Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Minning: Sæmundur Guð- jónsson, Borðeyri Fæddur 25. febrúar 1896 Dáinn 15. janúar 1984 Með Sæmundi Guðjónssyni er fallinn frá einn af mætustu for- ystumönnum Strandamanna á síðari tímum. Hann lét félagsmál mjög til sín taka í sinni sveit, Bæj- arhreppi, og gegndi þar marghátt- aðri forystu, og gætti áhrifa hans einnig víða um Strandasýslu. Leiðir okkar lágu saman um nær 20 ára skeið og er mér Ijúft að minnast hans með nokkr- um orðum í kveðju- og þakkar- skyni við fráfall hans. Sæmundur var fæddur í Mið- húsum í Bæjafhreppi í Stranda- sýslu 25. febrúar 1896, og var hann því á 88. aldursári, þegar hann íézt. Foreldrar hans voru Guðjón ólafsson bóndi í Miðhúsum og kona hans Ingibjörg Sæmunds- dóttir. Ólafur, faðir Guðjóns, var bóndi á Litlu-Hvalsá í Bæjar- hreppi, sonur ólafs Bjarnasonar frá Fróðárkoti á Snæfellsnesi. Ingibjörg var dóttir Sæmundar Lýðssonar frá Hrafnadal í Bæj- arhreppi. Sæmundur Guðjónsson ólst upp í foreldrahúsum til fullorðins aldurs. Barnafræðslu hlaut hann í heimahúsum og svo naut hann hluta úr einum vetri kennslu hjá Kristmundi Jónssyni, sem var þá bóndi á Kolbeinsá og var síðar kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Það var sem sagt engin skólaganga. Aðra fræðslu aflaði Sæmundur sér með dugnaði, fyrirhyggju og sinni góðu greind, en hann varð vel að sér: skrifaði t.d. gott og vandað mál og hafði einkar fagra og skýra rithönd, og töluglöggur var hann og reikningsmaður í bezta lagi. Kona Sæmundar var Jóhanna Brynjólfsdóttir frá Bakkaseli og voru þau hjón systkinabörn. Hún andaðist 18. des. 1939, 42 ára að aldri. Börn þeirra eru eftirtalin: Brynjólfur, nú á Borðeyri, kvænt- ur Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Skálholtsvík, og eiga þau 3 dætur; Guðjón Ingvi, bóndi á Borðeyr- arbæ, kvæntur Sigurrósu Sigurð- ardóttur frá Bakkaseli, og eiga þau 4 börn; Gunnar, bóndi á Broddadalsá, kvæntur Kristjönu Brynjólfsdóttur, og eiga þau 3 börn; Pálmi sparisjóðshaldari, Laugarholti, Bæjarhreppi, kvænt- ur Ásdísi Guðmundsdóttur frá Guðmundur Ragnar Andrésson, Meistaravöllum 9, Reykjavík, and- aðist þann 14. janúar í Landa- kotsspítala eftir stutta og erfiða legu. Hann var fæddur að Ferju- bakka í Borgarhreppi þann 29. mars 1926, sonur hjónanna Lilju Finnsdóttur og Andrésar Guð- mundssonar. Vorið 1930 fluttu þau hjón ásamt þeim börnum sínum, sem þá voru fædd að Saurum í Hraunhreppi. Ekki verður farið út í að rekja ættir Guðmundar að þessu sinni, en þeir sem til þekkja, vita að hann var af góðu fólki kominn að allri gerð. Guðmundur fékk í vöggugjöf hina miklu atorku forfeðra sinna þó mest og best frá sínum ágætu foreldrum, sem jafnframt önnuð- ust hið frábæra uppeldi, sem ein- kennir systkinin frá Saurum í svo ríkum mæli. Við mikið starf en næga hvíld og elskulegt atlæti þar sem fyrirbænir og kristin trú voru í heiðri höfð, svo sem dugað höfðu þjóðinni mest og best frá önd- verðu, ólst Guðmundur upp í glað- værum systkinahópi þar sem hin sanna og einlæga gleði fékk að njóta sín, ekki síður í hinu smærra en stærra. Kolbeinsá, og eiga þau 3 syni; Unnur Þórdís, Akranesi, gift Víg- lundi Elíssyni, og eiga þau 4 börn. Sæmundur hóf búskap í Heydal árið 1921 og bjó þar til ársins 1938, er hann fluttist með fjölskyldu sína á jörðina Borðeyri, sem nú er almennt nefnd Borðeyrarbær til aðgreiningar frá kauptúninu Borðeyri. Þar átti hann síðan heima til æviloka. Eftir lát konu sinnar hafði hann ráðskonur, sem önnuðust húshald, lengst af þær Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Skálholtsvík og síðan Rögnu Eiðsdóttur, sem andaðist 1963. Ingvi, sonur Sæmundar, byrjaði að búa með föður sínum á Borð- eyrarbæ árið 1956 og tók eftir það smám saman við búsforráðum, og eftir lát Rögnu Eiðsdóttur 1963 önnuðust hann og kona hans heimilishald að öllu leyti, en Sæ- mundur gekk að ýmsum bússtörf- um lengi eftir það, meðan heilsa entist. Það hlaut svo að fara, að ýmis trúnaðarstörf hlæðust á slíkan hæfileika- og mannkostamann sem Sæmund á Borðeyri, og skulu þau helztu nefnd hér: Hann var hreppstjóri Bæjarhrepps frá 1941 til 1977, en Pálmi sonur hans tók við því starfi. Jafnframt var Sæ- mundur formaður skattanefndar sína hreppstjóratíð, unz skatt- stjórar komu til sögunnar. í hreppsnefnd var hann full 40 ár og þar af oddviti um 30 ára skeið. Sýslunefndarmaður fyrir Bæjar- hrepp var hann nær 20 ár. Hann var forstjóri Sparisjóðs Hrútfirð- inga frá árinu 1938, er Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður lét af því starfi, og hafði hann það á hendi til 1. sept. 1976, er Pálmi, sonur Sæmundar, tók við starfinu. End- urskoðandi reikninga Kaupfélags Hrútfirðinga var Sæmundur um 50 ára skeið. í skólanefnd Hér- aðsskólans á Reykjum í Hrútafirði átti hann sæti 1940—1978, og lengi á þessu tímabili annaðist hann reikningsskil fyrir skólann. Hann sat í stjórn Búnaðarfélags Bæjar- hrepps og Ræktunarfélags Bæjar- hrepps og Óspakseyrarhrepps ár- um saman. Þá var hann nokkur ár fulltrúi á fundum Stéttarsam- bands bænda. Öllum þessum störfum gegndi Sæmundur af alluð og trú- mennsku. Vandvirkni og ná- kvæmni voru aðalsmerki hans. Með þetta góða veganesti, sem öllum er hollt, hleypti Guðmundur heimdraganum ungur að árum og lagði út í hinn fláráða heim þar sem hættur og vá liggja í leyni við hvert fótmál, en á vegferðinni þraut aldrei veganestið. Hið góða uppeldi og hinir ótvíræðu eðlis- kostir blunduðu aldrei í brjósti hans en héldu vöku sinni í því að halla aldrei réttu máli og taka alltaf málstað þeirra sem minna mega sín eða eiga við erfiðleika að stríða á einn eða annan hátt. Þó sá sem þessar línur skrifar hafi þekkt Guðmund frá barn- æsku og verið náinn vinur hans alla ævi, vorum við aldrei sam- starfsmenn utan nokkra mánuði þegar við báðir unnum hjá Lands- síma íslands. Þá kynntist ég dugn- aði hans, kappsemi, verklagni og því aðalsmerki, sem prýðir hvern mann í starfi, að vaxa með erfið- leikum og leysa verkefnin hversu vandunnin sem þau eru. Sem sagt líta á erfiðleikana til að yfirstíga þá en ekki til að guggna á þeim. Þessir eiginleikar voru ríkir í fari hans, og honum eðlilegir ásamt mikilli smekkvísi og háttvísi í framkomu allri. Skýrslur allar, reikningar, bréf og önnur skjöl, sem hann lét frá sér fara, voru ætíð unnin með sér- stakri kostgæfni, svo að betra varð eigi á kosið. Mér er minnis- stætt eitt og annað í því efni, þótt nokkuð sé nú langt um liðið. T.d. voru skattagögn úr Bæjarhreppi, sem skilað var til yfirskattanefnd- ar, sérstaklega vel frágengin og ýtarleg í öllum greinum, m.a. voru skattframtöl nær öll með rithönd Sæmundar hreppstjóra, sem hafði svo rækilega aðstoðað sveitunga sína, og var þar allt í bezta lagi. Hreppstjórastörfin rækti Sæ- mundur með ágætum, m.a. annað- ist hann eignaskipti á mörgum dánarbúum, sem til féllu í hreppn- um, og skilaði af þeim tilskildum gjöldum og skýrslum þar um. Oddvitastörfin rækti Sæmundur með skilvísi og þeirri nákvæmni, sem honum var lagin. Mér er einn- ig kunnugt um, að reikningshald og frágang reikningsskila fyrir Reykjaskóla gerði hann með sömu ágætum sem annað, er hann hafði með höndum. Sama var að segja um störf Sæmundar sem forstjóra Sparisjóðs Hrútfirðinga, þau voru einnig góð og farsæl. Mér er Sæ- ur fyrir störf hans í sýslunefnd Strandasýslu. Þar sat hann í hópi úrvals manna úr öðrum hreppum sýslunnar og tók af áhuga virkan þátt í störfum sýslunefndar. Sæ- mundur var á þeim vettvangi sem öðrum varfærinn, grandvar, íhug- ull og vandaður í störfum. Hann var góður ræðumaður, rökfastur og fylginn sér og þó ætíð gætinn. — Sæmundur kom oft á heimili okkar hjóna, meðan við vorum búsett í Strandasýslu, bæði í hópi sýslunefndarmanna og þar fyrir utan. Það var gott að hafa þennan greinda og prúða mann í návist sinni. Hann kunni að njóta þess að vera í góðra vina hópi og gleðjast á góðri stund og eiga með félögum sólskinsblett, sem gat einnig verið til minja, er frá leið. — Sæmundur Guðjónsson var félagslyndur og traustur maður, vel viti borinn, dagfarsprúður og einlægur í vin- áttu sinni. Hann var að jafnaði alvörumaður, sem þó gat komið auga á ýmsar broslegar hliðar til- verunnar. Þessar fáu línur eru hinzta kveðja mín til Sæmundar Guð- jónssonar vinar míns. Börnum hans, öðrum ættingjum og að- standendum, sendi ég innilega kveðju mína. Jóhann Salberg Guðmundsson Sæmundur á Borðeyri er látinn. Fregnin kom ekki á óvart. En hví bregður manni að heyra lát manns Þegar Guðmundur fór úr for- eldrahúsum lá leiðin til Borgar- ness þar sem hann hóf verklegt nám í söðlasmiði hjá föðurbróður sínum, Jóni Bjarna Guðmundssyni frá Ferjubakka. Því miður lauk hann því námi ekki, vantaði að- eins nokkrar vikur á. Það er vart nokkur vafi, að hefði Guðmundur lokið námi og lagt fyrir sig þessa iðn þá hefði það orðið einn þáttur í iðnsögu þjóðarinnar, þar sem fram hefðu komið hin ágætu verk og mikla reynsla Jóns Bjarna í söðlasmíði og vandvirknislegt handbragð Guðmundar á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Eftir að hann söðlaði um og sagði skilið við söðlasmíðina gerð- ist hann starfsmaður Landssíma (slands 1948 þar sem hann vann til ársins 1954, en þá réðst hann til Bæjarsíma Reykjavíkur og starf- aði þar til dauðadags, síðustu tíu árin sem verkstjóri. Eins og sést á yfirliti yfir störf Guðmundar skipti hann sjaldan um starf og mest alla ævi sína helgaði hann talsímaþjónustunni krafta sína, enda var maðurinn ekki þeirrar gerðar sem hleypur á milli vinnu- veitenda í tíma og ótíma. Konu sinni, Huldu Brynjúlfs- dóttur, kvæntist Guðmundur þann 9. apríl 1955, hún er dóttir Brynj- úlfs Dagssónar læknis og Guð- laugar Sigfúsdóttur. Hulda bjó hátt á níræðisaldri? Sæmundur var þeirrar gerðar að hann setti svip á samfélag sitt og var í hug- um okkar samferðarmanna hans gæddur þeim eiginleikum, sem lyfta einu samfélagi á hærra stig. Þess vegna setur mann hljóðan, þegar slíkir menn hverfa, jafnvel þótt vitað væri að langur og far- sæll starfsdagur væri á enda og hvíldin þráð. Sæmundur fæddist 25. febrúar 1896 í Miðhúsum í Bæjarhreppi. Hann andaðist i sjúkrahúsinu á Hvammstanga 15. þ.m. og varð því nær 88 ára að aldri. Foreldrar Sæmundar voru hjón- in Ingibjörg Sæmundsdóttir frá Bakkaseli og Guðjón Ólafsson frá Hvalsá í sömu sveit. Þau bjuggu í Heydal og Miðhúsum í nær 40 ár, einum afskekktustu býlum í Bæj- arhreppi. Þau hjón eignuðust níu börn, sem þau gátu sakir gáfna sinna og verkhæfni veitt hið besta uppeldi, þótt ekki væri efni til að kosta til langskólanáms. Vinnu- semin, vöndunin og nægjusemin voru ríkjandi á því heimili. Sæ- mundur var elstur barna þeirra. Mun hann því snemma hafa þurft að taka til hendi svo sem kraftar leyfðu. Um skólagöngu var ekki að ræða umfram mjög takmarkaða barnafræðslu á þeirri tíð. Örfáar vikur var Sæmundur í skóla hjá Kristmundi Jónssyni á Kolbeinsá, síðar kaupfélagsstjóra á Borðeyri, úrvals kennara. Að öðru leyti var hann sjálfmenntaður svo sem best gerist, lesinn og fjölfróður og flestum fremri að starfshæfni. í nokkur ár var Sæmundur sýsluskrifari hjá Halldóri Kr. Júlíussyni, sýslumanni á Borðeyri, og man ég að hann taldi það hafa verið sér góðan skóla. Sæmundur kvæntist frændkonu sinni, Jóhönnu Brynjólfsdóttur frá Bakkaseli, glæsilegri konu, árið 1922. Settu þau bú saman í Heydal manni sínum og börnum indælt heimili lengst af á Meistaravöllum 9 í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn en þau eru Guðlaug, kennari, fædd 1955, Andrés, nemur raf- magnstæknifræði í Danmörku, fæddur 1957, kvæntur Rannveigu Fannberg, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau eina litla dóttur, Hildi, en yngst er Bryndís, bókbindari, fædd 1965. Ekki er hægt að minnast svo míns kæra vinar og mágs að ekki sé minnst á lestrarhneigð hans. Hann var mikill lestrarmaður alla ævi og bókavinur hinn mesti, enda lét hann ekki sitja við orðin tóm í því efni heldur kom sér upp veg- legu og fágætu bókasafni, sem á fáum árum hefur orðið mikið að gæðum og vöxtum. Á síðustu árum hafa þau hjón komið sér upp sumarbústað í landi Alviðru í Grímsnesi. Þar ein- kenndist allt af sama handbragð- inu og smekkvísinni, sem lífshlaup Guðmundar bar merki um, og nú var komin til samfylgdar lífsföru- nautur sem ekki lá á liði sínu við að bæta og laga til í kringum sig. Öllum frístundum, hvort sem um var að ræða stutt helgarfrí eða heil sumarfrí, var varið í hinu undurfagra umhverfi þar sem öll náttúrufegurð Árnesþings blásir við augum í allri sinni tign og öllu sínu veldi, þar sem kyrrðin er svo sama ár og bjuggu í sambýli við foreldra hans fyrsta árið, en þá fluttu þau Guðjón og Ingibjörg að Miðhúsum, næsta bæ neðar í daln- um. í Heydal bjuggu þau Sæmundur og Jóhanna til ársins 1938. Þau eignuðust þar fimm börn: Brynj- ólf, bifr.stj. á Borðeyri, kvæntan Guðrúnu Jóhannesdóttur, sem nú er látin, Guðjón Ingva, bónda á Borðeyri, kvæntan Sigurrósu Sig- urðardóttur, Gunnar, bónda á Broddadalsá, kvæntan Kristjönu Brynjólfsdóttur, Pálma, spari- sjóðsstjóra á Borðeyri, kvæntan Ásdísi Guðmundsdóttur, og Unni, sem gift er Víglundi Elíssyni, bú- sett á Akranesi. Eins og áður er getið er Heydal- ur afskekktust jarða í Bæjar- hreppi og harðbýl á nútímavísu. Þó hygg ég að þeim Sæmundi og Jóhönnu hafi búnast vel með bar- nahópinn sinn, enda gætt hófsemi í kröfum svo sem arfleifð þeirra beggja vísaði til. Fyrir einyrkja bónda á af- skekktri jörð og með stóran barnahóp var örðugt að sinna opinberum störfum í þágu sveitar og héraðs. Man ég það frá ungl- ingsárum mínum að um var talað, að ekki væri Sæmundur vel í sveit settur að gegna opinberum störf- um, en þá var mönnum ljóst að hann var til forystu fallinn i hverjum þeim málum byggðar- lagsins, sem hann vildi ljá lið. Hann var mjög vel máli farinn, rökvís, ritfær í besta lagi og skrif- aði rithönd sem af bar. En Sæ- mundur var hlédrægur og manna ólíklegastur til að sækjast eftir opinberum störfum og vegtyllum. Árið 1938 flytja þau hjón bú- ferlum frá Heydal að Borðeyri í alfaraleið í miðri sveit, enda má segja að þar hafi beðið Sæmundar störf, sem gerðu kröfu til hag- kvæmrar búsetu. Hygg ég að þeim hjónum hafi þótt ærin viðbrigði að vera komin í alfaraleið, en verið þess albúin að takast á við fjöl- þættari verkefni en hægt var að sinna á afskekktu býli. En skjótt bregður sól sumri. Ár- ið eftir búferlaflutninginn andast Jóhanna frá ungum börnum þeirra, því yngsta þriggja ára. Þungur harmur var að Sæmundi kveðinn og börnum hans við frá- fall ástsællar eiginkonu og móður. Sá harmur mun hafa fylgt Sæ- mundi til æviloka, þótt eigi væri á torg borinn. Af æðruleysi tókst hann á við aukinn vanda og bjó börnum sínum gott heimili með aðstoð ágætra ráðskvenna, er til hans réðust. Hélt hann heimili þangað til Guðjón Ingvi, sonur hans, tók við búi. Eftir það var Sæmundur á heimili hans þar til fyrir ári, að hann varð að fara í sjúkrahús sakir vanheilsu. djúp og friðurinn svo mikill að ekki verður með orðum lýst. Þang- að var gott að leita þegar erilsömu dagsverki var lokið. Þegar ég hugsa um stundir hinnar elsku- legu fjölskyldu í þessum unaðsreit íslenskrar náttúru koma ósjálf- rátt upp í hugann vers úr sálmi hins ástsæla sálmaskálds Matthí- asar Jochumssonar: Þú komst frá lífsins háa helgidómi en hollvin áttu í hverju minnsta blómi í hverju foldarfræi byggir andi sem fæddur er á ódauðleikans landi. Guömundur Ragnar Andrésson — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.