Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
Rita Hay worth
Hún var fyrrum falleg og fræg en er nú farin að heilsu
Rita Hayworth heitir að skírn-
arnafni Margarita Cansino og
fæddist í New York árið 1918, það
er óhætt að segja að hún hafi
fæðst inn í skemmtanaiðnaðinn,
þar sem foreldrarnir stunduðu
bæði slík störf.
Cansino-fjölskyldan átti upp-
runa að rekja til Sevilla á Spáni,
þar sem listamenn úr ættinni
höfðu skarað fram úr í dansi í
marga ættliði. Afi Ritu rak
dansskóla í Madrid og var hann
þekktur um allan heim. Faðir
Ritu, Eduardo, og systir hans El-
isa héldu til Bandaríkjanna og
sýndu þar dans við góðan orðstír.
Volga Haworth, móðir Ritu,
kom frá efnaðri fjölskyldu en
hafði ung hlaupist að heiman til
að reyna fyrir sér á leiksviðinu.
Ungi spánski dansarinn Eduardo
Cansino kynntist Volgu þegar hún
kom fram með Ziegfeld-flokknum,
sem frægur var á sínum tíma.
Þegar þau gengu í hjónaband
bannaði hann konu sinni að fást
við leikstarfsemi, hún hlýddi en
féll það þungt.
Cansino-fjölskyldan stækkaði
ört, átján mánuðum eftir fæðingu
Ritu fæddist hjónunum drengur-
inn Eduardo Jr. og síðan annar
sonur, Vernon.
Fjölskyldan settist að í Jackson
Heights-hverfinu í Queens í New
York og gekk allt 1 haginn.
Bræður Eduardo Cansino fluttu
til Bandaríkjanna og mynduðu
þau systkinin dansflokk, „The
Dancing Cansino", sem sýndi víða.
Margarita litla hóf dansnám að-
eins fjögurra ára gömul og þegar
hún var sjö ára tók hún þátt í
sýningum flokksins.
Litla stúlkan er sögð hafa verið
gott og hlýðið barn, alin upp á
spænska vísu, og gerði sér ung
grein fyrir að til mikils var ætlast
af henni á listasviðinu.
Árið 1926 voru þau systkinin
Eduardo og Elisa beðin um að
dansa í einni fyrstu dansmynd-
inni, sem gerð var með tali.
Skömmu síðar flutti fjölskyldan
til Hollywood þar sem Eduardo
Cansino setti á stofn dans-„stud-
io“, þar sem hann, ásamt kennslu
sá um æfingar og stjórnun dans-
Hún var sannar-
lega falleg
stúlkay leikkonan
Rita Hagworth,
eins og hún birtist
okkur á hvita
tjaldinu fgrir
nokkrum áratug-
um. Lífið hefur
ekki farið mjúk-
um höndum um
allar stjörnur
kvikmgnda- og
skemmtiiðnaðar-
ins, eins og allir
vita, fegurð,
frægð og auður
hefur ekki orðið
þeim trygging
fyrir hamingju og
góðu lífi, öðru
nœr, líf sumra
þeirra hefur ein-
kennst af von-
brigðum og sorg.
sýninga þekktustu dansara þeirra
tíma, sem komu fram í kvikmynd-
um. í kreppunni miklu, árið 1929,
missti Eduardo allt það sem hann
hafði fjárfest í sambandi við skól-
ann, hann hélt þó áfram að starfa
við danssýningar í kvikmyndum.
Það var vorið 1931 að Cansino
lét Margaritu dóttur sína hlaupa í
skarðið á síðustu stundu í forföll-
um dansmeyjar. Það varð föðurn-
um mikil upplifun að sjá dóttur
sína dansa þarna, eins og þaulæfð-
ur dansari, og ákvað á stundinni
að hefja að nýju sýningar með
hana sem dansfélaga, hann var þá
36 ára gamall en hún aðeins 13
ára.
Erfiðlega gekk að komast að á
skemmtistöðum í Bandaríkjunum
með sýninguna, stúlkan var yngri
en leyfilegt var fyrir skemmti-
krafta. En það giltu aðrar reglur í
Mexíkó og þar komu þau fyrst
fram í klúbbi í borginni Tijuana.
Það er skemmst frá því að segja
að þrátt fyrir ungan aldur vakti
stúlkan mikla athygli og aðdáun,
bæði sem dansari og sakir fegurð-
ar. Foreldrarnir gættu hennar vel,
henni var t.d. ekki leyft að fara
með út eftir sýningar á kvöldin
heldur send heim í háttinn. Sem
fyrr hlýddi hún foreldrum sínum í
einu og öllu.
Þegar stúlkan var orðin 15 ára
gömul vakti hún athygli mikils-
metinna manna úr kvikmynda-
heiminum, hún leit út fyrir að
vera mexíkönsk, hár hennar var
litað svart og greitt aftur frá and-
litinu, hún virtist einnig eldri en
hún var. Henni bauðst að koma
fram í nokkrum myndum teknum
í Mexíkó, sem „statisti" og einnig í
Hollywood. Foreldrana tók að
dreyma um að gera ungu stúlkuna
að kvikmyndastjörnu.
Kvöld eitt var Winfeld Sheehan,
forstjóri Fox Studios, viðstaddur
danssýninguna og bað foreldrana
um að fá að tala við stúlkuna á
eftir. Hún var sjálf yfir sig feimin,
svo það var faðir hennar sem tal-
aði fyrir hennar hönd. En for-
stjórinn bauð ungu stúlkunni að
koma til Hollywood til kvik-
myndatöku. Reynslutakan tókst
mjög vel og Margarita var ráðin
til sex mánaða, sem svo yrði fram-
lengt ef allt gengi vel. Það kom í
hlut föðursins að skrifa undir
samning fyrir hennar hönd, þar
sem hún hafði ekki lögaldur til.
í kvikmyndaverinu fékk hún
kennslu og leiðbeiningar hjá
kunnáttufólki og hún lagði sig alla
fram við leiklistina, svo hún væri
jafnvíg á dans og leik. Hún lagði
af og þótti það gera hana enn feg-
urri, það var endalaust verið að
taka af henni myndir í auglýs-
Hún var 15 ára þegar hún lék fyrst í
kvikmynd.
ingaskyni og þótti hún alla tíð
myndast sérlega vel.
Nafn hennar þótti nokkuð langt
og var stytt í Rita Cansino og und-
ir því nafni kom hún fram í Spenc-
er Tracy-mynd, sem hét Dante’s
Inferno, sýndi þar dansatriði.
í kvikmyndinni Under the
Pampas Moon fékk hún svo lítið
leikhlutverk, kom fram í einu at-
riði myndarinnar.
Sheehan forstjóri hafði hug á að
gera að nýju kvikmyndina Ram-
ona, sem hafði verið sýnd á dögum
þögulla mynda við miklar vin-
sældir, og hann vildi láta Ritu
leika þar aðalhlutverkið en sam-
starfsmenn hans voru ekki allir
sammála því. Teknar voru
reynslumyndir og unga stúlkan
lagði sig alla fram um að læra
hlutverkið og standa sig vel.
Það urðu henni því mikil von-
brigði þegar Darryí Zanuck, eftir
að hann varð ofan á í valdabaráttu
innan fyrirtækisins, taldi hana