Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984
35
Johnny Weissmiiller í hlutverki Tarzans. Maureen O’Sullivan í hlut-
verki Jane.
Johnny „Tarzan“ WeissmUller allur:
Tarzanöskur leikið er
kistan seig í gröfina
Acapulco, Mexíkó, 23. janúar. AP.
JOHNNY WEISSMULLER, að margra dómi hinn eini sanni Tarzan
apabróðir, lést á heimili sínu í Acapulro á laugardaginn. Banamein hans
var heilablóðfall, sem gerði fyrst vart við sig árið 1977, en allar götur
síðan hefur hann att kappi við sjúkdóminn. Weissmuller var 79 ára
gamall og það varð hans síðasta athöfn í lífinu, að faðma eiginkonu sína
að sér og brosa til hennar.
Weissmuller var jarðsettur í
gærmorgun og voru um hundrað
vinir og vandamenn samankomn-
ir. Er kista hans var látin síga
ofan í gröfina, var Tarzanöskur
leikið af segulbandi, öskrið sem
Weissmuller gerði frægt í 18
Tarzanmyndum þeim sem hann
lék í á árunum 1931 til 1947.
Weissmuller var mikill afreks-
maður í íþróttum, einkum í sundi.
Hann fæddist í Chicago árið 1904
og alls vann hann fimm gullmed-
alíur í sundi á olympíuleikunum
1924 og 1928. 67 urðu heimsmetin
hans og í 52 skipti vann hann
landskeppnistitla í ýmsum grein-
um sundsins. Hann hóf leik í
kvikmyndum og hann varð fjórði
leikarinn til að leika Tarzan.
Ekki vegnaði Weissmuller sem
best í viðskiptum eftir að kvik-
myndaleik hans lauk. Sinnaðist
honum við kvikmyndafyrirtæki
það sem hann vann fyrir og gerði
síðan nokkrar myndir um „Jungle
Jim“, sem útlagðist á íslenska
tungu „Tarsan i fötum". Þær
myndir möluðu ekki gull og enn
minna fékk Weissmuller í sinn
hlut er hann freistaði þess að
endursýna gömlu Tarzanmynd-
irnar. Árið 1970 var hann starf-
andi sem dyravörður við Cesars
Palace spilavítið í Las Vegas, er
honum varð ljóst að hann hafði
alvarlegan kransæðasjúkdóm.
Hann var fyrst lagður inn á
sjúkraheimili í Los Angeles, en
var beðinn að fara annað eftir að
hafa vakið aðra sjúklinga á næt-
urnar með skerandi Tarzanöskr-
um. Þá fór hann til Acapulco þar
sem hann dvaldist til dauðadags.
Fiskimid í stór-
hættu í Norðursjó
80 tunnur af skordýraeitri liggja þar á hafsbotni
Esbjcrg, 23. j»n. AP.
DÖNSK stjórnvöld ákváðu í dag að
senda rannsóknaskipið Gunnar Sei-
denfaden, eitt fremsta skip sinnar
tegundar í Danmörku, til leitar í
Norðursjó að 80 tunnum af banvænu
skordýraeitri, sem féll fyrir borð af
dönsku flutningaskipi í óveðri í síð-
ustu viku. Sagði skipherrann, Helge
Simonsen, að „nokkurrar heppni"
væri þörf, ef takast ætti að finna eit-
urtunnurnar. Þar sem tunnurnar
féllu í sjóinn, eru einhver fengsæl-
ustu fiskimið í Norðursjó. Er talið, að
tunnurnar hafi sokkið til botns á 50
metra dýpi.
Um 40 gámar fullir af margs
konar vörum fóru fyrir borð, er
skipið „Dana Optima" rak stjórn-
laust í stórsjó í ofsaveðri, sem gekk
yfir Norður-Evrópu 13. jan. sl. Á
meðal þess, sem skolaðist útbyrðis,
voru 80 tunnur, sem innihéldu um
16 rúmmetra af skordýraeitrinu
„dinoseb". Er talið, að eitrið geti
hugsanlega haft mikla hættu í för
með sér fyrir fiskigöngur á þessu
svæði og spillt fiskveiðum þar stór-
lega.
Simonsen skipherra sagði í dag,
að fyrst væri að finna tunnurnar,
en síðan yrði tekin ákvörðun um,
hvernig þeim yrði bezt náð upp.
Það yrði sennilega gert annað
hvort með því að senda kafara
niður eða sérstök tæki, sem stjórn-
að yrði með neðansjávarsjónvarpi.
ítalskt skip
er taliö af
Lm ( oruna, Spáni, 23. jan. AP.
SKIP OG flugvélar leituðu á laugar-
daginn að ítalska flutningaskipinu
Tito Campanello eftir að neyðarkall
barst frá því þar sem það var statt
fyrir utan norðvesturströnd Spánar.
Ekkert hefur síðan spurst til
skipsins og 24 manna áhafnar
þess, og er óttast að það hafi far-
ist.
Lá í ísköldu vatni í 20 mínútur:
Hrifsuðu drenginn
úr klóm dauðans
Chicago, 23. janúar. AP.
FJÖGURRA ára gamall snáði var
drukknaður, eða svo töldu björgun-
armenn sem drógu hann upp úr
Michiganvatni í síðustu viku. Hann
hafði þá marað í kafi í 20 mínútur, var
ískaldur og máttlaus, hjartað var hætt
að slá og lungun hætt að virka, enda
full af ísköldu vatni. En nú er hann á
batavegi.
Drengurinn litli, Jimmy Tontle-
wicz, féll ofan í vök, en þegar hann
komst undir læknishendur, var
meðferðin allt önnur heldur en ver-
ið hefði fyrir nokkrum árum. í stað
þess að hita drenginn upp og reyna
að lífga hann þannig við, var hann
settur bókstaflega á ís, auk þess
sem læknar héldu honum í dái með
lyfjagjöfum. Viku eftir að meðferð-
in hófst, virtist Jimmy litli vera að
koma til sjálfs sín. Hann opnaði
augun í fyrsta skipti og hreyfði
bæði hendur og fætur. Þetta var á
föstudaginn og um helgina hélt
hann áfram að hreyfa sig þó að enn
væri hann meðvitundarlaus.
Læknar drengsins segja að hann
standi ótrúlega vel áð vígi og líkam-
inn litli berjist eins og hetja. „Það
er góður möguleiki á því að hann
verði jafn góður, ekkert bendir til
heilaskaða og öll viðbrögð eru eðli-
leg,“ sagði einn þeirra. Hann gat
þess einnig að fyrir einni kynslóð
eða svo, hefði Jimmy litli verið úr-
3kurðaður látinn er hann var dreg-
inn upp úr vökinni.
VÉLADEILD,
VERSLUN
OG SKRIFSTOFUR
HAMARS HF.
ERU
FLUTTAR
INYTT HUSNÆÐI
BORGARTÚN 26
Við erum með innflutning á vörum sem bera toppmerki
eins og t.d. DEUTZ, KRONE, CLARK, HYSTER, NIEMEYER,
MONO og fjölda annarra hluta, sem þekktir eru
fyrir vöndun og hagkvæmni.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta.
í bættu umhverfi erum við tilbúnir til stórátaka.
NÚERUM
VÉR SAMEINAÐIR
AÐ BORGARTÚNI 26
VÉLADEILD - VINNUVÉLAVERKSTÆÐI -
SKIPA- OG VÉLAVERKSTÆÐI - EFNISSALA -
NÝSMÍÐI - RENNIVERKSTÆÐI.
HAMARHF
Borgartún 26. Sími 22123