Morgunblaðið - 29.01.1984, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
t BRYNDÍS ELÍASDÓTTIR, Reynihvammi 34, Kópavogi, lést í Landspitalanum 27. janúar. Kristján Þór, Kristrún Kristófersdóttir, Kristján Ólafsson og aðrir vandamenn.
t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞJÓÐBJÖRG ÞÓRDARDÓTTIR, Selvogsgötu 5, Hafnarfiröi, '* andaöist á Sólvangi föstudaginn 27. janúar. Helga Egilsdóttir, Jón Pálsson, Stefán Egilsson, Ágústa Ágústsdóttir, Aöalsteinn Egilsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Egilsson, Guöfínna Lea Pétursdóttir, Egill Egilsson, Magnfríður Ingimundardóttir, Guðjón Jónsson, Edda Óskarsdóttir, Guðný Egílsdóttir, Sigrún Guömundsdóttir og barnabörn.
t Elskulegur sonur okkar og bróöir, ÓLAFUR ÞORSTEINSSON, ; sem andaöist 21. janúar, veröur jarösettur frá Bústaöakirkju l mánudaginn 30. janúar kl. 13.30. Kolfinna Ketilsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Katla, Þorsteinn og Ingibjörg.
t ; Móöir okkar, tengdamóöir, systir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skipholti 12, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. janúar kl. 1.30. Stefanía Lóa Valentínusdóttir, Sveinn Guömundsson, Jóhanna Snæfeld, Guöjón Jónsson, Sigurveig Jóhannsdóttir, Styrmir H. Þorgeírsson, Guölaug Bjarnadóttir, börn og barnabörn.
t ) Konan min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT G. GUOMUNDSDÓTTIR, Núpabakka 25, S veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Ingimar Guömundsson, Guömundur Ingi Ásmundss., Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn S. Ásmundsson, Elsa B. Ásmundsdóttír og barnabörn.
t i Útför föður okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARSJÓNSSONAR, Skríöustekk 14, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 31. þessa mánaöar kl. 10.30. Lárus Óskarsson, Unnur Óskarsdóttir, Karl Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.
t Alúöarþakkir fyrir vináttu og hlýhug viö andlát og jaröarför STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Teygingalæk. Fyrir hönd frændfólksins, Ólöf Jónsdóttir.
t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför sonar okkar, SVAVARS SIGURÐSSONAR. Siguröur Þorvaldsson, Erla Frederiksen
Ólafur Þorsteins-
son - Minningarorð
Fæddur 7. nóvember 1965
Dáinn 21. janúar 1984
Nú þegar dagarnir eru farnir að
lengjast og við að trúa því að aftur
muni vora, skellur myrkrið á —
hann óli er dáinn. Tíminn stendur
í stað og við finnum hversu lítils
við erum megnug, getum ekkert
sagt eða gert til að lina sorg for-
eldra og systkina. Engu verður
breytt, Ola hefur verið ætlað hlut-
verk í fyrirheitna landinu, en við
sem eftir lifum vitum að tíminn
læknar öll sár.
Ólafur var næstelstur fjögurra
barna þeirra Kolfinnu Ketilsdótt-
ur og Þorsteins Ólafssonar. Hann
var fæddur í Reykjavík, en fluttist
10 ára gamall með foreldrum sín-
um til Reyðarfjarðar og átti þar
heima síðan, að undanskildum
þeim vetrum sem hann var í skóla
á Laugum og í Reykjavík.
Óli var einn af þeim sem oft
fara leynt með tilfinningar sínar.
Engu að síður bjó hann yfir ríku-
legu skopskyni og átti auðvelt með
að koma fyrir sig orði. Ef svo bar
undir gat hann slegið viðmælanda
sinn út af laginu með hnyttnum,
en nærgætnum, tilsvörum sínum.
Óli var dulur að eðlisfari en þó var
öllum ljóst að undir niðri var hann
viðkvæmur og blíður.
Lítil saga lýsir honum vel. Hann
var þá aðeins 6 ára og ætlaði með
stóru systur sinni í þrjúbíó. Þau
komu fyrst til mín að sjá nýfædda
dóttur mína. óli varð hugfanginn
af barninu, sat hjá vöggunni og
hélt í hendi litlu stúlkunnar þar tii
hún sofnaði. Þá vildi systir hans
fara af stað í bíó, en óli vildi ekki
sleppa hendi barnsins af ótta við
að vekja það. Hann fór því ekki í
þetta sinn, en sat hjá vöggunni í
langan tíma. Þetta þótti mér lýsa
mikilli hlýju sem ég veit að hann
bar í brjósti alltaf þó fáir fengju
að kynnast þessari hlið hans.
Elsku Jotti minn, Kolla, Ingi-
björg, Steini, Katla og Magnús,
megi minningin um góðan dreng
veita ykkur huggun í ykkar miklu
sorg.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
voru kvöldin þegar setið var við
rúmstokk og reynt að svara spurn-
ingum um allt milli himins og
jarðar, sagðar sögur eða rauluð
vísan um hann óla lokbrá, sem
var í miklu uppáhaldi hjá þeim
systkinum. Þarna ólst Óli upp í
skjóli indælla foreldra, systkina
og ættingja, ásamt hópi góðra
vina til tíu ára aldurs. Þá verður
sú breyting á, að fjölskyldan flyst
búferlum austur á Reyðarfjörð, en
þar tók Þorsteinn við starfi stöðv-
arstjóra Pósts og síma. Við þetta
breyttist að sjálfsögðu margt. í
stað þess að sjást og finnast bæði
seint og snemma, urðu nú fundirn-
ir færri en símtölin fleiri. Ekki
var fjölskyldunni í kot vísað er
austur kom. Þar voru búsett fyrir
góðir vinir, Kristján og Heiða.
Þeir Þorsteinn og Kristján eru
systrasynir, en þeir hafa verið
sem bræður frá barnsaldri. Seint
verður honum og fjölskyldu hans
fullþakkað allt sem þau hafa gert
þessa síðustu daga. Fljótlega
tókst, sem vænta mátti, góð vin-
átta milli þeirra á símstöðinni og
fólks vítt og breitt um Austurland.
Er ekki að orðlengja að þar hefur
þeim liðið vel, hvort er við vinnu,
nám eða tómstundir.
Þarna liðu unglingsárin hans
Óla, hjá góðum foreldrum og
systkinunum þrem: Kötlu, Steina
og Imbu og hundinum Tuma. En
svona er lífið. Einn kemur þá ann-
ar fer. Nýlega höfðu elsta dóttirin
Katla og unnustinn Magnús enn
aukið á hamingju fjölskyldunnar,
með því að færa þeim lítinn sól-
argeisla. Sá var skírður Þorsteinn,
á tvítugsafmæli mömmu sinnar
nú í janúar. Tíu dögum síðar er Óli
allur. Hvað er hægt að segja?
Hvað duga fátækleg orð? Lífið allt
er leyndardómur en svarið við
leyndardóminum er utan við
okkur sjálf, ekki hið innra. Menn
sem krefjast þess að fá sköpunar-
verkið útskýrt frá upphafi til
enda, biðja um það sem ómögulegt
er. Því það mun ekki vera í mann-
anna verkahring að svara spurn-
ingunni um lífsgátuna miklu. Síð-
an sorgin kvaddi dyra austur þar
biðjum við þess að það megi vera
huggun harmi gegn og hjálp ykkur
öllum á erfiðum stundum að
minnast hans Óla eins og hann
var.
Megi góður guð geyma hann og
leggja ykkur líkn með þraut.
Sigga og Viðar
Yndislegur drengur er horfinn
okkur. Fátæk orð fá ekki lýst
harmi og sorg, sem gagntekur
fjölskyldu, sem missir ungan, fal-
legan og góðan dreng.
Óli var glæsilegt ungmenni,
næstelstur fjögurra barna hjón-
anna Kolfinnu Ketilsdóttur og
Þorsteins ólafssonar. Óli var biíð-
lyndur, kurteis og hlédrægur og
hann bar ekki á torg það sem hann
kunni og gat. Okkur er minnis-
stætt þegar hann var lítill, og
mamma hans ætlaði að fara að
kenna honum að lesa, en drengur-
inn var þá orðinn allæs, því stóra
systir hafði verið með honum í
skólaleik, þá nýbyrjuð í skóla
sjálf.
Hann sótti til foreldra sinna,
alla þá hæfileika og dugnað sem
þau eru gædd, og er gott að hugsa
til þeirra góðu stunda sem hann
átti síðasta árið heima á Reyðar-
firði. Og margar minningar eigum
við frændfólkið um allar góðu
stundirnar með honum, og inunum
við ávallt bera þær með okkur.
Elsku systir, mágur og börnin,
amma og afi í Langó og amma
Ingibjörg, megi góður Guð veita
ykkur stvrk í ykkar miklu sorg.
Blessuð sé minning Ólafs Þor-
steinssonar.
Dísa og Birna.
Kristín Þórðar-
dóttir - Kveðja
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki —.
(T.G.)
Með þessum fáu línum vil ég
kveðja frænda minn, sem svo allt-
of fljótt var kallaður héðan, og
óska honum velfarnaðar á æðra
tilverustigi.
Anna Þóra
Eitt símtal að austan, alla setur
hljóða. Enn hefur sláttumaðurinn
slyngi beitt ljánum. í þetta sinn er
það hann óli, elsti sonurinn, að-
eins átján ára, sem fallinn er í
valinn. Ólafur Þorsteinsson, en
svo hét hann fullu nafni, var sonur
þeirra hjóna, Kolfinnu Ketilsdótt-
ur og Þorsteins Ólafssonar sím-
stöðvarstjóra á Reyðarfirði. Hann
Óli, eins og við kölluðum hann
alltaf, fæddist hér í Reykjavík og
ólst upp í Fossvoginum fyrstu ár-
in. En þaðan munum við hann
best, bjartan svein, einlægan og
prúðan. Alltaf var gott að koma í
Dalalandið en þar vorum við hjón-
in svo til daglegir gestir. Mörg
Það er sárt til þess að hugsa að
Stína, sem var okkur frændsystk-
inunum svo kær, sé ekki lengur í
tölu lifenda á þessari jörðu.
Oft fórum við á þjóðhátíðina í
Eyjum og heimsóttum þá jafnan
Stínu frænku. Má með sanni segja
að þar hafi verið tekið á móti
okkur opnum örmum og þrátt
fyrir stóran barnahóp og ekki
mikil efni fannst þeim hjónum
aldrei neitt muna um að bæta
fleirum við.
Sýndi það best hve góð og um-
hyggjusöm Stína var, að hún vakti
alltaf eftir okkur þar til við kom-
um heim á kvöldin eftir hátíða-
höldin til þess að athuga hvort við
værum ekki köld eða svöng.
Atorkusemi Stínu og dugnaður
var með eindæmum. Hún vann í
frystihúsinu og hafði mjög stórt
heimili en samt virtist hún aldrei
vera þreytt og aldrei heyrðist frá
henni kvörtunartónn. Hún var
alltaf jafn hæglát og hlý.
Með þessum fáu orðum viljum
við þakka Stínu frænku fyrir
okkur. Minningin um hana mun
aldrei gleymast.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja þig, Stebbi minn, og börn-
in í ykkar miklu sorg.
Díana og Þórður.
t
Innllegar þakkir fyrir sýndan vlnarhug viö andlát og útför frænku
okkar,
KRISTÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR
frá Kirkjubóli 1 Valþjófsdal.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks í Hafnarbúðum fyrir frábæra
umönnun.
Vandamenn.