Morgunblaðið - 29.01.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 29.01.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 47 Þriðja plata Egó tekin upp í mars Egó-vinir fj»r og nær geta tekið gleði sína á ný. Egó-flokkurinn er ekki hættur og því fer fjarri. Þriðja plata sveitarinnar er í deiglunni. Eftir því sem Járnsiðan kemst næst fer Bubbi Morthens út til Bretlands um mánaðamótin febrúar/mars og hljómsveitin fer síðan út upp úr miðjum mars og veröur platan tekin upp ytra. Egó hefur til þessa gefið út tvær breiöskífur, Breyttir tímar og I mynd, og seldust þær báöar geysilega vel — fóru vel yfir 5000 eintaka markið. Smávegis um Residents, eina af kyndugri sveitum heims: Búa til áhugaverö- ar raðir af hljóð- rituðum hávaða The Residents er fjögurra manna hljómsveit, sem vakið hefur nokkra athygli fyrir kyndug uppátæki og þá ekki síöur kynduga tónlist. Þar ræður ekki sjónarmið fagurkerans ríkjum, heldur reyna meðlimir sveitarinnar að búa til áhugaverðustu raðir af hljóðrituðum hávaöa, sem nokkurn tíma hafa heyrst. Járnsíðunni barst fyrir nokkru stuttur pistill um sveitina og af skiljanleg- um ástæðum treystir umsjónarmaður Járnsíöunnar sér ekki til aö stytta hann eöa umsegja á nokkurn hátt, þar sem hann hefur aldrei heyrt neitt af högum þessara fjórmenninga. Pistillinn fer hér á eftir: The Residents búa til frumlega tónlist. Ég meina það. Þeir hafa hljóðritað fjölmargar LP-plötur og margar litlar. Þeir eru ekki gefnir fyrir viötöl eða aö láta taka af sér myndir. Gömlu fólki finnst Residents kjánalegir. Gömlu fólki leiöist tónlist Residents. Gamalt fólk heldur upp á Mick Jagger. Muniöi þegar Mick var ekki gamall og hvernig hann skrýdd- ist öryggisnælum og vafði sig í þlast og sagði dónaleg orð? Við sjáum aldrei þá daga aftur. Sem betur fer. Þeir líta betur út á litljósmyndum en þeir voru nokkurn tíma. The Resi- dents líta eins út í lit og í svart/hvítu. Ósýnilegir. Ungu fólki finnst Residents skrýtn- ir. Ungu fólki leiöist líka tónlist Resi- dents. Hverjir halda upp á Resi- Residents semja tónlist með eins mörgum eöa fáum nótum í áttund og þeim sýnist. Stundum verða þeir aö smíöa hljóðfæri til að geta leikiö tón- list sína. The Residents finnst bókin með tónlistareglunum fyndin. Þeir lesa hana stundum á klósettinu. The Residents búa til hljómplötur fyrst og fremst. Þeir sitja ekki og berja á gitara til að reyna að finna eitthvað flott til að flytja í tónleikasal eða listasafni. Þeir reyna aö búa til áhugaveröustu raðir af hljóðrituðum hávaöa sem nokkurn tíma hafa heyrst. Þessi hávaði hljómar stund- um hérumbil eins og tónlist þar sem tónlist er oft mjög áhugaverðar raðir af hávaöa sem leikinn er í ákveðnum tilgangi. Hljómþlötur Residents eru dents? Það skal ég segja ykkur. Þaö er tvenns konar fólk sem heldur upp á Residents: í 1. lagi fólk sem leiðist Residents en þorir ekki að viöur- kenna það. í 2. lagi fólk sem hefur aldrei fundið sig í neinu. Fyrri hópur- inn er lítill, en það eru gilljónir í þeim síðari. The Residents kunna vel viö síðari hópinn, enda af sama sauöa- húsi og þeir sjálfir. Til er bók með reglum tónlistarinn- ar. Hún skýrir vandlega og vísinda- lega út hvernig tónlist vestrænnar siðmenningar eigi að hljóma. Án hennar gæti ekki einu sinni rokkari stillt gítarinn sinn. I bókinni er að finna heimskulegar staðhæfingar eins og „í áttund eru átta nótur". The upprunalegu listaverkin. Þær eru ekki fjöldaframleiddar heimildir um upphaflegan flutning á lögum. Margir tónlistarmenn hafa veriö neyddir til að koma fram samkvæmt kröfum áheyrenda þeirra, en The Residents einangra sig frá áheyrend- um sínum til að tryggja að verk þeirra séu samkvæmt þeirra eigin óskum. Þegar hljóðritun er lokið er hún kannski aldrei gefin út eða í mjög litlu upplagi. Þess vegna er tónlist þeirra og hljómplötur svo óviöjafnanlega áhugaverðar. Þess vegna heyrir þú ekki mikiö um þá og þess vegna er þessi grein ekki skrif- uö til aö senda hópa af öskrandi að- dáendum inn í plötubúðirnar til að biðja um nýjustu Residents-plötuna. HLJOMPLOTUR - KASSETTUR STÓRKOSTLEG RÝMINGARSALA Leggjum niöur hljómplötuverslun okkar og höfum um leiö innkallaö allar okkar plötur og kassettur frá öörum verslun- um og seljum nú á rýmingarsölunni nokkra tugi titla af plöt- um og kassettum meö 80% afslætti. Eftirleiöis veröur ekkert af þessum titlum á sölumarkaöi. Eitt verð á öllu: Plata eöa kassetta á adeins kr. 70.- Um leið bjóðum við nýjar plötur frá öllum öðrum útgefend um á 25% afsláttar-kynningarverði. Opið alla daga 9—18 SG-Hljómplötur Ármúla 38. Sími 84549. Nú er rétti tíminn til þess að tölvuvæða fyrirtækið. Viö bjóðum ómótstæðilegan fyrirtækjapakka sem inniheldur eftirfarandi: 1) Apple 3 tölvu (256K) 2) Haröur diskur 5 milljón stafa geymsla 3) Prentari 4) Ritvinnsluforrit Verð á pakkanum: 5) Visicalc 6) Fjárhagsbókhald 7) Lager- og viðskiptamanna- bókhald Eftirstöðvar: Allt að 10 mán. Skipholti 19, sími29800 kr. 240.000 Útborgun: frá 30.000 kr. APPLE3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.