Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 53 tökumál. „Ég keypti lóð við Skólavörðustíginn og byggði þar tveggja hæða hús um 1919. Þetta var á Skólavörðustíg 44a og þar bjó ég síðan í 62 ár. Þá var öðru- vísi um að litast við Skólavörðu- stíginn en núna, allt autt, engin hús fyrir ofan mitt. Maðurinn minn var orðinn veikur, þegar ég fór út í bygging- una, svo ég stóð í þessu ein. En ég gifti mig tuttugu og þriggja ára og varð ekkja tíu árum síðar. Hann hét Haraldur Jóhannesson og var bílstjóri hjá Kveldúlfi. Þegar við vorum nýgift kom í Ijós að hann var með berkla og varð að fara á hæli, þar sem hann var meira og minna til dauðadags. Við áttum eina dótt- ur, Soffíu Aðalheiði. Hún á fjóra syni og þeir eiga allir börn, þannig að ég á nóg af afkomend- um þó að ég hafi ekki verið að hlaða niður börnum, enda finnst mér mesta vitleysa í konum að vera að eiga fleiri en tvö til þrjú börn. Áður en ég gifti mig hafði ég verið trúlofuð öðrum manni I þrjú ár. En hann fórst með skipi um það bil sem ég var að ljúka við að sauma brúðarskartið. Við vorum búin að leigja okkur hæð í Hafnarfirðinum og ætluðum að gifta okkur þegar hann kæmi i land næst. Eg hef alltaf verið mikill spíritisti og síðan þetta gerðist hefur mér verið illa við brot, ég var nýbúin að brjóta mynd af okkur saman þegar fréttin barst," segir Soffía, lítur um leið á ljósmynd af ungum manni í stórum ramma á veggn- um. „Eftir að ég varð ekkja átti ég marga kosti á því að giftast aftur," bætir hún við, „en ég hafði ekki áhuga á að kynnast þriðju persónunni." „Vakti alltaf á ný- ársnótt á Borginni“ „Það hefur aldrei verið mikið um frístundir hjá mér, en heima sungum við mikið, systkinin. í stríðinu keypti ég svo orgel af ísólfi Pálssyni og spilaði mikið á það. En skemmtilegasta atvinna sem ég hef haft um dagana er að servera. Ég byrjaði að servera á Hótel Borg daginn sem þar var opnað, 18. janúar 1930, og var þar næstu tuttugu og fjögur eða fimm árin. Við vorum allar á upphlut þá, stúlkurnar, sem gengum um beina og þó ég segi sjálf frá, þá fór upphluturinn best á mér. Það var nú starf, sem átti við mig. Ég var svo fljót á fæti og hann Jóhannes á Borg þekkti fótatakið mitt frá því að ég kom hlaupandi fyrir hornið á apótekinu, en af tuttugu stúlkum vorum við sex sem vorum í sér- stöku uppáhaldi hjá honum. Fyrstu árin spiluðu danskar og þýskar hljómsveitir á Borginni og það var líf og fjör, ekki vant- aði það. Sérstaklega fannst mér gaman á nýársnótt, þá vakti ég alltaf með honum Sigurði Grön- dal, yfirþjóni. Þá var nú oftast fyllerí, eins og nú er, en þó held ég að fólkið hafi verið heldur sið- samara. Seinna var ég svo hjá honum Freysteini, sem rak búð og kaffi- sölu í Aðalstræti 9 og á Morgun- blaðinu, en þar hætti ég þegar ég varð áttræð. Mér leið vel á Mogganum, en ósköp var fólkið orðið margt undir lokin,“ segir Soffía og biður fyrir kveðju til Elínar og „strákanna". „Það er ævintýri hvað tíminn líður," segir hún og úti fyrir er skammdegismyrkrið skollið á. „ótíðin fer illa í fólkið hérna og mér líst illa á ástandið," segir Soffía, en hún fylgist vel með gangi heimsmálanna, nær og fjær. „En heimurinn ferst nú ekki nema af mannavöldum," bætir hún við. „Annars hugsa ég nú ekki eins djúpt og ég gerði, því ég veit að ég er á förum. En maður á ekki að vera svartsýnn í lífinu, heldur óhræddur og hugsa vel um sjálfan sig og aðra.“ H.H.S. SÆNSK ÚRVALSVARA - ÓTRÚLEGA ÓDÝR HANN 6R KOMINN OPGL A5CONA1984 Fyrsta sending af OPEL ASCONA 1984 er komin til landsins. Ætternið segir til sín. Fallegur og rúmgóður. Öruggur og þægilegur. Sprettharður og sparneytinn. Fjölskyldubíll. Vestur-þýskur fram í felgur. OPEL byrjaði að framleiða bíla 1898. Reynsla 86 ára kemur þér til góða, þegar þú kaupir OPEL. Tákn vestur-þýskrar vandvirkni. Tækni, sem treystandi er á. Öryggi, kraftur, ending. OPEL. g| BIFREIPAPEILP SAMBANDSINS GM HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM Verð kr. 378.800 með sex ára ryðvarnarábyrgð (miðað við gengi 16.2. 1984).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.