Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 47 Unghryssur á stóðbúi Sigurðar Haraldssonar á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Ljósm. Kristján Kinarsson. Útflutningur íslenskra hrossa: SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hve,,,89Ö»u 33 — Sim. 20560 — Pósthótl 377 Morgungull Nýr íslenskur morgunmatur MORGUNGULL heitir nýr ís- lenskur morgunmatur sem sam- ansettur er af haframjöli, ses- amfræum, rúsínum, sólblómafræ- um, mólasa hrásykri og kókos- mjöli. Hann má borða með mjólk, súrmjólk, skyri, jógurt, safa eða bara vatni. Framleiðandi Morg- ungullsins er fyrirtækið „Gott fæði“ sem ung kona, Margrét Björgólfsdóttir, rekur. „Tilgangurinn er að koma með íslenskan morgunmat sem er ódýr, hollur og sérstaklega bragðgóður," sagði Margrét í viðtali við Mbl. „Efnið flyt ég inn frá Englandi og blanda síðan eftir eigin uppskrift og rista í bakaríinu Kökuvali, sem ég er með á leigu hluta dags. Undir- búning fyrir þessa framleiðslu hóf ég í september og kom fyrsti pakkinn á markaðinn í jólabóka- flóðinu síðari hluta desember. Hver pakki inniheldur 450 grömm og kostar út úr búð 60—65 krónur og mun ég á næst- unni gefa fólki kost á að smakka Morgungullið á kynningum sem ég verð með í fjórum verslunum í febrúarmánuði. í Miklagarði 3. febrúar, í verslunum Vörumark- aðsins við Ármúla og Eiðis- granda 10. febrúar, í Austurveri 17. febrúar og í Glæsibæ 24. febrúar." Tilgangurinn er að koma með íslenskan morgunmat sem er allt í senn ódýr, bragðgóður og hollur," sagði Margrét Björgólfsdóttir framleið- andi Morgungullsins í samtali við Mbl. Hér er hún að kynna framleiðsl- una í einum stórmarkaði Reykjavíkur. Velheppnað þorra- blót á Eskifirði Kskifíröi, 23. janúar. ESKFIRÐINGAR héldu sitt annað þorrablót síðastliðinn laugardag. Mikið fjölmenni sótti blótið. Margt var til skemmtunar og gamla árið krufíð til mergjar. Margir fengu sendingar þar eins og von er. Menn voru mjög ánægðir með þorrablótið. Um 400 manns munu hafa setið undir borðum. Goði blótsins var Guðmann Þorvaldsson ásamt konu sinni, Sólveigu Ei- ríksdóttur. Höfðu þau sér til fulltingis margt góðra manna, sem leggja hart að sér frá ára- mótum fram til blótsins, svo allt takist sem best til. Við blótsbjöllunni sem er tákn þorrablótsins tók Bogi Nílsson, sýslumaður og kona hans, Elsa Petersen. Þau munu stýra næsta þorrablóti árið 1985. Ævar Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki.sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa og pantanir streyma inn. Hryssa, sem seld er á 18 þúsund kr. hér er aftur seld á 60 þús- und kr. í Þýskalandi ÓTAMIN hryssa, sem keypt var af bónda hér á landi á síðasta ári fyrir 18 þúsund krónur, var seld í Þýska- landi fyrir 60.200 krónur. Taminn reiðhestur, geldingur, sem á síðasta árí var keyptur hér á landi fyrir 25 þúsund krónur, var seldur síðar sama ár í Þýskalandi fyrir 73.100 krónur. Tamin hryssa, af góðum ætt- um, sem hér var seld á 26 þúsund krónur, var seld í Þýskalandi á 70 þúsund krónur nokkrum mánuðum síðar. Hækkunin í fyrsta dæmi nem- ur 234%, í öðru dæmi 192% og í síðasta dæminu hefur verðið hækk- að um 169% á leiðinni frá hinum íslenska eiganda til hins þýska. Framangreindar upplýsingar fékk blaðamaður Morgunblaðsins hjá Gunnari Bjarnasyni hrossa- útflutningsráðunaut, en útflutn- ingur íslenskra hrossa hefur mjög verið til umræðu undanfarið, svo sem fram hefur komið f fréttum Morgunblaðsins. „A síðasta ári var seld hér á landi ung hryssa," sagði Gunnar, „af góðum ættum, tamin og gott reiðhross. Hér fékk eigandi hryss- unnar 26 þúsund krónur fyrir hana. Hún var send utan 15. júní, og seld í Þýskalandi 5. október á 6.700 þýsk mörk, eða sem svarar um 70 þúsund krónum. Inni í þess- ari verðhækkun er innlendur kostnaður við útflutninginn, flug- far, tollur, kostnaður í Þýskalandi, geymslukostnaður, lækniskostn- aður vegna inflúensu, geymslu- kostnaður í þrjá og hálfan mánuð, tvennar járningar, trygging og U-BÍX9Q verslunarkostnaður. Til saman- burðar get ég nefnt, að gangverð á þýskfæddu hrossi af íslenskum ættum, í sama gæðaflokki, er um 6 þúsund mörk og yrðum við því alls ekki samkeppnisfær á erlenda markaðnum með óraunhæft „lág- marksverð" hér heima, sem virðist eiga að þvinga í gegn. En hin dæmin tvö líta þannig út, sundurliðuð en þau eru dæmi- gerð um verðmyndun á íslenskum hrossum, sem flutt eru til Þýska- lands eða annarra landa innan Efnahagsbandalags Evrópu: Sjá töflu. Geldingur, taminn kr. KaupverA 25.000 ísl. kostnaður við útfl. 6.400 Flugfar til Rotterdam 13.800 25% tollur af CIF-verði 11.300 Flutningskostn. í Þýskalandi og annar innfl. kostnaður 4.200 llmboðslaun erlendis 2.400 Sölukostnaður kaupanda ca. 10.000 Söluverð 73.100 Kaupverð á íslandi er um 34% af söluverði erlendis. Hryssa, ótamin Kaupverð 18.000 íltfl.-gjald til Bfl. ísl. 10% 1.800 Útfl.-kostnaður 20.200 Innfl.-gjöld í Þýskalandi 3.000 Flutningur o.fl. 4.200 Dmboðslaun erlendis 2.400 Söhikostnaður erlendis 10.000 Söluverð 60.200 Kaupverð á íslandi er um 30% af söluverði erlendis. Kaupverð á íslandi er aðeins um 30% af söluverði erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.