Morgunblaðið - 29.01.1984, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
íslensku knattspyrnumennirnir f V-Þýskalandi standa sig vel
Ásgeir Sigurvinsson:
„ Tökum bara einn
leik fyrir í einu“
• Janus Gudlaugsson leikur meö Fortuna Kðln í 2. deild. Hann var fyrirliði liösins eitt
keppnistímabilið.
Janus Guölaugsson:
„Bayern, Hamborg,
og Stuttgart munu berjast
um meistaratitilinn í ár“
JANUS Guölaugsson er 28 ára gamall og
hefur að undanförnu leikið með 2. deildar
liðinu Fortuna Köln. Liðið er nú í 6. til 7.
sæti í deildinní, en staðan er mjög jöfn og
fá stig skilja á milli liðanna.
— Okkur hefur gengiö sæmilega í vetur,
en viö eigum aö geta gert betur. Síöari hlut-
inn í 2. deild er rétt byrjaður og við gerum
okkur vonir um aö veröa í einu af fimm efstu
sætunum í deildinni. Þaö væri verulega gott
hjá okkur ef viö myndum ná 3. sæti í deild-
inni, sagöi Janus í spjalli viö blaöið.
— Næsti leikur okkar er gegn Osna-
bruck á útivelli. Þeir eru neöstir í deildinni
og ég trúi ekki ööru en viö sigrum þá. Hvaö
mér viðvíkur, þá hefur mér gengið mjög vel
að undanförnu og í síðustu tveimur æfinga-
leikjum hef ég skoraö tvö góö mörk. Ég
spila á miöjunni og finn mig vel í þeirri
stööu.
Viö inntum Janus eftir því, hvaöa liö væru
sterkust aö hans áliti í 1. deildinni.
— Þaö eru þrjú liö, sem ég tel aö munu
berjast um titilinn í ár, Bayern, Hamborg og
Stuttgart. Hamborg er til dæmis á uppleiö
núna og þeir veröa sterkir í síöari umferö-
inni. Þá hefur lið Fortuna Dússeldorf staöið
sig mjög vel og veröur án efa í einu af fimm
efstu sætunum, ef þeir leika eins vel og þeir
hafa gert að undanförnu. Ásgeir og Atli hafa
staöið sig afar val í vetur og veriö íslenskri
knattspyrnu til sóma.
Janus er á samningi hjá Fortuna Köln
fram til vorsins 1985. Hann sagöist eiga nóg
eftir af krafti til að leika knattspyrnu og von-
aöist til þess aö vera í henni sem lengst. Þaö
væri afar gott aö vera í Köln. ______ þr.
Ásgeir Sigurvinsson er án
nokkurs efa þekktasti knatt-
spyrnumaöur okkar erlendis.
Hann fór ungur út í atvinnu-
mennskuna og er nú búinn aö ná
þeim árangri aö vera kominn í
fremstu röö leikmanna í Evrópu.
Ásgeir leikur meö Stuttgart og
þar eins og annars staöar hefur
hann gert garöinn frægan. Stutt-
gart var í efsta sæti deildarinnar
þegar fyrri umferöinni lauk. Margt
bendir til þess aö liöiö nái jafnvel
aö sigra í deildarkeppninni í ár. Þá
er liöiö enn í bikarkeppninni og
mætir þar meisturunum Hamborg
í Hamborg á þriðjudaginn. Er þaö
síöari leikur liöanna í bikarnum.
Fyrri leiknum lauk meö jafntefli,
1—1.
Nokkuö óvænt tapaöi Stuttgart
fyrsta leik sínum í síöari umferö í
deildinni gegn einu af neöstu liöun-
um. Viö inntum Ásgeir eftir því
hvort leikmenn Stuttgart heföu ekki
sett stefnuna á meistaratitilinn í ár.
Hann var aö venju hógvær er hann
svaraði.
— Knattspyrnan er óútreiknan-
leg og þaö getur allt skeö. Það er
langt frá því útséö hvaöa lið veröur
meistari. Vissulega munum viö
gera okkar besta. En viö tökum
bara einn leik fyrir í einu. Þaö er
mjög erfitt leikjaprógramm fram-
undan, deildarleikur og bikarleikur.
Viö leikum gegn Kaiserslautern um
helgina og Hamborg í bikarnum á
þriöjudag.
— Síöasta leik töpuöum viö eftir
aö hafa sigrað fimm í fimm leikjum
í röö. í þeim leik áttum viö fjöldann
allan af góðum tækifærum sem
ekki nýttust. Síöan skoruðu þeir
undir lok leiksins. Við stefnum aö
því aö gera vel á móti Kaiserslaut-
• Ásgeir Sigurvinsson, leikstjórnandi
Stuttgart-liðsins og einn besti miðherji í
Evrópu.
ern heima. Verðum aö sigra í þeim
leik.
— Nú viö eigum góöa mögu-
leika í Hamborg í bikarleiknum. Ég
held aö viö eigum alveg jafn mikla
möguleika á útivelli eins og á
heimavelli í bikarleik. Bikarleikirnir
eru yfirleitt opnari og þar taka
leikmenn oft meiri áhættu en í
deildarleikjum. Hamborgarliöiö er
á uppleið núna en viö sýndum þaö
í deildarkeppninni að viö getum vel
sigraö þá, sagði Ásgeir. — pR.
„Þegar vel gengur
njóta allir góös af því“
—■ segir Pétur Ormslev hjá Fortuna Diisseldorf
„ÉG VAR MED í 13 sðs 14 leikjum af 18 fyrir óramót, þar af 4 eða 5 frá
byrjun. Liðmu hefur gengið mjög vet undanfariö eg þjálfarinn mun
örugglega ekki gers breytinger á því ef svo heldur áfram. Ekki nema
einhver meiðist,“ segöi Pétur Ormslev, er MM. spjallaði við hann I
vikunni. Hann hefur setið ó veramennabekknum hjá Fortuna DUssel-
derf að undanförnu — en komið inn á í mörgum leikjum eins og hann
sagði, og í siðaste leiknum fyrir jðl kom hann inn á eg skereði eítt
mark.
Síöasti leikur Dússeldorf
(þetta er skrifað fyrir leikinn í
gær) var gegn Borussia Möench-
engladbach á heimavelli og
áhorfendur voru þá hvorki fleiri
né færri en 62.000. Fortuna sigr-
aði í leiknum 4:1 og sagði Pétur
það hafa veriö „hálfgert áfall“
fyrir áhorfendur, ef svo mætti að
orði komast, hve fyrri hálf-
leikurinn hefði verið stórkostleg-
ur.
„Viö vorum að vinna 4:0 í hálf-
leik og ég hef sjaldan séö annaö
eins. Gladbach var í þriðja sæti
fyrir leikinn og liöið var taliö sig-
urstranglegra. Dússeldorf hefur
yfirleitt gengiö illa gegn liöinu,
og þetta er stærsti sigur á því frá
upphafi aö ég held. Ég hef oft
upplifaö meiri læti og stemmn-
ingu á veliinum þegar áhorfend-
ur hafa verið um 25.000 —
áhorfendur voru svo hissa!“
Litlar sem engar mannabreyt-
ingar hafa oröiö hjá Fortuna síö-
an AtK og Pétur komu til iiösins
og það er því nokkuö skrýtiö hve
vel liðinu hefur gengiö í vetur.
Því var ekki spáö mikilli vel-
gengni fyrir þetta keppnistímabil
en annaö hefur komiö á daginn.
Liðið þykir eitt hiö skemmtileg-
asta í deildinni og er alveg viö
toppinn. „Markmið okkar nú aö
því aö ná sæti í UEFA-keppninni.
Viö erum í fimmta sæti og aðeins
þremur stigum á eftir efsta liö-
inu, þannig aö allt gæti gerst.
• Pétur í leik með Fortuna. Hann
hefur komiö inn á mörgum leikj-
um liósins í vetur.
Morgunblaöiö/ Skaptl Hallgrjmsson.
Eina vandamáliö hjá okkur aö
mínu mati er aö viö þyrftum aö
ná fleiri stigum á útivöllum. Viö
höfum að vísu fengið mun fleiri
stig úti en á síðasta tímabili en
ekki nógu mörg.“
Aö sögn Péturs var „prógram"
fyrri umferöarinnar erfitt hjá
Fortuna. í seinni umferöinni
mætir liðið að vísu Hamburger
og Stuttgart á útivöllum, en af
þeim liðum sem nú væru í
toppbaráttunni ætti liðiö einna
„léttasta“ prógrammið undir lok
keppnistimabilsins. „Við leikum
þá viö liö sem eru ekki i faHhættu
og eiga heldur ekki möguleika á
toppsætum — þeir leikir eru allt-
af auöveldari. Hin iiðin, „stóru“
liöin eins og þau eru köHuö,
HSV, Stuttgart, Bayern og
Bremen, leika mikiö innbyröis í
vor; Stuttgart og Hamburger
mætast t.d. í síöustu umferðinni
í Stuttgart. Fortuna fær Bremen
og Bayern í heimsókn nú í seinni
umferðinni, og þaö er einmitt um
næstu helgi sem leikurinn viö
Bayern fer fram.
Nú þegar hafa selst rúmlega