Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Ályktun almenns fundar um grænmetisversliin: Innflutningur verði gefinn og tollar afnumdir Frá fundinum um grænmetismálin i Hótel Esju sl. laugardag. Morgunblaðið/ Priðþjðfur. ALMENNUR fundur um verslun með grænmeti sem haldinn var um helg- ina samþykkti að skora á stjórnvöld að gefa verslun með nýtt grænmeti frjálsa og heiraila frjálsan inn- flutning á þeim tímum, sem innlend gæðafram- leiðsla annar ekki eftir- spurn. Ennfremur skoraði fundurinn á stjórnvöld að afnema um leið tolla á grænmeti og aðflutnings- og sölugjöld af rekstrar- og fjárfestingarvörum garöyrkjubænda svo að hægt verði að selja það á viðráðanlegu verði fyrir allan almenning. Fundurinn var haldinn undir heitinu „Hvað er að í verslun með grænmeti?", en að honum stóðu Húsmæðrafélag Reykja- víkur, Manneldisfélag íslands, Neytendasamtökin og Verslun- arráð íslands. Um 100 manns sátu fundinn. Ofangreind sam- tök hafa síðustu mánuði unnið saman að því verkefni að fá fram úrbætur á verslun með grænmeti og var þessi fundur árangur þess samstarfs. Við- fangsefni fundarins vár annars vegar að þrýsta á um breyt- ingar á verslun með grænmeti og hins vegar að leggja áherslu á hollustugildi grænmetis og mikilvægi grænmetisneyslu. Jó- hann J. Ólafsson, sem sæti á í framkvæmdastjórn Verslunar- ráðs íslands, setti fundinn, og Bjarni Þjóðleifsson læknir ávarpaði hann, en Árni Gunn- arsson fyrrverandi alþingis- maður var fundarstjóri. Fram- söguerindi fluttu: Dröfn Far- estveit frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur um grænmetis- kaup heimila, Jón óttar Ragn- arsson frá Manneldisfélagi ís- lands um grænmetisneyslu og heilsuvernd, Jónas Bjarnason frá Neytendasamtökunum um neytendur og grænmetisvanda- málið og Árni Árnason frá Verslunarráði íslands um viðskiptahöft og verslun með grænmeti. Framsögumenn lögðu áherslu á þá byltingu sem orðið hefði í þjóðfélagsháttum á síðustu ár- um og breytingum á neyslu- venjum í framhaldi af því. Grænmetið hefði mesta holl- ustugildi af öllum mat og væri krafa neytenda sú að eiga kost á samfelldu úrvali af grænmeti á viðráðanlegu verði allt árið. Þá gagnrýndu framsögumenn nú- verandi einokunarkerfi á inn- flutningi grænmetis, svo og það að 70% tollur væri innheimtur af flestum grænmetistegund- um. Kom fram að Grænmetis- verslun landbúnaðarins hefur einkaleyfi til innflutnings alls grænmetis til landsins, en stofnunin hefur veitt Sölufélagi garðyrkjumanna leyfi til inn- flutnings sumra tegunda í sinn stað. Árni Árnason sagði að einokun sem þessi væri óhag- kvæmasta sölufyrirkomulagið fyrir neytendur, bæði hvað verð, framboð og þjónustu varð- aði. Sagði hann, að verð inn- NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent landbúnaóarráðherra bréf þar sem óskað er svara við eftirtöldum spurn- ingum: Hver er eigandi Grænmetis- verslunar landbúnaðarins? Hverra hagsmuna á hún að gæta? Hvernig lítur verðútreikningur út fyrir kart- öflur og eina tegund af káli? Þetta kom fram í erindi sem Jónas Bjarna- son, stjórnarmaður f Neytenda- samtökunum, flutti á almennum fundi um verslun með grænmeti á Hótel Esju um helgina. flutts grænmetis væri tvö- til fimmfalt hærra hér en í Dan- mörku og úrvalið hér aðeins þriðjungur til helmingur þess sem þar væri. Þá væri þjónust- Jónas gagnrýndi Grænmetis- verslunina harðlega og sagði með- al annars að hún gerði óhagstæð innkaup. Skýrði hann frá ofan- greindu bréfi, en sagði jafnframt, að ekki hefði komið svar við því. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, stóð upp í almennum um- ræðum og upplýsti að svarbréf ráðuneytisins væri á leiðinni til Neytendasamtakanna. Árni Árna- son, framkvæmdastjóri Verslun- an hér léleg, það bæru sárar kvartanir neytenda og kaup- manna vott um. Taldi Árni að þeir heildsalar sem í dag sæju um innflutning og dreifingu ávaxta gætu hæglega bætt grænmetisinnflutningnum við sig án verulegs kostnaðarauka. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og tóku þá meðal annars til máls forstjórar umræddra stofnana og vörðu stofnanir sínar. I ályktuninni sem samþykkt var samhljóða í lok fundarins er vakin athygli á breyttum neysluvenjum og mikilvægi fersks grænmetis sem hollustu- fæðis. Sagt er að grænmetis- neysla íslendinga sé lítil miðað við nágrannaþjóðirnar þrátt fyrir gott innlent grænmeti, en það sé ekki nægjanlega fjöl- breytt og anni auk þess ekki eft- irspurn nema hluta úr ári. Sagt er að háir tollar og forneskju- legt fyrirkomulag í innflutn- ingsverslun standi einkum í vegi fyrir að eðlilegum óskum neytenda sé fullnægt. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að gefa verslun með nýtt grænmeti frjálsa og heimila frjálsan inn- flutning á þeim tímum sem inn- lend gæðaframleiðsla anni ekki eftirspurn. Þá er skorað á stjórnvöld að afnema tolla á grænmeti og aðföng garðyrkju- bænda þannig að hægt verði að selja grænmetið á viðráðanlegu verði fyrir allan almenning. Segir að þessi breyting myndi ekki síst koma innlendum fram- leiðendum til góða í aukinni neyslu. arráðs Islands, gagnrýndi Grænmetisverslunina einnig harðlega. Sagði hann meðal ann- ars, að hún virtist ekki vera ríkis- fyrirtæki, heldur fyrirtæki í óskilgreindri eign bænda sem bændaforystan gæti ráðskast með að vild. Sagði hann, að stofnunin greiddi enga skatta, hvorki til ríkis eða sveitarfélags, og hefði Verslunarráðið óskað umsagnar ríkisskattstjóra á því hvort Grænmetisverslunin væri skatt- skyld eða ekki. Neytendasamtökin spyrja ráðherra: Hver á Grænmetisverslunina og hverra hagsmuna á hún að gæta? Kvótaskiptingin ræð- ur úrslitum um stöðuna — segir Árni Benediktsson um afkomutölur Þjóðhagsstofnunar „ÞAÐ ER eiginlega ekki hægt að segja með vissu um stöðu fiskvinnslunnar fyrr en kvóta- skiptingin liggur fyrir og eins hver viðbrögð útgerðarinnar við henni verða — það er að segja hvernig útgerðarmenn munu bregðast við og hverig þeir munu haga sínum veiðum,“ sagði Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðni sf., er Mbl. bar undir hann útreikn- inga Þjóðhagsstofnunar á stöðu fiskvinnslunnar. Frá þeim út- reikningum sagði í blaðinu sl. laugardag. „1 fljótu bragði hef ég ekki mikið við útreikninga Þjóðhags- stofnunar að athuga," sagði Árni. „Við erum að skoða þetta betur enda er talsvert verk að reikna þetta allt út. En aðalat- riðið er, að við rennum blint í sjóinn með hvað gerist í kjölfar kvótaskiptingarinnar. Markmið hennar er m.a. að ákvarða hvert verður aflamarkið og hvernig má haga veiðunum á sem hagkvæm- astan hátt. Menn eiga að geta skipulagt veiðarnar á sem ódýr- astan hátt fyrir útgerðina — en það gæti hinsvegar verið óhag- stætt fyrir vinnsluna. Þar með gætu þessar tölur, 7—9% hagn- aður, breyst fiskvinnslunni í „ÞESSAR niðurstöður koma ekki á óvart, en meðal annars vegna nokkuð breyttra uppgjörsaðferða hjá Þjóðhagsstofnun eigum við eftir að skoða þær betur,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, er hann var óhag. Ef veiðitími flotans styttist í kjölfar kvótaskiptingarinnar, þá gæti það þýtt að fiskvinnsluna í landi vanti verkefni á öðrum tímum. Á meðan þessir þættir eru ekki ljósir er mjög erfitt að ' segja til um hver staðan er í raun og veru,“ sagði Árni Benedikts- son. inntur álits á niðurstöðum Þjóð- hagsstofnunar á afkomu saltfísk- verkunarinnar. „Þessi mikli munur á afkomu frystingar og saltfiskverkunar hefur aukizt jafnt og þétt und- anfarin misseri vegna stöðugr- ar hækkunar Bandaríkjadollars Árni Benediktsson gagnvart Evrópumyntum, sem saltfiskverkunin er mjög háð. Slakari afkoma í frystingu en saltfiskverkun á undanförnum árum leiddi til þess, að margar undanfarnar verðlagningar og ýmsar ráðstafanir hafa verið íþyngjandi fyrir söltunina, en Friðrik Pálsson til bata fyrir frystingu. Þessu verður að snúa við nú þegar og auk þess að leysa það, sem þarf í viðbót með virkari verðjöfnunarsjóði, sem hefur í reynd verið bundinn dagverði frystra afurða um nokkurt skeið,“ sagði Friðrik Pálsson. Niðurstödurnar koma ekki á óvart — en þær þarf að skoða betur, segir Friðrik Pálsson um afkomutölu Þjóðhagsstofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.