Morgunblaðið - 26.01.1984, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984
35
starfsfélaga, en óhætt er að full-
yrða, að þjóðin öll syrgir þá og
þakkar mikilvæg störf þeirra. Af
hálfu Slysavarnafélags Islands er
þeirra minnst sem starfsfélaga, er
unnu með félaginu að björgun-
arstörfum, þegar þeir hlýddu kalli
frá því og beiðnum um björgunar-
og sjúkraflug, oft við hinar erfið-
ustu aðstæður. Ætíð, þegar skil-
yrði voru fyrir hendi, var slíkum
beiðnum vel tekið og málin tekin
föstum og öruggum tökum. Þessir
menn og félagar þeirra hjá Land-
helgisgæslunni hafa svo sannar-
iega átt sinn stóra þátt i að sýna
fram á, hve mikilvæg björgunar-
tæki þyrlur geta verið, ekki síður
hér en annars staðar.
Jafnframt því sem Slysavarna-
félag Islands minnist allra fram-
angreindra manna með þakklæti
og virðingu hlýtur það sérstaklega
að minnast Björns Jónssonar,
flugstjóra. Auk þess að vera
tengdur félaginu á ofangreindan
hátt vegna samstarfs í björgun-
armálum var hann og lengi virkur
þátttakandi i félagsstarfinu. Hann
var um hríð í stjórn slysavarna-
deildarinnar Ingólfs í Reykjavik
og einnig um skeið í aðalstjórn
Slysavarnafélagsins. Hann hafði
lifandi áhuga á slysavarna- og
björgunarmálum og lagði þar
margt gott til mála. Var málflutn-
ingur hans jafnan rökfastur og
drengilegur. Það var félaginu mik-
ill fengur að hafa hann í sinni for-
ystusveit, einmitt á fyrstu árum
þyrluflugs hér á landi. Hann var
fyrsti þyrluflugmaður landhelg-
isgæslunnar og flaug manna mest
fyrstu þyrlunum, sem hingað voru
keyptar og SVFÍ átti að hálfu á
móti ríkinu. Ávann Björn sér
óskorað traust og virðingu allra
landsmanna fyrir störf sín á þess-
um vettvangi, enda sýndi hann
ætíð mikla hæfni og öryggi í öllum
sínum gerðum. Hann hafði og
óbilandi trú á þessum nýja þætti í
björgunarmálum okkar og hafði
brennandi áhuga á eflingu hans til
frambúðar. Innan félags okkar
naut hann mikilla vinsælda og
þakklætis fyrir mikilvæg braut-
ryðjandastörf á þessu sviði. Til
marks um það má geta þess, að á
fimmtugsafmæli hans fyrir rúm-
um tveimur árum var hann sæmd-
ur þjónustumerki félagsins úr
gulli. Þessa mæta og trausta fé-
laga okkar er sárt saknað.
öllum aðstandendum, vinum og
starfsfélögum Björns Jónssonar
og félaga hans, er fórust með TF-
Rán, er hér með voítuð dýpsta
samúð og hluttekning. Jafnframt
eru færðar fram hugheilar þakkir
fyrir fórnfús störf þeirra og mik-
ilvægt framlag til íslenskra björg-
unarmála. Minning þeirra mun
lengi lifa.
Maraldur Henrysson
Björn Jónsson, flugstjóri, fædd-
ist í Reykjavík 10. nóvember 1931,
Iést í Jökulfjörðum 8. nóvember
1983 við skyldustörf. Foreldrar:
Séra Jón Jakobsson, sóknarprest-
ur á Bíldudal, og frú Margrét
Björnsdóttir. Bjorn var tví-
kvæntur og lét eftir sig konu og
þrjú stálpuð börn.
Þannig gæti minning. Björns
Jónssonar geymst í æviskrám, en
hann á merka sögu að baki sem
vert væri að minnast.
Eins og fyrr getur voru foreldr-
ar Björns séra Jón Jakobsson,
sóknarprestur á Bíldudal, og frú
Margrét Björnsdóttir, hann ætt-
aður frá Galtafelli í Hrunamanna-
hreppi en hún frá Hvammstanga.
Eftir ellefu ára prestsþjónustu á
Bíldudal drukknaði séra Jón er
skipið Þormóður fórst á Faxaflóa
með allri áhöfn. Þá stóð frú Mar-
grét uppi ekkja með þrjú börn í
ómegð, elstan Björn, ellefu ára.
Frú Margrét brá búi og fluttist
til Reykjavíkur, sjálfsagt með
léttan mal, enda prestslaun þá
naumt skömmtuð.
Hverri konu reynist ærinn
starfi að annast þrjú börn á
bernskuskeiði, en hér vantaði
fyrirvinnu. Það hefði verið and-
stætt eðli frú Margrétar að leggja
hendur í skaut, enda stofnaði hún
lítið fyrirtæki, vann að því með
atorku og sá sér og sínum þannig
farborða. En hún stóð ekki ein.
Þótt Björn sonur hennar væri
ungur að árum gerðist hann henni
ótrúlega fljótt stoð og stytta.
Björn lauk farmannaprófi frá
Sjómannaskóla íslands, réðst
stýrimaður á farskip og hefði átt
vísan frama á þeirri braut. En þá
brá hann á það ráð að læra flug í
Englandi og starfaði um skeið sem
flugmaður í Þýskalandi. Síðar
réðst hann til Landhelgisgæslunn-
ar og hefur stjórnað þyrlu hennar
mörg undanfarin ár. Hún hefur
bjargað fjölda manns frá bráðum
voða, oft við verstu skilyrði.
Og svo kom reiðarslagið vestur í
Jökulfjörðum þann 8. nóvember
1983. Við bestu skilyrði hvarf
þyrlan Rán með allri áhöfn, fjór-
um vöskum mönnum. Einn þeirra
var Björn Jónsson. Tveimur dög-
um síðar hefði hann orðið 52 ára
ef aldur hefði enst.
Björn kvæntist Ingu Dóru Guð-
mundsdóttur og áttu þau þrjú
börn, nú fulltíða. Þau slitu sam-
vistir, en Björn kvæntist öðru
sinni, Elísabetu Kristjánsdóttur.
Systkini Björns eru: Heba, sem
á þrjú stálpuð börn og Jakob verk-
fræðingur og listmálari. Auk þess
átti Björn tvö stjúpsystkini, Hall-
dóru og Ingvar flugmann, börn
Þorgilsar Ingvarssonar.
fslensk þjóð hefur misst mætan
starfsmann langt um aldur fram,
en nánir ættingjar og venslamenn
syrgja ljúfan ástvin, eiginkona,
börn, systkini og síðast en ekki
síst aldurhnigin móðir. Fyrri mað-
ur hennar, séra Jón, hvarf henni í
hafið í blóma lífs þeirra, síðari
mann sinn, Þorgils Ingvarsson
bankafulltrúa, missti hún fyrir tíu
árum eftir farsæla sambúð og nú
reiðarslagið þyngsta. Frú Margrét
er því margreynd kona en óbuguð.
Eg leyfi mér að beina til frú
Margrétar orðum sem ég heyrði
biskup vorn, séra Sigurbjörn Ein-
arsson, segja við aldraða móður
við líkar aðstæður: „Kysir þú að
sonur þinn hefði aldrei fæðst og
þú þannig losnað undan sorg
þeirri sem þig nú hrjáir?" Svar frú
Margrétar yrði hiklaus neitun,
enda hugljúfar minningar um
ástkæran son henni fjársjóður
sem aldrei glatast.
Við hjón sendum aðstandendum
einlægar samúðarkveðjur. Frú
Margréti þökkum við langa og
fölskvalausa vináttu, en hún og
kona mín eru tryggðavinir allt frá
æskudögum.
Jón Á. Gissurarson
„Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú,
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni,
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.“ Matth. Joch.
Björn Jónsson fæddist í Reykja-
vík 10. nóvember 1931 og vantaði
því tvo daga til að vera 52 ára, en
hann lézt hinn 8. nóvember síð-
astliðinn.
Foreldrar Björns voru hjónin
séra Jón Jakobsson og Margrét G.
Björnsdóttir.
Séra Jón fæddist að Galtafelli í
Hrunamannahreppi 10. mars 1903,
og voru foreldrar hans Jakob
Jónsson smiður og bóndi frá
Galtafelli og Guðrún Stefánsdótt-
ir frá Ásólfsstöðum í Gnúpverja-
hreppi.
Séra Jón lauk guðfræðiprófi ár-
ið 1930. Árið 1932 var hann vígður
sóknarprestur í Bíldudalspresta-
kalli og gegndi hann því embætti,
unz hann lézt í sjóslysi 18. febrúar
1943, tæplega fertugur að aldri.
Margrét, móðir Björns, fæddist
á Hvammstanga 26. nóvember
1905 og voru foreldrar hennar
Björn Þorláksson og Ingibjörg
Jónasdóttir.
Þau séra Jón og Margrét eign-
uðust tvö börn auk Björns —
Hebu, bankaritara, og Jakob,
verkfræðing og listmálara.
Þegar eftir lát séra Jóns, fluttist
Margrét ásamt börnum sínum til
Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar
giftist hún Þorgilsi Ingvarssyni,
bankafulltrúa. Hann hafði f fyrra
hjónabandi eignast þrjú börn,
Halldóru húsmóður, Viggó er lézt
ungur og Ingvar flugstjóra. Þor-
gils lézt árið 1973.
Þegar á unglingsárum gerðist
Björn vinnufús og var hann móður
sinni mikil stoð. Að loknu barna-
skólanámi stundaði hann nám í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Síðan réðst hann til Eimskipafé-
lags íslands og var háseti og sfðan
stýrimaður á skipum þess frá
1949—1957. Á þeim árum stundaði
hann einnig nám í farmannadeild
Stýrimannaskóla Islands og lauk
þaðan prófi árið 1953. Þar kom, að
hugur Björns stefndi inn á aðrar
brautir. Hann hætti því störfum
hjá Eimskipafélaginu, hélt út til
Englands og lauk þar prófi
atvinnuflugmanns árið 1958. Síð-
an starfaði hann sem atvinnuflug-
maður bæði í Englandi og í Þýska-
landi um eins árs skeið, hvarf þá
heim til íslands árið 1959 og réðst
sama ár til Landhelgisgæzlu Is-
lands sem stýrimaður og flugmað-
ur. Árið 1960 lauk Björn þyrlu-
prófi sem atvinnuflugmaður í
Bandaríkjunum. Hann hafði
mikla trú á því, að þyrlur kæmu
að góðum notum hér á landi, bæði
til björgunarstarfa og annarra
nota, og má með réttu kalla hann
forgöngumann á sviði þyrluflugs
hér á landi og varð hann fyrsti
þyrluflugmaður Landhelgisgæzl-
unnar og flugstjóri árið 1965.
Björn hafði því starfað hjá Land-
helgisgæzlu Islands nokkuð á
þriðja áratug, er hann var kallað-
ur burt, ásamt félögum sínum,
með svo snöggum og sviplegum
hætti. Á þessu árabili náði hann
að leggja sitt lið við ýmiss konar
björgunaraðgerðir bæði til sjós og
lands og þá einatt, ásamt sam-
starfsmönnum sínum, lagt lff að
veði.
Björn var tvíkvæntur. Með fyrri
konu sinni eignaðist hann þrjú
börn, Margréti, fædda 1956, Þor-
lák, f. 1962 og Ingunni, f. 1965.
Margrét er gift Guðmundi Vigni
Óskarssyni, slökkviliðsmanni í
Reykjavík, þau eiga tvö börn,
Björn Elmar og Ingu Dóru. Þor-
lákur er menntaskólanemi, en Ing-
unn, sem er yngst, er heima hjá
móður sinni.
Síðari kona Björns var Elisabet
SJÁ NÆSTU SÍÐU
+
Móöir okkar og tengdamóöir,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Smyrlahrauni 25,
Halnarfiröi,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 27.
janúar kl. 13.30.
Guörún Sigurmannsdóttir, Stefán Rafn,
Hafdís Sigurmannsdóttir, Myral G. Williams.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og
útför systur minnar,
ÖNNU J. LOFTSDÓTTUR,
hjúkrunarkonu.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Björn Loftsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
JÓHANNS KRISTJÁNSSONAR
frá Bugöusfööum.
Systkini hins látna
og aörir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
EINARS ÁGÚSTSSONAR,
stórkaupmanns,
Safamýri 65.
Sigriöur Einarsdóttir,
María Á. Einarsdóttir, Traustí Ólafsson,
Einar S. Einarsson,
Guöbjörg Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Ágúst Einarsson, Hanna Valdís Guömundsd.
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug sýnda samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns
míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
KRISTINS ÞORSTEINSSONAR.
Anna Ágústa Jónsdóttir,
Ásdís Kristinsdóttir, Þórir Ólafsson,
Karl Kristinsson, Bjarndís Friöriksdóttir,
Guölín Kristinsdóttir, Kristján B. Guöjónsson,
Sigríöur Kristinsdóttir,
fsak Kristinsson,
Tómas Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andtát og útför eiginmanns mins, fööur, sonar, tengda-
fööur og afa,
ÞORSTEINS HALLFREÐSSONAR,
Gránufálagsgötu 28,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til lögreglumanna á Akureyri og eiginkvenna
þeirra fyrir þeirra miklu hjálp.
Ásta Baldvinsdóttir, Þorsteinn B. Þorsteinsson,
Anna Lára Þorsteinsdóttir, Egill Bragason,
Margrét Þorsteinsdóttir, Snorri Bragason,
Anna Stefánsdóttir, Hallfreö Sigtryggsson,
Ásta Laufey Egilsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, hlýhug og vináttu viö andlát
og útför
KRISTINS SVEINSSONAR,
Vallarbraut 21,
Seltjarnarnesi.
Guölaug Sigmarsdóttir,
Sveinn Kristinsson, Elin Snorradóttir,
Björgvin Sveinsson, Valgeröur Sveinsdóttir,
Gunnar Sveinsson, Líney Sveinsdóttir,
Snorri Sveinsson, Berglind Sveinsdóttir,
Kristinn M. Sveinsson, Nikolína Konráösdóttir,
Valgeröur Hannesdóttir.