Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 19. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, um Treholt-njósnamálið: iýsi fiilíri ábyrgð á hendur Rússum Frá fundi norsku ríkis- stjórnarinnar með frétta- mönnum í gær þar sem fjallað var um njósnamálið. Frá vinstri á myndinni eru: Sven Stray utanríkisráð- herra, Káre Willoch forsæt- isráðherra, Mona Rökke dómsmálaráðherra og And- ers Sjaastad varnamálaráð- herra. (Símamynd: Verdens Gang) Arne Treholt (til vinstri) á Rauða torginu í Moskvu 1976 ásamt Jens Evensen, þáverandi hafréttarráðherra Noregs, (til hægri). Með þeim á myndinni er ennfremur rússneskur túlk- Uf. (Símamynd VG) Segir Wörner varna- málaráðherra af sér? Bonn, 23. jan. AP. MANFRED WÖRNER, varnarmála ráðherra Vestur-Þýzkalands ræddi í dag við Helmut Kohl kanslara um hugsanlega afsögn sína vegna þeirra deilna, sem komið hafa upp vegna brottreksturs hershöfðingjans Giint- ers Kiessling úr embætti. Peter Bön- isch, talsmaður vestur-þýzku stjórnar- innar tók það hins vegar fram í dag, að Wörner hefði ekki borið fram neina formlega afsagnarbeiðni og að Kohl kanslari styddi hann áfram sem varnarmálaráðherra. Franz Josef Strauss, leiðtogi bræðraflokks kristilegra demó- krata í Bayern sagði í dag, að það væri „ekki ljóst", hvort meðferð málsins gegn Kiessling hefði verið stjórnað á rettan hátt. Skoraði Strauss á Wörner, að „leggja öll spilin á borðið“ varðandi ástæðurn- ar fyrir brottrekstri Kiesslings. Sjá einnig erl. fréttir á bls. 34 og 35. Osló, 23. janúar. Frá Per A. Borglund, fréttaritara Morjfunbladsins og AP. „SOVÉTRÍKIN verða að bera fulla ábyrgð á því tjóni, sem land okkar hefur orðið fyrir með þessum njósnum. Enn er of snemmt til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir því, hve það er mikið, en víst er, að það er óbætanlegt.“ Þannig komst Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, m.a. að orði á fundi sem norska stjórnin hélt með fréttamönnum í dag, þar sem fjallað var um njósnamál Arne Treholt, er játað hefur á sig stórfelldar njósnir í þágu sovésku leyniþjónustunnar, KGB. Sagði Willoch ennfremur, að mál þetta hlyti að hafa mjög alvarleg áhrif á samskipti Noregs og Sovétríkjanna og spilla mjög fyrir eðlilegum samskiptum ríkjanna í framtíðinni. Norska stjórnin ræddi við fréttamenn að loknum lokuðum fundi, þar sem Willoch, Svenn Stray, utanríkisráðherra, Mona Rökke, dómsmálaráðherra, og Anders S. Sjástad, varnarmála- ráðherra, gerðu öðrum ráðherrum stjórnarinnar grein fyrir njósna- málinu. „Eftir það sem nú hefur gerst verður erfitt að halda uppi trú- verðugum viðræðum við Sovét- stjórnina," sagði Stray utanríkis- ráðherra við fréttamenn. Ekki er nema mánuður síðan Stray féllst á að Treholt yrði gerður að skrif- stofustjóra við ráðuneyti hans. Treholt var í dag úrskurðaður í 12 vikna gæsluvarðhald og eiga réttarhöldin yfir honum að fara fram í húsakynnum öryggislög- reglunnar í Osló. Jafnframt var lagt bann við því að nokkur fengi að heimsækja hann í fangelsið. Þá var honum einnig bannað að taka við bréfum og að skrifa öðrum bréf. Er þetta fyrst og fremst gert í því skyni að vernda Treholt fyrir hugsanlegum hótunum og hefnd- um af hálfu KGB. Samkvæmt ákærunni á hendur honum getur Treholt átt í vænd- um að minnsta kosti 15 ára fang- elsi fyrir njósnir. Arne Treholt, sem er 41 árs gamall, var handtekinn sl. föstu- dag á Fornebu-flugvelli við Osló, þar sem hann beið eftir áætlunar- flugi til Vínarborgar. Norska ör- yggislögreglan hafði fylgst með honum frá því á miðjum síðasta áratug og síðustu vikurnar var all- ur póstur til hans skoðaður og símtöl hleruð. Treholt hefur verið í stöðugum yfirheyrslum alla helgina. Viðurkenndi hann þar að hafa átt marga fundi með útsend- urum KGB og afhent þeim afar mikilvæg skjöl og skýrt þeim frá margs konar ríkisleyndarmálum Noregs. Sjá nánar ítarlegri fréttir um Treholt-njósnamálið á bls. 18 og 19. „Gátum ekki þolað ófrelsið lengur“ A-þýzku flóttamennirnir komnir til V-Berlínar Berlín, 23. jan. AP. YFIRVÖLD í Vestur-Berlín neituðu í dag að skýra frá dvalarstaö 6 Austur-Þjóðverja, sem fengu að fara frá Austur-Berlín á sunnudag, tveimur dögum eftir að þeir höfðu beðið hælis f bandaríska sendiráð- inu í Austur-Berlín. Sagði Richard von Weizsacker, borgarstjori í Vestur-Berlfn, í útvarpsviðtali í dag, að það kynni fremur að verða til tjóns en til góðs, ef greint yrði í einstökum atriðum frá flóttanum. Flóttamennirnir, fimm karl- menn og ein kona, komu til bandaríska sendiráðsins í Aust- ur-Berlín á föstudag og báðu þar um pólitískt hæli. Sögðust flótta- mennirnir ekki fara úr sendiráð- inu, fyrr en þeim hefði verið veitt heimild til þess að flytjast frá Austur-Þýzkalandi. Afhentu þeir bréf, sem stílað var til Ronald Reagans Bandaríkjaforseta, þar sem hann var beðinn hjálpar, svo að flóttamennirnir „gætu farið frá landi, þar sem ófrelsið er slíkt, að við gátum ekki þolað það leng- ur“. Flóttamennirnir sex eru Rene Faccin, 19 ára, Bernd Apel, 43 ára, Jörg Heikal, 23 ára og Bernd Macke, 28 ára, öll frá Austur- Berlín, og svo hjónin Petra og Daniel Klingenberg frá Potsdam. Talið er víst, að austur-þýzk stjórnvöld muni efla vörð við er- lend sendiráð í Austur-Berlín til þess að koma i veg fyrir flótta með þeim hætti og nú hefur gerzt. Sannspá völva Osló, 23. janúar. Frá Per A. Borglund, frétlarilara Mbl. Enn einu sinni hefur sannast að völvan Anna Elisabeth Wester- lund hefur haft á réttu að standa. I grein í vikublaði rétt fyrir áramótin sagði hún að starfsemi stórtæks norsks njósnara yrði afhjúpuð á árinu 1984. Þar sagði völvan að njósnamálið yrði al- varlegasta mál ársins. „Ekki átti ég von á því að verða sannspá svo snemma árs,“ sagði völvan í samtali við Berg- ens Tidende í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.