Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Alþingi hóf störf í gær: Látinna þing- manna minnst ALÞINGI hóf störf í gær. Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra las upp forsetabréf, undirritað af for- seta Islands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, og honum sjálfum, þess efnis að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfundar mánudaginn 23. janúar 1984. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, bauð þingheim velkominn til starfa á nýju ári. Forsætisráðherra lét í ljósi þá von að þingstörf mættu verða landi og lýð til farsældar. Forseti þings minntist tveggja látinna þingmanna, Magnúsar Jónssonar, bankastjóra, og Guð- brandar Isberg, fyrrv. sýslumanns. Minningarorð er forseti flutti eru birt á þingsíðu Mbl. i dag bls. 30. Að loknum fundi í Sameinuðu þingi hófust fundir í þingflokkum. Vestmannaeyjar: Fimmtug kona lést í umferðarslysi Vetrarútsölur MorjfunblaAid/JúlíuH. Vetrarútsölur standa sem hæst um þessar mundir. í gærmorgun hófst útsala í Herrahúsinu við Aðalstræti og myndaðist strax mikil biðröð fyrir framan verzlunina. Stefán Valgeirsson, alþingismaður Framsóknar: „Lýðræðisleg vinnubrögð“ eru skilyrði fyrir setu í þingflokknum að nýju FIMMTUG kona, Kristín Þórðar dóttir til heimilis að Norðurgarði í Vestmannaeyjum, beið bana þegar hún varð fyrir fólksflutningabifreið laust eftir klukkan fjórtán á sunnu- dag. Slysið átti sér stað í Bárðargötu í Vestmannaeyjum. Kristín heitin var farþegi í fólksflutningabifreióinni og fór úr henni við Bárðargötu. Þegar vagninn komst ekki áfram vegna snjóþyngsla, bakkaði öku- maður. Hann áttaði sig ekki á því, að Kristín heitin hafði gengið aft- ur fyrir vagninn og varð hún fyrir bifreiðinni. Læknar komu á vett- vang skömmu eftir slysið og var Kristín þá látin. Kristin Þórðardóttir var fædd 4. júní 1933. Hún lætur eftir sig eig- inmann og sjö börn. „JÍJ, JÚ, þetta var rætt í dag, en það hafa alltaf verið lýðræðisleg vinnubrögð hjá okkur og verða það áfram,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er Mbl. spurði hann hvort krafa Stefáns Valgeirs- sonar, þingmanns flokksins, þess efnis að þingflokkurinn gefi honum tryggingu fyrir „lýðræðislegri vinnubrögðum", eins og Stefán mun orða það. Krefst Stefán þess að framvegis verði orðið við óskum þingmanna um atkvæðagreiðslur við ákvörðun mála. Að öðrum kosti segist hann ekkert hafa í þingflokkinn að gera á ný. Stefán Valgeirsson hefur ekki mætt á þingflokksfundum allt frá því honum var neitað um atkvæða- greiðslu um hvert bankastjóraefni Framsóknar i Búnaðarbankanum skyldi verða, en Steingrímur Her- mannsson formaður flokksins til- kynnti síðan hver skyldi skipa það sæti af hálfu Framsóknar, en það var Hannes Pálsson. Stefán Val- geirsson var sjálfur einn umsækj- enda um bankastjórastarfið, en það var hvorugur þeirra sem hlaut emb- ættið, heldur Stefán Pálsson, þriðji umsækjandinn. Stefán Valgeirsson hefur lýst því yfir, m.a. í viðtali í Mbl, að það hafi ekki verið persóna hans sjálfs sem skipti máli, er hann ákvað að hætta að sitja þingflokks- fundi, heldur sú „ólýðræðislega af- greiðsla forustumanna flokksins að neita um atkvæðagreiðslu í þing- flokknum“. Formaður þingflokksins, Páll Pét- ursson, mun hafa leitað til Stefáns í lok jólaleyfis og beðið hann að mæta á ný á fundum þingflokksins. Stefán svaraði þingflokksformanninum því til, samkvæmt heimildum Mbl., að Rætt um Rockall HANS G. Andersen, sendiherra, ráðunautur í hafréttarmálum, ræddi um Rockall-málið við brezka emb- ættismenn á fimmtudag. Þá átti hann fund með írum í gærdag, og mun ræða við danska embættis- menn á morgun, miðvikudag. Hans G. Andersen hafði eftir- farandi að segja um fundi sína, er Mbl. náði sambandi við hann í Kaupmannahöfn í gærkvöldi: „Það er verið að fara yfir málin og skiptast á skoðunum, síðan verða áframhaldandi könnunarviðræð- ur.“ það væri alfarið mál þingflokksins. Hann væri tilbúinn að mæta þar á ný, þegar hann hafi fengið tryggingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum. Var mál þetta rætt í þingflokknum í gær, þegar þingflokksformaðurinn bar svör Stefáns inn á fyrsta þing- flokksfund að loknu jólaleyfi. Sýnd- ist sitt hverjum, samkvæmt viðtöl- um blaðamanns við þingmenn, er sátu fundinn. Engin niðurstaða mun hafa fengist og standa málin þvi enn Járn í járn“, eins og einn viðmæl- andi blaðsins orðaði það. Steingrímur var spurður álits í gær á þeirri staðhæfingu Stefáns að vinnubrögð hans varðandi útnefn- ingu bankastjóraefnis flokksins hefðu ekki verið lýðræðisleg. Hann svaraði: „Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir sem formenn á undan mér hafa ekki tekið og þær hafa allt- af verið teknar í mjög nánu samráði við þingmenn og samstarfsaðila. Þannig verður það áfram á meðan ég er þarna." — Þannig að Stefán fær engar yf- irlýsingar um „lýðræðislegri vinnu- brögð“? „Nei, nei,“ svaraði hann og bætti því síðan við í lokin, að hann vildi ekkert um þetta tala. Eskifjörður: Víðtæk leit að 31 árs sjómanni KskifirAi, 23. janúar. MIKIL LEIT hefur farið fram á Eski- firði að 31 árs gömlum sjómanni, sem hvarf aðfaranótt sunnudags. Síðast er vitað um ferðir mannsins síðla nætur er hann var á leið til skips síns, mb. Hilmis II SU. Skipið lá yst fjögurra skipa við frystihúsbryggjuna. Sáu fé- lagar mannsins hann á bryggjunni þá Norður-Atlantshafslaxverndunarstofnunin: Guðmundur Eiríks- son kjörinn forseti GUÐMUNDUR Eiríksson þjóð- réttarfræðingur var kjörinn for- seti Norður-Atlantshafslaxvernd- unarstofnunarinnar, á fundi hennar í Edinborg í Skotlandi í síðustu viku. Aðild að stofnuninni eiga firam ríki auk Efnahags- bandalags Evrópu og Svíar og Finnar munu gerast aðilar innan skamms. Stofnunin mun hafa að- setur í Edinborg og hefur Breti verið ráðinn til að veita skrifstofu hennar forstöðu. Guðmundur Eikrfksson sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, að á fundinum i Edinborg hefði hann í opnunar- ræðu sinni gert grein fyrir ályktun Alþingis frá 14. mars 1983, þar sem hvatt var til að dregið yrði úr laxveiðum Færey- inga í sjó og ríkisstjórn íslands falið að beita sér fyrir málinu. „All flestir eru sammála þessum Guðmundur Eiríksson sjónarmiðum íslendinga, meiri hlutinn er á okkar máli,“ sagði Guðmundur. „Danir eru þarna innan EBE og skoðun þeirra kemur því ekki beint fram, en sjónarmið þeirra ráða því þó að skoðanir EBE eru blandaðar í málinu. Færeyingar eru hins vegar á annarri skoðun en við, en segja þó að hvað okkur við- kemur vilji þeir gera það sem þeir geti til að laxveiðar þeirra ekki áhrif á íslenska laxastofn- inn. Segjast þeir vilja hafa sem nánast samstarf við okkur til að rannsaka megi áhrif veiða þeirra á stofninn." Fundinn á Edinborg sagði Guðmundur annars fyrst og fremst hafa verið haldinn í þeim tilgangi að koma stofnuninni af stað, en hún er sem kunnugt er nýstofnuð. Einnig hefði verið unnið að því að stofnunin fengi nauðsynlegar vísindalegar upp- lýsingar og hefði sér í því sam- bandi verið falið að rita Alþjóða hafrannsóknarráðinu og biðja um upplýsingar þaðan. er þeir fóru um borð um morguninn en þegar þeir fóru að huga að honum skömmu síðar, þá fundu þeir hann hvergi. Síðan hefur ekki til mannsins spurst. Það var svo siðdegis á sunnudag, að þeir leituðu hjálpar í landi og hóf björgunarsveitin hér á Eski- firði þegar leit. Fjörur voru gengn- ar í gærkvöldi og aftur í dag og kafarar hafa kannað botninn við bryggjuna. Aðstæður til leitar eru erfiðar, því hér er suðaustan stormur með þrumum og eldingum og mikil rigning. Sjórinn er því gruggugur. Þá voru og vandræði með að færa bátana til, því óhægt var um vik fyrir kafarana að kafa, þar sem bátarnir lágu. Áhafnir sumra bátanna voru farnar til síns heima. Mörg loðnuskip hafa legið hér síðastliðna daga. Björgunar- sveitarmenn þurftu að hjálpa til við að færa skipin. Leitinni verður fram haldið á morgun. Munu þá kafarar leita en einnig er áformað að slæða með línu. — Ævar. Ellert B. Schram æskir fjarvistar- leyfis út þingið FORSETA sameinaðs alþingis hefur borist bréf frá Ellert B. Schram, þing- manni Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann fer þess á leit að fá áframhald- andi leyfi frá þingstörfum út þetta löggjafarþing. Samkvæmt heimildum Mbl. mun forseti sameinaðs alþingis, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, gera þingheimi grein fyrir þessari beiðni Ellerts í upphafi fundar í dag, þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.