Morgunblaðið - 26.01.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984
Fyrsti viðskipUvinur Sparisjóðs Hafnarfjaröar fær afhentan gjaldeyri í gærdag. Það er Ingimar Haraldsson,
deildarstjóri gjaldeyrisdeildar, sem afhendir Jóhanni Petersen, skrifstofustjóra Sjóvá, feröagjaldeyri.
MorgunblaAið RAX.
Sparisjóðir hófu gjald-
eyrisviðskipti í gærdag
FIMM sparisjóöir hófu gjaldeyris-
viöskipti í gærdag, en þaö voru
Sparisjóöur Hafnarfjarðar, Spari-
sjóöur Reykjavíkur og nágrennis,
Sparisjóöur vélstjóra, Sparisjóöur-
inn í Keflavík og Sparisjóöur Mýra-
sýslu, að sögn Guðmundar Guð-
mundssonar, sparisjóðsstjóra Spari-
sjóös Hafnarfjaröar.
„Við munu fara hægt af stað og
auka gjaldeyrisviðskipti okkar
jafnt og þétt. Þessi breyting á
starfi sparisjóðanna er óneitan-
lega til mikilla bóta fyrir við-
skiptavini þeirra, sem ekki hafa
getað fengið gjaldeyri afgreiddan
hingað til nema í tveimur bönk-
um,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins munu aðrir stærri
sparisjóðir landsins fylgja í kjöl-
farið á næstu mánuðum og taka
upp gjaldeyrisviðskipti.
Ólafsvík:
Kostnaður við
ormatínsluna
4,4 milljónir kr.
Ólafsvík, 24. janúar.
UNDANFARNA mánuði hefur mikil vinna verið hjá fiskverkun-
arstöðvunum við að ormhreinsa saltfisk. Nú hefur öll framleiðsla
síðasta árs farið í gegnum þessa skoðun og er Ijóst, að kostnaður-
inn er afar mikill.
Stofnlánadeild landbúnaðarins:
Fimmtán sóttu um
FIMMTÁN manns sóttu um starf
forstööumanns Stofnlánadeildar
landbúnaöarins, aö því er Stefán
Valgeirsson, formaöur stjórnar
Stofnlánadeildarinnar, sagði í sam-
tali við blaöamann Morgunblaðsins
í gær.
Stefán sagði ekki unnt að svo
stöddu að gefa upp nöfn umsækj-
enda, en sumir þeirra hefðu óskað
nafnleyndar. Nýr forstöðumaður
mun taka við störfum af Stefáni
Pálssyni, sem nýlega var ráðinn
bankastjóri Búnaðarbanka ís-
lands, svo sem kunnugt er af frétt-
um.
Jón Sigurðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, talar fyrir tillögu um stór-
iðju við Eyjafjörö á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Nær 80 bæjarbúar sátu
fundinn, sem er óvenjulegt á Akureyri — yfirleitt sitja aöeins tveir blaðamenn á
áheyrendabekkjum. Morpinbi^>i*/G.B«rg.
— segir Lev Alburt,
stórmeistari sem kom
hingaö til lands í gær
ásamt landa sínum
Shamkovich
„ÉG KR ákaflega ánægður aó vera
kominn hingaö til lands. Ég náöi að
bera sigur úr býtum á Reykjavík-
urskákmótinu 1982. Það var ákaf-
lega ánægjulegur sigur — bæöi mór-
alskt séð og eins fjárhagslega. Kn
hvort ég næ að endurtaka sigurinn
frá 1982 er fullkomlega óvíst —
raunar verð ég ánægöur ef ég næ
einhverju af efstu sætunum," sagöi
Lev Alburt, hinn landflótta Sovét-
maður í samtali við Mbl. í gær, en
hann kom hingað til lands í gær
ásamt landa sínum, stórmeistaranum
Shamkovich. Þeir tefla á skákmóti
Búnaðarbankans og Reykjavíkur-
skákmótinu.
„Reykjavíkurskákmótið hefur
skipað sér veglegan sess í skák-
heiminum. Hingað koma öflugir
skákmenn og því er mikill heiður
að bera sigur úr býtum. Ég hef í
vaxandi mæli snúið mér að skák-
blaðamennsku. Skrifa í New York
Tribune og hef því ekki getað sinnt
skákinni eins og ég hefði viljað. En
Tveir landflótta Sovétmenn — Lev Alburt til vinstri og Leonid Shamkovich,
yfir tafli á Hofi í gær og Shamkovich hefur við hlið sér bók sína, sem
nýkomin er út. Morgunblaðiú/KÖE.
vonandi er ég hungraður í sigur —
verð ferskur og næ mér vel á
strik,“ sagði Lev Alburt.
í dag verður dregið um töfluröð í
skákmóti Búnaðarbanka Islands
og verður 1. umferð tefld á morgun
á Hótel Hofi. Þær breytingar hafa
orðið á mótinu, að Friðrik ðlafsson
hefur hætt við þátttöku og Bragi
Kristjánsson einnig. Þeirra skörð
fylla Sævar Bjarnason og Jón
Kristinsson.
Meirihlutasamstarfið á
Akureyri ekki í hættu
— þrátt fyrir klofninginn í stóriðjumálinu
Akureyri, 25. janúar.
FORMLKGT meirihlutasamstarf
vinstri flokkanna í bæjarstjórn Akur-
eyrar mun ekki í hættu þótt meiri-
hlutinn hafi klofnað í afstöðunni til
stóriðju við Eyjafjörð.
Á bæjarstjórnarfundi hér í gær
greiddu fulltrúar Kvennaframboðs
og Alþýðubandalags atkvæði gegn
tillögu um stuðning við byggingu
álvers við Eyjafjörð en tillagan
hlaut stuðning fulltrúa Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks, eins
og frá var greint í Morgunblaðinu í
dag.
Við upphaf meirihlutasam-
starfsins var bókaður í málefna-
samningi samstarfsflokkanna
ágreiningur um afstöðuna til stór-
iðju — þeir voru m.ö.o. sammála
um að vera ósammála í þessum
málaflokki, eins og þá var sagt.
í blaðinu Degi hér á Akureyri,
sem út kom í dag, segist þó Val-
gerður Bjarnadóttir, forseti bæjar-
stjórnar og bæjarfulltrúi Kvenna-
framboðsins, vera hálf miður sín
yfir þessari álverssamþykkt en tel-
ur að hún skemmi ekki meirihlut-
ann. Sigríður Stefánsdóttir, full-
trúi Alþýðubandalagsins, segist
þar harma stuðning framsóknar-
manna við þessa tillögu og Jón
Sigurðarson, fulltrúi Framsóknar,
tekur fram að flokkarnir hafi
gengið óbundnir til samstarfsins
varðandi afstöðu til stóriðju. Sig-
urður J. Sigurðsson, einn bæjar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, telur
hins vegar að úrslit máls þessa
sýni þann veikleika vinstri meiri-
hlutans að flokkarnir geti ekki
verið samstíga í atvinnuuppbygg-
ingu bæjarfélagsins.
Hrói hf. í Ólafsvík, sem á síð-
asta ári verkaði 1150 tonn af salt-
fiski, hefur látið gera úttekt á
kostnaðinum. Var sú úttekt gerð
hjá Sölusambandi íslenskra fisk-
framleiðenda (SÍF). Samkvæmt
stærðarskiptingu voru þetta alls
um 900 þúsund fiskar. Gefnar for-
sendur eru að þriðjungur fiskanna
hafi verið ormalaus en hinir hlut-
arnir með fjóra orma pr. fisk og
tvo galla að auki. Kostnaður Hróa
hf. vegna ormatínslunnar verður
Verkfall á
miðnætti í
álverinu
SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu
starfsmanna álversins í Straumsvík
og viðsemjenda þeirra stóð til mið-
nættis án þess að samkomulag tæk-
ist. Smærri hópar deiluaðila voru
boöaðir aftur til fundar klukkan níu
í morgun og svo almennur fundur
aftur kl. 17 í dag, að því er Guölaug-
ur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari,
sagði í samtali við blaðamann Mbl. í
gærkvöld.
„Þetta hefur gengið hægt og er
varla hægt að segja að sé komið á
rekspöl," sagði Guðlaugur. „Við
höfum í dag og kvöld skipulagt
vinnuna og skipt aðilum í smærri
hópa, til að fjalla um einstök mál.
Matarhlé var gert hér milli kl. 21
og 22 í kvöld en svo vinnum við til
miðnættis."
Takist samningar ekki i dag eða
kvöld má að óbreyttu búast við að
verkfall skelli á í álverinu á mið-
nætti.
skv. úttekt þessari 4,4 milljónir og
skiptist þannig:
2,0 milljónir í launakostnað, 1,6
milljónir í aukavaxtakostnað
vegna tafa, 0,6 milljónir í viktar-
tap vegna tafa og 0,2 milljónir í
kælikostnað.
Þetta eru háar tölur en tæplega
vanmetnar. Samkvæmt fréttum
frá Vestfjörðum er ormafjöldi þar
tvöfaldur á við það, sem reiknað er
með hjá Hróa hf. og væri eðlilegra
að reikna með þeirri tölu fyrir
Breiðafjarðarsvæðið, sem er þekkt
að miklum ormi í fiski.
Göngufiskur vertíðarinnar er
sem betur fer nokkuð hreinn en
sumar- og haustfiskur getur verið
svo þakinn að þunnildi þurfi að
skera frá í miklum mæli. Trúlega
mætti því tvöfalda launakostnað-
inn í áætluninni og auka viktar-
tapið.
Þess má geta, að hér er mjög
mikið um sel og má segja, að hvar
sem komið sé í fjöru megi koma
auga á einn eða fleiri seli á svamli.
— Helgi.
Tvö erlend
við veiðar
við landið
TVÖ ERLEND fiskiskip eru nú við
veiðar hér við land, samkvæmt
upplýsingum er blaðamaður
Morgunblaðsins fékk hjá stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar.
Um er að ræða togara frá
Belgíu, og voru þeir að veiðum á
Reykjanesgrunni síðast er til
þeirra sást.
—G.Berg.
„Er ánægður ef ég næ
einu af efstu sætunum*