Morgunblaðið - 05.01.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
45
Allar í
einni stétt
Björn Dúason, Ólafsfirði,
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Geta lesendur Velvak-
anda liðsinnt mér við að hafa
upp á kvæði því frá síldarárun-
um svonefndu á Siglufirði, sem í
Þau lög gilda jafnt
fyrir einn og alla
Þröstur skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar mikið til að vekja athygli á ágætu kvæði, sem ég
rakst á í bókinni „Dagamunur", sem Kvenfélagasamband
Suður-Þingeyinga gaf út á 70 ára afmæli sínu 1975. Kvæðið er
eftir Signýju Hjálmarsdóttur frá Bergi á Tjörnesi og er svona:
*
I gær og dag
í gær varstu stoltur af stærð þinni, maður,
og stóðst í öruggri trú,
að hraustur værir og hærra en fjöldinn
höfuðið bærir þú.
í dag ertu lítill, lostinn til jarðar,
og lögmálið hefur þér náð. —
Þau lög gilda jafnt fyrir einn og alla,
en eru þó hvergi skráð.
í þjáning og dauða við erum allir
svo örlítil, vesöl börn,
þar sem hinn beizka kaleik við kennum,
en kunnum þó enga vörn.
Og þess vegna skaltu ekki af stærð þinni státa,
— því stærð þín hjaðnar og dvín.
Við megum allir því lögmáli lúta,
og líka — persóna þín.
þessi vísa eða vísubrot og þá 1 ] 1 Í'J \T W* CJ O TJ H Q
er höfundur þess er: T JJ T V J O JJJClJJJJlO
vanda leysa
Kaupmannsfrúr og aðrar fleiri í æðstu metunum
atast hérna kófsveittar á síldarplönunum.
Hér eru allar í einni stétt,
eldabuskan með sama rétt,
og vera má að hún sé þarna hærrasett.
Þetta er svona nokkurs konar
jafnréttiskvæði síldarverkunar-
kvennanna á Siglufirði, þegar
síldarsöltunin var að byrja hjá
þeim Norðmönnunum.
Oftlega var öl borið ótæpilega
og það er sterkast var til af átti að
ginna menn, svo sem Þóri þömb og
kumpána í Hamarsey. Þóttust
menn og stundum hafa orðið
ósvinnir að ölmálum er af þeim
rann drykkurinn. En þó hlaust oft
illt af, því menn vildu halda heit-
strengingar sínar. í jólaboði Hítar
segir í Bárðar sögu Snæfellsáss,
að drykkur hafi verið óskaplegur
og urðu allir ginntir. Þórólfur
bægifótur gerði þræla sína
drukkna og eggjaði þá síðan til
þess að brenna inni nábúa sinn.
Snorri Sturluson segir í Yngl-
ingasögu, að Fjölnir sonur Yngvi-
freys var að heimboði á Selund hjá
Fróða konungi, og týndist þar um
nótt dauðadrukkinn í mjaðarkeri.
En Svegðir hans sonur og næsti
konungur að Uppsölum gekk í
berg drukkinn og villtur af dag-
styggum dverg, sem Þjóðólfur
hinn hvinverski segir: „En dag-
skjarr durnismiðja salvörðuður
Svegði vélti." Margir hafa síðan
farið í steininn ölvaðir eða orðið
bergnumdir af þeim sökum.
Ég ætla ekki að telja það sem
Hávamál segja um ofdrykkju öls,
því ég veit að læknirinn og margir
kannast við það, en í móðurmálinu
okkar eru orðin: ölvaður, ofurölvi
og ölóður gamlar óhrundar vörð-
ur, sem þarf ekki að hressa við
með einokunarbrennivíni eða 4%
öli.“
Höfundur greinarinnar nefnist
Korni. Mér finnst að vel megi
vitnast að sá sem þetta skrifaði
var Hallgrímur Jónsson skóla-
stjóri, gagnmerkur maður og
brautryðjandi á ýmsum sviðum
menningarmála."
J. Þorbj. skrifar:
„Velvakandi!
Það er svo margt talað um það
sem miður fer á meðal okkar, að
mig langar til að það komi fram í
þessum dálkum sem fyrst, að til er
gott fólk hér.
Ég slasaðist fyrir um fjórum ár-
um og hef mikið þurft að hafa
samband við Slysadeild Borgar-
spítalans. í hópi starfsfólks þar er
kona sem gegnir starfi læknarit-
ara. Mættu margar stofnanir
prísa sig sælar yfir að hafa á að
skipa slíkum starfsmanni. Oft og
mörgum sinnum hef ég þurft að
hringja til hennar og alltaf mætir
manni sama þolinmæðin og elsku-
semin. Á eftir er maður ævinlega
léttari í lund en áður, enda finnur
maður, að þessi kona vill hvers
manns vanda leysa. Ég óska
Slysadeildinni til hamingju með
þennan starfsmann sinn og vildi
óska að fleiri væru eins.
Með kæru þakklæti."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þetta er eitt af erfiðustu verkum sem samið
hefur verið.
Rétt væri: ... eitt af erfiðustu verkum sem samin hafa
verið.
Eða:... eitt hið erfiðasta verk sem samið hefur verið.
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
83? SIGGA V/öGA £ AiLVEÍWU
HVER5-
'KONHR
^ vdjöflhgrngur er
PETTR EI6IN-
LíGM
SVENNI ER VEIKUR
JÓfl i FRÍL ÞÚ ERT F
MIG EINR i PRItó
VERKIÍ
Lærið vélritun
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeið
hefjast mánudaginn 9. janúar. Engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20, sími 85580
Alltaf á fóstudögum
I regnbogans litum
— Á húsgagnasýningu í Mílanó
Hvernig er hægt að bæta
minni og auka afköst?
— Heilanum kenndar nýjar kúnstir
Marlene Dietrich og áhrif
hennar í tískuna í vetur
Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina
AUGIYSINGASTOFA KRISTfNAR HF