Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
65
Blanda af austri
og vestri
í framhaldi af þessu berst talið
að þjóðlífi í Japan, siðvenjum og
menningu, en um það segir Erling
m.a.:
„Eins og ég sagði áðan er Japan
sérkennileg blanda af austri og
vestri, en þó er landið gjörólíkt
öllum öðrum Asíulöndum og einn-
ig gjörólíkt Ameríku og Evrópu.
En þegar Japanir tala um hinn
vestræna heim eiga þeir yfirleitt
við Bandaríkin. Þetta á sér sínar
sögulegu rætur því það var Kan-
inn sem vann þá í stríðinu og kom
síðan efnahagslífi þeirra aftur á
réttan kjöl. Þegar hvítur maður
kemur til Japans er hann talinn
vera Ameríkani þar til annað
kemur í ljós. Um útlendinga er
notað orðið „geijin" og það nafn
loðir við menn á meðan þeir dvelja
í landinu, jafnvel þótt þeir flytji
þangað á unga aldri og búi í land-
inu alla sina ævi, í augum Japana
eru þeir og verða alltaf „geijin".
Japan er búddhiskt samfélag, en
hefur einnig sín sérstöku trúar-
brögð sem nefnast „Shinto".
Shintoisminn er upprunninn í
landinu sjálfu en búddhisminn er
innfluttur frá Kína og Kóreu.
Sakura (Þegar kirauberjatrén blómstra) þá kætist þjódin og sest aó í
almenningsgöróunum.
ingu sína berum orðum. Viðmæl-
andinn verður síðan að geta í eyð-
urnar og ráða af tilfinningum og
blæbrigðum raddarinnar hvað
hinn meinar. Þannig eru sam-
skipti milli manna talsvert frá-
brugðin því sem við eigum að
venjast. Til að komast að þessum
hlutum að eigin raun, er nauðsyn-
legt fyrir athugandann að kunna
málið og þetta á liklega við um
allar þjóðir. Nauðsynlegt er því að
komast af „túristastiginu" til að
skilja hugsunarhátt þjóðar, en það
tók mig marga mánuði.
Á meðan ég vann á hælinu bjó
ég um tíma hjá yndislegri fjöl-
skyldu og þar kynntist ég hinu
raunverulega japanska heimilis-
lífi. Þær siðvenjur rikja í Japan,
eins og víða annars staðar, að
brúðurin fylgir manni sínum til
fjölskyldu hans, tilheyrir henni
eftir það og hefur mestum skyld-
um að gegna gagnvart ættingjum
eiginmannsins. Fjölskyldan er
mjög samheldin og mun sterkari
eining í samfélaginu en t.d. hér á
íslandi. Vald foreldra yfir börnun-
um er mikið og orðið „mongen",
sem er notað yfir þann tíma sem
börn eiga að vera komin heim á
kvöldin, er mikið notað, og börn og
unglingar hlýða því skilyrðislaust.
Þetta gera þau fram eftir öllum
Japanir hafa dálæti á öllu nýju og fleygja því heilum bílum til aö rýma
fyrir nýjum.
jnsr*.
Z. ■■■■■
Einn af vistmönnum hælisina þar sem Erling vann um skeiö, á „ökutúr
í lóöráttri rigningu
Ellen Marteinsdóttir og Erling ásamt ábóta zen-musteris.
Einnig gætir þar nokkuð áhrifa
frá konfúisma, sem kemur m.a.
fram í aga og hlýðni gagnvart yf-
irboðurum, hvort heldur það er
forstjórinn eða heimilisfaðirinn.
Innan við eitt prósent af þjóðinni
er kristin, en samt sem áður hefur
kristnin meiri áhrif en ætla mætti
í fyrstu og það stafar af því að það
þykir fínt og „menntaðri" hluti
fólksins er oft kristinn. En jafnvel
í trúarbrögðunum verður maður
var við þessa einkennilegu blöndu
af austri og vestri. Japanir eru
mjög umburðarlyndir í trúarefn-
um og blanda trúarbrögðum oft
saman í daglegum athöfnum sín-
um. Þannig er ekki útilokað að
einstaklingi sé gefið nafn í Shinto-
musteri, giftur í kristinni kirkju
og útför hans gerð frá Búddha-
musteri."
Húsmóðirin tekur
sjaldan af sér svuntuna
„Eftir aðlögunartíma minn i
Tókýó fór ég að vinna á hæli fyrir
fatlaða og þar lærði ég mína jap-
önsku. Þarna voru fimmtíu vist-
menn og enginn talaði orð í ensku
þannig að það var ekki um annað
að ræða en að komast niður í mál-
inu. Ég hafði ágætan kennara,
sem kunni ensku, og eftir tvo mán-
uði var ég farinn að geta bjargað
mér sæmilega í málinu. Japanska
er að vísu erfitt mál fyrir vestur-
landabúa, þar sem maður þarf að
læra hvert einasta hugtak upp á
nýtt, en samt er hún auðveldari i
meðförum en ætla mætti. Mál-
fræðin er tiltölulega létt og sama
er að segja um framburð. Þannig
er talmálið ekki svo ýkja erfitt en
öðru máli gegnir um ritmálið. Það
er margra ára nám að læra jap-
anskt ritmál og til að geta lesið
dagbl'að þarf maður að læra nokk-
ur þúsund tákn þannig að ég lærði
aldrei að skrifa japönsku að neinu
ráði.
Eftir að ég fór að geta bjargað
mér í málinu komst ég að raun um
að Japanir tala saman á allt ann-
an hátt en vesturlandabúar. Við
segjum yfirleitt meiningu okkar
og tölum hreint út, en þeir tala
yfirleitt undir rós og gefa hlutina
| í skyn fremur en að segja mein-
aldri og þó er tiltölulega hættulít-
ið fyrir börn og unglinga að vera
úti á kvöldin því það er ekki mikið
um ofbeldi á götum úti í Japan.
Samt sem áður þykir það sjálf-
sagður hlutur að hlýða „mongen“
foreldranna.
Húsmóðirin framkvæmir öll
heimilisverkin og tekur sjaldan af
sér svuntuna. Það er hennar deild
og ekki við hæfi að húsbóndinn
taki til hendinni við slík verk.
Þannig eru viðhorfin hjá þorra
þjóðarinnar þótt þetta sé ef til vill
eitthvað að breytast meðal yngra
fólksins. Konan verður að vera
undir það búin að hafa matinn til
á hvaða tíma sólarhringsins sem
er, því atvinnulífið krefst þess að
fyrirtækið gangi fyrir öllum öðr-
um þörfum mannsins. Yfirvinna
er því algeng, og oft án þess að
greitt sé sérstaklega fyrir hana.
Konan verður því auðvitað að laga
sig að þessum aðstæðum og bíða
þolinmóð með matinn. Eftir að
hafa kynnst þessu varð mér stund-
um hugsað til þess að konur á ís-
landi væru heppnar miðað við
kynsystur þeirra í Japan, þó jafn-
rétti kynja eigi enn langt í land
hér á landi.
Fyrirtækin skipa mjög veiga-
mikinn sess í daglegu lífi Japana.
Þau eru ekki aðeins vinnustaður
sem sjá mönnum fyrir efnahags-
legri afkomu heldur sækja menn
þangað félagsskap auk þess sem
þau annast allar tryggingar fyrir
starfsmenn sína og fjölskyldur
þeirra. Félagslegt öryggi fjöl-
skyldunnar er því miklu háðara
fyrirtækinu heldur en ríkinu,
hlutfallslega ef miðað er við ís-
land. í Japan er fyrirtækið allt í
senn: vinnustaður, „félagsmið-
stöð“ og velferðarstofnun. Venjan
er sú, að þegar námi lýkur, um
tvítugt, fara menn að vinna hjá
einhverju fyrirtæki og eru þar á
meðan þrek og starfsorka leyfa.
Þeir fórna sér í þágu fyrirtækisins
og vinnufélagarnir eru oft bestu
vinirnir. Þegar vinnu er lokið
hverfa þeir á vit heimilisins og þá
vilja þeir líka fá að vera í friði.
Það er fremur formleg athöfn að
fara í heimsókn í Japan. Þú
„droppar" ekki inn, eins og tíðkast
hjá okkur."
í klaustri hjá
zen-búddhistum
„Eftir að ég hafði unnið í fjóra
mánuði á hælinu fór ég í klaustur
hjá zen-búddhistum og var það
einhver merkilegasta reynsla sem
ég hef upplifað um ævina. Þar
kynntist ég einna best hinum
sanna japanska hugsunarhætti.
Lífið í japönsku Búddhaklaustri
byggist á gömlum hefðum og venj-
um sem eru baksviðs í iðnaðar-
samfélaginu en blunda samt alltaf
í vitund þjóðarinnar. Ég byrjaði á
því að fara á námskeið í zen-
búddhisma í gömlu og rótgrónu
klaustri, sem er í sögufrægum bæ,
skammt frá Tókýó, sem nefnist
„Kamakura". Námskeiðið stóð í
sex daga og að þvi loknu dvaldi ég
í öðru klaustri í mánuð, með
munkum af þessari reglu. Þetta
var að mörgu leyti hápunkturinn á
dvöl minni í Japan.
Þarna voru fimmtíu japönsk
ungmenni saman komin til að
kynnast þessu fyrirbæri undir
handleiðslu zen-munka, sem eru
krúnurakaðir og ganga í sérstök-
um kuflum, en þeir njóta mikillar
virðingar meðal almennings. í
stórum dráttum gekk þetta þannig
fyrir sig, að maður var vakinn
klukkan þrjú á nóttunni, og siðan
var hugleiðsla, „zazen“, sem stóð í
þrjá og hálfan tíma, hálftíma í
senn, með stuttum hléum á milli.
Maður átti að tæma hugann og
einbeita sér að andardrættinum,
þ.e. þindaröndun. En þegar líða
tók á þennan hálftíma hjá mér þá
beindist hugurinn æ meir að
sársaukanum í fótunum, því við
áttum að sitja í „lótus-stellingu" á
sefmottu með þunnan púða undir
sitjandanum, bein í baki, hreyf-
ingarlaus með hálflokuð augun.
Þetta var hin mesta eldraun fyrir
„stólabarnið" frá íslandi, enda
tókst mér ekki sem skyldi að
tæma hugann undir þessum
kringumstæðum. Japanarnir við
hliðina á mér hörkuðu af sér af
þjóðlægum sjálfsaga og ég varð að
gera slíkt hið sama, samanber
máltækið „þegar þú ert í Róm
verður þú að haga þér eins og
Rómverji". Meðan á hugleiðslunni
stendur gengur einn munkanna
hljóðlega um eins og vofa með
léttan tréspaða. Ef einhver er
óþolinmóður eða dottandi er hon-
um gefið merki, hann beygir sig
fram, heldur um herðablaðið og
fær fjögur þéttingsföst högg á
bakið frá hendi munksins. Þetta
var sársaukafullaðferð, sem
stundum roðnaði undan, en árang-
ursrík til að halda mönnum við
efnið. Til marks um sjálfsaga Jap-
ana kom það stundum fyrir að
þeir gáfu sig sjálfir fram við
munkana og báðum um slíka með-
ferð ef þeir voru syfjaðir.
Eftir að sólin kom upp var unn-
ið við að höggva eldivið og taka til
í garðinum, en í hádeginu var
svefn í eina klukkustund. Síðan
var hugleiðsla frá sólarlagi til
klukkan tíu um kvöldið, en sam-
tals var hugleiðsla í sjö tíma á
sólarhring. Hver maður hafði sína
sefmottu, og þar var einnig borðað
og sofið. í þessum klaustrum er
lögð áhersla á mjög einfalt líferni.
Zen-búddhisminn felur í sér heim-
speki sem er gjörólík okkar hugs-
unarhætti og má segja að kjarn-
inn í henni sé „skyndileg hugljóm-
un“. Þessari hugljómun ná menn
með hugleiðslunni, en þeir telja að
þetta taki mörg ár og jafnvel svo
að sumir ná aldrei fyrsta stiginu
þótt þeir stundi hugleiðsluna alla
ævi. Æðsta stig hugljómunarinn-
ar er „Nirvana“, þ.e. alheimsvit-
SJÁ NÆSTU SÍÐU