Morgunblaðið - 29.01.1984, Side 22

Morgunblaðið - 29.01.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 Björgvin Jóhannsson, forstöðumaöur Skálatúnsheimilisins og Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri þess. Myndin er tekin í vinnustofu á miðhæð Hamrahlíðar, þar sem vistmenn starfa við að raða plastpokum í umbúðir. Á efstu hæð Hamrahlíðar eru handavinnustofur þar sem þessi hópur var að vinna undir umsjón þeirra Margrétar Finnbogadóttur og Þóru Svanþórsdóttur, sem báðar eru handa- vinnukennarar. Aöstaða er þar öll hin besta og afrakstur handavinnunnar að sama skapi, eins og sjá má á myndinni. Skálatúnsheimilið þrítugt Skálatúnsheimiliö í Mosfells- sveit hefur nú verið starfrækt í rétt þrjátíu ár. Verður afmælisins minnst í dag með opnu húsi fyrir aðstandendur vistmanna, starfs- fólk og alla velunnara heimilisins. Skáíatúnsheimilið var stofnað í upphafi sem barnaheimili árið 1953, af Umdæmisstúku IOGT, undir forystu Jóns Gunnlaugs- sonar. Var það tekið í notkun ári síðar. Fyrsta forstöðukona heim- ilisins var Auður Hannesdóttir, en auk hennar störfuðu þar ein kennslukona og tvær starfs- stúlkur í eldhúsi. Var gert ráð fyrir að á barnaheimilinu yrðu fimmtán börn og tíu starfsmenn. Starfsemin jókst og heimilis- fólkinu fjölgaði á næstu árum. Skálatún er sjálfseignarstofnun og árið 1958 gerðist Styrktarfé- lag vangefinna eignaraðili að í vinnustofunni á neðstu hæð Hamrahlíðar. hálfum hluta. Hefur stjórn Skálatúnsheimilisins síðan verið skipuð tveimur fulltrúum Styrktarfélags vangefinna, tveimur frá IOGT og formanni stjórnarinnar, sem er skipaður af landlækni. Á Skálatúnsheimilinu búa nú 56 vistmenn í fjórum húsum, Út- hlíð, Blönduhlíð, Litlu-Hlíð og Lönguhlíð. Flestir vistmenn búa í Úthlíð og Blönduhlíð, 21 á hvorum stað, fjórir í Litlu-Hlíð og ellefu í Lönguhlíð. Húsin skiptast síðan I litlar heimilis- einingar og er heimilishaldið I höndum starfsfólks og vist- rnanna. Stöðugildi eru 53,4, en um 100 manns starfa meira og minna við heimilið. Hluti vist- manna sækir kennslu í Safamýr- arskólann, en þeir sem ekki fara þangað eru daglega í þjálfun í Hamrahlíð, nýrri vinnustofu, fé- lags- og þjálfunarstöð á Skála- túni. Hamrahlíð var áður fjós og hlaða, en fyrir ári var hafist handa við að gera húsið upp og breyta því. í dag er þar þjálfun- arherbergi, þar sem vistmenn eru undirbúnir til að sækja vinnu I vinnustofur á miðhæð hússins. Einnig er á miðhæð »■*» Hér er allt hráefnið í tuskudúkkur komið, bara eftir að sauma brúðurnar saman. Herbergi tveggja vistmanna í Blönduhlíð. Blönduhlíð er elsta húsið á Skálatúni. Þar hafa öll herbergi verið gerð upp og eru hin smekklegustu. Skálatúnsheimilið. Ljé»m. Mbl./RAX. hússins þjálfun fyrir erfiða vinnu, og sem dæmi um störf vistmanna má nefna: uppröðun á þvottasvömpum fyrir ríkisspít- alana, röðun á plastpokum frá Plastprenti, uppröðun á jóla- kortum og ýmislegt fleira. Handavinnustofur eru á efstu hæð hússins og starfa þar tveir handavinnukennarar. Þar búa vistmenn til teppi, púða, gólf- renninga og fleira. Þá eru einnig tvö starfs- mannahús á Skálatúni og sund- laug, en íþróttakennsla fer fram í íþróttahúsinu að Varmá. Ber í því skyni að geta þess að vist- menn Skálatúnsheimilisins eiga með sér íþróttafélagið Gáska. Forstöðumaður Skálatúns- heimilisins er Björgvin Jó- hannsson, þroskaþjálfi, og hefur hann veitt heimilinu forstöðu í rúm tvö ár og framkvæmda- stjóri Hreggviður Jónsson. í stjórn heimilisins sitja þeir Þengill Oddsson, læknir og formaður, Guðmundur Hall- varðsson, Gunnar Þormar, Há- kon H. Kristjónsson og Helga Hobbs. „Kom fyrir að myndirnar tolldu ekki á pappírnumu — rætt við Björgvin Pálsson myndasmið um sérstæða sýningu hans á gumbicromat-ljósmyndum Björgvin Pálsson heldur um þessar mundir sýningu á gumbicromat- myndum í Gallerí Ijekjartorgi og lýkur þeirri sýningu nú um helgina. „Þessi sýning hefur verið þrjú ár í vinnslu og er sú fyrsta sem ég held á myndum unnum með þessari aðferð. Gumbicromat er efnablanda sem herðist við lýsingu og var áður fyrr oft notuð við Ijósmyndagerð. Hvað varð til að þú fékkst áhuga á þessari gömlu tækni? „Ég hef haldið nokkrar sölusýn- ingar á ljósmyndum og fannst það sláandi tilhugsun þegar ég lét frá mér myndir að ending ljósmynda er yfirleitt ekki meira en 50 ár, kannski 100 ef hún er brúntóna. Svo las ég einhvers staðar um einstaka endingu gumbicromat-ljósmynda og gróf upp formúlur að þessari efnablöndu í blöðum og gömlum heimildum, hér- lendis og erlendis. Síðan hófst til- raunastarfsemin. Ég hafði í upphafi sjö formúlur í höndunum en nota nú aðeins þrjár þær sem bestar reynd- ust. Litlar heimildir eru til um þessa aðferð og efast ég um að nokkur hafi notað hana til gerðar litmynda líkt og ég. Og aðeins einn mann veit ég um, Svía, sem notar þessa aðferð enn þann dag í dag við gerð svart/hvítra ljósmynda. Ég hef því þurft að fikra mig áfram með þetta og lært af því ýmislegt. Ég komst til dæmis að því að geyma mátti blönduna í langan tíma með því að setja í hana einn dropa af formalíni og spara þannig tíma og vinnu, því blandan skemmist annars mjög fljótt og þarf að gera hana upp á nýtt í hvert skipti. Til- raunir með pappír voru líka gífur- legar. Ég set myndirnar á vatnslita- pappír en af honum er ótrúlegt úrval hérlendis. Ekki er þó sama hvaða tegund er notuð, oft kom það fyrir þegar ég var langt kominn með mynd að hún tolldi ekki á pappírn- um og bókstaflega rann af þegar ég setti hana í vatn.“ Hvað tók það langan tíma að ná tök- um á þessari aðferð? „Fyrstu myndina gerði ég í yfir 1.000 eintökum, það var á meðan ég var að þróa þetta og finna hvernig efnið hegðaði sér. En ég er náttúru- lega alltaf að prófa mig áfram.“ Hvernig verður svona mynd til? „Það byrjar með því að maður tek- ur ljósmynd á venjulega myndavél. Stækkar hana í ljósmyndastækkara upp á vinnslufilmu sein síðan er stækkuð upp í endanlega stærð myndarinnar, oftast í tveim eintök- um. Síðan er blandan búin til úr gum og bicromat og hún lituð með ljós- ekta vatnslit. Hún er smurð á vatnslitapappírinn, sem er svo hert- ur í kringum níu klukkutíma þar til hann verður ljósnæmur. Þá eru film- urnar lagðar yfir pappírinn og lýstar í einn til tvo tíma með sólarljósi eða háfjallasól. Og hann að lokum skolaður í vatni í þrjár klukkustund- ir og hengdur til þerris. Ef svo nota á fleiri liti þarf að endurtaka þessa meðferð." Og er ending myndanna betri en Ijósmynda? „Já, það er óhætt að segja það, ég nota hágæða ljósekta vatnsliti og ætti ending þessara mynda að vera í kringum 1000 ár.“ Sýning Björgvins er opin 14-22 um helgina en henni lýkur sem fyrr seg- ir á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.