Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
II
RITHOND OG PERSONULEIKI
Um það hvernig rithöndin getur hugsanlega
endurspeglað hið innra eöli mannsins
/
,,,
ö
(?yv\
/v^a^a. rv\
ÍLVCa^Vv CA/ n
Frá fyrstu tíö hefur maöurinn
brotiö heilann um tilveru sína og
sjálfan sig og reynt aö svara hinni
áleitnu spurningu: Hver er ég? —
Þeirri spurningu veröur auövitaö
aldrei svaraö til hlítar enda svörin
sjálfsagt eins mörg og mennirnir
eru margir. Þær eru líka orönar
margar leiöirnar, sem maðurinn
hefur farið til aö leita svara og
andans menn á öllum timum hafa
leitast viö aö kpmast aö sannleik-
anum og myndaö heimspekikenn-
ingar um rannsóknir sínar. Þegar
sú list aö skrifa náöi almennri út-
breiöslu vaknaöi fljótlega sú
spurning, hvort rithöndin gæti
hugsanlega endurspeglaö innra
eöli mannsins á óbrigöulan hátt,
og þá auövitað án tillits til þess
sem skrifaö var, heldur fyrst og
fremst af stafagerö og áferö skrift-
arinnar.
Fáar heimildir eru til um fast-
mótaöar kenningar í rithandar-
fræöi fyrir siöaskipti, en eftir þaö
fara aö birtast ritgeröir þar sem
fjallaö er um þessi efni. Áriö 1622
var birt ritgerö eftir ítalskan lækni,
Camillo Baldo aö nafni, sem hann
kallaöi „Hvernig er hægt aö þekkja
eöli og lundarfar manns af rithönd
hans, sérstaklega þó af bréfi frá
honum?“ j ritgeröinni rakti Baldo
kenningar sínar um samsvörun rit-
handar og lundarfars og geröi sér-
staklega greinarmun á eölilegri og
þvingaöri rithönd. Svisslendingur-
inn Lavater rannsakaöi eöli rit-
handarinnar á árunum 1775 til
1778 og birti niöurstöður sínar í
Engar tvær manneskjur eru nákvæmlega eins, hvort heldur um er að ræða
persónuleika eða útlit. Á sama hátt er því haldið fram að engar tvær manneskj-
ur skrifi nákvæmlega eins og því hefur undirskrift nafns undir bréf og hvers
konar skjöl þótt næg trygging til aðgreiningar frá öðrum. Gildir þá einu
hvort nafn þess, er undirritar skjaliö, er læsilegt eða ekki. Þetta veiga-
mikla hlutverk undirskriftarinnar, sem viðskipti manna byggjast aö
miklu leyti á, rennir stoöum undir þá skoðun, að meðal allra þeirra
milljóna manna, sem búa á jörðinni, séu varla til tvær verur, sem
hafa sömu rithönd, eða skrifa sama nafnið á alveg sama hátt. Og
allt frá því aö maöurinn fór fyrst aö draga til stafs hafa verið
uppi kenningar um að rithöndin sé óskeikul tjáning persónu-
leikans eins og vikið verður að í eftirfarandi grein.
> p; -V ' oSjtLx (ujtkJ \uslA
ciLv <yó S (
W\A
q^-
Mörg einkenni geta fléttast saman í einni og sömu skriftinni
(Ljósm. Mbl. RAX)
einum kafla bókarinnar „Ritkorn
um útlit manna“, þar sem hann
greinir einkenni rithandarinnar og
einnig margar ólíkar geröir bók-
stafa og ritlína. Skáldiö Goethe var
þeirrar skoöunar aö rithöndin
segöi til um eöli manna og sjálfur
háföi hann dálæti á aö ráöa rit-
handarsýnishorn. Slíkt hiö sama
geröu ýmsir aörir andans menn,
svo sem Alexander von Humboldt,
George Sand og heimspekingurinn
Leibniz og munu von Humboldt og
Sand hafa iökaö rithandartúlkun
sem nokkurs konar samkvæmis-
leik.
Rannsóknir í rit-
handarfræði
Skömmu eftir aldamótin 1800
birtu nokkrir franskir rannsókn-
armenn ritgeröir um túlkun rit-
handar og um fimmtíu árum síöar
var fariö aö reka skóla í rithandar-
fræöi í nágrenni Parisar undir
stjórn ábótans Flandrin. En þaö
var ekki fyrr en 1875, sem út kom
ítarlegt verk, sem telja má stofnrit
rithandarfræðinnar. Höfundur
þess var Michon ábóti, en hann
var lærisveinn Flandrin ábóta.
Michon ábóti er því talinn faöir
„grafologiunnar", sem rithandar-
fræöin nefnist á fagmálinu. Michon
haföi um árabil safnaö fjölda rit-
handa og rithandareinkenna og í
niöurstööum sínum lýsir hann
þeim glögglega. Hann studdist
mjög viö „fastákveðin einkenni",
þ.e. aö sérhvert einkenni átti aö
tákna aöeins eitt ákveöiö lundar-
einkenni. Þannig átti mjúkleg rit-
hönd aö segja til um viökvæma
sál, hörkuleg rithönd um harön-
eskjulega skapgerö og þar fram
eftir götunum. Rithandarfræöinni
hefur aö sönnu fleygt mjög fram
síöan um daga Michon, en engu aö
síöur njóta margar túlkana hans
viðurkenningar enn í dag. Eftir-
maöur hans, Crépieux-Jamin, varö
heimskunnur fyrir rannsóknir sínar
á þessu sviöi, en hann takmarkaöi
starf sitt viö rannsóknir á ráöningu
rithandar eftir merkiseinkennum.
Franska rithandarfræöin barst
brátt til Þýskalands þar sem fræöi-
menn tóku hana upp á arma sína
og leituöust viö aö þróa vísinda-
legar aöferöir viö lestur og ráön-
ingu rithandar. Þar á meöal var
hinn kunni lífeölisfræöingur og
barnasálfræöingur William Preyer
prófessor, en áriö 1895 kom út
bók hans „Hiö sálfræöilega í rit-
höndinni", sem af mörgum er talið
ítarlegt og djúphugsaö verk. Þetta
var í fyrsta skipti sem viöurkennd-
ur fræöimaöur tók upp merki rit-
handarfræöinnar og höfðu skoö-
anir hans aö sjálfsögðu mikil áhrif
til framdráttar hinni ungu fræöi-
grein. Til gamans má geta þess aö
Preyer var íslendingum ekki með
öllu ókunnur, því hann haföi komiö
hingaö til lands sem þáttakandi í
vísindaleiöangri áriö 1860, þá
ungur stúdent og feröaöist hann
meö rannsóknarleiðangri þessum
þvert yfir island. Landfræðilegar
og náttúruvísindalegar niöurstööur
þessa leiöangurs voru birtar í bók
sem ber vott um fjölhæfni Preyers,
sem tók miklu ástfóstri viö land og
þjóö eftir ferö þessa.
Meö rannsóknum Preyers hefst
hiö vísindalega tímabil ríthandar-
fræöinnar. Hann fór nýjar leiöir í
rannsóknum sínum og í staö þess
aö túlka einstök merki skriftarinn-
ar kannaöi hann eftir hvaða leiöum
rithöndin veröur til, hvernig fariö er
aö því aö rita, og hreyfingar ein-
staklinga viö aö skrifa. Preyer
komst m.a. aö þeirri niöurstööu,
aö eöli rithandar sérhvers manns
helst alveg óbreytt, jafnvel þótt
hann hafi æft sig aö skrifa meö
vinstri í staö hægri handar, og
meira aö segja þótt hann noti fót
eöa munn til aö stýra pennanum.
Af þessu dró hann þá ályktun aö
þaö væri ekki höndin, sem mótaöi
skriftina, heldur hugurinn, eöa
heilinn öllu heldur. Þessi kenning
olli byltingu á sviöi rithandarfræð-
innar og meö henni opnuöust leiöir
til aö kanna skapgeröareinkennin
hleypidómalaust og meö nákvæm-
ari og betri aöferöum.
Geölæknar og sálfræöingar fóru
nú aö sýna rithandarfræöinni auk-
inn áhuga og um aldamótin 1900
kannaöi geölæknirinn George
Meyer rithreyfingar, sem fastmóta
rithöndina, í tengslum viö tjáningu
sálarlífsins og leiddi aö því rök, aö
vissar breytingar sálarástands
leiddu til samsvarandi breytinga á
rithöndinni. Studdist hann þar
einkum viö skrif sjúklinga sinna og
tengdi þannig rithandarfræöina al-
mennum sálvísindum.
Rithönd og per-
sónuleiki
Þýski náttúrufræöingurinn og
sálfræöingurinn Ludwig Klages
stundaöi gagnmerkar rannsóknir á
þessu sviöi skömmu eftir aldamót-
in og tók hann miö af kenningum
Schopenhausers, Darwins, Pider-
its og fleiri, en Klages lagöi m.a.
grundvöll aö svokallaöri „nútíma-
látbragösfræöi", en hún byggist á
þeirri kenningu, aö hreyfingar lík-
amans veröi til vegna umróts í sál-
arlífinu, aö hreyfingar manns Ijóstri
upp um leyndir hugans. Þaö þarf
aö vísu engann vísindamann til aö
segja okkur aö óvæntar gleöi-
fregnir fá okkur til aö hlæja, hoppa
eöa klappa lófunum, en sorg-
artíöindi til aö gráta eöa drúpa
höföi. Hins vegar eru geöbrigöin
æriö mörg, og séu þau varanleg,
mynda þau og móta allt lundarfar
manns, sem einnig kemur fram í
hreyfingum hans og þar meö einn-
ig í rithöndinni. Staöfesting á því
síöastnefnda fékkst m.a. í tilraun-
um meö dáleidda.
En lítum á nokkur dæmi úr
niöurstöðum þessara rannsókna.
Sterkar líkur eru á því aö rithönd
þess, sem venjulega er glaðlyndur,
muni í ritlínum sínum leita upp á
viö. Hins vegar lýsir döpur lund sér
oft í því, aö stafirnir síga niður fyrir
ritlínu. Samkvæmt rannsóknum
þessum á lin og grönn rithönd aö
bera vott um veikan vilja og
stefnuleysi, en aftur á móti kann
þróttmikil rithönd aö segja til um
sterkan vilja. Á sama hátt getur
hádregin skrift vitnaö um stolt og
sterka sjálfsvitund, en smágeröir
stafir um lítillæti. Þessar túlkanir
eru þó ekki einhlítar því hádregna
stafi getur einnig sá ritaö, sem ekki
býr yfir skýrri sjálfsvitund, heldur
aðeins yfir drambi og stærilæti og
smágeröir stafir geta ekki aðeins
auökennt þann lítilláta, heldur
einnig þann, sem er hræddur og
hikandi. Þetta sama fær einnig
staöfestingu í framkomu manna í
daglega lífinu: Sá, sem lætur lítiö
yfir sér, getur gert slikt af lítillæti
eöa ef til vill fremur af kjarkleysi.
Margir menn inna verk sín fljótt af
hendi og ber þaö vott um iöni og
leikni hjá sumum, en táknar fljót-
færni og kæruleysi hjá öörum.
Báöar þessar manngeröir munu
skrifa jafn greiölega, og rithönd
þeirra ber sömu einkenni.
Að þekkja sjálfan
sig af rithöndinni
Áriö 1974 kom út í London bók
sem ber heitiö „How to really know
yourself through your handwriting"
eftir Shirl Solomon. Hér skal ekki
lagöur dómur á vísindalegt gildi
þessarar bókar, en eins og nafniö
bendir til á hún aö vera mönnum til