Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 46

Morgunblaðið - 05.01.1984, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 46 • Cornelíusson er sterkur skallamaður; það hefur hann margsinnis sannað. Skallatæknina verður hann þó að taka fyrir á æfingum eins og aðrir. Hér er hann (t.v.) á æfingu hjá Stuttgart. Hann er markahæsti leikmaður Stuttgart Dan Cornelíusson, Svíinn ungi í liöi Stuttgart, var ekki marga daga að átta sig á því til hvers var ætlast af honum, nefnilega aö skora mörk og aftur mörk. Hann verður að læra að lifa með þeim væntingum sem aörir hafa um hann. Hann var beinlínis keyptur til að skora mörk og forráðamenn urðu að grípa djúpt í peningabudduna til aö fá Svíann til sín. Meö mörkum sínum á hann að koma Stuttgart í efsta sætiö í vestur-þýsku bundesligunni í knattspyrnu. Fram til þessa hefur dæmið gengið upp því Vfb Stuttgart er í efsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina og mörk Dans talin vega þar þungt á metunum. Dan veit að atvinnuknattspyrnan er enginn dans á rósum og í hvert skipti sem hann skorar ekki úr upplögöu marktækifæri vantar ekki að gagnrýnendur láta vel í sér heyra. Eins gott að nýta marktækifærin i hvert skipti sem hann skorar ekki úr upplögöu marktækifæri er hann talinn vera syndaselurinn og þar af leiðandi helsta orsök þess að sigur vannst ekki. Auövitað er þaö eðlilegt aö forráöamenn Vfþ Stuttgart geri miklar kröfur til Dans því aö hann kostaði félagiö enga smáaura, nefnilega 1,2 millj- ónir þýskra marka. I hvert skipti sem hann aftur á móti skorar, er jafnan sagt að hann sé farinn að skila hluta af þvi sem hann kost- aði. Skori hann ekki, er sagt aö hann vinni ekki fyrir kaupi sínu. Þessu til stuðnings skrifaöi dag- þlaö í Stuttgart 8. júlí 1983 eftirfar- andi um Dan Corneliusson: „Ein- hvern tíma á einhver eftir aö láta sér detta þaö í hug hversu mikið hvert mark kostar Stuttgart sem Svíinn skorar. Þeirri hugsun er ekki hægt aö vísa á bug að Stutt- gart hafi flutt inn „vél“ sem látnar eru 1,2 milljónir marka inn í og út úr þessari vél er áætlaö aö koma eigi 20 mörk á keppnistímabilinu." 23. júlí skrifaöi annað virt blaö í Stuttgart um Dan Corneliusson: „Viö komuna til flugvallarins í Stuttgart var tekið á móti Dan Corneliusson sem um þjóöhöfö- ingja væri aö ræða, 14 dögum seinna, aö loknum nokkrum æf- ingaleikjum, var honum tjáð aö hann heföi skorað jafnmörg mörk í þessum æfingjaleikjum og mark- vöröur liðsins Helmut Roleder.“ Þeir sem búa við sjávarsíöuna eru alltaf á ferð og flugi Nokkrum vikum áöur en Dan Corneliusson kom til Stuttgart var hann inntur eftir því hvort hann myndi ekki fá heimþrá og hvort hann myndi ekki sakna þess að búa ekki lengur viö sjó. Mörg dæmi eru þess aö frægir íþrótta- menn hafi brotnað þegar að kveðjustundinni kom. Gott dæmi er þegar Erhard Wunderlich, skærasta stjarna Vestur-Þjóöverja í handknattleik hin síöan ár, kvaddi félaga sína hjá Gummers- bach og hélt suöur á bóginn til móts viö Barcelona. „Tilfinninga- næmi, hvaö er nú það?“ Dan hlær aöeins viö tilhugsunina, hristir síö- an höfuöið og veröur alvarlegur og bætir viö, aö þeir sem búi viö sjó i þekki ekki annaö en aö vera alltaf á ferö og flugi. Dan kemur frá lítilli eyju, Hönö, sem liggur rétt utan viö Gautaborg. Ekki er hægt aö segja að sjómennska sé honum í blóð borin, knattspyrnan hefur alltaf átt hug hans allan. Eftir aöeins nokkurra daga dvöl í Stuttgart fann Dan hjá sér aö eitthvaö vantaöi sem hann var vanur að hafa í Svíþjóö. í Stuttgart leikur ekki vindur og sjávarselta um vit Dans. Tungumálaerfiöleikar hafa verið Dan fjötur um fót og takmarkað samskiptamöguleika hans viö aðra leikmenn liösins að undanskildum Ásgeiri nokkrum Sigurvinssyni. í upphafi reyndist nefnilega Dan enginn betur en Ásgeir Sigurvins- son, sem einnig kemur frá lítilli eyju og því „fiskistrákur" eins og Dan. Fyrstu dagana á undirbún- ingstímabilinu var Ásgeir fjarri góöu gamni þar sem hann gekk þá undir skurðaögerð. í æfingabúöum nokkru áöur en deildarkeppnin hófst, var Ásgeir mættur í slaginn og uröu þeir herbergisfélagar og gátu talaö saman á „skandinav- ísku“. Rétt er einnig aö benda á, aö það var Ásgeir sem benti for- ráöamönnum Stuttgart á marka- skorarann mikla frá Svíþjóö. Ekki er víst aö Dan hefði gerst atvinnu- maöur hjá Stuttgart nema komið heföi til næmt auga Ásgeirs fyrir góöum sóknarknattspyrnumanni. Sérfræöingar á knattspyrnu- sviðinu voru þess fullvissir aö ekki liöi á löngu þar til Dan Cornelius- son myndi gegna jafnmikilvægu hlutverki í sóknarleik Stuttgart- liösins og Ásgeir á miðjunni. Spurningin var fremur hversu lang- an tíma Dan þyrfti til aö aölagast nýjum aöstæöum. Flestir sem til þekkja eru einnig þeirrar skoöunar aö Dan sé eins og fæddur til þess aö leika í bundesligunni. Honum er lýst sem náttúrubarni, alls óhræddum í návígí, markagráðug- um, leikmanni meö mikla yfirsýn og hæfileika til þess aö nýta þau færi sem hann fái út í ystu æsar. „Þegar ég verö 28 ára, get ég fariö til Frakklands, en þegar maö- ur er ekki nema 21 árs gamall kemur ekkert annaö tll greina hjá mér en aö spreyta mig í vestur- þýsku bundesligunni, sem er sú harðasta og besta í heimi.“ Þetta voru’þau rök sem hann færöi fram þegar hann hafnaði samningi frá 1. deildarliðinu AS Monaco frá Frakklandi, tilboöi sem var töluvert mikið hærra en hann gekk aö hjá Stuttgart. Eitt er þó alveg víst aö Dan Corneliusson þarf ekki aö nærast á plokkfiski á hverju degi, þó hann hafi tekiö tilboöi Stuttgart. Hjá Stuttgart er taliö að hann komi næstur aö launum á eftir Karli Förster, vestur-þýska landsliös- manninum. Hluta þeirra launa sem Stuttgart greiöir Dan fjármagnar félagiö i gegnum íþróttavöruversl- un félagsins. Dan aftur á móti þakkar fyrir sig með því að skora mörk. Framkvæmdastjórn og þjálfari Stuttgart-liðsins, Helmut Bent- haus, voru einnig sannfærðir um eiginleika Svíans að skora mörk og vildu fremur kaupa hann en Wolfram Wuttke (Hamburger Sportverein) eða Bum-kun-Cha (Leverkusen). Mörg stórfélög Ítalíu gerðu einnig hosurnar grænar fyrir Dan en forráðamenn Stuttgart voru fljótari til og gengu frá samningi við Dan. Margir hafa leitt að því getum að 14 dögum seinna hefði Svíinn ljóshærði kostað helmingi meira samkvæmt lögmálum um framboð og eftirspurn. Það liggur einnig ljóst fyrir að þá hefði Stuttgart aldrei haft möguleika á að fá Svíann til sín. Sönnun þess hversu góöurhann er Þáttaskil uröu á knattspyrnuferli Dans Corneliussonar þegar Kais- erslautern keypti Thorbjörn Nilson. Dan greip tækifæriö og geröi góöa hluti í Evrópukeppninni meö Gautaborgarliöinu og meö sænska landsliðinu fékk hann einnig lof- samlega dóma. Sem dæmi af- greiddi hann nær einn hollenska landsliöiö í Hollandi meö stórgóö- um leik sínum meö sænska lands- liöinu. Hann var einnig markahæsti leikmaöurinn í sænsku deildar- keppninni á tímabili. Margir sem fylgjast meö knattspyrnu þekkja varnarmann ítölsku heimsmeistar- anna í knattspyrnu, Claudio Gent- ile. Margir telja hann einn besta en jafnframt grófasta varnarmann heims. Stjarna eins og Maradonna náöi sér aldrei á strik í leik Argent- ínumanna og ítala í HM vegna þess aö hann var lafhræddur viö Gent- ile. j sögulegum landsleik Svia og ítala lék Dan Gentile þaö grátt aö menn töluðu um aö Dan heföi gert Gentile aö hálfgerðum apa á vellin- um. I hvert skipti sem Gentile ætl- aöi aö brjóta á Svíanum, lék hann laglega á hann eöa lék boltanum fimlega til samherja og lék sig síö- an aftur frían. í landsleik gegn Brasilíu- mönnum sem lyktaði 3:3 voru tveir leikmenn sem báru sem gull af eir af öörum leikmönnum á vellinum, snillingurinn Sokrates hjá Brasilíu- mönnum og Dan Corneiiusson hjá Svíum. Aö leik loknum var úr vöndu aö ráöa hjá nefnd þeirri sem skyldi velja besta leikmann leiks- ins. Báöir höföu leikið stórkost- lega. Dan hafði betur og var kjör- inn maður leiksins og hlaut gullúr aö launum. Daginn eftir leikinn gegn Brasilíumönnum mátti lesa í sænsku dagblööunum: „Fyrir um þaö bil 25 árum á Ullevi-leikvang- inum tókst knattspyrnustjörnunni Pele aö slá í gegn. í gær var þaö Dan Corneliusson. Enginn fram- línumanna brasilíska landsliösins komst meö tærnar þar sem Dan haföi hælana. „Made in Hönö“ er betra en „made in Rio“. Aö loknum þessum leikjum var forráöamönnum Stuttgart Ijóst, aö þeir höföu fengiö ansi vænan fisk í netið. Dan Corneliusson haföi sýnt og sannaö í leik gegn sterkustu þjóöum heims aö hann var leik- maöur í fremstu röö. Gömul knattspyrnukempa Svía, Jan Olsson, lýsir Dan á eftirfarandi hátt: „Dan er eins og manndrápari. Hann skorar mörk sín af stuttu færi gjörsamlega kvalalaust og á einfaldasta máta." Hvernig lítur Dan sjálfur á þessa eiginleika sína aö geta skoraö mörk? „Þegar maöur er kominn inn í vítateiginn má maöur ekki hugsa sig lengi um heldur hleypa af.“ Þennan eiginleika haföi Gerd Múller, Bayern Múnchen og vest- ur-þýska landsliösins. Eölishvöt! Dan er ekki aöeins fljótur, snöggur að snúa sér, sterkur í skallaeinvíg- um og getur haldiö bolta lengi og vel. Hann getur einnig beöiö eftir sínu tækifæri og er alltaf tilbúinn aö taka á móti boltanum og af- greiða hann stystu leið í netiö. í Svíþjóð ert þú einfaldega þú sjálfur í Svíþjóö var það þannig aö Dan skrifaöi nokkrar eiginhandarárit- anir á viku þegar vel gekk, en þess á milli haföi hann einkalíf sitt í friöi. Áöur en hann hélt til Stuttgart var honum bent á aö alls staöar þar sem hann kæmi yröi hann um- kringdur aödáendum sínum og flestir myndu vilja ræöa viö hann um knattspyrnu. Þaö er engin launung, aö skærustu stjörnurnar í íþróttum tapa hluta af frelsi sínu þegar þeir gerast atvinnumenn i iþróttum. Þetta hljómaöi skringi- lega í eyrum Dans. Hann haföi á sínum tíma lesið um Kevin Keegan þegar hann kom til Hamborgar og hvernig tekiö var á móti honum. Hann er ekkert sérlega hrifinn af því aö litiö sé á knattspyrnumenn sem einhverja guöi. j Svíþjóö ertu einfaldlega þú sjálfur. Þegar Dan kom til Stuttgart gaf hann brosandi öllum sem vildu eig- inhandaráritanir. Dan lærir þessa dagana þýsku af miklu kappi því þjálfari liðsins, Benhaus, var óhress meö hversu Dan gekk erf- iölega aö ná sambandi viö aöra leikmenn liösins, aö Ásgeiri Sigur- vinssyni undanskildum. Þýtt og endursagt úr v-þýaka íþróttablaöinu Sport lllustrierte.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.