég að í hjarta sínu hef- ur hann lofað mig fyrir að gefa sér enn eitt tækifæri til að opinbera sína djúpu öguðu hugsun. Sér- staklega þar sem fyrri deilufélag- ar virðast vera að missa móðinn í viðureigninni við prúðmennið mælska. I einlægni sagt átti ég annarra viðbragða von frá hinum „kúltíveraða" heimsmanni. Bjóst jafnvel við að hann brygðist við „á þann hátt, sem hefur verið siðaðra manna fyrr og síðar" og byði mér heim til síðdegisdrykkju og reyndi að nálgast mig i sínum létta og viðkunnanlega rabbstíl og mæla af visku meistarans til hins óharðnaða ungmennis. — En dr. Gunnlaugur Þórðarson hlýtur að hafa haft hinar hrikalegustu draumfarir aðfaranótt hins 20. des., dreymt bæði Halldór Krist- jánsson og Guðstein Þengilsson, og lesið svo grein mína með morg- unkaffinu, þrútinn sem ólgusjór. Þykir mér, ungmenninu, þó nokk- ur vegsauki af að vera stungið í bás með margsjóuðum vara- þingmanni Framsóknarflokksins og sprenglærðum lækni og við svo slegnir af sameiginlega við hátíð- lega athöfn á síðum Morgunblaðs- ins. Er ég þó of ungur að árum til að hafa drýgt svo stórar syndir sem þeir félagarnir. En dr. Gunn- laugur telur mig greinilega kjör- inn fulltrúa fyrir fórnarlömb mesta böls nútimans — þ.e. bind- indishreyfinguna, eins og ég leyfi mér að leggja honum í munn. Þar segir hann „trúbræður" mína halda sig. Mætti ég benda mínum góða „leiðbeinanda" á að í Stór- stúku íslands hef ég aldrei stigið fæti, og á vonandi eigi eftir að gera. Að vísu fékk ég forsmekkinn í barnastúku í Kópavogi fyrir sosum áratug, en leist ekki á blik- una þegar mikið embættastríð hófst og dyravörslustarf með til- heyrandi borðamerkingu var orðið fyrsta skref til metorða í hreyf- ingunni. Fannst mér fyrirbærið frekar hæfa fólki í embættaleik en áhugamönnum um hamingjuríkt, vínsnautt líf. Þarna sér doktorinn að mér er ekki alls varnað. í upphafi Þorláksmessuboð- skapar síns átelur dr. Gunnlaugur, mildilega, ritstjórn Morgunblaðs- ins fyrir að hafa ekki hamið „belg- ing“ minn áður en hann birtist á prenti. Þarna er eina auðsæilega dæmið um ellifordóma hjá hinum annars frjálslynda lögmanni. Ekki „bar“ ritstjórninni að „leiðbeina" Halldóri Kristjánssyni, þó hann léti mun beiskari orð falla um af- drif dýrlingsins látna — Jónasar Hallgrímssonar, en ég nokkurn- tíma. Doktorinn, sem yfirlýstur Kristinn Jón Guðmundsson „Þykir mér, ungmenninu, þó nokkur vegsauki af að vera stungið í bás með margsjóuð- um varaþingmanni Fram- sóknarflokksins og spreng- lærðum lækni, og við svo slegnir af sameiginlega við hátíðlega athöfn á síöum Morgunblaðsins.“ jafnréttissinni, má ekki láta sig henda það að láta mann gjalda sinna fáu ára. Er svo langt síðan doktorinn sjálfur sprangaði um götur Reykjavíkur með nýstúd- entshúfuna á kolli, ölvaður af gleði lífsins og tækifærum æsk- unnar? Hvað varðar hitt ámælis- efnið, þ.e. hin „upplognu" orð og hugsanir doktorsins, vil ég aðeins segja að ég dró saman hin ýmsu spekimál hans í greininni góðu og komst að þeirri niðurstöðu sem þar var að hafa. Ef ég skildi ekki rétt, væri það þá ekki lögmannsins að upplýsa hvað hann eiginlega meinti með sinni hjartnæmu hug- leiðingu um „aflvaka vestrænnar menningar og lista"? Varðandi Jónas heitinn Hall- grímsson: Fyrir flesta íslendinga er hann skær stjarna í listasögu þjóðarinnar. Þó sérstaklega fyrir dr. Gunnlaug Þórðarson, sem virð- ist hafa tekið hann í dýrlingatölu, sem hann svo tilbiður í katólskum anda. Hvað geri ég svo, mennta- skólaneminn óvitri, til að „sví- virða“ á „óþverralegan" hátt þetta góðskáld vort? Jú, ég blanda mér í mánaðalangar þrætur doktorsins og Kirkjubóls-Halldórs, sem sá fyrrnefndi espaði hinn út í með ögrandi ljóðatilvitnunum. Þar reyni ég aðeins að velta fyrir mér örlögum þjóðskáldsins míns hefði hann ekki seilst í flöskuna og legg í leiðinni út af kenningu doktors- ins um „aflvakann" margfræga. Ég hélt að ég hefði gert það á jákvæðan og smekkvísan hátt. Hitt grunar mig að í eldglæring- um reiði sinnar hafi doktorinn séð menntaskólanemann fyrir sér með höfuð Halldórs á Kirkjubóli, og beint því spjótum sínum í þá átt, til uppáhaldsfjanda síns. Svo er það Frelsarinn. Ég per- sónulega vænti einskis af Jesú Kristi á efsta degi og rétt hangi í Þjóðkirkjunni, þannig að ég hef litla ástæðu til áð „nugga mér utan í“ hann, eins og doktorinn orðar svo fallega. Hinsvegar finnst mér að Jesús Kristur eigi að njóta sannmælis sem einn helsti hugsjónaberi sögunnar. En heldur er það byltingarkenndur jóla- boðskapur að kalla það kjarna í siðrænni breytni Krists þó hann væri sæmilega fagmannlegur veisluhaldari. Það gæti vel hugs- ast að í framtíðarríkidæmi mínu komi ég til með að veita vín, þó að ég óskaði að sem fæstir þægju það boð mitt. En hver verður víst að fá að grafa sína gröf í friði. Dr. Gunnlaugur Þórðarson sveipar flest það þagnarhjúpi sem ég fullyrði um í „níðgrein" minni — og má ég telja þá þögn sem samþykki. Að vísu telur hann „samsetning" minn „ekki svara- verðan", en frá upphafi þessarar ritdeilu hefur nær hverri grein lokið með slíkri yfirlýsingu og þó stendur deilan enn. Ég verð því að líta á þessa staðhæfingu sem ávana — fast stílbragð — og tek því sem slíku. En það er merkilegt að í hirt- ingarræðu sinni endurtekur dokt- orinn ekki sína fyrri speki um „aflvaka vestrænnar menningar og lista“ og er hann þó vanur að tví- eða þrítaka gömul meistara- stykki sín í hvert sinn er penni hans opinberar hug hans. Eins þykir mér eftirtektarvert að hann minnist ekkert á vinsamlega ábendingu mína um vínneyslu við sáttargjörð, og freistar mín sú ætlan að hann sé í kyrrþey að prófa raunverulegt gildi alkóhóls sem mannasættis, með því að bjóða í glas áður en lagt er í mála- þras. Vel er ef hann hefur eitthvað af mér numið. Leitt þykir mér að dr. Gunn- laugur skuli vera mér svona reið- ur, sérstaklega þar sem ég held að við séum heilmikið andlega skyld- ir, og gætum án efa orðið góðir vinir. Én svona er það þegar með- fæddur skaphiti verður lögmanns- legri ró og íhygli yfirsterkari. Hinsvegar er ég hvar sem er, hve- nær sem er, tilbúinn í fjörugar umræður um áfengismál. Dr. Gunnlaugur er ávallt svaraverður, það væri hroki að segja annað. í lokin gerist lögmaður bók- menntalegur í betra lagi og klykk- ir út með snjallri tilvitnun sem á að setja mig hljóðan. Nú er ég ekki eins vel lesinn og dr. Gunnlaugur, enda gera menntaskólanemar flest annað en að lesa bókmenntir nútildags. En leyfist mér samt að vitna í lærdómsríkt viðtal Æsk- unnar við skemmtikraftinn dáða, Ómar Ragnarsson, lesendum til fróðleiks, sem sýnir glöggt hví ekki treysta sér allir til að vera jafn ölkærir og gáfumennið dr. Gunnlaugur Þórðarson. „Ómar: ... Við getum sagt að rallið komi í staðinn fyrir brennivínið. Menn detta í það við og við. Ég tók snemma ákvörðun um það að verða bindindismaður og mun aldrei geta þakkað það nógsamlega eða undir- strikað hvað ég held að það hafi fært mér mikið lán í lífinu. Eg þóttist sjá að ég væri þannig manngerð að ég gæti ekki ráðið við vínið. Ég á t.d. óskaplega erfitt með að neita mér um kók og prins póló. Þarna sérðu hvernig ég er ... “ Æskan, 5.-6. tbl. 1983, bls. 23. Gleðilegt ár. Gjört á Selfossi 23. desember 1983. Kristinn Jón Guðmundsson er nemandi í Menntaskóla Kóparogs og sölumaður hji Sölusamtökunum hf. Koivisto reiðist bókarhöfundi Osló, 3. janúar. Frá Jan Krik Laure, fréttaritara Mbl. MAUNO Koivisto Finnlandsfor- seti hefur látið í Ijós reiði sína vegna skrifa ritstjórans Jahn Otto Johanscn í bók um Finnland. Heldur Koivisto því fram að Jo- hansen sé að blanda sér í finnsk innanríkismál. Þó svo Johansen hafi sýnt að hann hafi mikinn áhuga fyrir landi voru og þjóð er hann utan- aðkomandi og getur ekki bland- að sér í okkar innri mál með þeim hætti sem hann gerir í bók- inni „Finland — det muliges kunst“,“ segir Koivisto. Það sem fyrst og fremst angr- ar forsetann er sú fullyrðing Jo- hansen að finnska utanríkis- ráðuneytið hafi neyðst til að út- skýra ummæli Koivisto vegna ferða ókunnra kafbáta í sænskri landhelgi þar sem ummæli hans voru svo tvíræð. Johansen hefur vísað gagn- rýninni á bug og segir finnska forleggjara sinn kampakátan vegna þeirrar söluaukningar sem gremja forsetans olli. f kvöld kl. S3°. 19. umferðir 6horn. Aðalvinningur að verðmæti: kr. 7000.- Heildarverðmæti vinninga kr. 21.400.- TEMPLARAHÖLLIN - EIRÍKSGÖTU 5 - -ST 20010 Tískusýning í kvöld kl. 21.30 sák Jm Modelsamtökin sýna vetrarfatnaö frá Rammagerdinni HÓTEL ESJll IéN75í * CS7/4 DKro&uuu Opið í kvöld frá kl. 18.00. Guðni Þ. Guðmundsson og Hrönn Geirlaugsdóttir leika á píanó og fiðlu ljúfa tónlist fyrir matargesti. Hér fer saman mikil snilli í hljóð- færaslætti og smekkvísi í lagavali. Opið fd.studag.s-, laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 18.00. Borðapantanir í síma 11340 eftir kl. 16.00. m ATHUGIÐ! Skúlatúni 4 Ný námskeið hefjast mánudaginn 9. janúar Frúarleikfimi Morgun-, dag- og kvöldtímar Jazzballet fyrir stráka og stelpur frá 12 ára aldri. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—18. Afhending skírteina laugardaginn 7. ianúar kl. 14—18. Likamwþjál lu n Hal lcítskála llddii vSdicviiii*' SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.