Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984
17
Morgunblaðið/Júlíus.
Hús Styrktarfélags vangefinna við Víðihlíð 5—11 eru nú fokheid og stefnt er
að því að taka tvö þeirra í notkun í sumar. Á myndinni eru frá vinstri:
Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefinna, Árni Jónsson,
formaður byggingarnefndar, og framkvæmdastjórinn, Tómas Sturlaugsson.
Framkvæmdir Styrktarfélags vangefinna við Víðihlíð:
Stefnt að því að taka
tvö hús í notkun í sumar
Á 25 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík á sl. ári hófust
byggingarframkvæmdir við fjögur raðhús við Víðihlíð og eru húsin nú fok-
held. Þessi framkvæmd hefur verið fjármögnuð af félaginu og með gjöf og
styrk frá Reykjavíkurborg, en þegar hefur verið varið um 6 millj. króna til
framkvæmdanna. í þessum fjórum húsum verða þrjú sambýli og eitt
skammtímaheimili, samtals fyrir 24 einstaklinga, en á vegum Styrktarfélags
vangefinna eru þegar rekin 3 dagvistarheimili, einn verndaður vinnustaður
og sumarbústaður.
„Við vonumst til að geta tekið í
notkun eitt sambýli og skamm-
tímaheimilið á þessu ári,“ sagði
Magnús Kristinsson, formaður fé-
lagsins. „Félagið hefur sótt um
framlag úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra til að ljúka byggingu hús-
anna og erum við bjartsýn á að fá
jákvæða úrlausn frá sjóðnum, sér-
staklega vegna ummæla félags-
málaráðherra, Alexanders Stef-
ánssonar, í viðtali í Tímanum
fjórða janúar síðastliðinn, þar
sem hann mælir með fjármagni til
bygginganna. Nú þegar hefur
fengist rekstrar- og starfsleyfi
fyrir eitt sambýli og skammtíma-
heimilinu frá félagsmálaráðuneyt-
inu frá og með fyrsta júlí næst-
komandi," sagði Magnús Kristins-
son.
Magnús sagði að sótt hefði verið
um 4,7 millj. króna til að ljúka
þessum tveimur húsum, en aðra
eins upphæð þarf til að ljúka við
húsin öll við Víðihlíð 5—11. Á veg-
um Styrktarfélags vangefinna
starfa um 80 manns, en félagið
annast tæplega 120 einstaklinga.
Þetta fólk er á launum hjá ríkinu,
en að sögn Magnúsar hefur félagið
verið mjög drjúgt við að afla fjár
til byggingarframkvæmda og
húsakaupa í gegnum tíðina og
lagði m.a. til 4 milljónir króna í
framkvæmdirnar við Viðihlíð.
Jarðgufufiskimjölsverksmiðja Stranda hf.:
Hefur áhuga á að
kaupa meltu til bræðslu
— verðlagning gæti orðið svipuð og á loðnu til bræðslu
FYRIRTÆKIÐ Strandir hf. á Reykjanesi hefur áhuga á því að kaupa meltu
til bræðslu, en jarðgufufískimjölsverksmiðja fyrirtækisins mun hefja starf-
semi sína í næsta mánuði. Er hugmyndin að kaupa meltuna alls staðar af
landinu ef áhugi seljenda verður fyrir hendi. Ekki er Ijóst á hvaða verði hún
yrði keypt, en til greina kæmi að hún yrði verðlögð á svipaðan hátt og loðna
til bræðslu. Miðað við bræðslu um 40.000 lesta á ári með jarðgufu gætu
sparast um 26 milljónir króna í erlendum gjaldeyri til olíukaupa.
Jón Leví Hilmarsson, verkfræð-
ingur Stranda hf., sagði í samtali
við blm. Mbl. að fyrirtækið hefði
fullan hug á að taka fiskúrgang og
meltu af togurunum til bræðslu og
einskorða sig ekki við suðvestur-
hornið. Þá þyrfti að leysa flutn-
ingavandamál og ætti að vera
hægt að geyma meltuna á hverj-
um stað í tönkum og safna henni
síðan saman með skipum Ríkis-
skips. Ætlun þeirra væri að sjá
sjálfir um flutninginn og væri nú
að hefjast útboð í akstur vegna
þess. Teldu þeir sig fullfæra um að
taka alla tilfallandi meltu til
vinnslu, að minnsta kosti fyrst í
stað. Síðan yrði bara að sjá hve
mikið framboðið yrði og auk þess
gætu fleiri aðilar í landinu unnið
þetta.
Sagði hann afkastagetu verk-
smiðjunnar verða um 250 lestir á
sólarhring og myndi hún meðal
annars taka við úrgangi til
bræðslu af suðvesturhorninu.
Hvað meltuna varðaði hefðu menn
verið í vandræðum með að finna
verðlagningu á hana. Margar að-
ferðir væru til að verðleggja hana,
en til dæmis mætti verðleggja
hana eins og loðnu, það er miðað
væri við ákveðið verð á lest til
hækkunar eða lækkunar miðað við
fituinnihald og fitufrítt þurrefnis-
innihald. Vegna þess að mikill
vökvi er í meltunni gæti hún
reynst dýr í vinnslu, en Strandir
hf. notuðust við innlendan orku-
gjafa, jarðgufu, sem væri vissu-
lega ódýrari en innflutt olía. Væri
miðað við vinnslu úr 40.000 lestum
af úrgangi á ári og væru notuð 70
kíló af olíu til bræðslu hverrar
lestar gætu sparast um 3.500 lestir
af olíu, sem kostuðu um 26 millj-
ónir króna. Auðvitað yrði eitthvað
greitt fyrir gufuna, en það væri
auðvitað ekkert olíuverð og þaðan
af síður í erlendum gjaldeyri.
/lukinþjónusta
íaðalbanka
ogíöllumútibúum:
Gialdeyris -
J afgieiösla
Viö önnumst nú alla algengustu gjaldeyrisþjónustu: Kaup og sölu á
feröamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra
gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISA greiðslukorta.
Iðnaðarbankinn
Reykjavík: Aðalbanki, Lækjargötu 12
Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18
Laugarnesútibú, Dalbraut 1
Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60
Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3
Garðabær: v/Bæjarbraut
Hafnarfjörður: Strandgötu 1
Selfoss: Austurvegi 38
Akureyri: Geislagötu 14