Morgunblaðið - 26.01.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984
47
MorgunblaðiA/Síinainynd AP.
• Forsætisráöherra Spánar, Feline Gonzales, til vinstri, er á þessari
mynd að afhenda knattspyrnustjörnunni Díego Maradonna viðurkenn-
ingu fyrir frábæra frammistöðu á síðasta ári hjá FC Barcelona. Með
Maradonna á myndinni er unnusta hans.
Okkur barst ekki spá ensku blaðanna um síðasta leikinn á seðlinum;
heldur ekki þann fyrsta, þar sem hann verður leikinn á sunnudag. Einnig
vantar inní spá Sunday People um nokkra leiki — hún barst ekkí.
Getrauna- spá MBL. I Sunday Mirror i a. »* 1 3 0> Sunday Expreaa i * 1 0 e I Sunday Telegraph SAMTALS
Brighton — Liverpool 2 0 0 1
Charlton — Watford 2 X — X X X 0 4 1
Cr. Palace — West Ham 2 2 X 2 X 1 1 2 3
Huddersfield — N. County 1 2 — X 1 X 2 2 1
Middlesbro — Bornemouth X 1 1 1 1 1 5 1 0
Oxford — Blackpool 1 1 — 1 1 1 5 0 0
Portsmouth — Southampton 1 X X 2 X X 1 1 4
Shrewsbury — Ipswich 2 2 2 2 X 2 0 1 5
Sunderland — Birmingham 1 1 — X 1 1 4 1 0
Swindon — Blackburn 2 2 — X 2 2 0 1 4
Tottenham — Norwich X 1 — 1 1 1 4 1 0
Stoke — Arsenal 2 0 0 1
• Lið Waterschei varö belgískur bikarmeistari áriö 1982. Lárus
er í efstu röö til vinstri.
Enn sigrar
Liverpool
Frá Bob Hennesty, fréttamanni Morgunblaösint í Englandi.
MÆTAST Liverpool-liðin tvö, Liverpool og Everton, í úrslitaleik mjólk-
urbikarkeppninnar á Wembley í vor? Liðin eru nú bæði komin í undan-
úrslit, Everton vann Oxford í fyrrakvöld, og í gærkvöldi sigraöi Liver-
pool Sheffield Wednesday 3:0 á Anfield. Markakóngurinn lan Rush
skoraöi tvö mörk í leiknum og hefur því alls skoraö 29 mörk þaö sem
af er vetri.
Tíu þúsund áhangendur Shef-
field Wednesday fylgdu liöinu til
Anfield í gær og hvöttu sína menn
óspart. Stemmning var góö á
leiknum sem var fjörugur og mjög
vel leikinn.
Sheffield fékk dauðafæri þegar
á annarri mín. leiksins er Gary
Bannister sendi fyrir markiö og
Imre Varadi fékk boltann á mark-
teignum en tókst á ótrúlegan hátt
aö koma honum framhjá markinu.
„Ekki er gott aö segja hvernig leik-
urinn heföi þróast heföi Varadi
skoraö,” sagöi Jimmy Armfield,
fyrrum framkvæmdastjóri Leeds
United, sem var meöal frétta-
manna BBC á leiknum.
Lárus Guðmundsson:
„Stjórnin stendur
á bak við mig“
„ÉG VAR á fundi í dag meö stjórn félagsins og þjálfaranum og
þar voru málin rædd mjög ítarlega. Ég sætti mig ekki viö aö fá
ekki neinar skýringar á því af hverju þjálfari Waterschei setti
mig út úr keppnisliöi félagsins.
Á fundi þessum kom í Ijós aö
forseti félagsins og stjórnin standa
með mér í málinu og óskuöu eftir
skýringum frá þjálfaranum. Þær
voru nú frekar litlar en þó sagöi
hann aö hann heföi þaö á tilfinn-
ingunni aö ég legöi mig ekki allan
fram í leikjum, sem er della, og aö
ég væri á móti sér, sem er líka
della. Þá bætti hann því viö aö liö-
iö heföi gott af því aö finna þaö aö
þaö gæti verið án mín.
Þetta voru nú útskýringarnar
sagöi Lárus Guömundsson hjá
Waterschei þegar við inntum hann
eftir því hvort deila hans viö þjálf-
ara liösins væri aö leysast.
Lárus sagöi aö þjálfarinn væri
mjög óvinsæll hjá leikmönnum og
yröi örugglega ekki endurráöinn
fyrir næsta keppnistímabil. En
hann yröi látinn vera áfram út
keppnistímabilið þar sem Wat-
erschei væri búiö aö missa af lest-
inni í bikar og deiid.
Ég verö ekki meö í næsta leik
sem er gegn Anderlecht, en á ekki
von á ööru en aö ég fái mitt sæti
aftur um aöra helgi,“ sagöi Lárus.
— ÞR
Knattspyrna
Fyrsta markiö kom á 39. mín. er
Rush skoraöi. Fyrirgjöf frá Craig
Johnston stefndi efst upp í mark-
hornið en Martin Hodge, mark-
vöröur Wednesday, bjargaöi á
meistaralegan hátt; sló knöttinn
niöur á völlinn, en til allrar óham-
ingju fyrir hann beint til Rush sem
þakkaði pent fyrir sig meö því aö
þruma boltanum í netiö.
Um miöjan seinni hálfleikinn
skoraöi Liverpool aftur. Michael
Robinson var þar aö verki. Hann
komst framhjá þremur varnar-
mönnum þrátt fyrir aö þjarmaö
væri aö honum og skoraöi meö
firnaföstu skoti sem Hodge réö
ekki viö. Þriöja mark meistaranna
kom svo er fimm mín. voru til
leiksloka og skoraöi lan Rush þá
aftur. Hans 29. mark á keppnis-
tímabilinu.
Veöur hefur ekki veriö upp á
þaö besta á Englandi undanfarið
eins og menn vita og í gær snjóaöi
í Manchester. Þrátt fyrir aö Liver-
pool-borg sé þar skammt frá, fóll
ekki snjór þar og völlurinn á An-
field var fallegur á aö líta er leikur-
inn hófst. Þaö má einnig þakka
hitalögnum í vellinum.
Liverpool hefur unniö deild-
ar/mjólkurbikarinn síöustu þrjú ár
og stefnir því aö sigri í keppninni í
fjóröa skipti á jafn mörgum árum.
Engu liöi á Englandi hefur tekist aö
sigra í sömu keppni fjögur ár í röö
hingaö til. Liverpool mætir þriöju-
deildarliöi Walsall í undanúrslitum
keppninnar; leikiö er heima og
heiman, og veröur aö telja meist-
arana sigurstranglegri, þó ekki
megi vanmeta Walsall. Everton og
Aston Villa mætast í hinum undan-
úrslitunum — og nú er „Liver-
pool-úrslitaleikur“ draumur
manna á Merseyside; úrslitaleikur
stórliðanna tveggja frá hafnar-
borginni frægu — Liverpool og Ev-
erton. Þaö yröi sannarlega stór
dagur fyrir fólkiö í borginni. Síöast
er bæöi liö komust í undanúrslit
bikarkeppni var áriö 1977 — þá í
FA-bikarnum. Þá mættust þau;
Liverpool sigraöi og lék til úrslita.
Tapaöi þá fyrir Manchester United.
— SH
lan Rush skoraði tvö mörk:
• Leikmaðurinn snjalli hjá
FC Köln, Pierre Litbarski,
hefur skoraö níu mörk í 1.
deild ásamt fleirum.
Rummenigge er
með 12 mörk
MARKAHÆSTI leikmaðurinn
í „Bundesligunni" í knatt-
spyrnu er Karl H. Rummen-
igge, hann hefur skorað 12
mörk, en listinn yfir marka-
hæstu menn er svona:
Rummenigge, Bayern M. 12
Schatzschneider, HamburglO
Waas, Leverkusen 10
Allgöwer, Stuttgart 9
Walter, Mannheim 9
Völler, Werder B 9
Nilsson, Kaiserslautern 9
Littbarski, FC Köln 9
BergsmUller, NUrnberg 9
Funkel, Uerdingen 9
Meier, Werder B 8
Loontiens, Uerdingen 8
Thiele, DUsseldorf 8
• Klaus Sletting Jensen, 19
ára gamall, var kjörinn besti
leikmaðurinn í úrslitaleik
Dana og Rússa í „World
Cup“ í handknattleik.
Berg Holte
markahæstur
GLADSAXE hefur nú forystu
í dönsku 1. deildinni í
handknattleik. Liðið hefur
hlotiö 14 stig í átta leikjum.
Michael Berg sem leikur
með Holte er markahæstur,
hefur skoraö 66 mörk í 9
leikjum. Staðan í deildinni er
þessi:
Gladsaxe/HG
Kolding H
Holte
Redovre
Arhus KFUM
Helsinger
Skovbakken
Virum
HIK
Fr.cia KFUM
8 188—150 14
9 201—203 12
9 190—179 10
9 193—186 10
9 190—186 10
8 154—153 9
9 177—183 8
9 175—184 7
9 169—179 6
9 153—187 2
Markahæstu leikmenn:
Michael Berg, Holte 66.
Flemming Hanaen, Kolding 61
Klaus S. Jensen, Redovre 49
Jan Knudsen, Kolding 42
Morten S. Christensen, HG 39
Anders Lassen, Redovre 39
Lars Smaarup, Arh. KFUM 38
Jan Lauridsen, Arh. KFUM 38
Michael Terndrup, Skovb. 37
Nils-Erík Winther, HG 36
Hans H. Hattesen, Virum 36