Morgunblaðið - 29.01.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
7
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
„Herra bjarga þú mér“
Mt. 14:30
Guðspjöll dagsins fjalla um
sjávarháska lærisveinanna á
Galíleuvatni. Það er ekki að
ófyrirsynju að slíkum textum
er valinn staður á þeim árs-
tíma þegar veður gerast hvað
vályndust á íslandi og um-
hverfis á miðunum. En það er
margur háskinn og kannski
lætur hærra í mörgum, sem
telja sig í vanda, en þeim sem
stunda sjóinn, jafnvel þó að
illa horfi hjá þeim sem stend-
ur. Það er annars ekki einleik-
ið hvað bölmóður og illspár
virðast oft sitja í fyrirrúmi
frétta og umræðna um þessar
mundir. Það er líkast því að
„hinn svarti ambúlans eilífð-
arinnar", svo notað sé orðalag
Jónasar Guðmundssonar, sé á
næsta leiti við hvers manns
dyr. Þetta á ekki við einvörð-
ungu, þegar rætt er um heims-
málin, stórmálin heima og
heiman, þessa gætir einnig
grimmt í máli fólks almennt,
þegar fjallað er um dagleg
viðfangsefni, ekki síst ef
eitthvað ber upp á, sem raskar
eða ótryggir venjubundinn fer-
il og lífsháttu, þá er eins og
allt verði ómögulegt og engu sé
við bjargandi.
Það var einn frostbitran
morgun fyrir skömmu, að ég
átti leið niður í miðborgina.
Það voru fáir á ferli, enda tæp-
ast kominn fótaferðatími,
nema helst fyrir þá sem stund-
uðu snjómokstur til að bjarga
væntanlegum vegfarendum frá
ergelsi og erfiðleikum. Þó
rakst ég á lítinn snáða, sem
var kominn á stjá með blaða-
töskuna sína, svo við færum nú
ekki á mis við „heimsslita-
fréttirnar", áður en við héldum
út í óvissan daginn. Hann var
bæði kuldablár og vindstrok-
inn og hafði týnt öðrum vettl-
ingnum sínum. Við tókum tal
saman undir vegg, ofurlitla
stund, að mínu frumkvæði og
ég spurði hann hvort hann
væri að vinna sér inn peninga
til kaupa á einhverju sérstöku.
Hann taldi að það væri ekkert
leyndarmál, hann væri að
öngla saman í afmælisgjöf
þessa stundina. Ég innti þá
eftir hvort honum fyndist það
svona mikilvægt, að tæki því
að bera út blöð í ófærð og ill-
viðrum, til þess að geta gefið
gjafir. Og þá kom þetta maka-
lausa svar: „Góði — það er
langoftast gott veður."
Það er hugbót, ekki síst í
skammdeginu, að fá svona til-
svar, svona djarfa bjartsýni á
þeim tíma þegar margir virð-
ast frekar illa haldnir svart-
sýni svo jafnvel fáeinir óveð-
ursdagar geta valdið bitur-
leika. Það er vísast gott að
horfa með raunsæi og gát til
óveðursteikna og það er nauð-
syn að horfast í augu við erfið-
leika, en það er aldrei hagnað-
ur að því að mikla slíkt fyrir
sér, eða una í skelfingarspám
hvort heldur um er að ræða
stríðsvá, fiskleysi eða bara
vanda af minna tagi í erli dag-
anna. Eitt sinn kvað íslenskt
skáld: „Og velktir, þöglir veð-
urbarðir menn/velta af sér
drungans fargi og hlæja á ný/
ugglausum hlátri. Sólskin þitt
mun senn/ sigra til fulls þinn
storm og veðragný" (St. St.).
Auðvitað erum við öll meira
og minna velkt í veðragangi og
sviptingum og andvaraleysi í
tvísýnum aðstæðum getur orð-
ið býsna örlagaríkt, en hitt er
á móti næsta dapurlegt, ef við
gleymum því að velta af okkur
drunganum og hlæja á ný. En
hvaða sólskin eigum við völ á
að greina, til þess að svartsýn-
in nái ekki tökum á okkur í
lífinu? Hvaða uggleysi er kost-
ur á, til að mæta veðrum og
byltum, án þess að hugurinn
blindist myrkri og vonleysi?
Þegar postulinn sá vindinn og
tók að sökkva í vatnið, þá kall-
aði hann: „Herra bjarga þú
mér.“ Og þegar lærisveinarnir
fundu skelina sína að því
komna að sökkva, þá sneru
þeir sér til hjálpar að þeim
sama Herra. Og veðrahamur-
inn stilltist, boðaföllin hjöðn-
uðu og sólin flæddi um þá í
kænunni, því Jesús Kristur tók
völdin. Og hann tók í hendina
á Pétri og sagði: Þú lítiltrúaði,
hví efaðist þú?
Ég vona að enginn taki þessi
orð mín svo að presturinn sé
svo sneiddur allri skynsemi, að
hann haldi að trúarsýn og trú-
arkall firri nokkurn mann
ófærðinni og bitrunni í veröld-
inni. Ég hef ekki orðið var við
slíkt og ekki hef ég heldur rek-
ið mig á, að það væri endilega
bjartsýnasta fólkið, sem gengi
götuna sína greiðasta og
agnúaminnsta. Þú veist áreið-
anlega eins vel og ég að lífs-
gleði og bjartsýni er að finna
hjá fólki sem býr við hvers-
kyns aðstæður og efni.
Ég minnist þess, að öldruð
kona að vestan var eitt sinn
spurð að því í blaðaviðtali,
hvort hún hefði ekki lifað við
óbærileg kjör í æsku. Hún
svaraði: „Það var erfitt, en ég
hef komist leiðar minnar með
Guðs hjálp." Það getur vel ver-
ið að ýmsum finnist þetta
barnalegt svar, einhverjum
sem telja sig hafa átt mikil-
vægari stuðning í lífinu en
Guðs varðveislu, en hitt er víst
að fremur kysi ég sjálfum mér
að lifa með og enda að lokum
með ámóta rósemi og uggleysi
í hjartanu og þessi gamla
kona, heldur en það vonleysis
og kvíðatal, sem svo harla víða
virðist einkenna samtíðina.
Auðvitað er fólki áskapað
margvíslegt lundarfar og það
er ekki öllum gefið að sjá
flesta daga sem góðviðrisdaga
eins og drengnum og trúin er
ekki sá elexír, sem bregði
bjartsýnisspegli fyrir sérhvern
bága og blástur, sem fyrir ber,
y s i
en hitt er annað, sem Tómas
kvað: Það fólk, sem draumsins
dyra knýr/ veit dýrust ráð. Að
knýja á draumsins dyr, er að
láta það eftir sér að treysta því
að góður Guð muni eiga hjálp-
arráð fyrir barnið sitt og muni
eiga síðasta orðið og öll tök,
jafnvel í tvísýnasta tafli ein-
stakra sem þjóða. Og hvað sem
hver segir, þá er heilbrigðrar
bjartsýni von, þar sem sú trú
hefur fest rætur að manneskj-
an hvorki eigi né þurfi að vera
alein og án hjálpar í skelinni
sinni, heldur megi vita sitt
dýrasta ráð ævinlega í von á
Hann, sem er mönnum meiri
til bjargar. En er þetta ekki
bara sálarástand? Jú það er
það. En er okkur nokkurs
fremur vant en sálarástands,
sem vitnar um kyrrleika og
heiða von, hvernig sem viðrar
eða kaupin gerast frá degi til
dags? Er eitthvað vænlegra til
þess að geta tekist á við verkin
sín með nokkrum árangri?
Kristið, bjartsýnt sálarástand
á sér m.a. upphaf í atburðum
sem guðspjöll dagsins segja
frá. Það var ekki færra í þá
daga, en nú, sem gaf fulla
ástæðu til vansælu og svart-
sýni. En fólkið á ströndum
Galíleuvatns, sem varð vitni
að atburðunum undan strönd-
inni, það mælti: Hvílíkur mað-
ur er þetta, að bæði vindarnir
og vatnið hlýða honum. Og enn
þann dag í dag segir Hann við
lærisveina sína: Hví efist þér
lítiltrúaðir, veltið af ykkur
drungans fargi og hlæið á ný,
því að þið farið ekki fetið án
þess að sól föður míns á himn-
um skíni á ykkur hvort sem þið
ferðist við logn eða löður, ógn
eða yndi.
U g g 1 e
ÐSTÖÐ
VERÐBREFA-
IPTANNA
Hvernig ávaxtar þú
sparifé þitt
0,1,2,3,... .eða 11%?
Verðtryggður sparnaður — Samanburður á ávöxtun
verotrygging m.v. lénskjaravMtöiu Raun- ávöxtun Fjötdi ára til að tvðf. raungikti hðfuðctóls Raunaukning hðtuðst. aftir 7 ár
Veðskuldabréf 10% 7% ár 95%
Sparísk. ríkissj. 5%% 13 ár 45,5%
Sparisjóðsreikn. 1%% 47 ár 11%
ENN BATNA KJÖR
SPARIFJÁREIGENDA
Getum nú boðiö sparifjáreigendum áhættulausa
skammtímafjárfestingu frá 45 dögum til allt að
fjögurra ára með 5% til 5,50% ávöxtun umfram
verötryggingu — án óvissu um endurheimtutíma
fjárins.
Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á Verð-
bréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins.
SÖLUGENGIVERÐBREFA
30. janúar 1984
Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs
Veðskuldabréf — verðtryggð
Ár-flokkur
Sölugengi
pr. kr. 100
Ávöxtun- | Dagafjöldi
arkrafa I til innl.d.
1970-2 17.415,64 Innlv. í Seölab. 5.02.84
1971-1 14.832,08 5,00% 1 ár 216 d.
1972-1 13.504,94 5,00% 1 ár 355 d.
1972-2 11.029,51 5,00% 2 ár 225 d.
1973-1 8.410,82 5,00% 3 ár 225 d.
1973-2 8.090,23 5,00% 3 ár 355 d
1974-1 5.296,74 5,00% 4 ár 225 d.
1975-1 4.002,39 Innlv. i Se ölab. 10.01.84
1975-2 3.021,25 Innlv. i Seölab. 25.01.84
1976-1 2.803,50 5,00% 40 d.
1976-2 2.273,74 Innlv. í Seölab. 25.01.84
1977-1 2.051,07 5,00% 55 d.
1977-2 1.698,79 5,00% 220 d.
1978-1 1.390,68 5,00% 55 d.
1978-2 1.085,28 5,00% 220 d.
1979-1 934,14 5,00% 25 d.
1979-2 705,26 5,00% 225 d.
1980-1 598,62 5,00% 1 ár 75 d.
1980-2 462,98 5,00% 1 ár 265 d.
1981-1 396,54 5,00% 1 ár 355 d.
1981-2 294,60 5,00% 2 ár 255 d.
1982-1 276,87 5,00% 1 ár 31 d
1982-2 205,48 5,00% 1 ár 241 d
1983-1 158,60 5,00% 2 ár 31 d
1974-D 5.145,95 5,50% 50 d.
1974-E 3.496,72 5,50% 301 d
1974-F 3.496,72 5,50% 301 d
1975-G 2.293,94 5,50% 1 ár 301 d
1976-H 2.124,21 5,50% 2 ár 60 d
1976-1 1.657,00 5,50% 2 ár 300 d
1977-J 1.495,20 5,50% 3 ár 61 d
1981-1. fl. 315,18 5,50% 2 ár 91 d
Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umfram verðtr.
1 ár 95,34 2% 8,75%
2 ár 92,30 2% 8,88%
3 ár 91,66 3V2% 9,00%
4 ár 89,36 3%% 9,12%
5 ár 88,22 4% 9,25%
6 ár 86,17 4% 9,37%
7 ár 84,15 4% 9,50%
8 ár 82,18 4% 9,62%
9 ár 80,24 4% 9,75%
10 ár 78,37 4% 9,87%
11 ár 76,51 4% 10,00%
12 ár 74,75 4% 10,12%
13 ár 73,00 4% 10,25%
14 ár 71,33 4% 10,37%
15 ár 69,72 4% 10,49%
16 ár 68,12 4% 10,62%
17 ár 66,61 4% 10,74%
18 ár 65,12 4% 10,87%
19 ár 63,71 4% 10,99%
20 ár 62,31 4% 11,12%
Veðskuldabréf óverðtryggð
Sölug.m/v 1 afb. á ári 14% 16% 18% 20% (Hlv) 21%
1 ár 87 88 90 91 92
2 ár 74 76 78 80 81
3 ár 63 65 67 69 70
4 ár 55 57 59 62 63
5 ár 49 51 54 56 57
Hlutabréf
Hlutabréf Eimskips hf. óskast
í umboössölu.
Daglegur gengisútreikningur
Metsölublad á hveijum degi!
Vcrðbréfamarkaður
Fjárfcstingarfélagsins
Lækjargötu 12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Simi 28566