Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 7 Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SÍMI 51888 Dragbítar framfara • Fyrrverandi iönaöarráöherra úr Alþýöubandalagi taldi þaö bezta virkjunarkost landsmanna aö loka álverinu, vinnustaö 6 til 7 hundruð manna. • Alþýöubandalagiö hefur rembzt viö aö hamla gegn þeirri þróun aö breyta orku fallvatna í atvinnu, verömæti og gjaldeyri, þ.e. að breyta þessari auölind í útflutnings- framleiöslu. • Verðbólgan og viövarandi taprekstur flestra fram- leiöslugreina á sl. kjörtímabili var helzti Þrándur í Götu eðlilegrar atvinnuuppbyggingar sem er forsenda bæöi at- vinnuöryggis og batnandi lífskjara í landinu. Innan og utan ríkísstjórnar Svavar Gestsson, for- maöur Alþýðubandalags- ins, efndi til fundahalda norður á Akureyri fyrir skemmstu. Hann er nýolt- inn út úr ríkisstjórn, sem réð ferð í þjóðarbúskapn- um 1978—1983. Það eftir- tektarverðasta sem flokksformaðurinn sagði fólst í þessari setningu: „Gera þarf áætlun um að útvega á ári hverju 2.500 störf, atvinnutæki- færi.“ Hvern veg stóöu þeir alþýðubandalagsmenn að þessu meginmarkmiði meðan þeirra var valdið í þjóðfélaginu? • Þegar þeir fóru frá völd- um stóð verðbólga f 130% ársvexti og befði að óbreyttu farið í 150—170% fyrir árslok 1983. Verðbólg- an skekkti samkeppnis- stöðu islenzkrar fram- leiðshi, heima og heiman, og kom í veg fyrir eðlilegan vöxt og endurnýjun f at- vinnulífinu. IJndirstöðuat- vinnugreinar vóru reknar með stórhalla. Þjóðartekj- ur og lífskjör drógust sam- an. Krlendar skuldir hrönnuðust upp. • Við blasti rekstrarstöðv- un fjölda fyrirtækja og víð- tækt atvinnuleysi, ef fram hefði haldið sem horfði um verðbólgu, viðvarandi gengishrun og fjármagns- kostnað fyrirtækja vegna slæmrar skuldastöðu. • Stjómvöld brugðust gjörsamlega þvf hlutverki sínu að laga veiðisókn að veiðiþoli fiskstofna, þrátt fyrir fiskifræðilegar viðvar- anir, með afleiðingum sem nú blasa við. • Engar ráðstafanir vóru gerðar til að efla innlendan sparnað sem er mikilvæg forsenda atvinnuuppbygg- ingar. Fjármagn er vinnu- tæki sem atvinnulífiö kemst ekki af án. Þvert á móti jók vinstri-verðbólgan á eyðsluhvöt; betra var að koma hverri krónu í lóg sem fyrst, því minna fékkst fyrir hana í dag en í gær. • Taprekstri atvinnuvega og þjóðareyðslu umfram þjóðartekjur var mætt með erlendum skuldum sem tóku áður en lauk nálægt fjórðung útflutningstekna í greiðslubyrði. Skuldastað- an og aflasamdráttur, sem við blasir, þrengir síðan kjarastöðu fólks í landinu. Snúið viö blaði Með tilkomu nýrrar rík- isstjórnar var snúið við blaði. Þegar hefur náðst ótrúlegur árangur í hjöðn- un verðbólgu. Dregið hefúr úr opinberum útgjöldum og skattheimtu samhliða endurbótum í hagstjórn, þó betur þurfi að gera, ef duga skal. Stefnt er í 2.200 m.kr. minni skattheimtu 1984 en verið hefði að óbreyttum skattalögum 1982, á síð- asta heila árí fjármála- stjórnar Alþýðubanda- lagsins. Þá stendur frum- varp til lánsfjárlaga til 3.650 m.kr. minni nyrra erlendra lána 1984 en 1982, á sama gengi reikn- að. Skattafrumvörp hafa verið lögð fram sem styrkja eiga frjálsan sparn- að og auövelda innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu leið að innlendu sparifé í stað erlendra lána. Jafn- framt er þeim ætlað að opna almenningi leið til fjárfestingar í fyrirtækjum með þvi að gera þannig ráöstafaðan sparnað skattalega jafn réttháan öðrum sparnaði. Jafnframt er æthinin að koma á hagkvæmarí skip- an í nýtingu fiskimiða, sem að vísu er vandmeðfarið mál og ekki fyrirséð, hvern veg til tekst með. Snúið hefúr verið af braut þröngsýni og ein- angrunarstefnu varðandi orkuiðnað. A þeim vett- vangi hafa að visu glatazt mörg ár sem seinkar óhjákvæmilcga lífskjara- bótum í landinu. Það sem skiptir hvað mestu máli á líðandi stund er að festa í sessi þann árangur sem náðst hefur í hjöðnun verðbólgu og skapa stöðugleika í efna- hagslífi sem er forsenda nýrrar atvinnuuppbygg- ingar. Hins vegar verður ríkis- stjórnin að hafa visst frum- kvæði um að rétta hlut þeirra, hugsanlega eftir lciðum skatta- og trygg- ingakerfís, sem óhjá- kvæmilegar efnahagsaó- gerðir hafa bitnað harðast á. Kúplingar i flesta bíla Höfum einnig kúplingsbarka, kúplingslegur og kúplingskol. Viögeröarsett I kúplingsdælur og hjörulióskrossar. (fflfinaust kt Síöumúla 7-9, simi 82722. The Comptete Clutch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.