Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
81
r
Islandsmeistaramót 1984
í „Jaws 3-D“ greinir frá „Neöansjávarkonungsríki", þar sem alls kyns kvikindi eru feröamönnum til
sýnis. Inn í þetta sædýrasafn ræöst hákarl, og á þessari mynd sjást nokkrir feröamenn berjast fyrir lífi
sínu.
Laugarásbíó:
ókindin í þrívídd
Louis Gossett leikur forstööumann Sædýrasafnsins. Louis fékk
Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í „An Officer and A Gentleman".
Sagan um hvíta dauöann er
ein vinsælasta saga sem samin
hefur veriö. Ótal sögur, sannar
og lognar, hafa veriö sagðar um
hákarlinn, en sennilega er
skáldsaga Peters Benchley um
ÓKINDINA (Jaws) sú frægasta.
Bókin var gefin út áriö 1975 og
sama ár var samnefnd kvik-
mynd frumsýnd. Bókin seldist í
tæpum 10 milljónum eintaka og
myndin varð mest sótta kvik-
mynd allra tíma á örskömmum
tíma.
Nú hefur þriöja kvikmyndin um
Ókindina veriö gerö og Laugar-
ásbió sýnir hana. Hún heitir
Ókindin í þrívídd (Jaws 3-D). Hún
var frumsýnd vestanhafs í júlí
1983; frumsýningarvikan var
stærsta opnun myndar í sögu
Universal-fyrirtækisins. Rúmlega
13 milljónir dollara komu i kass-
ann þá viku, sem er meira en ET
græddi fyrstu vikuna. En þrátt
fyrir stórkostlega byrjun reyndist
Jaws 3-D ekki vera eins þolin og
margir keppinautarnir, því innan
mánaöar var hún sokkin i saltan
sjóinn. Engu aö síöur var hún
vinsælasta mynd Universal á síö-
asta ári.
Ókindin I og II
Peter Benchley, Zanuck og
Brown, Steven Spielberg, Roy
Scheider. Þeir sem fylgjast
eitthvaö meö kvikmyndagerö
vita aö ofantaldir menn stóöu aö
gerö fyrstu myndarinnar um
Ókindina. Benchley samdi
skáldsöguna, sem hleypti söltu
blóöi í bókmennta- og kvik-
myndaheiminn; Zanuck og
Brown keyptu kvikmyndaréttinn
aö bókinni áöur en hún var
prentuö og framleiddu myndina;
Spielberg stjórnaöi gerö mynd-
arinnar; Roy Scheider lék aöal-
hlutverkiö á móti Ókindinni
sjálfri.
Spielberg var hálfþrítugur
þegar honum var boöiö aö gera
Ókindina. Þegar hugmyndin aö
myndinni kom upp var Spielberg
lítt þekktur; haföi gert eina
kvikmynd, Duel, sem naut ekki
hylli almennings, auk nokkurra
sjónvarpsmynda. En eftir aö
bókin kom út, var Ijóst aö Uni-
versal-fyrirtækið haföi gull í
höndunum. Jaws er ein mest
selda skáldsaga áttunda áratug-
arins.
Brösuglega gekk aö kvik-
mynda söguna. Hákarlinn, gjarn-
an nefndur Bruce, lét ekki alltaf
aö stjórn og kostnaöurinn, sem
þótti ærinn, jókst um aö minnsta
kosti 100%.
Sumariö 1975 stakk Bruce
hausnum upp úr sjónum og byrj-
aöi að narta í hrekklausa baö-
strandargesti og hætti ekki fyrr
en bankabók Universal stóö á
blístri.
Mönnum hættir til aö marg-
tyggja vinsælt efni; þremur árum
síöar geröu Zanuck og Brown
Jaws II, þótt Bruce hafi veriö
sprengdur í loft upp í lok myndar
númer eitt. Allir sem stóöu aö
gerö fyrri myndarinnar tóku þátt
í framhaldinu, allir nema undra-
barnið sjálft, Spielberg. Hann
sneri sér aö ööru hugöarefni,
himninum og fljúgandi furöuhlut-
um.
Jaws II malaöi gull fyrir fram-
leiöendurna, þótt hún kæmist
ekki í hálfkvisti viö forvera sinn.
Enn á ný var hákarlinn sprengdur
í loft upp á elleftu stundu, en þaö
kom ekki í veg fyrir aö þriöja
myndin yröi gerö.
Ókindin III
Maöurinn á bak viö þriöju
myndina um Bruce heitir Joe Al-
ves. Þetta er fyrsta myndin sem
hann stjórnar, en ekki er hann
Ókindinni með öllu ókunnur, því
þaö var hann sem hannaði há-
karla-módelin í fyrri myndunum.
Þrívíddin var mjög vinsælt
fyrirbæri fyrir um þaö bil 30 ár-
um, en var harla frumstæö. Hún
lá í láginni þar til fyrir nokkrum
árum; framleiöendur Ókindarinn-
ar slógu til og ákváöu að sýna
Bruce í nýju Ijósi.
Framleiöandinn, Rupert Hitzig,
segir: „Þrívíddin hefur hingaö til
aöeins veriö notuö sem skraut,
gersamlega óháö sögunni. En
undir niðri litum viö öðruvisi á
máliö. Viö notfærum okkur þrí-
víddina til hins ýtrasta".
Ný neöansjávartökuvél var
hönnuö sérstaklega fyrir þessa
þriöju mynd, byggö á nútíma þrí-
víddartækni. Breytingin er sú aö
í staö tveggja myndatökuvéla er
nú aöeins notuö ein tökuvél meö
klofinni linsu, vél fullkomnari og
þægilegri í alla staöi. Ennfremur
var ný sýningarvél hönnuö. Áöur
þurfti tvær vélar til aö ná áhrifum
þrívíddarinnar.
Hákarlinn sjálfur var smíöaöur
úr mörgum bútum; sérstakt
módel fyrir skoltinn og annaö
fyrir sporöinn, uggi hér og uggi
þar. Tálknin voru vatns- og raf-
magnsknúin. Hákarlar heyra
ekkert, þeir aöeins skynja hljóö
og mörg atriöi myndarinnar voru
tekin frá sjónarhóli hvíta dauö-
ans.
Enginn leikenda fyrri mynd-
anna kemur viö sögu í þriöju
myndinni. Roy Scheider afþakk-
aöi pent, en í hans staö koma
synir hans úr fyrri myndunum,
sem Dennis Quaid og John
Putch leika. Aörir, sem eitthvaö
kveö.ur aö, eru Simon MacCork-
indale, Bess Armstrong (upp-
rennandi leikkona) og gamli jaxl-
inn Louis Gossett, sem allir
muna eftir sem Fiölaranum í
sjónvarpsmyndaflokknum „Rót-
um“ og liöþjálfanum i „An Officer
and A Gentleman", en fyrir þaö
hlutverk hlaut Louis hin eftirsóttu
Óskarsverölaun.
HJÓ.
í skotfimi veröur haldiö í Baldurshaga í Laugardal
sem hér segir:
28. apríl
Kl. 13.00 Rifflar cal. 22 RF. Ensk keppni (60 skot).
Kl. 16.30 Skammbyssur cal. 22 RF. 3x20 skot.
29. apríl
Kl. 13.00 Rifflar cal. 22 RF. Þríþraut (3x40 skot).
Væntanlegir keppendur tilkynni þátttöku fyrir 29.
apríl til:
Skotfélags Reykjavíkur, sími: 86616,
Skotsambands íslands, sími: 82637.
Skotsamband íslands.
Hlíföarbuxur einfaldar.
Stæröir: S, M, L, XL.
Verö kr. 630,-.
útiuf
Glæsibæ, sími 82922.
s
«4
rv
Einfaldur m/rennilás.
Stæröir 36—58.
Bláir og rauöir.
Verö kr. 1.455,-.
nn
, Hnébuxur, dömu og herra.
/l Rauöar og bláar.
/1 Verö kr. 970,-.
H Fjallabuxur, tvöfaldar.
\ Stæröir 46—56.
\ Verö kr. 1296,-.
NORSKIR
'lgniri
ANORAKKAR OG BUXUR
Fjalla anorakk Diolin/bóm-
ull. Tvöfaldir. Bláir og rauöir.
Stæröir: XXS, XS, S, M, L,
XL.
Verö kr. 1.860,-.