Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 40
Tölvupappír EURQCARD V____________/ STADFEST1ÁNSTRAUST llll FORMPRENT H verfisgotu 78. simar 25960 25566 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Miklar viðræður formanna ASÍ og VSÍ: Kjarasamningar í burðarliðnum? FORYSTUMENN Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands, þeir Ásmundur Stefánsson, forseti, og Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri, hafa átt með sér marga og tíða fundi að undanfbrnu, m.a. nú um helgina. í gær reifaði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, samningamálin á fundi með forráðamönnum þeirra átta landssambanda, sem aðild eiga að ASÍ og í gærkveldi var fyrirhugað að boða til miðstjórnarfundar sambandsins árdegis í dag. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann og Ásmundur hefðu átt miklar viðræður saman um kjara- málin að undanförnu í þeim til- gangi að freista þess að finna flöt til samkomulags. Því miður hefði slíkt samkomulag ekki náðst. Samkvæmt öðrum heimildum Morgunblaðsins mun þó komin einhver mynd á niðurstöður við- ræðna þeirra og nefndi einn heim- ildarmanna blaðsins þrjár áfanga- hækkanir í þessu sambandi, 4—5% hækkun við undirritun samningsins, 3% hinn 1. júlí og 3% hinn 1. desember. Þó sagði hann, að enn gætu þessar tölur tekið breytingum og eftir væri að fá þær samþykktar bæði innan ASI og VSÍ. Þriðji aðilinn, sem rætt var við, kvaðst þó óttast að raddir um að komið væri að sam- komulagi milli aðilanna væri óskhyggja. Það mun vera áhugi forystu- mannanna að ná samkomulagi um heildarkjarasamninga áður en verkfallsboðunin í ÍSAL, sem boð- uð hefur verið hinn 27. janúar, skellur á. Á fimmtudagskvöld óskaði ÍSAL eftir samningafundi við viðmælendur sína, en á föstu- dagsmorgun kallaði félagið óskina aftur og vildi þá helst ekkert ræða. Er talið að þessi afturköllun standi í sambandi við vitneskju þeirra ÍSAL-manna um viðræður forystumanna ASÍ og VSÍ. Hins vegar hefur nú verið boðaður sáttafundur í ÍSAL-deilunni í dag klukkan 14. Þeir heimildarmenn Morgun- blaðsins sem halda því fram að mjög lítið beri í milli aðila og að samkomulag geti verið á næsta leyti sögðu jafnframt, að stærsta félagið innan Verkamannasam- bands íslands myndi hugsanlega standa utan samkomulagsins. Er það verkamannafélagið Dagsbrún, en forysta Dagsbrúnar mun ekki geta gengið að samkomulaginu vegna sterkra hópa sem krefjast lagfæringa á kjörum miðað við hliðstæð störf í öðrum félögum. Eru þetta m.a. vélamenn og verka- menn við Reykjavíkurhöfn. Forystumenn innan heildar- samtaka vinnumarkaðarins töldu að forseti ASÍ og framkvæmda- stjóri VSÍ hefðu hugsanlega ekki aflað sér umboðs til þessara áþreifinga, en ætli sér síðan að fá samkomulagið samþykkt — gera eins háa samninga og frekast er kostur án þess þó að verðbólgu- markmið ríkisstjórnarinnar rask- ist svo mjög og til verkfalla komi. Samingur þessi, ef af verður, er þó allmiklu hærri en sá rammi, sem ríkisstjórnin hefur sett, sem er 4% grunnkaupshækkun á árinu 1984. Forystumenn ASÍ og VSÍ hafa reynt að fara mjög leynt með þessar viðræður sínar og hafa fundir verið haldnir á fjölmörgum stöðum. Morgunblaðinu er kunn- ugt um að fundirnir hafi verið haldnir á skrifstofu Sóknar, skrif- stofu ÍSTAKS, skrifstofu FÍI og á einkaskrifstofum þeirra Ásmund- ar og Magnúsar, einnig á hótel- herbergjum og á skrifstofu kjara- rannsóknanefndar. Kvótaskiptingin: Hald lagt á ávexti í vínlegi LÖREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á 88 flöskur af ávöxtum í vínlegi úr fímm verslunum f Reykjavík. „Alkóhólmagnið í vínleginum gaf tilefni til þess að stöðva söluna. Unnið er að rann- sókn málsins og að henni lokinni verður það sent ríkissaksóknara til ákvörðunar," sagði Arngrímur fsberg, fulltrúi við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík, í sam- tali við Mbl. í gær. Mbl. birti skömmu fyrir helgi frétt um ávexti í 16% vínlegi og í kjölfarið hóf lög- reglan í Reykjavík rannsókn málsins og hefur nú lagt hald á 88 flöskur. „Við létum rann- saka alkóhólinnihald vökvans og kom i Ijós, að alkóhólmagn hans var 16% og því var lagt hald á ávextina," sagði Gylfi Jónsson, lögreglufulltrúi við embætti lögreglustjóra, í sam- tali við Mbl. Nefndin mælir með aflamarki Snjór er með allra mesta móti suðvestanlands eftir snjókomuna um helgina. Færð er slæm og tepptist alveg um tíma á sunnudaginn. Myndin hér að ofan er dæmigerð fyrir ástandið í Árbæjar- og Breiðholtshverfi í Reykjavík. Nánar um óveðrið á miðopnu í dag. Morgunblaðió/ Friftþjófur. RAÐGJAFANEFND sjávar- útvegsráðherra um stjórnun fiskveiða mun væntanlega Ijúka störfum í dag og skila tillögum sínum til ráðherra. Skv. upplýsingum Mbl. er meirihluti nefndarinnar þeirr- ar skoðunar, að rétt sé að miða við aflamark fremur en sókn- armark og verður það skv. því tillaga nefndarinnar til ráð- herra. Á fundi nefndarinnar sl. Vestur-Eyjafjöll: Reykskynjari og handslökkvi- tæki komu í veg fyrir stórslys Vestur Kyjafjöllum, 23. janúar. ROSKINN maður brenndist mikið á handlegg og í andliti er eldur kviknaði í kyndiklefa á bænum Fitjamýri undir Vestur- Eyjafjöllum aðfaranótt sunnu- dags. Á Fitjamýri búa feðgarnir Björn Lárusson og Baldur Björnsson félagsbúi. Var það Björn sem brenndist og hlaut þriðja stigs bruna á handlegg og annars stigs bruna í andliti. Talið er að kviknað hafi í út frá olíukyndingu Yngra fólkið á bænum var sofnað, en vakn- aði við að reykskynjari fór af stað. Er fólkið kom að kyndi- klefanum lá Björn þar brennd- ur og er talið að hann hafi ver- ið að reyna að slökkva eldinn er hann brenndist. Heimilis- slökkvitæki var til á bænum og með því varð eldurinn að mestu slökktur og með því að fá að láni handslökkvitæki á næstu bæjum tókst að slökkva eldinn með öllu. Björn Lárusson var fluttur í sjúkrahús til Reykjavíkur. Segja má að reykskynjarinn og handslökkvitækið hafi þarna komið i veg fyrir að stórslys yrði. FrétUriUrí. laugardag kom þessi afstaða nefndarmanna fram. Fulltrúar sjómanna eru þó fylgjandi þvi, að sett verði sókn- armark, en afstaða þeirra mun helgast af atvinnuöryggi um- bjóðenda þeirra, að því er heim- ildarmenn Mbl. segja. Nefndin heldur síðasta fund sinn kl. 15 í dag. Að honum loknum skilar hún ráðherra til- lögum sínum — það gæti þó dregist þar til á morgun. Síðan kynnir ráðherra þingnefndum tillögurnar og „fljótlega eftir það ættu línur að fara að skýr- ast,“ að því er einn nefndar- manna sagði í samtali við Morg- unblaðið. Fundur í bókagerd- ardeilunni Fundur verður með samninga- nefndum Félags prentsmiðjueig- enda og Félagi bókagerðarmanna hjá ríkissáttasemjara í dag. Hefst fundurinn klukkan 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.