Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Móðir mín, HELGA JÓNSDÓTTIR fré Lambhóli, er látin. Fyrlr hönd aöstandenda, Oddbjörg Kristjénsdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Smyrlahrauni 25, Hafnarfiröi, er látin. Guörún Sigurmannadóttir, Stefén Rafn, Hafdía Sigurmannadóttir, Myral G. Williama. Móöir okkar', ÁSTRÍÐUR BJARNADÓTTIR, lést 20. janúar i Landakotsspítala. Fyrir hönd aöstandenda, Stefania Valentínusdóttir, Jóhanna Snasfeld, Sigurveig Jóhannsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MATTHILDUR STEFÁNSDÓTTIR fró Hvftadal, lóst í Borgarspítalanum aö morgni 21. janúar. Stefén Sigurösson, Róbert Sigurösson, Auöur Siguröardóttir, Jón Sigurósson, Guðbjörg Siguróardóttir, og barnabörn. Ingunn Árnadóttir, Helga María Ástvaldsdóttir, Jón Sigurösson, Matta K. Frióriksdóttir, Borgþór Óskarsson + Faöir minn, ÓSKAR JÓNSSON, Skrióustekk 14, andaöist aö morgni 23. janúar. Jaröarförin auglýst síöar. Unnur Óskarsdóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, JÓHANNA STEINDÓRSDÓTTIR, Heióargeröi 122, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 25. janúar kl. 13.30. Njéll Þórarinsson, Þórir Steíndór Njélsson Aöalbjörg Gunnarsdóttir, og barnabörn. + Minningarathöfn um JÓHANNES SIGURÐSSON, hreppstjóra, Hnúki, Dalasýslu, sam andaðist 17. janúar, fer fram í Fossvogskirkju miövikudaginn 25. janúar kl. 13.30. Jaröarförin auglýst síöar. Vandamenn. + Minningarathöfn um eiginmann minn, fööur okkar, tengdafööur, son og bróður, BJÖRN JÓNSSON, flugstjóra, Eskihlfö 26, sem fórst meö TF-RÁN 8. nóvember 1983, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarna- félag Islands eöa aörar björgunarsveitlr. Elfsabet Kristjénsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Guðmundur V. Óskarsson, Þorlékur Björnsson, Ingunn Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Heba Jónsdóttir, Jakob Jónsson. Málfríöur Arna- dóttir — Minning Fædd 10. febrúar 1899 Dáin 17. janúar 1984 Það vekur ávallt söknuð, þegar kær samferðamaður er burt kall- aður af þessum heimi, og margar minningar vakna frá liðnum ævi- dögum. En þegar viðkomandi ein- staklingur hefur lokið löngu og farsælu ævistarfi og er farinn að heilsu og kröftum, eins og var um Málfríði Ásmundsdóttur hin síð- ustu ár, þá má segja að burtförin sé umbreyting til þess, sem við vonum að sé betra. Málfríður kvaddi þetta líf um hádegisbil hins 17. janúar sl. hægt og hljótt eins og hún hafði lifað því. Vel mundi mega hafa þessi orð um þau ferðalok á jörðu hér: Jesú nafn er náðarlind, dýrðlegs frelsis fyrirboði, friðardagsins morgunroði, læknisdómur dýr við synd, styrkur veikum, stoð í þrautum, stjarna vonar hjörtum blíð, himneskt ljós á harma brautum, heilsa’ og líf á dauða tíð. Fullu nafni hét hún Málfríður Anna Margrét og var yngst fjög- urra barna foreldra sinna, Vil- borgar Rögnvaldsdóttur (f. 1859) og Ásmundar Ásmundssonar skipasmiðs (f. 1860), en þau bjuggu að Sólheimum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem nú er Brekkustígur 17. Eldri en Málfríð- ur voru Páll Valdimar, eimreiðar- stjóri og lengi starfsmaður Hafn- arsmiðjunnar, d. 16. desember 1979, og dæturnar Ragnheiður, en hún fór til Danmerkur, giftist þar dönskum manni og andaðist í Kaupmannahöfn, og Margrét, sem einnig fór utan og mun hafa borið beinin á danskri grund. Rögnvaldur, faðir Vilborgar, var Jónsson, bónda í Hvammi í Skorradal, Þórðarsonar, hrepp- stjóra á Hvanneyri og Gullbera- stöðum í Borgarfjarðarsýslu. Ás- mundur, faðir Málfríðar, var eins og áður greinir Ásmundsson, ól- afssonar, bónda í Vatnsholti, Björgólfssonar, bónda í Vatns- holti. Málfríður og systkini hennar ólust upp á Sólheimum að mestu f skjóli móður sinnar, því Ásmund- ur faðir þeirra fór til Vesturheims meðan þau voru enn í bernsku. Ef til vill hefur sú för hans átt að verða stutt, en svo fór að hann andaðist vestra. Varð því Vilborg að sjá sér og börnunum farborða með aðstoð Páls sonar síns og síð- ar einnig dætranna. Mun það hafa blessast vonum framar, enda fjöl- skyldan samhent og vinnusöm. Þess verður þó að geta, að á fyrstu tugum þessarar aldar var ekki um fjölbreytt störf að ræða fyrir stúlkur. Var það aðallega vinna á fiskreitum, en þeir voru víða í Vesturbænum á þeim árum, en þessi vinna var stopul og háð veðri. Um tvítugsaldur fór Málfríður til starfa á heimili Stefáns Gunn- arssonar, skókaupmanns, en hann rak myndarlega skóverzlun og skóverkstæði í Austurstræti 12. Stefán var öðlingsmaður og reyndist hann og fjölskylda hans Málfríði mjög vel. Síðar tók hún að sér ræstingar í Austurstræti 12 fyrir atbeina Stefáns. Það er til marks um einstæðan trúnað og samvizkusemi Málfríðar við þessi störf, að hún vann óslitið í meir en hálfa öld í Austurstræti 12 og jafnlangan tíma hjá Bernhard Petersen, sem þar var fyrst til húsa. Málfríður var lengst af heilsuhraust og munu þeir dagar hafa verið fáir á þessum langa ferli, að hana hafi vantað til vinnu. Málfríður kynntist mörgum merkum mönnum á starfsferli sínum í Austurstræti 12 og mynd- aðist góður kunningsskapur milli hennar og þessara manna. Má þar nefna heiðursmenn eins og Olaf Thors, Valdemar Norðfjörð, Sig- urð Benediktsson og Jóhannes Kjarval. Kunni Málfríður að segja margar skemmtilegar sögur af þessum þjóðkunnu mönnum, ekki síst Jóhannesi Kjarval, en hann kallaði Málfríði gjarnan ganga- stúlkuna sína. Og hún er a.m.k. aðili í einni eða tveimur þjóðsög- um um Kjarval. Hann vildi ávallt fylgjast með heimilishögum henn- ar og fjölskyldu. f tilefni af einu merkisafmæli Málfríðar málaði Kjarval olíumálverk, sem hann gaf henni. Það er allt í senn: „portrett" af Málfríði, landslag í bakgrunni og ljóð, sem hann orti til hennar og ritaði á léreftið. Árið 1930 urðu straumhvörf í lífi Málfríðar, en þá gekk hún að eiga unnusta sinn, Sigurjón Skúla- son, f. 16. ágúst 1899. Foreldrar Sigurjóns voru Rósamunda Jó- hanna Jónsdóttir (f. 1869) og Skúli Gíslason kennari (f. 1855), ættað- ur úr Geiradal í Barðastrandar- sýslu. Á árinu 1933 ráðast þau hjónin svo í það þrekvirki að kaupa ein- býlishús suður í Skerjafirði, sem Hólaberg heitir, en nú er Reykja- víkurvegur 33. Þetta reyndist þeim mikið hamingjuspor, og í þessu húsi bjuggu þau allan sinn búskap og þar leið þeim ljómandi vel, þótt nokkur fjarlægð þætti frá miðborginni fyrstu árin. Virðist svo sem Skerjafjörðurinn hafi sér- staka töfra fyrir þá, sem þar hafa búið og búa. Hjónaband Sigurjóns og Mál- fríðar var mjög farsælt. Milli þeirra ríkti einlæg hjartahlýja og næmur skilningur. Þau gerðu ekki víðreist um sína daga, utan stuttra ferða innan lands. Þau undu glöð í heimaranni. Húsbónd- inn var oftast, af næðisstund gafst, með bók í hönd. Húsfreyjan naut þess að laga góðan mat. Þeirra hamingja var ekki sótt á + Innilegar þakklr fyrir samúö og hlýju viö andlát og útför eigln- manns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, KRISTJÓNS KRISTJÓNSSONAR. Elísabnt fslaifsdóttir, Bragi Kristjónsson, Nína Björk Árnadóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Valgeróur Kristjónsdóttir, Björn Theódórsson, barnabörn og Kristjón Kormékur. Lokað í dag frá kl. 14.30 vegna útfarar MÁLFRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR. Radíóstofa Vilbergs og Þorsteins, Laugavegi 80. torg. Mottóið var þetta: Sína gleði maður mætur mesta ber við hjartarætur. Málfríður og Sigur- jón eignuðust þrjá syni: Vilberg, útvarpsvirkjameistara og kaup- mann, hann á fimm börn og fjögur barnabörn, Kristin, hæstaréttar- lögmann, hann er barnlaus, og Ás- mund Ara, vélvirkjameistara, hann á einn son. Fyrst framan af var Sigurjón Skúlason til sjós á togurum, inn- lendum og erlendum. Hann vann í vél, var oftast kyndari. Á þeim ár- um var barist um vinnuna á tog- skipunum, aðeins þeir hæfustu fengu vinnu. Aðbúnaður á togur- um var þá ekki góður, maturinn var nær eingöngu geymdur í salt- pækli. Heilsa Sigurjóns var ekki sterk, maturinn var honum óholl- ur. Þar kom að hann varð að hætta sjómennsku, fara í land sem kallað var. Það var ekki bjart yfir þessum dögum, en Málfríður hafði sína vinnu. En það rættist úr og Sigurjón fékk vinnu í Vélsmiðj- unni Hamri. Þar vann hann í mörg ár, m.a. við að setja upp olíu- kynditæki, sem hann hafði kynnt sér sérstaklega, en auk þess sögðu kunningjarnir að hann hefði sér- stakan „náttúrutrekk". Sigurjón var eðlisgreindur mað- ur, sjálfmenntaður af bókum, og hafði ánægju af að velta fyrir sér reikniþrautum og ýmsum gátum tilverunnar. Heilsu hans hrakaði, og að lokum fór svo, að gamla meinið, sem hrakið hafði hann af sjónum, tók sig upp aftur. Eftir stutta sjúkdómslegu andaðist hann 12. september 1961. Eftir að Málfríður varð ekkja bjó hún mörg ár á Hólabergi ásamt Kristni syni sínum, þar til hún varð að fara á elliheimilið Grund sökum sjúkleika. Málfríður Ásmundsdóttir, sem við kveðjum í dag hinztu kveðju, var ein af aldamótadætrum Reykjavíkur, dætrum þess tíma sem er löngu liðinn og fáir þekkja nema af afspurn. Hún gerði ekki strangar kröfur til lífsins en undi glöð við sitt. Sigurjón maður hennar, sem lifði og hrærðist í tækninni, sá um að hún hefði þau tæki, sem létta húsmæðrum lífið. Málfríður var rólynd og skap- föst, æðrulaus manneskja, en þó var hún ávallt glöð og kát og hafði næmt auga fyrir hinu spaugilega í tilverunni. Fólk hændist að henni og leitaði trausts og ráða hjá henni. Hún var hollráð og vildi hvers manns vanda leysa, var þá sama hvort unglingar áttu í hlut eða fulltíða fólk. Einn var sá hæfileiki, sem Málfríður hafði umfram flesta, sem ég hef kynnzt, en það var draumspekin. Hennar draumar birtust ekki í gátum, heldur mátti segja að hún sæi atburðina fyrir nákvæmlega á þann hátt, sem þeir síðan gerðust. En eins og margir, sem slíka hæfileika hafa, fór hún afar dult með reynslu sína. Það er mikils vert fyrir fólk, sem verður að vista sína nánustu á stofnunum, að vel sé að þeim búið. Því er við hæfi að enda þessi fá- tæklegu minningarorð um Mál- fríði Ásmundsdóttur með þakk- læti til forstjóra Grundar og hinna mörgu ónafngreindu aðila, sem líknuðu henni og bægðu frá þrautum. Góður Guð efli veika trú, gefi sjúkum styrk, en sterkum mildi. Ellert Ág. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.