Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 29 fMfaQmiIilfifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltruar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Rétt skref í bönkunum Verðhjöðnunarinnar gæt- ir nú svo um munar í bankakerfinu. Eftir hið stóra stökk niður á við á laugar- daginn eru vextir orðnir lægri en í febrúarlok 1978 þegar hraðinn á verðbólgu- skrúfunni byrjaði að aukast svo um munaði. Er ekki að efa að þessi lækkun vaxta og breytt viðhorf í bankakerfinu sem henni eru samhliða eiga eftir að létta róðurinn hjá mörgum nú þegar tekist er á við aðrar afleiðingar verð- bólgunnar en himinháar og síhækkandi tölur. í tilkynn- ingu Seðlabankans vegna vaxtalækkunarinnar segir: „Við vaxtabreytinguna nú er miðað við að verðbólgustigið sé nálægt 15%, enda þótt nýj- ustu verðmælingar og spár bendi til að það sé nokkru lægra." Þessi mikli árangur hefur ekki náðst þrautalaust, síður en svo. Björninn er þó ekki að fullu unninn og ábyrgðarleysi þeirra manna er mikið sem vilja nú fjar- lægja þær gáttir er settar hafa verið til að halda aftur af verðbólguflóðinu, sem brytist fram af miklum þunga nái það ekki að sjatna enn frekar. Samhliða vaxtalækkuninni er verið að stíga fleiri rétt skref í bankakerfinu. Ætlun- in er að breyta afurðalána- kerfinu í þá átt, að meiri ábyrgð sé hjá viðskiptabönk- um og sparisjóðum, þeir geti ekki í jafn ríkum mæli og nú treyst á endurkaup Seðla- bankans. Núverandi skipan hefur í reynd leitt til þess að afgreiðsla afurðalána í við- skiptabönkum hefur verið sjálfvirk. Þá á að leyfa svo- kölluð millibankaviðskipti, en í þeim miðla lánastofnanir fé sín á milli og taka til dæmis árstíðarbundnar sveiflur hver af annarri. Hingað til hefur Seðlabankinn gegnt slíku miðlunarhlutverki í ís- lenska bankakerfinu. Breyt- ingin á afurðalánakerfinu og tilkoma millibankaviðskipta gera almenna banka og spari- sjóði þannig sjálfstæðari. Stuðla Sæði þessi skref að því að dregið sé úr miðstýringu í peningamálum og ber að fagna þeim. Þá hefur verið opnuð glufa til frjálsrar samkeppni meðal innlánsstofnana með því að veita þeim heimild til eigin vaxtaákvarðana. Því miður er þessi heimild alltof þröng en hún er einnig skref í rétta átt. Ekki fer fram hjá neinum sem áhuga hefur á að ávaxta fé sitt að æ fleiri leiðir til þess hafa verið að opnast undanfarin misseri. Hinar 'nefðbundnu innlánsstofnanir hafa þó ekki rutt margar nýj- ar brautir í þeim efnum. Samkeppni þeirra á milli hef- ur fremur snúist um að auka þjónustuna með nýjum úti- búum en bæta hag viðskipta- vinanna. Er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnendur ís- lenskra innlánsstofnana fái að spreyta sig í samkeppni hver við annan um að láta sparifé viðskiptavinanna skila sem hæstum arði. Er nauðsynlegt að ganga lengra á þeirra braut en greint var frá í síðustu viku. Njósnir í Noregi Arne Treholt, einn af for- stöðumönnum upplýs- ingadeildar norska utanrík- isráðuneytisins, var tekinn fastur á föstudagskvöld og hefur nú játað á sig njósnir fyrir Sovétríkin. Þessi óhugn- anlegi atburður staðfestir enn það sem svo oft áður hef- ur verið sagt, að hinir ótrú- legustu og háttsettustu menn virðast reiðubúnir til að fórna þeim trúnaði sem þeim er sýndur af eigin þjóð í þágu þeirra sem grafa undan stjórnskipulagi lýðræðisríkj- anna. í þeim efnum ætti ekk- ert lengur að koma á óvart. Þegar rætt er um útsend- ara eða njósnara Sovétríkj- anna má skilja á milli þeirra sem beinlínis er ætlað að komast yfir leyndarmál, stela skjölum og svo framvegis, og hinna sem hafa verið kallaðir „útsendarar í áhrifastöðum" og hafa það hlutverk að breyta umræðum eða ákvörð- unum Sovétríkjunum í vil. Enginn vafi er á því að Arne Treholt hefur verið mikil- vægur njósnari fyrir Sovét- menn og þá ekki síst sem út- sendari í áhrifastöðu. Hann var virkur í Verkamanna- flokknum og einn af forystu- mönnum þeirra innan flokks- ins sem vilja sem minnst samskipti við Vesturlönd, sérstaklega í varnarmálum. Treholt gerðist hægri hönd Jens Evensen, sem var við- skipta- og hafréttarmála- ráðherra Noregs. Og hann lauk síðan embættisferli sín- um á leið með stolin skjöl til KGB sem einn af upplýsinga- stjórum norska utanríkis- ráðuneytisins. Snjóru&ningsUeki Vegagerðar ríkisins voru komin á fulla ferð við snjóruðn- inginn í gær, en allir vegir í Borgarfirði urðu ófærir um helgina. MorgunblaAið/ HBj. Veður svipað í dag og síðasta sólarhring VEÐUR verður með svipuðu móti í dag og var síðasta sólarhring, að sögn veðurfræðinga. Austan- og Suð- austanátt ríkjandi, úrkoma og vind- ur fara minnkandi, en búast má við slyddu og éljagangi. Óveðrið, eins og það sem var nú um helgina er til komið vegna lægðar sem hingað barst með há- loftastraumum, frá Nýfundna- landi til Norður-Skotlands og það- an norðvestur yfir ísland. Lægðin dýpkaði á leiðinni frá Skotlandi. Hún kom yfir landið á suðaust- urhorninu, gekk þaðan norður fyrir það og rann upp í stóra kyrrstæða lægð sem verið hefur yfir Grænlandshafi síðustu daga. Tiltölulega sjaldgæft er að lægðir komi upp að landinu með þessu móti. Stöðvarfjörður: Foráttubrim og skemmd- ir á hafnargarðinum Stödvarfírói, 23. janúar. FORÁTTUBRIM, það mesta sem menn muna, gerði á sunnudags- morgun á Stöðvarfirði. Veðurhæð varð þó aldrei mikil en alda stóð beint inn fjörðinn. Vaktmaður um borð í togaranum Krossanesi, sem lá við bryggjuna og beið löndunar, kallaði á aðstoð um klukkan 5.30. Voru þá landfestar farnar að slitna og festipollar í skipinu höfðu brotn- að. Starfsmönnum Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar, sem á togarann, tókst að binda hann aftur. Um klukkan fjögur um daginn var tog- aranum siglt frá bryggjunni. Rétt eftir það reið mikill brotsjór yfir bryggjuna og má fullyrða að illa hefði farið ef skipið hefði legið enn- þá við hana. Eitthvað losnaði af grjóti úr eldri varnargarðinum, en nýr garður, sem byggður var í sumar, er að mestu óskemmdur. Minni bátar Stöðfirðinga lágu í smábátahöfn- inni og skemmdust ekki. Sjór gekk inn í frystihúsið en vinnsla hófst þar aftur klukkan níu í morgun eft- ir lagfæringar og hreinsun á hús- inu. Flutningaskipið Valur liggur úti á firði og bíður eftir að leggjast að til að lesta fiskimjöl. _ . Steinar Borgarnes: Víða mynduðust biðraðir bfia á þröngum götum. Innanlandsflug erfitt í gær INNANLANDSFLUG gekk heldur erfiðlega í gær, en það lá niðri í fyrra- dag og bíða enn fjölmargir farþegar flugs víða um landið. Tvær Flugleiðavélar fóru frá Reykjavík til Akureyrar. í fyrstu lendingartilraun voru skilyrði mjög slæm og flugvélinni snúið til Sauð- árkróks, þar sem beðið var uns veðrinu slotaði. Þá fór flugvél af stað til ísafjarðar en henni var snú- ið við til Reykjavíkur vegna veðurs. Ráðgert var að fljúga til Akureyrar í gærkvöldi, en horfið var frá því. Þá var ófært á Egilsstaði, Húsavík, Höfn í Hornafirði og til Vest- mannaeyja. Frá Arnarflugi var flogið til Blönduóss í gærmorgun. Flugvél lagði einnig af stað til Flateyrar en var snúið aftur til Reykjavíkur. Flugi til Siglufjarðar og Fáskrúðs- fjarðar var aflýst. Ráðgert var að fijúga tvær ferðir á Snæfellsnes með kvöldinu, en þangað hafði ekki verið flogið frá því á föstudag og biðu sextíu manns þar eftir fiugi til Reykjavíkur. 150 krakkar veðurtepptir Borgarncsi, 23. janúar. BLINDBYLUR var hér um slóðir síðdegis í gær, sunnu- dag, og urðu allar götur bæjar- ins og vegir um héraðið ófær- ar. Fólk lenti í vandræðum með að komast á milli húsa og höfðu lögreglan með allt til- tækt lögreglulið og félagar úr Björgunarsveitinni Brák nóg að gera við að bjarga fólki heim til sín. Um 150 börn og unglingar af höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem um helgina voru á körfuknatt- leiksmóti í Iþróttamiðstöðinni, ætl- uðu að halda heim á sunnudag en urðu veðurteppt og urðu að láta fyrirberast, í Iþróttamiðstöðinni. Að sögn Sólveigar Harðardóttur, starfsmanns í íþróttamiðstöðinni, voru krakkarnir þarna í besta yfir- læti í nótt og héldu heim í morgun. Fengu þau mat frá hótelinu í gær- dag, sváfu í göngum og sölum húss- ins í nótt. Að sögn lögreglunnar varð ekkert alvarlegt að í óveðrinu. Kennsla féll niður í fyrstu tímum í grunnskólanum í morgun. í dag er aftur komið besta veður og að sögn Bjarna G. Sigurðssonar verkstjóra hjá Vegagerðinni eru snjóruðningstæki Vegagerðarinnar komin nokkuð áleiðis upp um hérað. Fært er til Reykjavíkur og verið er að ryðja vestur Mýrar, en Holta- vörðuheiði verður ekki rudd fyrr en á morgun, þriðjudag. — HBj. Jafnvel traustbyggðustu jeppar áttu í erfiðleikum þar sem snjórinn var hvað mestur. Morgunbiaíið/ Friðþjófur ■* ... ' ;:-.i 4r' / "* w Á flestum gatnamótum voru bfiar, sem þurfti að draga. Ánnir hjá lögreglu vegna óveðursins „ÞRÁTT fyrir ófærð og miklar annir hjá lögreglunni síðasta sólarhring gekk starfið furðanlega vel. Mest var annríkið við að aðstoða fólk til síns heima, sérstaklega um eftirmiðdag- inn þegar keyrsla strætisvagna hafði stöðvast,“ sagði Þórður Kárason, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Töluvert margir söfnuðust sam- an á aðalstöðina við Hverfisgötu og á miðbæjarstöðina og var þessu fólki ekið heim. Við heimkeyrsluna var notaður langferðabíll sem er í eigu lögreglunnar og annar feng- inn að láni frá Guðmundi Jónas- syni. Þá voru á ferð bílar frá Slysavarnafélaginu, hjálparsveit- unum og slysavarnadeild björgun- arsveitarinnar Ingólfs, sem dyggi- lega aðstoðuðu okkur að vanda. Við sóttum marga sem þurftu lækn- ishjálpar með og keyrðum þá til læknis eða á slysavarðstofu, en einnig var mikið að gera við að flytja hjúkrunarfólk til vinnu sinn- ar, bæði í gær og í morgun," sagði Þórður. Hjá lögreglunni í Hafnarfirði fengust þær fréttir í gær að helgin hefði gengið áfallalaust þrátt fyrir slæmt veður. Færð væri orðin þokkaleg innanbæjar fyrir vel búna bíla. I Mosfellssveit var fært á aðalvegum, sem og á Seltjarnar- nesi. Sömu sögu var að segja frá Selfossi, en í Vestmannaeyjum var færð enn nokkuð slæm. Að sögn lögreglunnar þar er þetta eitt versta veður sem komið hefur í Eyjum í langan tíma. Meðan á veðrinu stóð naut lögreglan þar að- stoðar hjálparsveita og skáta við að flytja fólk til og frá vinnu, s.s. starfsfólk sjúkrahússins, og við að fjarlægja af götum fólksbíla sem þar sátu fastir. Óvenju stór hluti Vestmannaeyjaflotans lá við bryggju og nokkrar skemmdir urðu á trillu. Á Akranesi var færð að komast í sæmilegt horf um eftirmiðdaginn í gær, en í Kefiavík var enn nokkur ófærð innanbæjar. Þar skapaðist talsvert öngþveiti í óveðrinu, að sögn lögreglunnar, sérstaklega vegna vanbúinna fólksbíla sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að fjarlægja. Um óhöpp þar vegna veðursins var ekki vitað. Ástæða til að setja reglur um umferð fólksbíla í ófærð — segir Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri „REYNSLAN sýnir að full ástæða er til að ræða við lögregluna um reglur og frekari aðgerðir varðandi umferð smábfla { ófærð eins og þeirri sem mynaðist nú um helgina. Aðvaranir duga skammt í þessum efnum því að fjöldi manns fer ekki eftir þeim,“ sagði gatnamálastjóri, Ingi Ú. Magn- ússon, í samtali við Morgunblaðið um sexleytið í gær. Þá var orðið greiðfært um allar aðalgötur borgarinnar og hreinsum gatna miðaði vel áfram í íbúðarhverfum. Einnig var hafinn snjómokstur á bflastæðum og um- hverfis spítala og elliheimili. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gekk sæmilega að ryðja snjó af göt- um í fyrrinótt, eftir að veðrinu slot- aði og fáir voru á ferli. Vinnuskil- yrði snjóhreinsunarmanna versn- uðu sfðan mjög með morgninum þegar umferð hófst og illa búnir fólksbílar festust víða og urðu til trafala. „Ég held að það megi kall- ast mesta mildi að ekki hafa orðið skemmdir á fólksbílum við snjóruðninginn, þeir eru margir hverjir skildir eftir á víð og dreif um göturnar án þess að eigendur gæti að því að auðkenna bíla sína. Það er erfitt fyrir snjómoksturs- mennina að geta ekki rutt snjó af götum vegna fólksbíla, sérstaklega þegar skyggni er slæmt, eins og gerðist í gær. Þá er einnig ástæða til að vara við þvf að börn séu að leik við götur þar sem verið er að vinna við snjóhreinsun." Aðspurður um kostnað vegna hreinsunarinnar sagði Ingi að sól- ahringur eins og sá síðastliðni kost- aði um 800 þúsund krónur. Fjárveit- ing til slíkra aðgerða er um tuttugu milljónir fyrir 1984, og það sem af er árinu hefur á sjöundu milljón króna verið varið til snjóhreinsun- ar. Sagði Ingi að versta ófærðar- svæðið í Reykjavík væri bersýnilega Seljahverfið og Seláshverfið. Hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir sagði Ingi að svokallaðar snjógirð- ingar, tveggja metra háir tréflekar, hefðu verið reistar á nokkrum stöð- um, m.a. í Suðurhlíð, og gefið það góða raun að athugandi væri hvort ekki mætti reisa slíkar girðingar víðar. Snjóhreinsun var hætt kl. 23.00 í gærkveldi, en hófst aftur kl. 04.00 í morgun. 35 snjóruðningstæki eru notuð við hreinsunina og nokkrar vörubifreiðir, en auk starfsmanna snjóhreinsunardeildar unnu starfsmenn garðyrkjudeildar, ný- byggingardeildar og viðhaldsdeildar Gatnamálastjóra einnig f hreinsun- inni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.