Morgunblaðið - 29.01.1984, Side 42

Morgunblaðið - 29.01.1984, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 Orsökin talaði um afleiðinguna Strax á öðrum degi þings, sl. þriðjudag, hóf stjórnarandstaðan utandagskrárumræður, að þessu sinni um atvinnuleysi, sem „nú er meira en nokkru sinni fyrr hér á landi í hálfan annan áratug“, eins og Svavar Gestsson málshefjandi og forraaður Alþýðubandalags, komst að orði. I>að kom fram í máli Stein- gríms Hermannssonar, forsætisráð- herra, þegar hann svaraði fyrir- spurnum frá forraanni Alþýðubanda- lagsins, að atvinnuleysi, sem nú bryddar á, „er að lang stærstum hluta vegna erfiðleika í sjávarút- vcgi“. Samdráttur í opinberum fram- kvæmdum hafi og einhver áhrif en óveruleg. Orsakir og afleiðingar Á tímabilinu 1970—1982 var at- vinnuleysi hér á landi að meðaltali 0,5% af fólki á vinnualdri (mann- afla). Á síðasta heila ári fráfar- innar ríkisstjórnar, 1982, þegar Alþýðubandalagið var enn við stjórnvöl, jókst atvinnuleysið í 0,7% af mannafla, og 1983 í 1%. Opinberar spár standa til þess að atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi líðandi árs kunni að ná til milli þrjú og fjögur þúsund manns. Þetta er vissulega uggvænleg þróun en engu að síður afleiðing augljósra orsaka. Það er efalaust rétt hjá forsæt- isráðherra að samdráttur í at- vinnu og þjóðartekjum 1983 og 1984 er „að mjög verulegum hluta og langstærstum hluta vegna erf- iðleika í sjávarútvegi". Þorskafli, sem var um 450 þúsund tonn fyrir aðeins tveimur árum, er áætlaður 220 þúsund tonn 1984. Þegar þessi höfuðorsök atvinnuleysis er hug- leidd hlýtur sú spurning að vakna, hvort ríkisstjórn og meirihluti Al- þingis, sem ríkjum réð 1978—83, hafi staðið nógu vel að verki í sjávarútvegsdæminu. Hefði fyrr verið brugðizt við fiskifræðilegum viðvörunum, að laga veiðisókn að veiðiþoli, stæðum við ekki jafnná- lægt hugsanlegu hruni þorsk- stofnsins og nú er. Alþýðubanda- lagið, sem hóf umrædda utandag- skrárumræðu, getur engan veginn sniðgengið stjórnsýslulega ábyrgð á stjórnarstefnu í sjávarútvegs- málum sl. fimm ár. Þaðan af síður í verðbólgu- og efnahagsmálum, en vandi sjávarútvegs á líðandi stund er a.m.k. að helftinni til af- leiðing rangrar efnahagsstefnu á því tímabili. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. af þessu tilefni: „Meginhluti rekstr- arvanda útgerðarinnar stafar af verðtryggðum eða gengistryggð- um skuldum. Hann stafar af þeirri óðaverðbólgu sem hér ríkti. Ætli það hafi ekki búið í haginn fyrir útgerðina, að hér hefur verðbólga verið lækkuð um meira en 100 pró- sentustig og vextir hafa farið lækkandi. Ætli þetta séu ekki að- gerðir, sem leggja nýjan grundvöll til þess að byggja á heilbrigt at- vinnulíf og heilbrigðan útgerðar- rekstur ... Sannleikurinn er sá að þær aðgerðir, sem gripið var til sl. vor, komu í veg fyrir almennt, víð- tækt atvinnuleysi, sem blasti við, ef ekkert hefði verið að gert.“ Það var bæði eðlilegt og tíma- bært að hefja umræðu á Alþingi um atvinnuleysi. Atvinnuleysi er þjóðfélagslegt og persónulegt böl. Fámenn þjóð hefur ekki efni á að sóa vinnuafli huga og handa þús- unda fólks. Hver heilbrigður mað- ur hlýtur að líða fyrir það að finna sig ekki þátttakanda í önn þjóð- lífsins. En hitt hefði verið eðli- — þegar Alþýðu- bandalagið hóf utandagskrár- umræðu um atvinnuleysi legra og tímabærara, að gera sér grein fyrir orsökum þá afleiðingar eru ræddar. Það gerðu talsmenn Alþýðubandalagsins ekki í þessari umræðu. Og máske er það til of mikils ætlast að vandamálið fjalli um vandamálið, þ.e. orsökin um afleiðinguna. Villur og vegvísar Guðmundur J. Guðmundsson, þingmaður Alþýðubandalagsins og formaður t6.VMSÍ, t4.tók til máls í þessari utandagskrárum- ræðu um atvinnuleysi. „Það flökr- ar ekki að mér,“ sagði GJG, „að afneita þeim stóra vanda sem langsamlega stærsti og mannfrek- asti atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn", á í. Atvinnu- leysi kæmi hinsvegar víðar við sögu. Nefndi hann til Akureyri, „öflugasta iðnaðarbæ í landinu", og Borgarnes, „það sem engin fleyta fer á flot“. Tvennt var það sem einkum vakti athygli í máli formanns VMSÍ. Hið fyrra var að hann, sem þingmaður Alþýðubandalags, reyndi að skáka sér í einhvers konar sérstöðu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Ég vil aðeins ítreka það,“ sagði hann í þessari umræðu, „að ég tek ekki þátt í ein- hverjum skætingi milli stjórnar og stjórnarandstöðu ..." Hér er orðaval athyglisvert, einkum og sér í lagi með hliðsjón af því, hver hóf umræðuna og hvern veg var að því staðið. Það síðara var umsögn hans um landsfund Sjálfstæðis- flokksins, þá hann ræddi um „at- vinnuprógramm ríkisstjórnarinn- ar“. Þá sagði hann orðrétt: „Bezta erindi sem ég hef heyrt um það (innskot: uppbyggingu atvinnu- lífsins) var nú frá ríkisstjórnar- manni á landsfundi Sjálfstæðis- Atvinna dregst saman. Þjóðar- tekjur rýrna. Kaupmáttur hefur skerst. En ýmsir möguleikar bíða, van- eða ónýttir. Þeirra á meðal fiskeldi, sem getur gefið gull í mund, og orkuiðnaður, sem breytt getur orku fallvatna okkar í atvinnu, verðmæti, gjaldeyri og hærri skiptahlut á þjóðarskútunni. Það er tvímæla- laust hyggilegra að standa sam- an um að vinna sig út úr vand- anum en slást innbyrðis á rúst- um þeim, sem eru arfleifð kol- rangrar efnahagsstefnu fyrri ára. flokksins ... Ragnari Kjartans- syni — og margt mætti af því læra.“ Þorsteinn Pálsson vék síðar í umræðunni að máli GJG og sagði m.a.: „Guðmundur J. Guðmunds- son fór hringferð kringum landið og kom víða við í byggðum og nefndi tölur um atvinnuleysi, gerði að vísu ekki samanburð við sams konar skráningu á sl. ári, en ég held að einmitt að þessi upp- talning hafi kannski sýnt okkur, að við þurfum að gera átak í því að auka fjölbreytni í íslenzku atvinnulífi. Við þurfum fleiri atvinnutækifæri í iðnaði ... Hann minntist einnig á það, að merkasta framlag til þessara um- ræðna hefði komið fram á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var undir kjörorðinu „Fyrir framtíðina" og minnti á ræðu Kjartans Ragnarssonar í því sambandi. Ég er honum um margt sammála. Þar var minnst á nauð- syn margþættra aðgerða til þess að efla íslenzka framleiðslustarf- semi og markaðssókn fyrir hana erlendis. Allt þetta tekur tíma og undirstaðan er heilbrigður grund- völlur, jafnvægisást.and í efna- hagsmálum. Það er fyrsta skilyrð- ið.“ Alþýðubandalagið hefur lokað augum fyrir vegvísum til atvinnu- uppbyggingar. Þeir eru þessir, að dómi bréfritara: • 1) að stuðla að innlendum sparnaði. Fjármunir eru vinnu- tæki, sem atvinnulífið kemst ekki af án. Innlendur sparnaður gerir það óháðara erlendu fjármagni, en á þeim vettvangi höfum við bundið okkur ærna skuldabagga. I efna- hagslægðinni 1967—68 vóru heild- arskuldir þjóðarinnar 10% af Árshátíð Jgg SVFR Stangaveiöifélags Reykjavíkur veröur haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 10. febrúar. Tekiö er á móti miöapöntunum á skrif- stofu SVFR frá kl. 13 til 18 alla virka daga — síminn er 86050. Aögöngumiöar veröa síöan afhentir og borö tekin frá nk. laugardag 4/2 á skrifstofunni frá kl. 13 til 16. Fjölmennum og tökum meö okkur gesti á þessa glæsilegu hátíö. Skemmtinefnd SVFR. SVTR SVTRSVTR SVTR SVTR SVTR ÚTSALA 30-50% afsláttur á tilbúnum stórísum, stórísefnum, gardínuefnum og gardínubútum alls konar. Stórkostlegt tækifæri til aöfá „alltfyrir gluggann" á útsöluverdi. Sími 31870 Kellavik Simi 2061

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.