Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 19 JVr A. B»r>;lund, frótlarilari MqrgunblaAsins í Osló, skrifar uni l'rchult-njósnamáliA Tíð ferðalög í einkaerindum komu lögreglunni á sporið ARNE Treholt, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, er fyrsti norski cmbættismaðurinn, sem af- hjúpaður er sem njósnari. Hann er auk þess fyrsti njósnarinn í Noregi, sem handtekinn er með trúnaðar- skjöl í fórum sinum. Að svo komnu máli eru það að- eins örfáir embættismenn úr æðstu röðum, sem vita fyrir víst hvaða skjöl það voru, sem Treholt var með á sér er hann var hand- tekinn í farþegasal Fornebu- flugvallar um kl. 17 á föstudag. Þá var hann á leið til Vínarborgar. Ekki er talið óhugsandi, að Tre- holt hafi verið á leið til fundar við útsendara sovésku leyniþjónust- unnar, KGB, með upplýsingar er vörðuðu nýafstaðinn fund þeirra Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, og George P. Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, f Osló. í skjalatösku sinni gæti Tre- holt hafa komið fyrir skjölum, sem stimpluð voru „ríkisleynd- armál“ í bak og fyrir. Ekki leikur nokkur vafi á, að KGB hefði haft mikinn áhuga á að komast yfir þessi skjöl. Síðasta verkefni Treholt sem starfsmanns utanríkisráðuneytis- ins var að undirbúa fréttamanna- fund með Shultz í Osló. í Banda- ríkjunum hefur það að vonum vakið mikla athygli, að njósnari KGB skyldi skipuleggja blaða- mannafund með utanrikis- ráðherra landsins. Sú staðreynd, að Arne Treholt keypti farmiða til Vínarborgar var ástæðan fyrir handtöku lög- reglunnar á föstudag. Fylgst hafði verið með honum um langt skeið. Allur póstur til hans var skoðaður og símtöl hleruð. I fréttatilkynn- ingu frá ríkissaksóknara segir, að norska öryggislögreglan hafi Treholt átti barn með tékkneskri konu: KGB hótaði að koma upp um framhjáhaldið Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildarmönnum, að Arne Treholt hafi átt barn með tékkneskri konu í lok sjöunda áratugarins. Er jafn- vel talið, að KGB hafi hótað að Ijóstra þessu leyndarmáli hans upp njósnaði hann ekki fyrir þá. Þann- ig hafi KGB fyrst náð almennilegu tangarhaldi á honum. Þetta er aðeins ein þeirra getgáta, sem komið hafa fram eftir handtökuna. Margir hallast að því, að þetta sé ein líklegasta skýringin á því, að Treholt gekk KGB á hönd á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum heimildarmannanna hitti Tre- holt tékknesku konuna er hann var eitt sinn á ferð í Prag undir lok sjöunda áratugarins. Hann fór oft til Tékkóslóvakíu á þess- um árum, m.a. vegna þess að hann hafði mikilvægu hlutverki að gegna í tæknilegri framþróun landsins á valdatíma Dubcek. Kari Storækre, eiginkona Treholt. KGB hótaði að segja henni frá frá barni manns hennar I Tékkóslóv- akíu. Sfmamyndir frá Verdens Gang. HALLAST er að því, að Treholt hafi verið einn þeirra manna, sem sckjast stöðugt eftir spennu í lífinu. Hesta- veðmál voru um langt skeið hans líf og yndi og á síðasta áratug var hann tíður gestur á Bjerke-kappreiðavellin- um í Osló. Eftir handtökuna hafa menn velt því fyrir sér hvort Treholt hafi gerst handbendi KGB til þess að geta staðið straum af veðskuldum, sem hlóðust upp. Þeirri hugmynd hefur einnig verið komið á fram- færi, að Treholt hafi verið svo tíður gestur á veðhlaupabrautinni, sem raun bar vitni, til þess að koma fjármununum, sem hann fékk greidda frá KGB fyrir upplýs- ingarnar, í umferð svo lftið bar á. Kannski er sannleikurinn einfald- lega sá, að Treholt sé haldinn óslökkvandi spilafýsn. fylgst með honum frá því á miðj- um áttunda áratugnum, er sá grunur kom upp, að útsendari frá KGB leyndist í röðum starfs- manna utanrikisráðuneytisins. Nafn Arne Treholt var þó ekki sett í samband við þessar njósnir fyrr en 1982. Það var svo ekki fyrr en á síð- asta ári að spjótin tóku fyrir al- vöru að beinast að honum. Það voru m.a. hin tíðu ferðalög hans í einkaerindum, sem vöktu athygli. Á þeim tíma gaf staða hans innan ráðuneytisins ekki tilefni til margra ferðalaga í embættiser- indum. Þá vakti það ekki síður at- hygli, að þær borgir, sem hann heimsótti oftast, eru nafntogaðar fyrir fundi KGB-njósnara með út- sendurum sfnum á Vesturlöndum. Treholt hefur verið yfirheyrður alla helgina. Ljóst er, að hann hef- ur viðurkennt að hafa átt marga fundi með útsendurum KGB og einnig að hann hafi afhent þeim skjöl, sem merkt voru ríkisleynd- armál. Hans G. Andersen, sendiherra, um Treholt: „Þetta eru sorg- legar fri *t,t,l \r“ „ÞETTA eru sorgarfréttir. Hann virtist vera sérstaklega geðslegur maður. Maður hélt það að minnsta kosti, en það reyndist ekki vera. Mig hefði aldrei grunað þetta,“ sagði Hans G. Andersen, sendi- herra íslands í Washington, er Mbl. ræddi við hann símleiðis til Kaupmannahafnar í gærkvöldi, en Hans hefur setið fjölmarga fundi með Norðmanninum Arne Treholt á fundum Hafréttarráðsins. Hans sagðist þekkja Treolt persónulega eins og aðra Skand- inava sem sótt hefðu fundi Haf- réttarráðstefnunnar. „Það er sorglegt að heyra þetta,“ sagði hann. „Mig hefði aldrei grunað þetta.“ Arne Treholt með byggingu SÞ i New York í baksýn. Sendiherra Noregs hjá SÞ: „Hann var nánast eins og fæddur í starfið“ Var Treholt hald- inn spilafíkn? Fréttin um njósnir Treholt hefur komiö eins og reiðar- slag yfir fulltrúa Norðmanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Arne Treholt vann starf sitt af stakri samviskusemi. Hann var nánast eins og fæddur í starfíð,“ sagði Tom Vrálsen, sendiherra Norð- manna hjá SÞ. Þeir unnu saman um hálfs árs skeið. Það er talið ósennilegt, að Tre- holt hafi verið í nokkrum tengsl- um við fulltrúa Sovétmanna hjá SÞ því almennt er viðurkennt, að þar fari útsendarar KGB, allir sem einn. Bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, hefur stöðugt vak- andi auga með Sovétmönnunum. Líklegra er talið, að Treholt hafi einkum verið í tengslum við útsendara KGB á meðal v-þýskra og franskra starfsmanna hjá SÞ og þá einkum og sér í lagi i hinum ótalmörgu hanastélsboðum og veislum, sem efnt er til dag hvern. Beðiö færis í viku I meira en viku beið örygg- islögreglan færis á Treholt eftir að leyfi hafði verið gefið fyrir handtöku hans með dómsúr- skurði. Þá hafði lögregla einnig fengið samþykki dómstóla fyrir því að leita mætti á þeim stöðum, þar sem talið var hugsanlegt að Treholt leyndi mikilvægum skjöl- um eða öðrum gögnum, sem tengdust njósnum hans. Störf innan Verkamannaflokksins: í lykilstöðu í ung- liðahreyfingunni Arne Treholt gegndi lykilhlut- verki í ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins einmitt á milli „slæmu áranna" svonefndu, þ.e. frá hinum hatrömmu deilum um aðild að NATO og allt fram að viðlíka deilum um Efnahagsbanda- lagið. Árið 1969 var Treholt valinn i miðstjórn ungliðahreyfingar verkamannaflokksins á þeim landsfundi flokksins, sem senni- lega verður hvað lengst minnst fyrir hatrammar deilur um aðild Norðmanna að Atlantshafs- bandalaginu. Á þessum landsfundi greiddi yfirgnæfandi meirihluti þing- f jlltrúa atkvæði gegn aðild Nor- egs að NATO. Á meðal þeirra, sem greiddu atkvæði gegn aðild- inni, var enginn annar en Arne Treholt, sem þá var þegar orðinn mjög atkvæðamikill innan flokksins. Hann átti m.a. sæti i Evrópunefnd ungliðahreyfingar flokksins, sem fjallaði um af- stöðuna til Efnahagsbandalags- ins á sínum tíma. Opiötil kl.19 mánudaga þriðjudaga miðvikudaga fimmtudaga ITAPirATTP Skeifunni 15 nAuIiilUr Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.