Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 36
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
framseldan. Þjóðverjar vilja það
hins vegar ekki nema þeir geti
verið vissir um að aðstæður hafi
breytzt svo mjög að líklegt megi
telja að beiðnin verði samþykkt.
DÆMIGERÐUR
SS-MAÐUR
Walter Hermann Julius Rauff
þjónaði í þýzka sjóhernum áður en
hann gekk í SS þar sem hann náði
ofurstatign. Hann þjónaði einnig í
Norður-Afríku og á Ítalíu, þar
sem hann var yfirmaður þýzku ör-
yggislögreglunnar í Mílanó.
Rauff var sagður góðvinur
Reinhard Heydrichs, valdhafa
nazista í Bæheimi og Mæri, sem
var ráðinn af dögum, og var um
skeið yfirmaður Reichsicherheits-
hauptamt (Aðalríkisöryggisskrif-
stofunnar). Hermenn Banda-
manna tóku hann til fanga í Míl-
anó 30. apríl 1945.
Leyniþjónustuskýrsla, sem ný-
lega var birt í Washington, sýnir
að bandarískir liðsforingjar yfir-
heyrðu hann og niðurstaða þeirra
var þessi:
„Hann er dæmigerður fulltrúi
yfirmanna SS, sem hafa fullkomn-
að pólitísk glæpamannasamtök
hans ... Hann dregur litla dul á
fyrirlitningu sína og takmarka-
lausa óvild í garð Bandamanna.
Hann er álitinn stórhættulegur ef
hann verður einhvern tíma látinn
laus og ef honum verður ekki út-
rýmt með öllu er lagt til að hann
verði hafður í haldi ævilangt."
Rauff tókst hins vegar að flýja
úr fangabúðum í Rimini í desem-
ber 1946 og fór til Napoli. „Þar,“
sagði hann í yfirlýsingunni 1962,
„hjálpaði kaþólskur prestur mér
að komast til Rómar, þar sem ég
dvaldist meira eða minna í 18
mánuði, alltaf í klaustrum Páfa-
garðs."
„Nazistaveiðarinn" Simon Wies-
skipulagði brottflutning Gyðinga
frá Þrakíu.
Brunner virðist enn búsettur í
Damaskus og Klarsfeld-hjónin
hafa krafizt þess að hann verði
framseldur. Brunner fyrirskipaði
handtöku föður Serge Klarsfeld,
sem er Gyðingur, í stríðinu. Serge
fór til Damaskus sumarið 1982 til
að vekja athygli á nærveru Brunn-
ers.
í Damaskus hittu Rauff og
Eichmann einnig marga gamla
vini, sem hjálpuðu Sýrlendingum
að berjast gegn fsraelsmönnum,
þeirra á meðal von Hiegel, majór
úr þýzka flughernum, skriðdreka-
hershöfðingjann von Strachwitz
og Franz Rademacher, sérfræðing
í Gyðingavandamálinu, sem var
eftirlýstur fyrir stríðsglæpi.
Árið 1949 fluttust Rauff og fjöl-
skylda hans til Ecuador og níu ár-
um síðar, 1958, til Chiie. Hann
settist að í Punta Arenas, syðstu
borg Chile, þar sem hann starfaði
sem sölumaður unz hann var
handtekinn í desemberbyrjun 1962
að ósk vestur-þýzka sendiráðsins í
Santiago og leiddur fyrir rétt
vegna tilmæla Vestur-Þjóðverja
um framsal hans. Kona hans var
þá látin. Þau eignuðust tvo syni.
Nafn hans hafði birzt á skrá um
stríðsglæpamenn, sem ísraels-
stjórn dreifði þegar réttarhöldin
gegn Eichmann fóru fram, og yfir-
völd í Chile sögðu að hann væri
eftirlýstur þar sem hann væri tal-
inn bera ábyrgð á útrýmingu
a.m.k. 90.000 Gyðinga í stríðinu.
Rauff hafði hvorki þá né nú borg-
ararétt í Chile og ferðast með
þýzku vegabréfi.
Fram kom þegar framsals
Rauffs var krafizt að tveir fyrr-
verandi undirmenn hans höfðu
setið í haldi í Þýzkalandi í rúmt
ár. Tveir menn aðrir, sem ekki
höfðu verið handteknir, voru einn-
ig grunaðir um að hafa verið við-
ÍSRAELSKA stjórnin
hefur farið fram á að
stjórnin í Chile framselji
77 ára gamlan fyrrverandi
SS-ofursta, Walter Rauff,
svo að hægt verði að leiða
hann fyrir rétt í ísrael og
dæma hann fyrir fjölda-
morð á Gyðingum í síðari
heimsstyrjöldinni.
ísraelsmenn halda því
fram að Rauff beri ábyrgð
á dauða 250.000 manna,
þar af margra Gyðinga, í
Póllandi, Litháen, Lett-
landi, Hvíta Rússlandi,
Úkraínu og Júgóslavíu.
Hann er sagður hafa átt
hugmyndina að smíði
gasflutningabfla, sem naz-
istar notuðu til að útrýma
Gyðingum og öðrum. Bfl-
arnir, sem voru kallaðir
„Svörtu hrafnarnir“, voru
innsiglaðir og fórnarlömb-
in létust af völdum kolsýr-
ingseitrunar þegar út-
blástursloft var leitt inn í
þá.
SS-foringinn
Kauff eftir handtökuna 1945.
Klarsfeld sagði að Ra<>f? hefði
verið yfirmaður þeirra manna,
sem höfðu það verkefni að undir-
búa gasbílasveitirnar og sjá þeim
fyrir tækjum, auk þess sem hann
hefði séð um smíði gasbílanna,
sem voru notaðir tii að útrýma
Gyðingum áður en dauðabúðirnar
voru teknar í notkun.
Eiginkona Serge, Beate Klars-
feld, sem er af þýzkum ættum,
hefur staðið fyrir mótmælum í
Chile gegn búsetu Rauffs þar. Hún
var handtekin utan við forseta-
höllina 31. janúar, en seinna látin
laus. Síðan var hún handtekin
fyrir framan heimili Rauffs í yfir-
stéttarhverfinu Las Condes í
Santiago 8. febrúar, en látin laus
að lokinni yfirheyrslu.
Frá Chile fór hún til Paraguay
til að krefjast þess að annar
stríðsglæpamaður nazista, Josef
Mengele, „engill dauðans" frá
Auschwitz, verði rekinn úr landi.
Yfirvöld í Paraguay segja að hann
verði rekinn úr landi ef hann finn-
ist, en segja engar sannanir fyrir-
liggjandi um að hann leynist þar.
Beiðni Vestur-Þjóðverja um
framsal Rauffs var hafnað 1963 á
þeirri forsendu að stríðsglæpir
hans væru fyrndir. En Serge
Klarsfeld segir að samkvæmt
stjórnarskrá Chile sé hægt að
reka tafarlaust úr landi hvern
þann mann, sem teljist „skaðlegur
landinu".
Klarsfeld var áður í ísrael, þar
sem hann var fullvissaður um að
fsraelsstjórn væri reiðubúin að
dæma Rauff. Hann hefur einnig
reynt að fá Vestur-Þjóðverja og
Rússa til að láta málið til sín taka.
Hann hefur skorað á Rússa að
fara fram á framsal Rauffs á
þeirri forsendu að mörg fórnar-
lambanna í gasbílunum hafi verið
rússneskir Gyðingar. Hann hefur
einnig beðið Þjóðverja að gera
nýja tilraun til þess að fá Rauff
Ungverskir gyðingar á leið til útrýmingarbúðanna í Auschwitz.
Gasbfla-
Franz Stangl: leikur enn lausum
hala.
enthal í Vín segir að sögn New
York Times að þýzk nunna hafi
hjálpað Rauff að flýja úr fanga-
búðunum í Rimini og falið hann í
klaustri Franzsiskanareglunnar.
„Mér var útvegað starf kennara
í frönsku og stærðfræði á munað-
arleysingjahæli, sem heitir Via
Pia í Róm,“ segir Rauff í yfirlýs-
ingunni. „Með hjálp kaþólsku
kirkjunnar tókst fjölskyldu minni
að flýja frá rússneska hernáms-
svæðinu í Þýzkalandi og komast
til Rómar.“
Síðan fluttist Rauff til Damask-
us og því næst til Suður-Ameríku
og virðist hafa notað ferðaskilríki
undirrituð af prestum Vatíkans-
ins.
I Damaskus starfaði Rauff fyrir
sýrlenzku ríkisstjórnina. Þar hitti
hann fyrir gamla samstarfsmenn
Rauffs, þeirra á meðal Adolf
Eichmann, sem bar ábyrgð á
morðum sex milljóna Gyðinga, og
Alois Brunnér majór, sem m.a.
Hluta sannananna gegn Rauff
er að finna í bréfi frá SS-lækni,
dagsettu í maí 1942, þar sem bent
er á ýmsa vankanta á gasbílunum.
Læknirinn minntist einnig á and-
legt álag þeirra manna, sem höfðu
það hlutverk að koma fórnarlömb-
unum fyrir í fjöldagröfum, „venju-
lega um 15 kílómetra eða svo frá
aðalþjóðveginum".
Á það var bent að þegar of mik-
ið gas var leitt inn í gasbílana með
því að auka benzíngjöfina liðu
fórnarlömbin ægilegar þjáningar.
Þau urðu afskræmd í framan og
þvag og saur gekk niður af þeim.
Þegar vélin var ekki látin ganga of
hratt fengu fórnarlömbin aftur á
móti hægt andiát.
Sjálfur er Rauff sagður hafa
undirritað leyniskýrslu 5. júlí
1942, þar sem hann bendir á að frá
því í desember árið áður „hafi
97.000 verið unnir".
„GASBÍLAÞJÓNUSTAN"
I desember 1962 viðurkenndi
Rauff í yfirlýsingu til hæstaréttar
Chile að hann hefði átt þátt í að
skipuleggja „þessa flutningabíla-
þjónustu". Hann undirritaði yfir-
lýsinguna þegar Vestur-Þjóðverj-
ar reyndu að fá hann framseldan
frá Chile fyrir 20 árum. Hann
sagði einnig: „Ég var yfirmaður
tæknihópanna í aðalstöðvum ör-
yggislögreglunnar."
„Þessir svokölluðu sérstöku
flutningabílar," sagði hann, „voru
ekki sérstaklega til þess ætlaðir að
útrýma Gyðingum, heldur einnig
þeim sem höfðu verið dæmdir til
dauða.“
„Ég verð að leggja á það
áherzlu," sagði Rauff, „að þótt
tækniskrifstofan undir minni
stjórn væri viðriðin hina sérstöku
flutningabíla, sem voru notaðir til
að framkalla dauða með köfnun,
stóð hlutverk þessarar skrifstofu
aðeins í sambandi við tæknilegu
hliðarnar og í engu sambandi við
aftökur fólks. Svo að ég veit ekki
hvort þessir flutningabílar voru
notaðir til að drepa Gyðinga."
Um efni yfirlýsingar Rauffs var
ekki vitað fyrr en franski „naz-
istaveiðarinn" og Iögfræðingurinn
Serge Klarsfeld birti texta hennar
í París fyrir skömmu.
morðinginn
Páfagarður sakaður um að hjálpa stríðsglæpamönnum
nazista og krafizt er framsals eins þeirra frá Chile